Man það núna.

Það sem ég ætlaði að grobba mig yfir í nótt + að vera hætt að reykja og vera að fara að prjóna var þetta: Ég er næstum búin að kaupa allar jólagjafir fyrir næstu jól Wink dugnaðurinn gæti til dæmis ekki verið meiri. Það hefur nú bara aldrei áður komið fyrir að ég hafi verið svo til búin að kaupa allar gjafir áður en jólin væru öll og það var nú síðasti í jólum í gær.
Ég á faktískt bara eftir að kaupa fyrir börnin mín stór og smá.

Las þetta á visir.is áðan og bilaðist úr hlátri http://visir.is/article/20090106/FRETTIR01/39244022

 

Eigið góðan dag.


Duglegust... og prjónar

Sko... Smile 
Nú er klukkan hjá mér korter yfir miðnætti og allir í mínu húsi hrjóta hrotum hina réttlátu.
Ég sit hér ein og fagna ótrúlegum árangri. W00t
Ég hef ekki reykt eina einustu sígarettu síðan 5. des!!! Pælið í því...
Þannig að í dag er dagur númer 31 liðinn og mér líður stórkostlega. Þannig. Ekkert reyndar betur en venjulega, en ég er voðalega stolt af mér.
Féll ekki á því þegar hún tengdamóðir mín kom eða þegar við vorum hjá Lindu í Köben. 
Á mánudaginn næsta ætla ég með tveimur stórum skutlum úr vinnunni að sprikla. Hlakka ekkert smá til.

Vá hvað ég er ógeðslega dugleg.
Á mömmu eiginlega allt að þakka. Hún sendi mér reykingarstopp töflur sem kreppu ég hafði ekki efni á hérna í útlandinu. Takk mamma mín InLove Nú eru strax minni líkur á að ég fái lungnakrabba. Fer í röngen vonandi í næstu viku... Ef ég hef tíma...  

Nohh næsta mál á dagsskrá er að ég ætlaði að fara að verða svo hrikalega dugleg og byrja að prjóna.
Pabbi og Ragna gáfu mér svakalega fallegt lopavesti í jólagjöf og ég er bara vægast sagt húkkt á því. (Takk þið rosalega) Langar afskaplega í fleiri en tími ekki fyrir nokkurn mun að borga fyrir það... þetta var sem sagt rosa dýr jólagjöf!!!!
Á einhver prjóna sem hann er hættur að nota???
Já ég er að óska eftir prjónum!!! Og jafnvel loparestum líka.
Hvað er málið með verðið á þessu dóti????
Nenni varla að fá mér rollur og rokk, bara því mig langar í vesti.
Allavega ef einhver situr uppi með rosa magn af prjónum og hefur ekki hugmynd um hvað hann á að gera við þá, þá endilega látið mig vita Smile 
Langar svo að prjóna röndótta sokka upp á læri þannig að afgangs garn er líka vel þegið...

Ætlaði að skrifa eitthvað meira en man ekki hvað...

Knús og kossar á ykkur dúllurnar mínar.

 


Jólakort 1973

Í gær þegar ég var að leita að eldgömlum myndum og aðallega myndum frá því ég var í heimavistarskólanum á Reykjanesi fann ég dálítið ennþá betra. Nefnilega jólakort frá henni langömmu minni Helgu. Sem sagt mömma afa Jóa.
Það litla sem ég man eftir henni er inn á stofnun, ég held Kristneshælinu í Eyjafirði en samt ekki viss. Hún átti eins gollu og við systurnar og meira man ég ekki...

Allavega stendur þetta í jólakortinu til mín...

Jólin 1973

Elsku frænka mín!
Ég vona að þú hafir það sem best um alla ókomna tíð. Nú ferð þú bráðum
að fara í skóla.
                        Þín langamma Helga.

Á hinn helminginn er límt blað sem á stendur...
Elsku Hugljúf mín! Láttu
þessa fáu aura í baukinn þinn svo að hann sé ekki alveg tómur. Fyrirgefðu.
                                       Guð blessi þig amma.

 

Mér finnst þetta mest krúttlegasta jólakort sem ég hef nokkur tíma lesið InLove 
Þetta er skrifað þegar ég er 3ja ára og sennilega ekkert farin að pæla í skólagöngu fyrir alvöru á þessum tíma.
Gamla konan kallar mig frænku og svo biðst hún fyrirgefningar á því að gefa mér pening...
Gamalt fólk getur verið svo hrikalega mikil krútt.


Magasín óttans.

Í dag eigum við dýrindis kaffivél. Kaffivél sem kostar um 30.000 ísk. Pæliði í því.
Þannig var að við fengum 500 dk gjafabréf í Magasín þegar við giftum okkur.
Þar sem Magasín er í Kaupmannahöfn og við búum ekki þar rétt hjá, ákváðum við að muna eftir að taka gjafabréfið með þegar við fórum til Köben í síðustu viku.

Í Magasíni iðaði allt af fólki. Það var gjörsamlega troðið þarna inni og ég með mína mannfjölda fóbíu hafði það alls ekki gott.
Við óðum um allt til að reyna að finna eitthvað á 500 kall svo við værum laus við gjafabréfið.
Það er bara ekkert sérlega margt á 500 kall eða þar undir í þessari verslun. Samt var útsala.
Meiri segja allar merkjavörur eins og Herstal eða Royal Köbenhavn voru miklu dýrari þarna en í öðrum búðum. Get ekki skilið að svona verslanir geti gengið, en trúið mér. Miða við mannfjöldan þarna inni fer þessi verslun aldrei á hausinn.
Eftir dágott ráp og milljón skoð, ákvað Eiki að selja gjafakortið bara þarna inni og fara svo bara með okkur í rúmfatalagerinn eða eitthvað sambærilegt :)
En þá rákum við augun í kaffivél.Við erum búin að eiga einhverjar 3 síðan við fluttum hingað fyrir tæpum 5 árum síðan, og planið var að kaupa svona Sensor vél, sem hellir bara upp á einn eða tvo bolla í einu.Þannig vél kostar um 500 dk í Þýskalandi en kostaði eftir 50% afslátt um 1400 í þessari asnalegu butik!
Við hættum umsvifalaust við á staðnum og keyptum þessa sem við rákum augun í fyrst. Sú kostaði 30.000 isl en var sett niður í 500 dk.
Svo nú eigum við alla vega kaffivél með tryggingu og allt.

Fyrir jól var heitið á mig!
Og ég er góð til áheita, því get ég lofaðSmile 
Ég fékk sem sagt sendan aur -áheitaaur- og er nú búin að ákveða að taka þann aur og aurinn fyrir Sensor kaffivélinni sem við erum hætt við að kaupa og kaupa handa okkur myndavél fyrir þann pening.
Þó að ég fái kannski ekki bestu vél í heimi fyrir 1000 dk þá fæ ég alla vega myndavél þannig að ég geti tekið myndir og sent fullorðni áheitis frænku minni á Íslandi.

Jæja. Er að hugsa um að hætta þessu bölvaða rugli.
Er á næturvakt, þ.e.a.s sit fasta vakt hjá einum gömlum og leyfi mér þess vegna að hanga á netinu, hann sefur jú og ég er á góðri leið með að sofna líka. Gat ekki sofið nema 3 og hálfan tíma í dag og kemst ekki heim fyrr en um 10 í fyrramálið.

Jú eitt en. Ég er búin að taka þá dásamlegu ákvörðun að prjóna á þessu ári.
Ætla að biðja einhvern heima að senda mér lopa og prjóna og svo ætla ég að prjóna mér fleiri lopavesti eins og ég fékk í jólagjöf, er orðin háð strax og svo ætla ég að prjóna sokka. Kann það alveg... nema hælinn. Og vettlinga eins og amma gerði, svona smá háa upp. Kann það líka alveg... nema þumalinn. Amma gerði alltaf hæla og þumla fyrir mig. Hugsa samt að ég geti fundið út úr því.

Hagið ykkur Heart

-----------------------------------------------------------------

I dag har vi en rigtig flot og fin kaffe maskine. Kaffe maskine som koster omkring 30.000 isk. Prøve at tænk!
Det var sådan at da vi giftede os fik vi gavebrev i Magasin til 500 dk.
Der som Magasin er i København og vi ikke bor der i nærheden, havde vi tænkt os at huske gavekortet når vi skulle til København i sidste uge.

Ind i Magasin var der mennesker over det hele. Jeg med min ”alt for mange mennesker” fobi havde det ikke så godt.
Vi løb frem og tilbage og håbede på at finde et eller andet for 500 dk så vi kunne forsvinde der fra igen. Der var bare ikke rigtig noget til 500 dk eller der under i den dumme butik. Slev om der var udsalg.
Alt var så dyrt. Også mærkevare lige som Herstal eller Royal København kostede meget mere der inde men andre steder.
Jeg har ikke nemt ved at forstår hvordan sådan butik kan blive ved, men tro på hvad jeg siger… I forhold til hvad mange mennesker var der inde kommer den butik aldrig til med at få krise.
Efter at have rendt rundt og efter mange tusind kig, ville Erik prøve at sælge gjavekortet der inde og tage vores så med i Jysk eller Ikea. Smile 
Men pludselig fik vi øjne på en kaffemaskine. Vi har haft 3 eller4 stykke i de næsten 5 år som vi har boet her.
Vi ville have købt kaffemaskine som hedder Sensor og kan lave kaffe på et øjeblik til en eller to mennesker at gange. Sådan en maskine koster ca 500 dk i Tyskeland men den samme maskine kostede 1400 dk ind i Magasin selvom der var 50% af.
Vi besluttede os med det samme, at købe ikke denne til 1400 men vi købte til sidst den som vi så først. Den kostede 30.000 isk men var sæt ned til 500 dk.
Så nu har vi en kaffe maskine med forsikring og det hele.

Opføre jer Heart


Staldrið aðeins við!

Mig langar að tileinka öllum þeim sem fordæma mótmælunum heima þennan brjálæðislega flotta og -mikið í varið- texta.
Sumir eru kannski dálítið þröngsýnir og neita að trúa því að hægt sé að breyta hlutunum til hins betra með aðgerðum.
Allir hafa rétt á sínum skoðunum og að skipta um skoðanir ef þeim hentar.
Og ekki reyna að lesa eitthvað bull á milli línanna. Ég er ekki hlynnt ofbeldi eða skemmdarverkum!
Og hana nú... verði ykkur að góðu!

---------------------------------------------------------

Ég labbaði í bæinn, mér létt í skapi var
að líta inn á búllur samkvæmt vana.
Mér fannst ég vera þyrstur, fékk mér bjórglas inni á bar
og byrjaði að spá í nátthrafnana.

Þá settist hjá mér stúlka, hún sagðist vera sautján.
Hún sagði ei margt að vísu , en fylgdist með.
Ég gaf mér nægan tíma, því oft er það mín áþján
að ætla að gefa ráð og elginn veð.

Við töluðum um bilið, sem byggjum við af hvöt,
um bilið milli aldurs sem er gríma.
Við gefa viljum börnum okkar græna skóga og föt
en gleymum oft því dýrmætasta:  Tíma.

Þá kom hún mér á óvart, því er ég fór að inna
eftir hennar skoðunum, ef hefði hún einhverjar.
Það litla sem hún sagði, ég verð að viðurkenna
vakti mig til umhugsunar á því hver ég var.

Ég held við ættum stundum að hlusta aðeins betur
á hugrenningar þeirra, sem erfa skulu land,
því kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur  
komið fram með svörin, þar sem  sigldum við í strand.

Okkur kann að virðast, að ungdómurinn nú
sé einskis nýtur, reki í lífsins gjólu.
En gleymum ekki staðreyndum, því staðreyndin er sú: 
Það vorum ég og þú, sem upp þau ólum.

Ekki vitlaus texti.


Klæðskiptingur!

Góðan daginn og gleðilegt ár.
Ég heiti Hulla og ég er klæðskiptingur.

Ég áttaði mig á þessari áráttu minni um daginn þegar ég var að taka til í löngu gleymdum skáp, og fann þá hermannabuxurnar hans Darra.
Þessar sem hann gleymdi og ég ætlaði alltaf að senda honum, í ágúst 2007 Blush
En af því að þær voru í gleymda skápnum fann ég þær fyrst núna þegar ég gerði jóla hreint. Gleymdi því greinilega í fyrra.
Nohhh ég ákvað nú að taka þær frá, enda uppáhalds buxur frænda míns, og koma þeim í póst.
Svo fór ég allt í einu að spá í hvort hann væri ekki bara búinn að vaxa upp úr þeim, enda drengur í uppvexti miklum, og setti þær aðeins til hliðar.
Svo var ég eitthvað búin að kíkja á þær af og til og viðurkenni það bara hér og nú að ég hef alltaf verið frekar veik fyrir hermannabuxum. Átti einar í rúm 8 ár en þær voru algrænar. Þessar eru flekkóttar.
Nú það endaði náttúrulega með að ég mátaði helvítis buxurnar, en aðallega til að sjá hvort ég væri nokkur feit í þeim. Darri rosa grannur og ég ákvað að ef þær pössuðu mér þyrfti ég ekki framar að hafa áhyggjur af auka kílóum.

Þegar ég var komin í buxurnar rann upp fyrir mér ljós. Ég hafði aldrei ætlað að senda buxurnar með það sama! Og núna þegar ég sé hvað þær klæða mig dásamlega (fyrir utan að vera aðeins of stórar) langar mig ekki baun að senda þær over hoved. So sorry Darri.

Svo fór ég að pæla í hvort að þetta væri kannski vandamál og eins og svo oft prófaði ég að snúa málinu til að sjá það frá öðru sjónarhorni.
Ég setti Eika í mitt hlutverk og Soffíu systurdóttur hans í Darra hlutverk. Og þá sá ég að ég á við stórt vandamála að glíma!

Svo fór ég að hugsa aftur í tíman, um öll skiptin sem ég hef t.d fengið lánaðar peysurnar hans Eika. Skroppið út til hænsnana í íþróttabuxunum hans og jafnvel stolið boxer buxum af honum þegar ég er nýkomin úr sturtu og ekki nennt að fara strax í náttara.

Ég get alveg svarið fyrir það að ef hann Eiki tæki upp á því chilla hérna á G-streng af mér eftir gott sturtubað, yrði ég ekki alveg hrifin. Í alvöru.
Eða ef ég kæmi að honum lauma sér út í eitthvað af peysunum mínum. Eða træði sér í buxur af mér.

Þannig að kæru vinir.
Ég er klæðskiptingur af lífi og sál og sennilega fædd með þennan galla.

Eigið gott fyrsta kvöld ársins og ég sendi mikið af kossum heim og glás af þakklæti til þeirra sem mótmæla meðferð íslensku þjóðarinnar.

--------------------------------------------------

God dag og glædeligt nyt år.
Jeg hedder Hulla og jeg er en transvesitter.

Jeg fand ud af mine tvangstanker (ved ikke om man skal bruge dette ord) en dag når jeg var ved at gøre rent i en, for længe glemt skabe, og fand der militær bukser fra min nevo Darra.
Dem som han glemte hos mig og jeg skulle sende tilbage til ham i august 2007.
Men fordi at de var i den glemte skabe, fand jeg dem først nu når jeg var ved at gøre jule rengørning.
Har helt klart glemt det sidste år.

Nohhh, jeg tog dem til siden, til at kunne sende dem til min nevø med det samme.
Så begyndte jeg at tænke om han kunne passe dem endnu, han er jo en dreng som vokser meget hurtig. jeg sætte bukserne til siden.

Så kiggede jeg på dem af og til. Jeg kan godt fortælle jer at jeg har altid været lidt syg for milletæri bukser. Jeg havde en gang sådan en i 8 år men de var kun grøn. De her er sådan med plette på.
Til sist blev det selfølge til at jeg prøvede de lorte bukser på, men mest til at se om jeg var fed eller/og kraftig i dem. Darri er nemilg meget tynd og jeg så det sådan at hvis de passede godt til mig, ville jeg aldrig igen bekrymme mig for extra kilo

Da jeg havde bukserne på opdagede jeg noget. Jeg ville ikke sende bukserne tilbage med det samme! Og nu da jeg kan se hvor fantastik jeg ser ud i dem (lidt for store måske) vil jeg slet ikke sende dem tilbage, over hoved. Undskyld Darri
Så begyndte jeg at spekulere om det måske var probleme og lige som often før prøvede jeg at se tingene fra en anden synspunkt.
Jeg vendede det hele om og sætte Eiki i mit sted og hans kusine Soffie, i Darris sted.
Og O MY GOD, nu kunne jeg se at det var et kæmpe probleme som jeg havde!

Da jeg tænker til bage, om alle gangene som jeg har lånt Eikis striktrøjer. Gået ud til hønsnene i hans idrættsbukser og jeg har også nappet hans boxer underbukser da jeg har været i brusebad og ikke gidet med det samme at tage mit nattøj på
Jeg kan godt fortæl jer at hvis han Eiki ville begynde at chille her hjemme i min G-stren, efter at han havde været i brustbad, ville jeg ikke blive glad. Helt ærlig.
Eller hvis jeg så ham prøve at snyde sig ud i min trøje eller bukser.

Så mine kære venner.Jeg er altså en transvesitter af live og sål og er nok født med den ulemp.

I må have et rigtigt godt første aften denne år, og jeg sende meget af kys hjem og utroligt meget af søde tanker til dem som demostrater behandllinger af den Islandsk nation.

 


Gleðilegt ár! :)

Ég óska öllum mínum dásamlegu bloggvinum og hinum auðvitað líka ástar og friðar í kvöld og næstu 365 daga.

Verið ótrúlega góð við hvort annað og strjúkið kviðinn eftir átið í kvöld.

Love you all!


Om jeg er dum eller hvad?

Álit Eika á mér í dag er ekki mikið.
Þegar égcvar búin að ausa úr mér fréttum dagsins (var jú að vinna í dag konan) horfði hann fyrst á mig með vorkunnar augum og sagði svo "Er du dum eller hvad?"
Ég ákvað að svara því ekkert, þá segir maður heldur ekkert rangt, og hélt þess í stað áfram. Næsta komment hjá honum var "lærirðu ekkert á því að búa mér mér?"
Þá ákvað ég að fá mér glas rauðvín og einn poka af Trítlum sem krúttið hann faðir minn sendi mér með í jólagjöf.

Þannig var að eymingja ég var að vinna í gær á náttfatadegi dauðans, og í dag, og á að vinna alla helgina. Það er líka í góðu því svo á ég viku frí. Bara svo geðveikt fúlt að fara að vinna þegar Eiki og strákarnir eru í fríi. Líka af því að þá er í rauninni bara einn löggildur náttfatadagur á ári og það er
25.des.
Ég mætti sem sagt í vinnu alveg ofboðslega hress og kát í morgunn klukkan núll sjöhundruð.
Gleðin rann örlítið af mér þegar ég sá að við höfðum vikar hjá einum íbúanum okkar. Það þíðir bara í rauninni að það er starfsmaður hjá einum gamlingjanum 24 tíma á sólarhring vegna falls hættu, og þessi sem kom í morgunn minnti svo lítið á rússneskan hryðjuverkamann og það fraus næstum undan mér þegar ég leit á þessa konu.
Ég með mína blíðu lund og mikla margumrædda jafnaðargeðið mitt brosti mínu blíðasta og notaði megnið af morgninum til að til dæmis útskýra fyrir henni að það þyrfti ekki að mauka matinn hans og hann hefði tvær hendur og gæti mögulega alveg stjórnað hníf og gafli sjálfur.
Ég viðurkenni samt fúslega að ég var á barmi geðhvarfasýkingar þegar ég bað hana að útskýra fyrir mér af hverju henni væri svona illa við að leyfa manninum að ganga. Hún hljóp um með hjólastólinn, og um leið og grey kallinn stóð upp eða bara blakaði augnhárunum var sú rússneska komin með hjólastólinn og reyndi að þvinga gamla manninn til að sitja í honum.
Minnti dálítið á þegar ég eyddi 2 tímum í að klæða hann gamla Brand í dúkkuföt og lét hann svo liggja kjurran í dúkkuvagninum á meðan ég keyrði hann um alla Njarðvíkina. En Brandur var köttur og ég var 5 ára.
Eftir hádegi þegar kona mannsins var komin í heimsókn, ákvað ég að fara út með ruslið.
Á leið minni þangað hitti ég mína ástkæru Kirsten sem er dásamlegasti kollegi ever.  Ég jós úr skálum hneykslana minna og vanmáttar og var svo til ekki alveg búin þegar mikið þreytt kona kom labbandi eftir ganginum og bauð góðan daginn.
Hún sagðist vera vikar og ég með mína einstöku reiknisgáfu fattaði undir eins að hún ætti að leysa þá rússnesku af.
Eitthvað kannaðist ég við hreiminn hjá þessari þreyttu og þegar ég spurði hvort hún væri dani, svaraði hún að hún kæmi frá Íslandi.
Hjúkk. Þá gat ég útskýrt allt með gamla manninn á mínu eigin tungumáli, og ég var við að tapa mér úr hamingju og látlausri gleði.
Ég talaði látlaust í ábyggilega korter og bauð henni svo kettling. Ég er ekki að grínast, en leið og ég sleppti orðinu -kettlingur- hugsaði ég. "Vá Hulla, ertu klikkuð eða???" 
Svo leyfði ég henni að tala smá, og þegar hún sagði mér að hún væri ein um að kaupa hús og allt saman, með fullt hús af börnum skildi ég þreytu hennar ofur vel og klappaði ég henni á vaxandi magan (eða benti, man það ekki vel því ég er svo mikill auli) og sagði. "Ég sé nú að þú ert ekki kona einsömul"  (Þarna sagði Eiki... "Er du dum eller hvad")Þegar ég leit upp sá ég samstundis að ég væri fábjáni, bara á sekúndubroti.
"Já nei nei" sagði hún og brosti. Ég er sko ekki ólétt eða neitt svoðeilis. Sagði mér svo að hún hefði farið í aðgerð og væri með rifinn vöðva eftir það, eða eitthvað þannig. Heyrði það ekki vel fyrir suði í hausnum á mér. En hún brosti bara, þegar ég reyndi að kenna prjónapeysunni hennar um að vera óléttuleg og sagði "Svo er ég líka 52 ára og gæti þess vegna ekkert verið ólétt." 
Ég horfi á hana, þessa íslensku þreyttu konu sem lítur sko ekki út fyrir að vera eldri en 45 ára, á meðan suðið líður úr hausnum á mér og segi svo (eins og hálfviti) " Ertu í alvöru svona gömul? Þú lítur nú ekki út fyrir það, ertu búin að fara í fleiri aðgerðir?" (þarna spurði Eiki mig að því hvort ég hefði ekki lært neitt á að búa með honum)
Hún fór sem betur fer bara að hlægja og ég náttúrulega notaði tækifærið til að koma því að að tengdamamma mín væri líka 50 og eitthvað! Só! Tengdamamma er 58 þar til eftir nokkra daga og ég sé núna ekki hvaða máli það skiptir eða til hvers í ósköpunum ég var að blanda því í málið. Um leið og ég sleppti orðinu ákvað ég að þegja í smá tíma og dreif mig svo bara út með ruslið.
Þegar ég kom tilbaka var klukkan orðin 3, minn vinnudagur búin og þar sem ég var búin að gera mig að ótakmörkuðu fífli þennan daginn, fór ég eina ferðina enn til hennar og lét hana fá miða með nafninu mínu og símanúmeri og bauð henni í kaffi einn góðan veðurdag.
Get þá verið búin að safna í sarpinn til að gera mig að en meira fífli en nokkru sinni áður.

Guði sé lof fyrir að þessi dagur er að verða búin.

Knús á ykkur öll og haldið áfram að belgja ykkur út af alls konar gúmmulaði.


Gledileg Jól :)

Elsku vinir, hér og tar.

Óska ykkur øllum gledilegra jóla og vona ad tid hafid tad øll sem allra best :)

Knús og kossar beint hédan frá Bojskov.


Jóhann 9 ára

johann_bojskov_018 

Þann 13. des varð litla örverpið okkar 9 ára.
Þvílíkt sem tíminn líður.
Ég man ennþá svipinn á Eika þegar ég sýndi honum jákvætt þungunarprófið - sem ég bæðavei geymdi og sýndi honum aftur þegar Jói var 3ja vikna gamall, Hahahaha, Þvílíkur svipur sem kom á hann þá. Bara snilld-
Alla vega var meðgangan vægast sagt hræðileg. Ég fékk grindargliðnun þegar ég var komin 3 tíma á leið og sat meira eða minna á rassinum í 9 mánuði.
Gat ekki eitt né neitt. Ef ég labbaði út í búð sem var um 300 metra frá okkur, komst ég pottþétt ekki aftur heim.
Ég held að ég hafi klikkast smá á þessum mánuðum.
Veit ekki hvernig ég hefði komist í gegnum þessa mánuði ef ekki hefði verið fyrir Jóu (Evu) systir.
Hún kom til okkar, sennilega í nóvember, og var hjá okkur með Hauk og Darra þar til hún var búin að fá húsnæði á Stokkseyrinni. Hún hjálpaði mér með allt.
Bakaði með krökkunum fyrir jólin, braut saman þvott, eldaði mat og hjálpaði mér með krakkana.
Svo var hún sálarbót fyrir feitu mig þegar krakkarnir voru komnir í rúmið.

Þann 8. nóv fór fæðingin í gang hjá mér mánuði fyrir tímann.
Ég var send í bæinn í einum grænum því Jói var talinn ansi smár, fyrir utan að vilja svo snemma í heiminn.
Ég var ekki komin með nema um 3-4 í útvíkkun og þegar ekkert var búið að gerast meir 3 tímum seinna og panodil drap niður alla verki fékk ég að fara heim til tengdó og gista þar. Daginn eftir var en allt óbreytt og ég fékk leyfi til að fara heim með því skilyrði að ég geri akkúrat ekki neitt annað en að liggja með fæturna uppi. Eins og ég hefði gert eitthvað annað undanfarna mánuði.
Í stuttu máli sagt gerðist ekki neitt í rúman mánuð.
Ég var orðin nokkuð viss um að ég mundi ekki eiga fyrr en á nýju ári og komin niður í þó nokkra depurð þegar ég loksins vaknaði við verki aðfara nótt 13. des. Þá var ég náttúrulega ekki alveg tilbúin hehe.
Þetta var nú ekkert svaka sótt sem ég var með, og þess vegna gerði ég ráð fyrir að vera að í marga klukkutíma. Var ekki nema rétt um 2 tíma frá fyrstu hríðum með síðustu þrjú, en þá voru verkirnir líka svakalegir. Þetta var ekkert í samanburði við þá.
Við vöktum Jóu og brunuðum svo á Selfoss. Ég var búin að ákveða að prófa að eiga í vatni því það ku vera voða notalegt. En baðið var upptekið og mér var vísað beint inn á stofu. Ekki fæðingarstofu, heldur bara venjulega tveggja manna stofu.
Eftir ca klukkutíma veru á þessari stofu kom Ljósa til að skoða mig og sagði mér að ég mætti nú fara að rembast. Já sennilega. Ekki einu sinni komin með rembingshríðar.
Ég sagði henni voða kurteislega að mér væri ekkert mál að rembast, en hún lét sem hún heyrði það ekki og hvatti mig endalaust mikið.
Til síðast lét ég eftir henni og prófaði að rembast smá þó mér þætti það hrikalega hallærislegt.
Og viti menn eftir 3 rembinga lá litlinn minn á maganum á mér.

Hann er sjarmur mikill og friðarstillirinn á heimilinu.
Hann gerir allt sem í hans valdi stendur til að gleðja mömmu sína og pabba og er góður út í gegn.
Hann er samt mesti fýlupúkinn á þessu heimili og reynir endalaust að ala upp stóru bræður sína.
Kom t.d frekar fúll niður í gær og sagði okkur að Atli Haukur væri að múta Júlla til að taka til í herberginu sínu.
"Mamma þetta gengur ekki með hann. Hvernig helduru t.d að hann verði þegar hann verður stór og eignast sjálfur börn??? Hann á eftir að láta þau gera allt fyrir sig!" sagði Jói grafalvarlegur.

Hann fékk rafmagns gítar í afmælisgjöf og er búinn að skemmta okkur þó nokkuð með sólóum síðan.
Stundum held ég að vanti eitthvað í okkur þegar við erum að velja gjafir handa börnunum okkar.

 

P.s kem ekki inn myndum Devil Reyni eftir vinnu.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband