Baráttumaðurinn farinn :(

Þá er baráttu og byltingarmaðurinn, frændi minn farinn.
Við keyrðum hann niður á aðalveg um kl 16:30 í dag. Ömurlegt að skilja litla frænda minn eftir þar aleinann. Ég fór samt ekkert að gráta. Fer eiginlega bara að gráta þegar ég kveð pabba. Enda pabbastelpa með eindæmum.
Haukur eldaði handa okkur í gær. Hann er nefnilega grænmetisæta, en því hafði ég gleymt allt um og var bara endalaust búin að velta fyrir mér hvaða gómsætu kjötrétti við gætum gefið vesalings utangarðsmanninum.
Fyrsta kvöldið vorum við með humarsúpu og frikkadellur. Heppin þar því Haukur borðaði humarsúpuna (enda dósasúpa og sennilega ekki einn einasti humarhali í henni) og svo steikti Eiki handa honum grænmeti og sauð pasta. Ekki spennandi það.
Allavega vildi Haukur endilega elda handa okkur rússakássu í gærkvöldi. Lofaði mér samt að það væri ekki einn einasti rússi í henni. Enda segir það sig svosem sjálft. Ég nota t.d engar ömmur í ömmukleinurnar mínar. Tounge
Rússakássan smakkaðist voða vel og ég nýtti meiri að segja afgangana í kvöld.
En þegar ég skildi hann frænda minn eftir aleinann út á aðalgötu leið mér alltí einu svo sorglega.
Langaði klukkutíma seinna að fara að tékka hvort hann væri þarna ennþá og taka hann bara með heim og bann honum að þvælast um alla heima og geima á puttanum.
En hann lofaði að skrifa mér email þegar hann kæmi til köben  og láta mig vita af sér. Svo kemur hann kannski við aftur, því eftir einhver mótmæli í köben er förinni haldið til Ítalíu eða Spánar... á puttanum!

Svona í lokin. Hatið mitt í dag er kolaofnar. Ég hata þá meira en allt annað í augnablikinu. Svo finnst mér gjörsamlega bara karlmannsverk að kveikja upp í þeim. En hálvitinn ég mútaði Eika að fara með Atla Hauk í klúbbinn í 2 tíma og lofaði í staðinn að gera allt í heiminum fyrir hann í staðinn, ég get sjálfri mér um kennt s.s.

Jú og Atli Haukur var dag 1 á svínabúinu í dag. Kom heim eftir 8 tímana með stjörnu í augum og skítugur og með endalaust af sögum af nýfæddum grísum. Bara hamingjusamur.

Mojn í bili. Hagið ykkur vel og passið ykkur vel.
Love ya all.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þriðjudags knús á þig Hulla, ég hef nú ekki lent í kolaofni en man mjög vel eftir því að þegar ég þurfti að hlaupa út í -20 til þess að ná í eldiviðbrrrrrrrrrr en það var í útlöndum og nú geng ég um berfætt og lítið klæddog hækka bara á ofnunum ef það læðist að mér hrollur

Anna (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 08:39

2 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Æj skil ég þig vel Hulla að það hafi verið erfitt að skilja frændan einan eftir...knús og mikið þakklæti til þín Kveðja Heiður

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 20.2.2008 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband