Vorið er komið :)

Já ég drakk hádegiskaffið mitt úti í dag. Sólin skín og fuglarnir singja -sumir skrækja reyndar- Hitamælirinn sýnir 10,5 gráður og ég get auðveldlega séð að biluð garðvinna bíður okkar.
Húsið mitt er stútfullt af kisum, þar sem allt er opið upp á gátt til að hleypa inn vorinu.
Ég verð bara svo glöð í svona góðu veðri.
Búin að vera að þrífa í allan dag og hlakka mikið til þegar ég loksins verð búin.

Atli Haukur og Júlíus byrjuðu í Budo Karate í gær. Júlli ekkert smá spenntur en ég varð nánast að draga Atla Hauk út. Hann var ekki að nenna, enda ekki mikið "nenn" hjá honum yfir höfuð.
Atlinn minn er það latur að þegar hann var í karate fyrir 2 árum síðan, nennti hann ekki að leggja sig fram í fyrstu beltagráðunni og "svindlaði" og var sá eini af 30 manns (held ég) sem náði ekki nýju belti. Það var ansi mikið högg fyrir minn mann því hann hefur alltaf komist upp með að vera latur.
Hann hefur notað "blikk blikk" augnaaðferðina og það hefur virkað hjá honum hingað til.
Ég og Lena biðum eftir þeim og fengum að horfa á fyrstu æfinguna.
þeir voru þvílíkt að standa sig drengirnir. Atli Haukur hefur greinilega engu gleymt síðan síðast og lagði sig allan fram. Júlli var svo einbeittur að tungan hékk niðra bringu næstum allan tíman.
Og þeir voru ekkert smá hamingjusamir þegar þessi fyrsta æfing var búin. Veit samt að ég þarf að draga Atla Hauk með á morgunn líka Smile Þannig er bara Atli Haukur.  

Um helgina er ég að spá í að dobla Eika til að byrja á að tæta upp matjurtargarðinn okkar.
Við erum ótrúlega duglegt fólk... fyrir tveimur árum byrjuðum við með fyrsta matjurtargarðinn okkar.
Það gekk ótrúlega vel. Við fylgdumst með þegar græn grös byrjuðu að kíkja upp á yfirborðið og töluðum um hvað við værum nú græn og vistvæn. Svo kom smá rigningartímabil... ca vika... og við íslendingarnir héldum okkur að sjálfsögðu innandyra á meðan, til að blotna nú alveg örugglega ekki.
Á meðan át illgresi garðinn okkar. Blush
Í fyrra færðum við svo garðinn neðst í eitt hornið á garðinum (Garðurinn okkar er ca 1000 fermetrar svo nóg er plássið)
Eiki djöflaðist langt fram eftir mörg kvöld í röð við að tæta upp og rífa í burtu allskonar rætur og gera garðinn í gróðursetjanlegt stand.
Á meðan dúllaði frúin sér hérna inni við að koma til baunum og fræjum í pottum.
Svo fórum við og gróðursettum allt dótið hérna úti, ásamt kartöflum og einhverju fleiru.
Svo kom rigning, sem stóð reyndar yfir allt sumarið...
Nú ætlum við að kaupa okkur regnföt og reyna í 3ja sinn. Grin

Eigið góðan dag. Hulla pulla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Er ekki alltaf sagt ....allt er þegar þrennt er....gangi ykkur vel í þetta 3 sinn...en veður hér af klakanum er rigning rok slidda og allt blautt...veður tekið í Grindavík kl 12,36

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 20.2.2008 kl. 12:33

2 identicon

piff... moggablogg er bara rauðsokkublogg

En Hulla mín ég veit þú ert engin rauðsokka og það er alltaf gaman að lesa bloggið þitt, svo ég er alveg til í að koma hingað þín vegna

Heiða Hrönn (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 13:56

3 identicon

vesen að kommenta hérna, er það kannski bara afþví ég er ekki í klíkunni?

Heiða Hrönn (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 17:04

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Hæ hæ...ja ætli maður kannist ekki við letipúkagang

Bestu kveðjur frá Snorra til Atla Hauks

Rúna Guðfinnsdóttir, 20.2.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband