Konudagurinn?

Ég held að það sé engin konudagur í dag í Danmörku. Allavega ekki hér í Bojskov.
Ég er búin að vera að vinna frá 7-3 og er bara vægast sagt uppgefin. Fékk engin blómst og ekkert nudd (ennþá) og ekkert heitt bað beið mín þegar ég kom heim.
Mér var reyndar boðið út að borða, en sé ekki fram á að komast vegna bensínleysis.
Eiki búinn að hvetja mig til að skella mér með, en sama hvernig ég reyni þá hefur bara ekkert bæst við bensínið bílnum. Gremjulegt.

Atli Haukur er búinn að vera að æfa sig í að taka upp af gólfunum án þess að nota hendurnar.
Þegar ég bendi honum á að það taki lengri tíma, þá fæ ég þau svör að hann þurfi allavega ekki að vera að beygja á sér lappirnar. Shocking Og belív jú mí, að taka sæng upp frá gólfinu án þess að beygja sig er bara pínu fyndin sjón.

Ég á frídag á morgunn og hinn. Sé alveg fram á að þeir fari báðir í tiltekt og þrif.
Ég get ekki sagt með góðri samvisku að það gleðji mitt litla hjarta. Mér finnst fátt leiðinlegra í þessari veröld en að hanga inni og taka til og þrífa. Geri það einungis af illir nauðsyn og svo líður mér svo skratta vel á eftir. Sérstaklega þegar strumparnir er komnir í rúmið og ég get kveikt á kertum út um allt og hellt mér rauðvíni í glas... og sofnað svo út frá því yfir auglýsingunum.

Langar miklu frekar að eyða tímanum mínum í eitthvað sem mér finnst skemmtilegt. T.d að lesa, eða hugsa, eða blogga, eða bara dagdreyma. Svo keypti ég mér striga fyrir jól sem ég á eftir að æfa mig á.
Ég er búin að mála 2 litlar myndir. Þær eru báða hver annarri ljótari, en ég hengdi þær samt báðar upp í forstofunni og ætla mér ekki að taka þær niður.
Það eru nefnilega alltaf málverkasýningar í vinnunni minni, þar hanga yfirleitt forljótar myndir sem kosta fáránlega mikið af peningum.
Ég er búin að verðsetja ljótu myndirnar mínar og á nú 2 málverk að verðmæti 2000 dk. LoL
Striginn sem ég á eftir að mála á er risastór og það málverk -sama hversu ljótt það verður- er metið á 5000 dk.
Finnst ég einhvernvegin bara pínu rík í augnablikinu, jafnvel þó ég eigi ekki fyrir bensíni.

Well well. Hér bíður eftir mér fjall af þvotti sem er ekkert á leiðinni að hverfa Angry

Knús. Hulla Pulla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mikið rétt hjá þér að í DK er ekki til konudagurinn,, bara mors dag og fars dag... Enn ég held upp á konudaginn þegar mig langar til  þá dekra ég við sjálfan mig,, fer út að borða og kaupi mér það sem mig langar til.. ( ekkert pæla í kortinu fyrr enn kemur að greiðslu) Enn í dag hélt ég ekki upp á konudaginn heldur var þvílíkur mömmutiltektar dagur að moka út úr herbergjum barnanna  enn það var nátturlega bara hægt afþví þau voru ekki heima.. fyllti svartan ruslapoka og dreif hann út í genbrugsplads áður enn þau höfðu tök á að kíkja í hann  Eigðu gott kvöld krúslan mín og skelltu í þig einu rauðvínsglasi og lokaðu augunum yfir því sem bíður þín,, það er nýr dagur á morgun

Knús

Linda (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 18:12

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Jæja Hulla mín,ég ætla þó að senda þér blóm í tilefni dagsins  Surprise 

Katrín Ósk Adamsdóttir, 24.2.2008 kl. 19:23

3 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Sorry ! Þú fattar eflaust ekki hver ég er,en í "gamla"daga vorum ég og Bogga systir þín vinkonur.Gaman að sjá þig hér,þú lítur vel út   Flowers Ég efast ekki um að málverkin þín verða einhverntíman fræg

Katrín Ósk Adamsdóttir, 24.2.2008 kl. 19:27

4 Smámynd: Hulla Dan

Linda: þú ert sjúk elskan... maður eyðir ekki heilum sunnudegi ótilneyddur til að þrífa

Svo finnst mér einhverneigin að allir dagar eigi að vera konudagar

 Kata: Takk þú!!! Þurfti SKOOO á þeim að halda

Hulla Dan, 24.2.2008 kl. 19:37

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Heyrðu...ef þú heldur sölusýningar án þess að geta málað (er það rétt?) hví þá ekki að halda bara stórtónleika..selja vel inn og græða svolítið??!

En gott hjá þér að vera ekkert að fjarlægja myndirnar af veggnum, því eins og spakmælið segir:" Illu má venjast svo gott þyki" 

Rúna Guðfinnsdóttir, 24.2.2008 kl. 23:14

6 Smámynd: Hulla Dan

Nei svo langt geng ég nú ekki   ég er ekkert vond...
Ætla heldur ekki að halda sýningu, því ég tími ekki að selja myndirnar mínar  Ég er minn einlægasti aðdáandi, og verðsetti bara myndirnar svo ég sæi hvað ég væri í raun og veru skapandi og flink

En þetta er samt alveg hugmynd út af fyrir sig.

Hulla Dan, 25.2.2008 kl. 05:16

7 identicon

Hulla elskan  Það neyddi mig enginn til að þrífa,,, finnst það bara ekkert leiðinlegt,, enn aftur á móti er ég kom heim úr vinnunni í dag var ég ekki glöð,, einn af heimilisbúunum hefði skilið morgun matinn eftir á borðinu,, mjólkin orðin heit og enginn hefði búið um sig... og skítugi þvotturinn lá við HLIÐIN'A óhreinisdallinum,, skil EKKI afhverju er ekki hægt að lyfta lokinu og sitja garmanna ofaní  Enn ég ætla mér ekki að gera neitt af þessu og bíða eftir að fjölskyldu meðlimir mínir koma heim og þá fá þau sjálf að ganga frá.... Annars er enginn kvöldmatur hér á bæ  

Linda (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband