Lena 18 ára

Í dag verður litla afkvæmi mitt númer 2, 18 ára, sem þýðir að ég missi forræðið yfir henni Crying 
Hún hefur reyndar alltaf verið ofsalega sjálfstæð og hefur hingað til illa tekið tiltali en samt finnst mér þetta svo svakalega sorglegt.

Fyrir 18 árum var bolludagur. Við vorum nýflutt í plínkulítið húsnæði og ég var mestmegnis ein, því Óli (pabbinn) var að vinna og taka meiraprófið á þessum tíma, og kom því alltaf mjög seint heim.
Pabbi minn sótti okkur Dönu um 2 leitið þennan dag til að bjóða okkur í bollukaffi. Svo var ætlunin að horfa á Sankta Barbara sem var sýnd á stöð 2.
Ég átti ekki von á mér fyrr en daginn eftir og var búin að gera ráð fyrir að ganga með viku lengur eins og ég gerði með Dönu.
Þegar ég tók fyrsta bollu bitann kl 3 kom fyrsta hríðin. Hún var ekki góð. Ég var einhvernvegin ekki alveg að kveikja að þetta væri í raun og veru að gerast, því ég var ekki búin að reikna með að þetta mundi byrja að degi til.
4 mínútum seinna var ég samt viss og pabbi var orðinn fölur.
Hann keyrði  mig með það sama heim og tók til föt á Dönu því hann ætlaði að vera með hana á meðan ég væri að koma frá mér afabarni hans.
Ég hringdi strax í Óla í vinnuna. Þá var hann nýfarinn, en yfirmaður hans hljóp út á plan og náði í skottið á honum. 3 mínútum seinna hefði það verið of seint, hann hefði verið á leið í meiraprófið, og engir gemmsar á þessum tíma.
Hann var ótrúlega fljótur inn í Hafnarfjörð frá Sundahöfn. Við inn í Malibuin og lögðum af stað.
Ég var með bilaða verki og hrikalega lítil í mér. Þegar Óli svo ákvað að koma við upp í Breiðholti, sem er kannski ekki alveg í leiðinni, hélt ég hreinlega að ég mundi deyja. En honum fannst mjög nauðsynlegt að koma við hjá mömmu sinni til að ná í myndavél til að geta tekið myndir af ósköpunum.
Á þessum tíma var Reykjanesbrautin voðalega ný, og stytti sem betur fer leiðina upp í Breiðholt um helming.
Þegar við urðum svo bensínlaus milli Kaplakrika og Setbergsins var ég nokkuð viss um að litla barnið mitt mundi fæðast í gömlum Amerískum bíl á Reykjarnesbrautinni. Ég hefði átt að biðja pabba um að keyra mig.
Bensínmælirinn í bílnum var bilaður, nálin var föst og sýndi alltaf hálfan tank og Tobbi bróðir Óla hafði haft bílinn í láni kvöldið áður og ekkert verið að spá í þessu.
Nohhh, eníhá þá skutlaði Óli sér út úr bílnum og byrjaði að húkk! Martröð lífs míns var hafin. Að fara á puttanum upp á Fæðingarheimili.
Það stoppaði strax fyrir okkur gamall Skódi, Óli var orðinn ansi stressaður á þessum tímapunkti og nánast dró mig út úr bílnum og tróð mér aftur í Skódabílinn.
Bílstjórinn var á leið upp í Breiðholt sem passaði Óla ofsalega vel!!! Því hann var sko ekkert hættur við að ná í myndavélina.
Þegar næsta hríð skall á gat ég ekki hagað mér vel, enda óhemja mikil ef mér er illt, bílstjórinn gjóaði augunum í baksýnisspegilinn og svo á Óla. Þá fyrst útskýrði Óli að ég væri sko að fara að eiga en við þyrftum svo að komast til mömmu hans upp í Breiðholt til að ná í myndavél.
Og ég get alveg sagt ykkur að þarna kasólétt með hræðilega verki, óx álit mitt á Skódum um allan helming. Vá þeir geta svo vel keyrt hratt. Á augabragði vorum við upp í Fífuseli, Óli rauk inn en ég ákvað að bíða fyrir utan, enda gat ég orðið ekki gengið fyrir verkjum sem voru orðnir viðstöðulausir.
Ég er oft að hugsa um þvílík heppni það var að mamma hans Óla skyldi hafa verið heima.
Það var býsna oft að hún fór í búðir eða til mömmu sinnar eftir vinnu og þarna var hún bara rétt skriðin inn frá vinnu.
Við keyrðum í traffík dauðans niður á fæðingarheimi,á bílnum hennar Ann.
Og upp alla þessa stiga, ekki þægilegt að ganga upp stiga með hríðar.
Þegar við komum upp, tók á móti okkur sama ljósan og tók á móti Dönu, steinhissa á því að við höfðum ekki tekið lyftuna. Þvílík sæla. Ég var sett með það sama í skoðun, þar spurði þessi indæla gamla kona mig hvort ég væri mikið þjáð. Ég vældi eins og smá stelpa -sem ég reyndar var- að þetta væri svo sártttttt. Og hún trúði mér. Aðallega samt því hún sá höfuðið á barninu!
Ég gekk eins og með tunnu milli lappana inn í fæðingarherbergið og þar fæddist svo hún Lena mín 12 mínútum seinna, eða kl 16:50.

Í stuttu máli: Lena svaf svo fyrstu 9 mánuðina og hefur verið óþekk síðan.

Dana kom systur sinni heldur betur á óvart í tilefni dagsins.
Hún bauð litlu systur í heimsókn og til stóð að fara út að borða kvöldið eftir.
Kvöldið eftir er svo bankað og inn gengur Óli, sem ekki hefur verið í miklu sambandi við dætur sínar síðan að við skildum fyrir 16 árum síðan. Lenan mín ætlaði ekki að trúa því að hann væri þarna og hefur sennilega verið í gleði vímu langt fram á næsta dag.
Hugsa að hún hafi fengið bestu afmælisgjöfina þarna.

Það gleður mig ótrúlega mikið að sjá skotturnar mínar glaðar og ánægðar með pabba sinn.
Batnandi mönnum er best að lifa Smile og ég vona svo innilega að verði framhald af þessu.
Allavega er ég búin að bjóða Óla og konunni hans í grill í sumar... Svo er bara að sjá hvort þau eigi leið hér um.

Leyfi mér að setja hér inn 2 myndir sem ég fékk hjá Dönu í gær.

Lena með pabba sínumDana og hennar kona, Hanne
Lena með pabba sínum                Dana og hennar kona, Hanne.

Gleðilegan þriðjudag á ykkur. Mojna Hulla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Dááásamlega saga

Til hamingju með Lenu.  (Hvað er Dana gömul?) 

Rúna Guðfinnsdóttir, 26.2.2008 kl. 10:00

2 Smámynd: Hulla Dan

Takk fyrir það

Dana verður 21 í sumar

Hulla Dan, 26.2.2008 kl. 10:05

3 identicon

Til hamingju með skottunna..

Knús og kossar

Linda (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 15:00

4 identicon

Til hamingju með Lenu :)

Heiða (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 17:56

5 identicon

Innilega til hamingju med afmaelid elsku Lena okkar.  Afmaeliskortid faerdu tegar vid komum heim úr sólinni.

Mikid knús faerdu hérmed.

Haukur afi og Ragna (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 18:31

6 identicon

Til hamingju með stúlkuna!

Bára Berg (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 23:09

7 Smámynd: Hulla Dan

Tak alle sammen

Hulla Dan, 28.2.2008 kl. 13:38

8 identicon

Hahahhaha þú ert snilldar penni Hulla.

Til hamingju með stelpuna. Vá ótrúlegt að liðin séu átján ár, tíminn er ótrúlega fljótur að líða.

Hlakka til að fá ykkur í heimsókn fljótlega.

Kveðja

Guðlaug 

Guðlaug (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband