Börn bulla

Fyrir ekki löngu síðan eyðilegði Júlíus hurð í skólanum (eða rispaði hana)við erum búinn að segja Júlla að hann verði að borga hurðina sjálfur með sínum peningum.
Það eru bara afleiðingar þess að skemma það sem maður á ekki.
Svoðeilis gera vel uppalin börn bara ekki. Og hann vill svo gjarnan vera góður og vel upp alinn.

Júlíusi finnst það ekki eins ljómandi hugmynd og okkur, en hann hefur ekki mótmælt þessu neitt að ráði, en komið með svona hugmyndir um hvernig væri hægt að komast hjá því að borga.
"Þetta var ekki einu sinni falleg hurð!" - Skiptir ekki Júlíus. Maður skemmir ekki. Sérstaklega ekki það sem maður á ekki-
"En ég heyrði einhverstaðar að hefði hvort sem er átt að taka hana burt" - Alveg sama strumpur. Þú verður að borga hana-
" Þetta var næstum því óvart" - Nei þetta var langt frá því að vera óvart-

Þessar samræður áttu sér svo stað kl 5:50 í gærmorgunn þegar ég var að keyra snáðana mína í skólann.

Júlli: Mamma ætti ég ekki bara að mála hurðina.?
Ég: Nei Júlli, þú þarft að kaupa nýja hurð.
Júlli: Já , en sko, ég er nebblega að safna fyrir dáltlu öðru.
Ég: Við erum búin að ræða þetta. Horfðu út um gluggann eða eitthvað, ég er að keyra og þegar ég er svona þreytt þá get ég ekki bæði keyrt og talað og hugsað... Þú veist... Eins og karlmaður.
Júlli: Það er dimmt, ég sé ekkert. Skooo ég var að huxsa og ef ég kaupi bara málningu þá vill Lars kannski hjálpa mér að mála hurðina. Þá þarf ég bara að kaupa málningu og þá á ég afgang fyrir hinu sem mig langar í. (Júlli veit ekkert hvað honum langar í, veit bara að það er ekki hurð.)
Ég: Hurðin er rispuð Júlli minn, það er ekki bara hægt að mála yfir það.
Júlli: En ef ég mála og lími svo plakat yfir rispuna (þarna er hann farinn að brosa, ég get heyrt það á röddinni hans þó ég sjái hann ekki í myrkrinu) Hann VEIT að þetta er góð hugmynd.
Ég: .....(Brosi samt)
Júlli:Ef ég kaupi svona plakat af mjólk, aþí að þetta er eldhúshurð. Það er ógisslega flott.
Jói: Þá þarftu að kaupa plakat, það kostar marga peninga. Teiknaðu bara mynd i sted for.
Júlli: Neeee ég kann ekkert að teikna mjólk.
Jói: En ef þú klistrar bara strái í rispuna og málar svo yfir, þá sést það ekkert...
Júlli: (dálítið æstur, og mjög hneykslaður)  Jói!!! Eru brjálaður, veistu ekki hvað hey er eldfimt!!!
Þarna var ég komin í frekar gott skap.
Atli Haukur: Strákar, það er til sérstakt krem til að smyrja í svona rispur...
Ómg. Og ég sprakk úr hlátri.
Og ég útskýrði fyrir strákunum að á íslensku, og reyndar dönsku líka héti þetta krem altså sparsl!

Þegar við svo sóttum púkana seinnipartinn tilkynnti Jóhann okkur að hann hefði útbúið boðskort í videokvöld og látið nokkra krakka hafa.
Ég var búin að segja honum kvöldið áður að ég skyldi hjálpa honum við þessi kort núna um helgina, en hann var nú ekki alveg að nenna að bíða eftir því.
Hann mundi nú ekki alveg hvað dag hann bauð krökkunum að koma.
En mundi að það var sennilega í kringum Páskana!!!
Mikið grunar mig að foreldrar þessara barna verði nú glöð og hamingjusöm þegar þau sjá þessi boðskort. Sérstaklega þegar þau taka eftir því að Jóhann bauð börnunum þeirra að koma frá föstudegi til sunnudags!!! Fínt frí það, nema fyrir okkur.
Einnig get ég ímyndað mér að sömu foreldrar verði fyrir voðalegum vonbrigðum þegar ég hringi til að segja þeim að þetta sé smá rangur misskilningur, og ég ætli ekki að vera með fullt hús af auka börnum yfir alla Páskahelgina.

Þegar ég setti strákana út við skólann í morgunn, tók ég af þeim loforð að haga sér vel og gera ekkert af sér. Eins og ég geri alltaf.
Gaman að vita hverju þeir taka upp á í dag.

Hafið góðan dag. Knús, Hulla.  Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hí hí, þeir eru sko alveg milljón!

Bára Berg (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 12:34

2 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

ég var nún bara komin í gott skap við lesturinn heheh

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 29.2.2008 kl. 18:17

3 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Frábærir guttarnir þínir  Já,ég vona að þetta komist á hreint með gistinguna yfir alla páskahelgina  Örugglega ekkert voða fjör að sitja uppi með hóp af börnum yfir páskana hí,hí  Góða helgi Hulla mín

Katrín Ósk Adamsdóttir, 29.2.2008 kl. 18:53

4 identicon

hahaha þeir eru algjör yndi :) Þeir eru eins og Rip, Rap og Rup :D

Æj knús á ykkur ölll, sakna ykkar endalaust mikið!

Heiða Hrönn (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 19:22

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

 Þið eruð efni í góða bíómynd.  Skemmtileg lesning.

Kveðjur

Rúna Guðfinnsdóttir, 1.3.2008 kl. 09:28

6 identicon

   Þeir eru svo skemmtilega hugmyndaríkir þessar guttar :)   En ég verð nú að viðurkenna eitt. . .. .  . . . . ég hef konið í skólann þeirra og ég man nú ekki eftir að hafa séð eina einustu hurð þarna semer rispulaus ? ? ? ? ? ?    tókst kennurunum að finna eina sem var svo slæm að það þurfi að kaupa nýja hurð ? 

   Eigiði góða helgi öll sömul :)

    P.S.  Var að heyra að þessi 80's fest sem á að vera héra í sumar verði sennilega í Esbjerg. . . . . . .  ekki leiðinlegt að fara til að sjá Limahl á sviði

Þóra Björk (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 13:35

7 identicon

Haha teir eru náttúrulega bara frábærir tessir strákar.

En annars bara takk kærlega fyrir okkur, tetta var nú ekki leidinlegur hittingur ;)

Alltaf gott ad hittast og skipuleggja og plana, spurning hvort eigi bara ekki ad endurtaka tad vid tækifæri :D

Verdum i bandi og knúsadu strákana frá mér

Stina (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 07:45

8 identicon

ha hva? voruði að plana íslandsferð?

Bára Berg (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 13:09

9 identicon

Yndislegir drengir og ekkert smá heilbrigðir :)  Vona að þið fáið rólega páskahelgi hahaha :)

Knús og kram

Elísabet (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 01:53

10 identicon

Þvílíkt vítamín og ég er hálfgrenjandi af hlátri.

Ef svona pælingar eru ekki hressandi þá bara veit ég ekki hvað.

Fólkið hér grunar mig um að vera að nálgast hættulegt stig svo forviða er það yfir mér, n þettað eru algerlega frábærir drengir. A hahahaha.

Og hláturinn lengir lífið og þökk c svona náttúru talentum, ég verð amk 100 ára.

Bína (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 12:37

11 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

frábærir drengir sem þú átt, ég fór í gott skap á svipuðum slóðum og þú í sögunni og svo endaði með því að ég sprakk úr hlátri...er annað hægt?

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 4.3.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband