Tengdaamma mín.

Ég á bestu tengdaömmu í heimi. InLove
Hún varð 80 ára 1.júní og við höfðum ekki tök á að fara heim og vera hjá henni á þessum degi. Því miður.  

Ég hef kynnst rosalega mikið af góðu fólki í genum tíðina, en ég hef aldrei kynnst manneskju sem er svona óeigingjörn og þakklát fyrir allt í lífinu.
Aldrei kynnst manneskju sem þakkar fyrir á hverjum degi að eiga falleg börn, barnabörn og langömmubörn og tárast í hvert skipti.

Þessi kona kom til okkar og var með okkur þann 21. júlí í fyrra þegar við Eiki giftum okkur og hélt fallegustu ræðu sem ég hef heyrt. (Ræðurnar voru samt allar hver annarri fallegri)
Hún dansaði eins og óð og reyndi að kenna honum litla bróður mínum einhvern vangadans. Hann talar en um það.
Hún sat þegar veislan fór að líða undir lok, með tárin í augunum, og þakkaði fyrir fallega afkomendur og gott líf.

Þessi kona er einstök og mér þykir svo brjálæðislega vænt um hana.

Ég held að þessi texti hafi verið samin með hana í huga.

 

Íslenska konan

Hún bar þig heiminn og hjúfraði að sér.
Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér.
Hún ávallt er vörn þín, þinn skjöldur og hlíf.
Hún er íslenska konan sem ól þig og helgar sitt líf.

Með landnemum sigld hún um svarfandi haf.
Hún sefaði harma, hún vakti er hún svaf.
Hún þerraði tárin, hún þerraði blóð.
Hún var íslenska konan sem allt á að þakka vor þjóð.

Ó, hún var ambáttin rjóð
hún var ástkonan hljóð
hún var amma svo fróð.
Ó, athvarf umrenningsins
inntak hjálpræðisins
líkn frá kyni til kyns.

Hún þraukaði hallæri, hungur og fár.
Hún hjúkraði  og stritaði gleðisnauð ár
Hún enn í dag fórna sér endalaust má.
Hún er íslenska konan sem gefur þér allt sem hún á.

Ó, hún er brúður sem skín
Hún er barnsmóðir þín.
Hún er björt sólarsýn.
Ó, hún er ást, hrein og tær
Hún er alföður kær.
Hún er Guðsmóðir skær.

Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla á fold.
Þú veist hver var skjól þitt þinn skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf.

En sólin hún hnígur og sólin hún rís.
Og sjá þér við hlið er þín hamingjudís,
sem alltaf er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf.
Það er íslenska konan, tákn trúar og vonar,
sem ann þér og helgar sitt líf.

Texti. Ómar Ragnarsson
Lag. Billy Joel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Björk Magnús

   Já þetta er með fallegri textum sem ég hef heyrt, mér hlýnar alltaf um hjartaræturnar þegar ég heyri hann eða sé

   Tengdaömmu þinni kynntist ég lítillega í brúðkaupinu ykkar í fyrra og ég verð nú bara að vera sammála þér . .. .  . . hún er dásamleg kona og á líka yndislegan mann. Þetta er þau skemmtilegustu heldrimenni sem ég hef kynnst og hef ég kynnsk þeim mörgum.    Það jafnast ekkert á við það að eiga góða að og þú átt það svo sannarlega skilið að eiga slíkt fólk  

    Vá ég er orðin svo meyr núna að ég er barasta alveg að fara að skæla hehe

  hlakka til að sjá þið á miðvikudaginn :)

Þóra Björk Magnús, 22.6.2008 kl. 20:18

2 identicon

hæhæ Hulla fallegur texti og yndisleg orð sem þú skrifar um tengdaömmuna vá hvað það er dýrmætt að eiga svona gullmola að,bara mannbætandi lestur takk fyrir mig Inga

ingileif Finnbogadóttir (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 22:16

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Falleg færsla.

Mamma mín verður áttræð í desember.  Hún er svona yndisleg líka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2008 kl. 22:24

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Falleg færsla Hulla. Þú átt til svona væmnar og mjúkar hliðar  líka ..hélt þú værir of mikil sprellikerling til þess...Það er gott að vera mjúkur af og til.    little blonde angel or fairy animated gif   

Rúna Guðfinnsdóttir, 22.6.2008 kl. 22:54

5 Smámynd: Linda litla

Yndisleg færsla hjá þér, og til hamingju með tengdó.

Linda litla, 23.6.2008 kl. 01:57

6 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Hún er greinilega engill á jörðu hún tengdamamma þín.   Til hamingju með hana.

Elísabet Sigurðardóttir, 23.6.2008 kl. 02:32

7 Smámynd: Ragnheiður

Til hamingju með hana Hulla mín, hún hljómar dásamlega

Ragnheiður , 23.6.2008 kl. 04:30

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Til hamingju med tengdaømmu thina, hún er greinilega alger perla af svona fólki á madur ad læra af og taka til fyrirmyndar 

Eigdu gódan mánudag og góda viku

María Guðmundsdóttir, 23.6.2008 kl. 04:45

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Dásamleg kona hún tengdamamma tín, og tú skrifar fallega um hana.Tessi texti er líka mjög fallegur..Veistu hvort tad se lag vid hann???Mamma mín  er svona perla líka,hún var 80 ára í maí sl.ég skrapp á klakann og gladdist med henni á tessum degi.

Knús á tig inn í gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 23.6.2008 kl. 05:22

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Falleg færsla Hulla. Það er ómetanlegt að eiga svona gott fólk að.

Kveðja héðan úr sveitinni 

Ía Jóhannsdóttir, 23.6.2008 kl. 07:07

11 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Guðrún Þorleifs, 23.6.2008 kl. 07:14

12 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Hulla mín til haningju með ydislegu tendamömmu þína.

Kveðja inn í daginn 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 23.6.2008 kl. 10:27

13 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Til hamingju með þá sem standa þér næst.

Knús inn í daginn

Anna Ragna Alexandersdóttir, 23.6.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband