Ferðasaga.

Þá er ég að spá í að skrifa smá um ferðalagið okkar. Ég er með nenn í lágmarki þessa dagana + að tölvan okkar er búin að vera með stæla svo ég er ekki búin að komast yfir að lesa hjá helmingnum af þeim sem ég er vön að lesa hjá og er að spá í að bæta það upp í kvöld.

Við keyrðum hér frá kl 00:30 á sunnudagskvöldið. Eiki var búinn að ná að leggja sig í 3 tíma en ég var hreinlega að fara á límingunum svo ég náði ekki að blunda eitt augnablik, sem var pínu vont því nóttina áður hafði ég vaknað kl 3 og ekki náð að sofna aftur nema í mesta lagi í 20 mín áður en ég fór í vinnu. Ég var altså agalega þreytt.
Við hittum Bjarna og Stínu í Padborg og svo var brunað af stað.
Eiki, þessi velgefni drengur hafði keypt talstöðvar svo við vorum í fínu sambandi við fólkið í næsta bíl alla leið.
Við keyrðum rólega, stoppuðum, pissuðum og vorum ekkert að stressa okkur. Náðum til Hollands um 8 og ókum svo þaðan og til Belgíu.
Gátum skrifað okkur inn klukkan 10 en fengum ekki húsið afhent fyrr en klukkan 3 svo þessi dagur var ógeðslega lengi að líða. Og allir hrikalega þreyttir.
Húsið var stórfínt, baðlandið æðislegt og umhverfið allt bara flott. Hefði verið voða gaman að fá smá sól en hana sáum við minnst af.
Strákarnir fóru í sund 2x á dag en við stóru létum eitt skipti á dag bara duga.
Við keyrðum svo norður Belgíu þvera og endilanga.
Fundum í einum bænum æðislega byggingu sem reyndist vera safn og við þangað.
Gamli maðurinn sem opnaði fyrir okkur talaði bara belgíska flæmsku og við skildum ekki brot af því sem hann reyndi að segja. Eiki og strákarnir óðu úr herbergi frá herbergi og skoðuðu allt sem augað sá. Ég aftur á móti reyndi að tala við gamla manninn. Aðallega til að reyna að fá upp úr honum hvort við ættum að borga eitthvað. Fyrir rest tókst mér að skilja að safnið væri lokað og við gætum komið aftur á morgunn Blush Frekar kjánalegt.
Við fórum ekkert aftur. Eiki og strákarnir voru búnir að sjá allt sem þeim langaði og mér fannst of pínlegt að fara þarna aftur þannig að í næsta bíltúr var ekið í aðra átt.

Á aðeins 4 dögum í Belgíu er ég alveg búin að átta mig á hvað Belgar eru þekktir fyrir.
1. Demanta... Ég fékk ekki einn einasta.
2. Æðislega garða. Hugsa að hver einasti Belgi sé búin að fara á skrúðgarðyrkju námskeið.
3. Póstkassa. Þeir eru sennilega eitthvað stöðutákn hjá Belgum. Sá um 8000 mismunandi flotta póstkassa.
4. Steinstyttur í flottu skrúðgarðsgörðunum þeirra.
5. Óléttar konur. Ansi iðnir greinilega Belgarnig í þeim efnum.
6. Gríðarlega fallega bíla. Mér datt nú í hug að hverri konu væri gefin Bens þegar hún eignaðist sitt 4ða barn. Svo mikið magn var bæði af bílum og óléttum konum.
7. Ungbarnavöruverslanir. Enda nóg að gera þar sem allir eru óléttir.
8. Maríur og Jesúar. Á hverju einasta götuhorni. Bara heillandi.

Ég er MJÖG hrifin af Belgíu. Þangað ætla ég aftur.
Á fimmtudeginum keyrðum við svo til Antwerpen sem er stór borg í Belgíu. Þeir sem mig þekkja vita að ég er yfir höfuð ekki baun hrifin af stórborgum og get sjaldnast beðið eftir að komast þaðan.
Ég tek út fyrir að þurfa að fara til Köben og Reykjavík finnst mér álíka óheillandi.
Elska hinsvegar að keyra um í sveitum.
Þarna gerði ég hinsvegar undantekningu og sagði ekki eitt aukatekið orð þegar minn heittelskaði stakk upp á menningarferð í stórborgina. Stakk meiri að segja sjálf upp á að við mundum skoða Amsterdam og Rotterdam.
Ég sé ekki eftir einni sekúndu í Antwerpen. Þvílík dýrðarborg!!!
Mæjur og Sússar út um allt. Og byggingarnar voru þannig að ég átti bágt með að fara ekki að skæla.
Maður verður eitthvað svo lítill innan um svona stórkostlegar byggingar.
Allt í gyllingum og útskurðum og andlit útum alla veggi. Bara geðveikt.

Þarna eigum við 100 % eftir að fara aftur því við náum aðeins að skoða oggu lítinn part.
Við fengum leiðsögumann á hestvagni til að keyra með okkur í hálftíma og hann sagði okkur í stórum dráttum frá sögu borgarinnar.
Nú er nennið mitt á þrotum og ég ætla að fara að búa til Lagsangia.
Búin að setja eitthvað af myndum inn í albúm og á eftir að setja fleiri þangað.

Hlakka til að lesa hjá ykkur knús á ykkur öll.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Antwerpen er æði, satt er það.

Helga Magnúsdóttir, 24.7.2008 kl. 18:56

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hljómar vel ljúfust

Kær kveðja

Guðrún Þorleifs, 24.7.2008 kl. 19:22

3 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

En heillandi, væri til í að sjá þetta allt saman.  Ég sé þetta í anda með gamla manninn .

Knús og kram

Elísabet Sigurðardóttir, 24.7.2008 kl. 23:48

4 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

Þetta myndi ég vilja sjá...datt Paris í hug....ég var alveg heilluð af byggingunum þar....stóð á öndinni....nú ætla ég að kíkja á myndinar hjá þér

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 25.7.2008 kl. 14:48

5 identicon

Vá hvað mig langar að prófa þetta einhverntíma! Keyra um evrópu

Heiða Hrönn (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband