Litlir karlmenn.

Í dag kenndi ég strákunum mínum að vinda tuskur og þurrka af borðunum.
Það tók 30 mínútur á Atla Hauk (13 ára) og Júlla (12 ára) en bara 10 mínútur á Jóa (8 ára)
Ekki svo að skilja að þeir hafi aldrei komið við tuskur.
Þeir hafa bara kuðlað þeim saman og þegar er t.d búið að nudda tómatsósu útum allt borð, með tusku fjandanum, þá er henni bara skutlað í vaskinn, handa mömmu eða pabba að skola.
Nenni ekki svona lengur.

Þeir skulu læra þetta Devil

Er dauðþreytt og ætla að kúra mig upp í sófa þar til ég fer á næturvakt nr 2.

Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góða vakt søde

Guðrún Þorleifs, 22.8.2008 kl. 18:38

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Snorri var að byrja í 9. bekk og finnst hann vera orðinn ótrúlega stór. Hann er samt lélegur í að vinda tuskur.

Góða vakt!

Rúna Guðfinnsdóttir, 22.8.2008 kl. 18:44

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Æ svo krúttleg færsla.  Þegar mín var eitthvað um fjögra ára gömul var hún oft með pabba sínum á veitingastaðnum okkar á Laugaveginum.  Hún myndaðist við að þurka af borðum með grisju og síðan gerði hún sér lítið fyrir og þurkaði einum gestinum í framan.  Hann hafði sjálfsagt eitthvað sullað niður á hökuna. Það er oft vitnað í þessa snyrtimennsku hennar í dag heheh...

Ía Jóhannsdóttir, 22.8.2008 kl. 19:40

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2008 kl. 19:44

5 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Thad er alltaf jafn gaman ad lesa bloggid thitt. Góda helgi med strákunum thínum.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 22.8.2008 kl. 20:33

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sonur minn sem núna er að verða 26 ára, var farin að gera muffins með mér 4ra ára, steikti í fyrsta sinn fisk með aðstoð 5 ára. Hann þrífur betur en fimm manna teymi frá þriffyrirtæki á sama tíma og þeir.  Það er hægt að kenna allt ef maður nennir.  Haltu áfram.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.8.2008 kl. 23:34

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

´já eitthvad kannast mann vid sonna.. gengur illa ad "muna" hvad á ad gera vid tuskur eftir notkun...en aldrei ad gefast upp segdu hafdu thad gott og knus hédan

María Guðmundsdóttir, 23.8.2008 kl. 11:24

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Góð

Heiða Þórðar, 23.8.2008 kl. 16:22

9 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Já, það er bara erfitt að þurrka upp, ég man hvað mér fannstþetta flókið.. núna er það bara leiðinlegt

Hörður er ekki góður í að þurrka upp

en Flóki er mjög góður í því að hella niður

Guðríður Pétursdóttir, 28.8.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband