Smá fréttir.

À föstudaginn síðasta fór ég á djammið. Þannig var að Åbenrå kommune var með teiti fyrir alla sem eru á launaskrá hjá þeim. Eða allavega þá sem eru í heilbrigðisgeiranum. Ekki alveg með þetta á hreinu, enda eiginlega bara sama. Allavega þá kom Dana hingað og sótti móður sína og eina til og skutlaði okkur heim til Mæju þar sem við hittumst nokkrar úr vinnunni. Svona aðeins til að hita upp fyrir kvöldið. Það var eiginlega langt frá því að vera leiðinlegt og ég var svo gríðarlega heppin að hitta hann Nonna litla sem að ég var með í Reykjarnesskóla fyrir "nokkrum" árum Smile 
Nonni litli er ekki lítill lengur, heldur fullorðinn 2ja barna faðir og á bæði börnin með henni Mæju.
Ferlega furðulegt að muna eftir litlum 13-14 ára gutta og hitta hann síðan 23 árum seinna.
Við fórum síðan um 6 leitið í þessa íþróttahöll þar sem geðin fór fram.
Það var hinsvegar ekki alveg eins gaman til að byrja með því það voru 2700 manns á staðnum og mér leið hálfpartinn eins og sardínu... í dós.
Eiginlega bara ógeðsleg tilfinning. Hjartað byrjar að hamast og maður svitnar og á tímabili langaði mig helst að gráta og hringja í Eika og biðja hann að ná í mig.
En þar sem ég var með hóp af fólki gekk þetta og ég hékk eins og mara á þeim ef við þurftum eitthvað að færa okkur til.
Eftir einn öl eða 2 og smá í gogginn var ég og Mæja farnar að dansa eins og óðar og ég get svo svarið að ég er búin að vera með harðsperrur í maganum og fleirum frábærum stöðum alla helgina.
Um 11 leitið bað ég svo Eika að ná í mig. Þá var ég búin að vera berfætt hálft kvöldið og gat orðið ekki gengið lengur. Allt vegna þess að ég aulaðist til að fara í skóm með smá hæl á.
Það varð samt ekkert úr að Eiki næði í mig, því að ein sem ég er að vinna með var akkúrat að fara heim og skutlaði mér.
Morguninn eftir mætti ég svo í málningarvinnu út í skóla hjá strákunum.
Get ekki sagt að ég hafi verið í mínu besta formi, en ég náði að hanga þar til hálf fimm og skólastofan hans Júlla er orðin nýmáluð og fín.

Ì gærkvöldi sáum við svo fyrsta þáttinn af Dagvaktinni og ég get svo svarið að mér finnst þetta snilldar þættir.
Við sáum líka 4 þætti af Ríkinu og mér til ómældrar gleði sá ég að hann Vikki minn er með eitt af stóru hlutverkunum. Hugsa að ég eigi eftir að kalla hann Hr.Slaufa það sem eftir er.

Klukkan hálf 12 í gær ákvað ég að gera eitthvað í þessum kisu málum hjá mér.
Setti inn auglýsingu í gul og gratis. Auglýsti báðar litlu læðurnar gefins með því skilyrði að þær færu á sama heimilið. Veit að það minkar líkurnar um meira en helming, en þær eru bara svo miklar vinkonum að mér fannst synd að aðskilja þær.
Hálftíma seinna hringdi kona og um 1 leitið var konan búin að koma og farin með báðar systurnar með sér. Smile
Þá eru bara allir hinir eftir. Geri ráð fyrir að vera búin að finna heimili handa þeim öllum fyrir jól.
Ætla bara að halda Pernillu, Lilly og Klóa eftir.
Þannig að ef þið vitið um íslendinga í Dk sem langar óskaplega í kisa, þá er bara að hafa samband og ég get meiri að segja keyrt út Wink

Jæja, ég er að fara til læknis og er búin að ákveða -eins og alltaf- að ég fari bara ekki út frá honum fyrr en ég er búin að fá einhver svör. Nú annars verð ég bara að koma heim til að fara til læknis. Tounge

Knús á ykkur öll Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Torfi

Flott helgi...

Cool að eiga svona marga frábæra staði

haben Sie eine gute Woche

Gísli Torfi, 29.9.2008 kl. 07:32

2 Smámynd: Hulla Dan

Hummm nú er ég ekki alveg með.
Hvaða staði???

Was is das?? Das is numsegas!!!  (eina sem ég kann í Þýsku)

Hulla Dan, 29.9.2008 kl. 07:42

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Fjör hjá þér  
Gul og gratis virkar greinilega, settu alla kettina þar inn  humm... og kettlingana líka, hvað voru þeir margir, 7??? Þá getur Eiki fengið sér rollu og svín  
Góða ferð til læknisins, bara vera ákveðinn hann er þarna til að þjónusta þig!

Knús

Guðrún Þorleifs, 29.9.2008 kl. 08:16

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég heyri að nóg hefur verið að gera hjá þér unga dama.  Gott að þú fékkst heimili fyrir systurnar saman. Maður hefur lítið hjarta þegar snýr að dýrunum manns og börnum

Kveðja til þín í Danaveldið.

Rúna Guðfinnsdóttir, 29.9.2008 kl. 08:49

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Bara gasman hjá tér...Skil tetta med sardínu í dós er sko alls ekki fyrir svona síldartunnu heldur.

Yndislegt ad hafa hardsperrur um allann líkamann  elska tad tá hef ég notad hann eithvad

Er sjálf med sitt af hvoru núna er í smá átaki allavega er ég ad nota gymmid mitt hér heima.tími til kominn.

Held og lykke hos lægen, min snulle pulle eins og stundum er sagt vid mig på dansk- islensk .

Eigdu yndislega dag mín vinkona.

Gudrún Hauksdótttir, 29.9.2008 kl. 09:13

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Mikið skil ég vel líðan þína þarna í teitinu, hefði haft það eins. Gott að kisurnar fóru á sama stað, ég mundi alveg vilja kisu en má bara hafa eitt húsdýr

Kristín Gunnarsdóttir, 29.9.2008 kl. 09:22

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2008 kl. 09:27

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 29.9.2008 kl. 10:06

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gangi þér vel hjá Doksa. 

Ía Jóhannsdóttir, 29.9.2008 kl. 11:24

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Líf og fjör í Danaveldi heyri ég.  Hafðu það gott mín kæra. 

Ásdís Sigurðardóttir, 29.9.2008 kl. 11:55

11 Smámynd: María Guðmundsdóttir

alltaf gott ad lyfta sér upp af og til  thótt thad endi í sardínudós...hehe

en til lukku med ad fá heimili fyrir kisurnar,thad er ekki alltaf svo audvelt svo thú hefur verid mjøg heppin , ædislegt.

hafdu thad gott og knús til thin

María Guðmundsdóttir, 29.9.2008 kl. 14:10

12 identicon

Hej vinkona og takk fyrir sídast. Mér leid nú bara ekkert eins og sardínu í dós, setti bara olnbogana út í loftid og engin tordi ad vera fyrir méren frábært partý, gód músik og fullt af skemmtilegu fólki. Sjáumst í fyrramálid á slaginu 07.13

Maja (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 18:07

13 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Gaman hjá þér.

Helga Magnúsdóttir, 29.9.2008 kl. 19:41

14 identicon

Flot hjá þér að smella þér á tjúttið  það er bara gaman þótt maður verði berfættur smá, og haltur og rammskakkur eins og giktveikt gamalmenni eftirá.

BARA GAMAN...en vinkona þín Mæja er með snildarráð við svona margmenni "Setja bara olnbogana út í loftið" hahaha..osfr   þettað ætla ég að tileinka mér.

Ég get nú bara sagt þér Hulla mín að ég er álíka sleip í þýsku og þú og hana nú, ég kan líka eina setningu og hún er svona.

Harrý Klein ist ein klein mann. 

 Og svo auðvitað nokkrar lykilsetningar.Wo ist die bar? Haben sie alkoholische Getranke? Ich möchte einen Coctail. Gibt es hier Schwangerschaftests? Á nebblega svona lykilsetningarbók og velti því oft fyrir mér fyrir hvern er hún?

Alveg smellikoss til ykkar... gullin mín.

Bína (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 20:02

15 identicon

Já það er sko öruggt að tjúttið svíkur engan.
Ég skil núna af hverju þú hefur ekki haft mikinn tíma til að bloggast um helgina.
Ég sendi knús á línuna Hulla mín.

Ragna (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband