Smá útskýring...

Sko, bara smá útskýringar á öllum þessum kisum hérna á heimilinu...
Mínir kettir eru eiginlega bara 3. En þar sem ég er svo góðhjörtuð kona, þá tók ég að mér 2 læður sem hún Lena mín átti og gat ekki verið með þegar hún hættir með sínum fyrrverandi fyrir um ári síðan.
Þessar tvær elskur (sem koma reyndar úr goti frá mér, eða minni læðu) áttu síðan báðar kettlinga í maí núna á þessu ári, samtals 9 stykki. Þeim kom ég - hin góða- fyrir á góðum heimilum.
Síðustu 2 á sunnudaginn síðasta.
Lena átti svo að koma með pilluna handa dætrum sínum og var alltaf á leiðinni. En Lena er bara Lena og ekki sú snarasta Sideways
Hér er svo búinn að vera á sveimi flækings köttur einn, frekar tættur og kolféllu systurnar fyrir honum... aftur!
Kisa átti svo 5 kettlinga fyrir 2 vikum (búin að koma 2 af þeim fyrir, þegar þeir verða 13 vikna) og Misa átti svo 5 í gærkvöldi.
Þeir eru sennilega fyrirburar og hún vill ekki sjá þá. Misa vill hinsvegar alveg sjá um systrabörn sín og liggur hjá þeim út í eitt!
Eiki og ég erum hinsvegar búin að eyða miklum tíma í að mata þessa 5 fyrirbura með sprautu og heimalagaðri blöndu og ég er svo búin að nudda þá fram og til baka og eyða deginum í að reyna að koma þeim á spenna hjá móður sinni sem er sennilega haldin fæðingar þunglyndi. Eins er ég búin að reyna að koma þeim á spena hjá Kisu sem er þó það indæl að þvo þeim í bak og fyrir.

Þessir 5 eiga svo til enga lífsvon og ég veit að ég er voða vitlaus að reyna þetta... en ég bara get ekki horft á þá deyja án þessa að allavega reyna eitthvað Crying

Grey skinnin.
Svo ætla ég að gefa þá alla fyrir jól án þess að spyrja fröken Lenfríði fögru að einu eða neinu.

Guð hjálpi okkur kisunum og takk þið öll fyrir innlit og kvitteringar. Elska hreinlega kvitterí... Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þetta er bara að verða eins og í Ammríkuhreppi hjá prinsessunni, fósturmamman er með heilan haug af köttum og byrjar daginn á að fara út til kattanna, knúsa þá og tala við greyin. Hún þarf heldur ekki að senda haug af strákum af stað í skóla Faðru svo að láta taka greyin úr sambandi svo þær lifi þetta líf af eða hrekja þennan gaur í burtu í eitt skipti fyrir öll. Já og ef þig vantar fleirri ráð þá talaðu bara við mig, truflaðir mig hér í kvittinu með mikilvægu smsi

Kveðja frá Berlínarfaranum

Guðrún Þorleifs, 30.9.2008 kl. 20:07

2 Smámynd: Ragnheiður

Ó..ég var einu sinni með tvær læður..stundum með bara þær en stundum með tugi katta. Endaði með læðurnar í svæfingu og átti eftir 2 börn undan þeim, og þeir kettir voru með óvirk æxlunarfæri.

Það er hræðilega erfitt að vera alltaf með fullt af kisum og reyna að koma kettlingum út, oftar en ekki sá ég líka að illa var um kisur hugsað , sem ættaðar voru frá mér. Það var sárt.

Mæli með vönunum á kisurnar þegar þessi romsa er búin

Ragnheiður , 30.9.2008 kl. 20:15

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úff, ég er svo glöð að vera ekki með kvikindi annað en mig og húsband í heimili.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.9.2008 kl. 20:35

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta minnir bara á myndina um 101 dalmatíuhund.

Helga Magnúsdóttir, 30.9.2008 kl. 20:40

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

æ ég skil thig vel...ég er svona meyr gagnvart kisum..og hundum reyndar lika.. er jafnvel ad fá eina litla i vikunni...en vonandi nærdu ad halda lifi i litlu greyjuum. og færd svo heimili fyrir thau øll sømul thegar thar ad kemur.

knús og kram hédan

María Guðmundsdóttir, 1.10.2008 kl. 05:41

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég segi nú bara , FLOTT að þú gerir allt sem er í þínu valdi fyrir þessi grey,margir ættu að taka það til fyrirmyndar.

til hamingju með allar kisurnar, þú slærð mér við hehe

ljós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.10.2008 kl. 06:57

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Er sko ekki alveg aad fíla ketti ...................

Fadmlag á tig mín kæra og gangi tér vel med hópinn.

Gudrún Hauksdótttir, 1.10.2008 kl. 07:57

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Vonandi lifa littlu greiin af, þú ert svo dugleg að nostra við þá

Kristín Gunnarsdóttir, 1.10.2008 kl. 10:19

9 identicon

Gangi þér vel með kisurnar, ég skil hvað þú meinar, sjálf vildi ég eiga öll heimsins dýr og líður illa af því að vita ef einhver dýr eru veik, hundsuð eða lasburða týnd eða ein.

En ef ég sjálf ætti að velja mér að vera eitthvart dýr þá hugsa ég að það að vera Letidýr myndi henta mér, pældí notalegheitunum uppi í tré og þurfa bara að koma niður á 3ja vikna fresti að kúka, en það er reyndar það hættulegasta í þeirra lífi þá verða þau oft rándýrum að bráð. Þannig að ef ég væri Letidýr þá myndi ég bara láta vaða úr tréinu tæki enga áhættu.

Ad kúka er líka kallað td, hleypa brúnum, down loada eða gera nr 2, ekki að það skipti einhverjum málum en langaði að deila þessu með þér.

bína (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 12:56

10 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Ég vildi óska ad ég gæti fengid eina kisu hjá thér, en minn karl er med ofnæmi.... øv.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 1.10.2008 kl. 18:57

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er voða gaman á meðan þeir eru í kassa
Ég nefnilega lenti í svona kisu basli fyrir margt löngu, ekki skemmtilegt.
Kveðja Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.10.2008 kl. 19:08

12 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Veistu...ég er kolrugluð í þessari fjölskyldusögu kattanna. Ég verð bara að biðja alla vel að lifa.

Kveðjur af Ströndinni!

Rúna Guðfinnsdóttir, 1.10.2008 kl. 19:27

13 identicon

Ég veit um einn ungan mann sem væri sko alveg til í að koma núna í heimsókn í ,,Hullu" hús.  Hann er enn að tala um allar ,,Hullu" kisurnar sem hann var að leika við í sumar.  Gangi ykkur vel með kettlingana, ég veit að þið eruð ansi góð í ,,dýraeldinu" og hef fulla trú á að þeir lifi.

kv

Guðbjörg O.

Guðbjörg O. (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 19:39

14 Smámynd: Linda litla

Ég vona að litlu kisurnar lifi þetta af, er annars ekki hægt að fá einvhejra aðstoð hjá dýralækni eða eitthvað til að halda lífi í kettlingunum ??

Ég dó úr hlátri þegar ég las kommentið frá "bínu".

Gangi ykkur virkilega vel með þessi litlu skinn.

Linda litla, 1.10.2008 kl. 23:29

15 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég segi það sama og bína, ég hef mikið hugsað um þetta með letidýrið.. næs líf.

Annars fíla ég líka kisur, held að ég hafi verið latur heimilisköttur í fyrra lífi..

Guðríður Pétursdóttir, 2.10.2008 kl. 10:12

16 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 3.10.2008 kl. 11:25

17 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Gangi þér vel með kettlingana engillinn minn.

Elísabet Sigurðardóttir, 3.10.2008 kl. 11:37

18 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Alveg rétt......flott á þér hárið, þú ert svooo sæt.

Elísabet Sigurðardóttir, 3.10.2008 kl. 11:38

19 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Vegna þess að þú elskar kvittering þá ætla ég að senda þér kveðju inn í nóttina og eigðu góða helgi vinkona.

Ía Jóhannsdóttir, 3.10.2008 kl. 21:43

20 Smámynd: Tiger

Ussuss .. þú ert bara eins og ég - má ekkert aumt sjá - því þá er það komið heim til mín í hjúkrun og uppeldi. Annars eru kisur alltaf svo skemmtilegar, sérstaklega kettlingar. Ég er nú bara með eina lafði hérna, fallega hvít og loðin. Hún fær að eiga kettlinga á sirka tveggja ára fresti eða svo.

Hafðu það nú gott kattamamma og passaðu þig á því að verða ekki eins og Guðrún Á Símonar - kattakona með gullfallega Meeeooowwww söngrödd. Knús á þig ..

Tiger, 7.10.2008 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband