Dansk- Íslenska

Ég er alltaf betur og betur að átta mig á að strákarnir mínir tala hrikalega góða ísdönsku.
Þegar við fluttum hingað og ákváðum að setjast að, tókum við þá ákvörðun að við skyldum einbeita okkur að dönskunni.
Mér fannst ekki góð hugmynd að leiðrétta strákana í hvert sinn sem þeir sögðu eitthvað vitlaust á íslensku, einfaldlega vegna þess að danskan kom svo hratt inn hjá þeim öllum, þeir hefðu aldrei getað talað öðruvísi en ég væri að leiðrétta þá í hverju orði, og ég var hrædd um að þeir mundu bara hreinlega hætta að tala Smile
Ég sé ekki baun eftir þessari stórgóðu ákvörðun minni, við erum búin að hlægja mikið.   
Við töluðum jú svo til enga dönsku og þar sem aðeins íslenska er töluð á heimilinu fannst okkur snilldar hugmynd að leyfa strákunum að þróa ísdönsku.
Það eru ekki ófá skiptin sem við höfum legið hér og grátið úr okkur augun þegar við höfum verið að hlusta á þá bræður tala saman.
Svo var ég að spila kort við Jóhann um daginn. Nánar tiltekið Ólsen Ólsen og veiðimann. Þegar sonur minn spurði mig hvort ég ætti TVEGGJU, bara einfaldlega bilaðist ég.
Hann veit sem sagt núna að "tveggjan" heitir tvistur.
Júlli kom svo niður um daginn og sagði að Atli væri að trúa sér með einhverju stjörnóttu Smile 
Og mamma hans hló!!!
Júlíus litli var sársvekktur og fannst það ekkert hlátursefni þó að honum væri trúað með einhverju stjörnóttu.
Og vegna þess að hann Guðjón vinur minn er dálítið tregur, þá er hér skýring.
Júlla var sem sagt hótað með járni sem var sívalt! Þar hefurðu það Gaui.

Jóhann er að umbreytast í gítarsnilling og honum er hrósað til himins í karateinu.
Verð að taka hann upp bráðum og sýna ykkur.

Er aftur að fara á næturvakt þar sem bæði niðurgangur, nefrennsli og lungnakvillar herja nú á kollega mína.

Horfði á íslensku myndina "Stóra planið" í morgunn þegar ég kom heim og fannst hún æði, eins og eiginlega allt annað íslenskt sem ég sé.

Hafið unaðslegt kvöld og farið sátt að sofa.
Ég verð vakandi í nótt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Ég tala víst líka ísdønsku, og tholi ekki thegar sumir eru endalaust ad leidrétta mig. Ég fer bara alveg í klessu, gleymi thví sem ég ætla ad segja og verd bara stressud. Svei. En thad verdur audvitad líka ad vera hægt ad hlægja ad thessu.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 21.10.2008 kl. 20:30

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Garg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2008 kl. 22:37

3 Smámynd: Líney

hahaha ísdanskan,ég  var  nánast útlærð í henni  en annar minna fyrrv er dani og hann talaði sko ísdönsku  svo talar hann svo hratt að   það var stundum erftitt að skilja,börnin hans  skilja hann reyndar mjög illa  í dag þar sem hann talar meiri dönskísu í dag hahahaha rétta mér alltaf símtólið og  skilja ekki bofs

Líney, 21.10.2008 kl. 23:27

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ísdanska hefur örugglega og er á mörgum heimilum  hérna í danmörkunni.

Ég sjálf dró ekki varhluta af tví haha.

fadmlag til tín snúllan tín.

Gudrún Hauksdótttir, 22.10.2008 kl. 09:20

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehe ísdanska er örugglega skemmtilegt mál.  Hér er oft leitað að orðum en yfirleitt á endanum finnast þau einhvers staðar aftast í heilabúinu. 

Ía Jóhannsdóttir, 22.10.2008 kl. 09:55

6 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Ísdanska/Danslenska... kemur þá bara ekki út færeyska..??

Guðríður Pétursdóttir, 22.10.2008 kl. 11:41

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Aldrey heirt þetta orð áður HAHA, það eiga örugglega margir við vandamál ísdönsku.

Knus til þín Hulla mín

Kristín Gunnarsdóttir, 22.10.2008 kl. 12:39

8 identicon

Skil þig vel... svo talar þú um ja eða skrifar að þú hafir verið að spila kort við strákinn hahaha jú þetta festist inni þessi litlu orð séstaklega og eins er maður fljótur að gleyma hvað sumir hlutir heita eftir góða dvöl erlendis....

Mér finnst danskan æðisleg...og sakna hennar mikið svo mikið að ég horfi á DR1 og 2 hér á skerinu ( leit aldrei á þessar stöðvar þegar ég bjó úti ) en jú fæ þá aftenshowet svona inn í stofu til mín amk öðru hvoru með þrumandi dönsku....fráhvarfseinkennin vara ennþá, verð örugglega alltaf svona, þar til ég flyt næst til DK :O)

Hilsen fra Island....

Harpa Hall (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 16:42

9 identicon

Æ, þeir eru svo frábærir ísdönsku strákarnir þínir - ísdanska  ferlega  flott nafn hjá þér. Þeir mega bara ekki tala svo mikla ísdönsku að afi hætti að skilja þá.  Við sendum góðar kveðjur úr snjórnum og auðvitað segi ég góða nótt,  því þeir sem vaka eiga líka að fá góða nótt kveðjur.

Knús til ykkar allra,

Ragna (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 18:00

10 identicon

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 20:26

11 identicon

Halló! Það er spurning af hverjum á að hlæja, þið spiluðu kort, það heitir nú að spila á spil í þeim landshlutum sem ég hef búið á Íslandi og svo var það karatei, reikna með að það sé umsögn eða einkun, ísdanskan er sjarmerandi heldið henni við og ekki hætta að hlæja! Knús að austan

Anna (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband