Bréf frá mömmu.

Það er ekki oft sem hún móðir mín elskuleg skrifar komment við færslurnar mínar, en ég veit að hún les stundum ruglið sem veltur upp úr uppáhalds dóttur sinni og ég efast ekkert um að hún spyrji sig stundum "Hvað gerði ég vitlaust" Wink

Hún er samt svakalega heppin hún mamma. Það eru nefnilega ekki margar mæður sem eiga bæði velgefin, falleg, fyndin og skemmtileg börn... Jú ok, en það eru ekki margar mæður sem eiga mig!

Eg er að hugsa um að birta hérna kommentið sem hún skrifaði við færsluna mína hér fyrir neðan "Skrítinn gærdagur" Þá áttið þið ykkur kannski á hvað ég er að ganga í gegnum. Grin
Mamma er ekki mikil tölvukona og við getum gert okkur það að hún hafi verið allan fyrri partinn að skrifa það, og klárað svo um kvöldmat Smile

 

Hæ,hæ Hulla mín.  Það er alltaf jafn gaman að lesa pistlana þína ,satt að segja ná þeir inn að hjartarótum allavega hjá þeirri gömlu. Annað mál er svo að tónlistin er og verður mitt stæsta áhuga og hjartans mál og reyndar eins og þú veist hef haft atvinnu af þessari stórkostlegu listgrein líka.Það kostaði svita, tár, andvökur og helling af peningum að afla þeirra réttinda sem ég nú hef og er ég hin ánægðasta yfir að hafa á gamals aldri náð þessum árangri.Ég hef nú lagt gamla heilann  minn í bleyti og fundið ráð varðandi tónfælni þína sem ég held að komi að gagni. Taktu nú vel eftir ;Eiríkur elskulegur heldur áfram að þenja nikkuna og æfa sig sem best hann getur, ef til vill get ég fundið handa honum góða hljómabók sem ég mun þá senda honum.Ég var í námi hjá rússneskum tónlistarsnillingi síðastliðinn vetur  á nikku svo ég þekki hljóðfærið örlítið af eigin reynslu og get sagt Eika smávegis til þegar ég kem næst á danska grund.Hafðu engar áhyggjur af flautunni Hulla mín góð ég hef eins og þú veist kennt á flautu og mun með mikilli gleði segja  Eika og ykkur öllum til eins og best ég kann.

En þangað til bið ég Eika minn elskulegan að nota nú allar stundir til að æfa sig sjálfur sem mest hann má og hlífa sér hvergi, spila á nikkuna flautuna ,hrista eggin í takt við góða tónlist og það ku vera einstaklega gott að æfa svo aðrir í fjölskyldunni hlusti á t,d,inni í svefnherbergi um og eftir háttatíma. 

 Að lokum má geta þess að sú gamla móðir þín stundað söngnám í allmörg ár  og að sjálfsögðu tel svo sannarlega ekki eftir mérað segja  blessuðum tengdasyni mínum til við það líka.Að þessu loknu munu við Eiki halda tónleika þar sem þú verður heiðursgestur.Mun ég leggja til að við tvö þ.e.s. ég og Eiki syngjum saman kattardúettinn og fleira fallegt, svo flytjum við ýmis lög t.d, komdu kisa mín leikið á flautu við meðleik harmonikku og margt margt fleira.Geturðu hugsað þér hve mikla hamingju þú átt í vændum Hulla mín góð, það er bara það versta að ég kemst ekki strax til að hefja kensluna og æfingarnar ég er nefnilega enn að læra og  í þetta skifti áfram á píanóið við tónlistaskólann í Reykjanesbæ.Nú  gef ég þér  það ráð ,að einfaldlega þola það sem inn í eyrun á þér fer og  bæti nú um betur ,því engin vil ég nánös vera og mun brátt senda þér EYRNATAPPA að gjöf og vona að þeir muni koma að góðum notum.Og nú koma hin stóru gleðitíðindi.Ég er að stofna sjóð handa ungum tónelskum manni Eiríki Jensen til að fjármagna kaup á virkilega góðum og vönduðum gítar. Þar sem erfitt er um gjaldeyri á þessum tímum legg ég fram 10 ensk pund sem startfé.Ég mun svo koma pappírum varðandi áðurnefndan sjóð  í hendur einhvers ættingja Eika og er ég ekki í hinum minnsta vafa að margir munu styðja gott málefni.Vertu svo margblessuð kæra dóttir og settu þolinmæðina í gang.Mamma.     Ps.Þú getur ekki ýmyndað þér hvað þessi skrif eru búin að kosta tölvufælina konuna mikla þolinmæði en með hjálp  betri helmingsins tókst það   .Að allra síðustu, ég reyndi einu sinni að læra á fiðlu en þá ældi kötturinn minn  og ég varð að hætta ....bless elskuleg, gamla heksið.

e

mamma

Svo fékk ég annað komment við sömu gein og komst þá að því að ég á mér þjáningarbróður.
Það er maðurinn hennar mömmu. Hann greyið er búinn að vera að ganga í gegnum eitthvað svipað og ég. Og allt í einu man ég mömmu síðan ég var lítil. Minningar sem ég hef greinilega verið búin að blokkera. Er það ekki eitthvað sem börn gera þegar þau eiga bágt??? Minningar um mömmu að æfa sig á orgelið okkar. Litla rafmagnsorgelið. OMG.
Smile

 

Hæ Hulla og þakka fyrir skemmtilega grein.  Eins og þú veist þá spilar móðir þín á píanó daginn út og inn og er að æfa ýmis lög. Það nýjasta er Nallinn af öllum lögum og hann er spilaður fram og til baka í dúr og moll, bíti og jafnvel í reggý takti. Þetta venst nú allt saman en hentugt er að eiga þráðlaust headphone til að tengja við sjónvarpið þegar horft er á það. Einnig má nota það við hljómflutningsgræjurnar og setja bara Bítlana eða Stones á þegar það hentar.  Þannig er hægt að leiða æfingarnar hjá sér ef maður verður þreyttur. Annars venst þetta allt saman, einkanlega þegar vel er spilað þá er bara gaman af því þótt lagínan sé kannski ekki alltaf í miklu uppáhaldi.

Lárus P.

Er að hugsa um að skríða aftur upp í svo ég komi alveg geiflandi úthvíld á næturvaktina í nótt.

P.s Til Önnu... Karate er sjálfsvarnar íþrótt Smile þú veist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

  Alltaf gott að fá ráðleggingar frá mömmu

Ía Jóhannsdóttir, 23.10.2008 kl. 08:00

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Mamma best....

Ég á 2 dætur sem voru einu sinni byrjendur á trompet.Ég skil tig

Fadmlag til tín.

Gudrún Hauksdótttir, 23.10.2008 kl. 08:18

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Já og sonurinn á trommum......Ég legg ekki meyra á tig.

Gudrún Hauksdótttir, 23.10.2008 kl. 08:18

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Glæsileg hvattnig hjá henni frænku minni og frábært ritafrek. V
Varðandi tónleikana þá geri ég ráð fyrir að verða boðin, annars kemur enginn styrkur í sjóðinn úr mínum sjóðum.

Heima hjá mér hafa verið í gangi, gítar, orgel, hljómborð,  blokkflauta, trompet, harmónikka og munnharpa svo eitthvað sé nefnt en það er ekki fyrr en ég fer a syngja að hundurinn engist sundur og saman

Annars er ég hér í jólasnjó, syng jólalög (engin hundur hér), pakka inn jólagjöfum og skelli mér svo í lauginna á milli tóna. 

Kær kveðja

Guðrún Þorleifs, 23.10.2008 kl. 09:16

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brilljant mamma sem þú átt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2008 kl. 10:21

6 Smámynd: Líney

hehe mamma vildi að ég lærði á píanó,ég fór í nokkra tíma  en gafst svo  upp á glamrinu og gaulinu í mér sjálfri,myndi ábyggilega  ekkimeika það  heldur frá öðrum..knús  á þig inní daginn

Líney, 23.10.2008 kl. 10:25

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

átt greinilega yndislega mømmu

María Guðmundsdóttir, 23.10.2008 kl. 14:16

8 Smámynd: Ragnheiður

Hahahahahahahaha

Ragnheiður , 23.10.2008 kl. 21:23

9 identicon

Ja það er nú ekki amalegt hjá honum Eika að eiga svona góða og skilningsríka tengdamóður. Nú getur hann tekið gleði sína og talið niður til næstu heimsóknar hennar og leiðbeininga.
Knús á ykkur bæði og kveðja til mömmu þinnar ef hún fer hér inná aftur.

Ragna (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 22:37

10 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Átti einu sinni að læra á gítar, en það fór fyrir lítið. Goð tengdamamma hun mamma þín Hulla mín

Kristín Gunnarsdóttir, 24.10.2008 kl. 09:11

11 identicon

Yljar manni um hjartarætur að fá skemmtilegt bréf frá mömmu

Rakel (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 10:04

12 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Mér sýnist hún vera jafnyndisleg og þú Hulla mín.

Elísabet Sigurðardóttir, 24.10.2008 kl. 11:44

13 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Hún er flott hún mamma þín ,það má geta sér að hún hafi eytt ómældum tíma við að kommenta hjá þér þessi elska

Katrín Ósk Adamsdóttir, 28.10.2008 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband