Aftaka!

Í dag er ég bara hálf manneskja.
Þannig er að það er búið að fjarlæga af mér líkamspart!
Um daginn var ég nefnilega svo dugleg að fara með strákana mína 3 til læknis.
Þeir voru reyndar ekkert veikir enda hraustmenni með afbrygðum, en svona pínu gallaðir frá náttúrunnar hendi.
Júlli minn þurfti reyndar bara að fá 12 ára sprautu, en hinir að láta kíkja á gallana sína. Það er jú engin fullkomin.
Atli Haukur er með fæðingarblett á upphandleggnum sem ég vildi láta kíkja á og bletturinn var allur mældur og allt skráð. Dokksi sagði að þetta væri hin huggulegasti blettur og hann gæti bara verið stoltur af honum.
Þá var röðin kominn að Jóhanni en hann þarf á lýtaaðgerð að halda. Ég er ekkert að djóka. Hann er nú ekkert mikið útlitsgallaður hann Jói minn en erfði útlitsgalla frá pabba sínum og er með skakkt miðnesi. Og það er orðið það mikið núna að hann finnur stundum til. Þannig að þeir fara saman feðgarnir í lýtaaðgerð á nýja árinu.
Nú var röðin komin að mér. Þegar Dokksi sá blettinn minn (ó) fagra sem er búinn að liggja í skugga hægra brjósts míns í 38 ár, sagði hann hugsi.
"Humm ég hef nú séð þá verri! Það er nú sennilega í lagi með þennan" Eigum við ekki bara að fylgjast vel með honum og þú kemur svo bara aftur ef hann breytist"
Ég útskýrði fyrir honum að ég væri nú ekkert að gægjast undir brjóstið á mér dagsdaglega og væri stundum algerlega ómeðvituð um hann í langan tíma.
Og hvað ef hann breytist? spurði ég.
" Já þá tökum við hann um leið" sagði rjóði læknirinn minn. (hann er ábyggilega með einhvern húðsjúkdóm því hann roðnar ekkert eðlilega mikið)
"Ok og þá er hann orðinn illkynja... eða hvað" spurði hún litla ég. Náttúrulega nautheimsk :)
Hann viðurkenndi það býsna hugsi. (ekki samt að ég væri heimsk)
"Já er kannski ekki bara ráða að taka hann áður en ég er komin með húðkrabba, sagði ég og hef sennilega virkað heimskari en áður.
"Humm". Hugsaði læknirinn minn og gaf mér svo tíma á fimmtudaginn síðasta í aftöku! Tók það samt fram aftur og aftur að það væri ekkert að óttast.
Ég var heldur ekkert hrædd. Ekki baun. Held samt að ég hefði orðið það ef ég hefði komið nokkrum árum seinna og hann hefði sagt "Þú hefðir átt að koma fyrr"

Nú. Til að gera langa sögu stutta fékk ég leyfi til að fara aðeins fyrr úr vinnunni (og man núna rétt í þessu að ég gleymdi að skrifa það á vaktplanið) þrátt fyrir julefrokost og snapsa.
Ég viðurkenni það fúslega að um 11 leitið var ég farin að finna fyrir ansi miklu stressi og þegar ég mætti til hans kl 14:45 var ég næstum grátandi úr hræðslu.
Hann var samt ansi kammó. Sagði mér einhvern brandara um íslendinga! Sem ég, vegna hræðslu, hlustaði ekki á og misskyldi þess vegna og fékk Dokksa til að roðna en meira en venjulega.
Hann reyndi allt til að róa mig. Sagði mér frá öllum útlimunum sem hann hafði fjarlægt og öllum börnunum sem hann hafði skoðið inn í þennan heim (keisaraskurður).
Ég get lofað ykkur því að það róaði mig minna en ekkert.
"Ertu skurðlæknir" spurði ég hann afar varlega. Vildi ekki stressa hann upp. Hann hélt jú á sprautu!
Þegar hann játaði því langaði mig næstum að hætta við. Hvers vegna skurðlæknir ákveður, eða ekki, að fara að vinna sem heimilislæknir var bara eitthvað sem ég var ekki tilbúin að taka á móti akkúrat þarna.
Eftir að hafa reynt að fela fyrir mér hjúmangó stóra deyfisprautu, kom hann með hnífinn. Reyndi líka að fela hann.
Ég fann blóðið úr mér renna niður á bekkinn sem ég lá á, og það eina gáfulega sem mér datt í hug var að spyrja hann hvort hann gæti ekki notað tækifærið og notað eitthvað af þessu blóði mínu til að mæla hjá mér blóðsykurinn. Hann gat það ekki og allt þetta blóð fór því til spillis.
Hann var svo, svo fyndinn að rétta mér glas með einhverju í, og þegar ég var búin að hrista það fram og til baka og skildi ekkert í því hvað þetta var, tjáði hann mér að þetta væri líkamsparturinn sem hann hefði fjarlægt. Frekar stoltur.
Ég get ekki sagt að ég sakni hans, en þegar einn af þessum 3 saumum sem héldu sárinu saman, datt úr á degi 2, varð ég pínu leið. Ég á að mæta í saumaaftöku á mánudaginn og er guðséloflifandi fegin að ég sé ekki með fleiri svona óvætti á kroppnum.

Í stuttu máli sagt, my ass.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert dúlla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.12.2008 kl. 00:28

2 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 01:20

3 identicon

hvað er skakkt miðnesi?

Heiða Hrönn (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 06:19

4 Smámynd: Hulla Dan

Takk fyrir að Jenný

Og einn til þín Bia

Heiða. Miðnesi er það sem skilur nasirnar á okkur í sundu. Ef það væri ekki værum við býsna furðuleg með eina risa nös. Það er ekki töff. hahaha

Hulla Dan, 11.12.2008 kl. 08:10

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég þyrfti að fara í svona aftöku en bara svo mikil kveif, annars tel ég mér trú um að ég hafi ekki tíma í svona vesen.  Úps, ekki beint gáfulegt af mér.

Ía Jóhannsdóttir, 11.12.2008 kl. 08:11

6 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

kvitt og njóttu dagsins

Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.12.2008 kl. 13:17

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Hafðu það gott Hulla mín

Kristín Gunnarsdóttir, 11.12.2008 kl. 14:59

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

fékk bara hroll vid lesturinn  skil thig vel ad hafa næstum skitid á thig af hrædslu...tholi ekki nálar..hvad thá hnífa!! en vonandi ertu ad jafna thig og restin af tvinnanum detti nú ekki úr af sjálfu sér...

hafdu gott kvøld og góda helgi

María Guðmundsdóttir, 11.12.2008 kl. 20:09

9 identicon

Alveg hárétt hjá þér að láta taka blettinn, bið á svona löguðu er aldrei til góðs. Þetta er nú áreiðanlega allt í lagi blessuð kvíddu engu. Sömu fréttirnar og vanalega nema það gengur hálfilla í skólanum hjá mér. Ég frétti í dag að ég ætti að taka próf og er alls ekki viss um að ég kæri mig eða hreinlega treysti mér í það, ég er orðin svo andsvíti gömul.  Svo er ekki nokkur hætta á að ég verði einleikari eða eitthvað svoleiðis héðan af.  Góðar fréttir ég hef fengið nemanda, það er eitt það skemmtilegasta sem ég veit, þetta er dásamleg ung stúlka og ég er illa svikin ef þarna er ekki gott listamannsefni á ferðinni.  Ég sakna ykkar alltaf og strákanna og er að vona að við komumst út í sumar. Þá getum við tekið þá í nokkra daga eins og síðast. Bestu kveðjur til ykkar allra, bið að heilsa Benharði, Þín mamma.

Mamma (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 21:56

10 Smámynd: Dóra

Dugleg stelpa  um að gera að láta allt svona fara ... enda geri það ekki gagn að hafa þetta hangandi á sér...

knús Dóra Esbjerg

Dóra, 11.12.2008 kl. 23:23

11 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Krúttan mín knús til þín.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 12.12.2008 kl. 14:01

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Á maður að láta taka svona lagað? spyr sú sem er með marga alveg frá fæðingu.
Elskan þú ert bara snillingur með pennann, gaman að lesa færsluna þína, fékk smá sjokk í byrjun, en slapp við hjartaáfall.
Ljós og gleði til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.12.2008 kl. 13:33

13 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hæ Hullið mitt - þú átt að láta Eika fylgjast með svona löguðu. Hann hefur gaman af því - ef ekki þá á hann vini sem hann getur sett í verkið.

komdu svo á msn eftir helgina - ekki strax - það er verið að laga tölvuna hjá mér - hinni var stolið í innbroti einhverra snillinga fyrr í vikunni .  B gúdd and in snerting.

Óli

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.12.2008 kl. 20:00

14 identicon

Þú ert snilli krúttið mitt :)

   Hlakka til að sjá karlinn eftir aðgerð hí hí hí


 

Þóra Björk (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 14:32

15 identicon

Hæ Hullubarn, gaman að sjá Óla Hrólfs á blogginu þínu.  Ég hef fréttir að færa sem ættu að gleðja alla landsmenn. BIÐJUM BARA BISKUPINN Á ÍSLANDI AÐ BANNFÆRA KREPPUNA! Svona eins og páfinn í Róm bannfærði rotturnar á sínum tíma,hreif það kannski ekki nógu vel, æ, æ, hvaða vandræði. Annars finnst mér að biskupinn gæti gert svona smávegis fyrir okkur eða er hann ekki í beinu sambandi við hin æðstu máttarvöld. En á meðan við bíðum eigum við að halda okkur saman og borga símareikningana á Bessastöðum með gleðibrosi á vör, ásamt annari  óþarfa eyðslu forsetaembættisins og annara embætta sem fara langt fram úr fjárlögum ár eftir ár. Já og veistu hvað, það er svo bara hægt að gefa öllum þeim óðráðsíumönnum á landinu sem hafa staðið sig svo vel,  UPPREISN ÆRU! Þú veist svona eins og ÁRNA JÓNSEN, ekkert mál. En þangað til skulum við elta þá uppi sem hafa dug og djörfung til að mótmæla ástandinu, láta þá í fangelsi og láta þá borga, á meðan slegið er af dómum þeirra sem vinna slík verk, að varla er hægt að hugsa sér annan eins hrylling, eins og dómur hæstaréttar sem mildaði dóm héraðsdóms yfir Guðmundi nokkrum kenndum við Byrgið nú á dögunum. Því segi ég það að nokkur skuli kvarta. Nú er ég orðin reið eins og alltaf þegar ég fer að hugsa um þessi mál svo nú slæ ég botninn í þetta og bið að heilsa öllum, kveðjur frá Lárusi, Þín mamma. 

Mamma (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 15:11

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Um að gera að láta rífa burt blettinn áður en hann fer að valda einhverjum usla.

Helga Magnúsdóttir, 14.12.2008 kl. 17:03

17 Smámynd: Hulla Dan

Takk þið öll fyrir kommentin

Óli: Bara svakalega gaman að sjá þig hér. Er búin að sakna þín talsvert í þetta ár sem ég gleymdist  Vona að þú eigir eftir að kíki hingað oft en... Ég verð á msni á morgunn milli hreingerninga og baksturs  

Mamma: Hvernig á ég að skilja þetta? Ertu orðin hlynnt mótmælendum, eða í alvöru bara svona hrifin af biskupi vorum???
Ég veit samkvæmt áræðanlegum heimildum að þú hafðir ómælda gleði af eggjaköstum sjálf, í þína ungu daga Muhahahaha Pabbi er til vitnis um það
Nú legg ég svo til og mæli með, kona góð, að þú skellir þér í múnderingu, hellir dreddum í hárið og mætir með dóttursonum þínum í næstu aðgerð. Mér finnst það gáfulegra en að arka á fjögra ára fresti inn í kjörklefa.
Elska þig móðir mafía.

P.s Fæ kassa fyrir hund ferlíkið á morgunn og sendi hann yfir hafið. Ég er búin að skýra hann Loppa og verð voða sár ef þú breytir því.

Hulla Dan, 14.12.2008 kl. 17:13

18 identicon

Litla Hullustelpan mín. Ég er orðin soldið gömul til að kasta hinu og þessu, bæði út um glugga og í ruslið samanber jólakökuna sem var sprunginn í miðju og þar af leiðandi hélt ég að hún væri misheppnuð! Hef ég hent eggjum ? Ég sem hélt að ég væri fullkomin. En þetta er víst satt og rétt, það er best að kannast við það. Ég hef ekki heyrt að Haukur kastaði eggjum, ég hef raunar aldrei heyrt annað en að allar hans aðgerðir væru án dónaskapar og láta.  Darri er vonandi bóndaefni, friðsemdin uppmáluð, ég hef enga trú á að hann standi í eggjakasti. Sem sagt ég er á mótmælum af þessu tagi. Einu sinni þegar ég var smástelpa sendi amma mín mér til mikillar hrellingar sokka úr ull.  Þetta voru ekki venjulegir sokkar eins og þú þekkir,  heldur sokkar sem náðu alla leið upp í klof.  Þar voru þreir hengdir upp með sokka böndum sem hjengu niður lærin eins og dauður maður úr gálga. Ófétin voru svo tengd við klæði sem kallað var KOT, svona var klæðnaðurinn í þá daga. Sokkarnir  voru svona klæjusokkar, eitthvað í ætt við klæjudraktirnar sem ég klæddi þig og Jóu í og fannst fara ykkur svo vel, maður er svo fljótur að gleyma.  Ég settist sunnan undir húsvegg og rakti sokkaófétin upp.  Þegar móðir mín og amma þín, kom út að gæta að dóttur sinni, sá hún garnhrúgu við hliðina á henni en enga sokka.  Ég get sagt þér að ég hef enn ekki gleymt refsingunni sem ég fékk.  Það kenndi mér sitt af hverju en eftir að það vitnaðist að ég fékk útbrot af ullinni lögðust allar tilraunir við að klæða mig í ull niður.  Annað mál er það að það er skömm að því að hafa ekki mætt á eitthvað af þessum mótmælafundum, en hef það mér til afsökunar að heilsan hefur ekki verið upp á það besta, núna stendur t,d, yfir heilmikil drykkja hjá mér.  Ekki er það nú svo gott að það sé jólaglaglögg eða neitt í þá áttina, nei væna mín þetta eru þrír lítrar af einhverskonar hreinsidrykk,  ég á nefnilega að mæta í eitthvað sem heitir holsjárrannsókn í morginsárið.   En ég vildi óska að ég hefði ekki lesið leiðbeiningablaðið til enda.  Þar stendur nefnilega, stundum,  þó sjaldan kemur það fyrir að holsjárhylkið (skilar sér ekki niður, verður þá að fjarlægja það með speglanatæki eða með skurðaðgerð.  Þarna sérðu alltaf er maður að reyna eitthvað nýtt og spennandi.  Mér líst vel á nafnið Loppa og færðu þar vilja þínum framgengt eins og oft áður kelli mín Kveðja þín mamma.  P.S.  Nú er ég alveg hætt að kasta eggjum, eða nokkru öðru, ja nema ösku sem ég hreinsaði eitt sinn úr arninum úr bústaðnum, en ég var í dálítið vondu skapi þá, raunar varaði ég Lása við en hann var ekki nógu fljótur að forða sér.  Svo skellihló hann bara,. Bæ aftur elskuleg. Mamma.

Mamma (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 19:35

19 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ha ha ha Dædý nú er ekki aftur snúið. fáðu þér nú bloggsíðu svo ég geti verið aðdáandi þinn líka. Ég er búin að hitta Loppa. Ég var kynnt fyrir honum í tengslum við upprifjun á því að hafa komið heim til Dönu færnku. Ég man þetta verulega óljóst, en man eftir glerhundi sem þar var. Þessu var ég að bögla út úr mér við Hullu og varð það til að hún kynnti mig fyrir greyinu þínu. Get bara sagt þér að ég lagði til bóluplast utan um hundinn svo hann kæmist heim til þín.      ... eða var það til að Hullan mín hefði pláss fyrir jólatré???

Gangi þér vel í holræsarannsókninni á morgunn, frænka.

Kær kveðja á ykkur mæðgur 

Guðrún Þorleifs, 14.12.2008 kl. 20:34

20 Smámynd: Hulla Dan

Mamma: Ég er reyndar þeirrar skoðunar að hann Hauksi litli sé örlítið betur uppalinn en þú varst hehe Ég er ekki viss um að hann hendi eggum, en þó að hann geri það þá er það bara nokkuð sem ég skil ofurvel. Stundum á fólk hreinlega ekkert eftir nema að hrækja, eða að henda eggjum.
Hentiru ekki pönnukökupönnu líka í gamla daga?  Já maður man nú ýmsar sögur og gott ef þær koma ekki allar frá þér mín kæra  
Svo bara svo það sé á hreinu, þá var ullardraktin viðbjóðslega sem þú neyddir okkur systurnar til að ganga í, og það sem meira er, að mæta í þeim óskapnaði til bekkjarmyndatöku, líkt og að ganga í gaddavírsflækju og þegar 6 ára gamalt barn (sem ég var þá) grípur til þess örþrifa ráðs að taka með sér gamlar terlínbuxur með bót af rauðum hundi, til að skipta í 19 gráðu gaddi út í skurði, til að verða ekki ættinni til skammar. þá er eitthvað alvarlegt að!!!

Þú skalt drekka mikið (ekki af jólaglögg samt) allvag upp að 2 lítrum á dag. Ekki alla fyrir hádegi og alls ekki mikið meira en 2 lítar yfir 24 tímana. Fólk hreinlega deyr af of mikilli vatnsdrykkju. Salt jafnvægið í bodyinu fer allt úr skorðum og ég sat hjá einni í fyrra sem var á mörkunum að deyja úr vatnsdrykkju. Vona að ég sé ekki að koma með leiðbeiningar fyrir fólk hér, en það er algengt að fólk helli sér í vatnsdrykkju þegar það vill grenna sig. Það er sem sagt hættulegt.

Kysstu Lalla láf frá mér  (með Láf meinaég að sjálfsögðu láfarður!)

Guðrún: Já nákvæmlega... Fáum kjellu til að opna blogg!!! Sí jú sún!

Hulla Dan, 14.12.2008 kl. 21:26

21 identicon

Hej sæta, ég var svo heppin ad ég valdi gjöfina frá tér, takk fyrir Tópas og siríus súkkuladi

maja (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 19:10

22 identicon

Rannsókninni er lokið, hún gekk vel en ég er ekki búin að fá niðurstöðurnar enn.  Ég er dauðþreytt eftir þetta, en fegin að þetta er yfirstaðið.  Þú minntist á bættar buxur, hvort ég man ekki eftir þeim.  Það var sannkallaður lúxus þegar bærur með myndum fóru að koma á markaðinn og ég man ekki eftir að þið væruð mjög óánægðar með það.  Það var bara kláðadragtirnar, mér fannst þið svo sætar í þeim, en ég skil alveg líðanina núna.  Nú hefur það verið í tísku undanfarin ár að kaupa rifnar buxur, alveg rándýrar.  Ég hef oft orðið vör við það í skólunum að krakkar hafa mikinn áhuga á merkjavöru, dálítið snemmt finnst mér.  Í fúlustu alvöru ég man aldrei eftir að hafa kastað pönnukökum.  Pabbi og mamma gerðu áreiðanlega sitt besta til að ala mig upp, nákvæmlega eins og ég og pabbi þinn gerðum með þig.  Ég man vel eftir lítilli stúlku sem skrifaða allar gallabuxurnar sínar út með penna eða tússi.  Svo man ég eftir mömmu hennar sem skrúbbaði og lagði buxurnar í bleyti yfir nótt.  Og daginn eftir þegar örþreytt móðirin ætlaði að setja buxnaskammirnar í þvottavélina, voru þær horfnar, bara gufaðar upp.  Hvaða, vitleysa blaut föt hverfa ekki bara rétt si svona.  Nei enda kom það í ljós að Hulla mín hafði troðið þeim ofan í plastpoka og tekið með sér í heimavistarskólann, skolað og skreytt aftur að mikilli list.  Hulla kæfuþjófur! Mikið sakna ég þín og ykkar allra. Skrifa meira seinna, þín mamma.

Mamma (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband