Refagildra.

Í gær fór ég með Eikanum mínum út í sveit til Önju og Karstens að ná í refagildru.
Í lánsbæti fengum við hana til að setja í gildruna.
Fallegasti hani en það átti að lóga honum hvort eð var þannig að öllum fannst best að Eiki mundi taka það að sér og nota hann svo sem beitu.
Eftir smá spjall og fullt af gagnlegum upplýsingum um allt milli himins og jarðar fórum við heim með gildruna.
Eiki varð náttúrulega (eins og allir aðrir strákar hefðu líka orðið) að setja gildruna upp hér og nú!
Á meðan ég pissaði, slátraði hann hana greyinu og setti upp gildruna.
Svo néri hann höndunum stoltur saman og sagði "Nú skal sko helvítið fá að finna fyrir því"

Eiki átti voða erfitt með að sofa í nótt. Velti sér fram og tilbaka og tautaði eitthvað óskiljanlegt á milli þreytulegra hrota.
Klukkan 6:17 í morgunn rauk svo maðurinn út til að kíkja á rebbann sinn. Hann næstum slefaði af spenning. Stuttu seinna kom hann aftur inn og ég verð bara að viðurkenna að ég var orðin svolítið spennt.
"Var eitthvað í gildrunni?" spurði ég.
"Já" Frekar þurrkuntulegt svar eitthvað.
"Og"
"Kötturinn þinn" hreytti hann í mig.
"Thihihihi" Æ og var hún ekki hrædd greyið? spurði ég
"Nei, bara blaut" sagði Eiki og fannst litla Branda mín greinilega svikari dauðans og ég í liði með henni.
Þegar Eiki og strákarnir voru farnir fór ég að leita af þessum óvinsæla ketti. Fann hana glaða og ánægða inn í þvottahúsi að éta. Sennilega hefur hana lærið ekki dugað til að metta þennan kött.

Rebba litla er svo búin að sofa upp í sófa síðan í morgunn.
Og ég get svo svarið það, hún glottir annars lagið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Afhverju ætli þér líki svona vel við þennan kött?

Guðrún Þorleifs, 13.1.2009 kl. 11:16

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 thad hefur nú liklegast hlakkad i thér vid thetta eller hva???   kallgreyid ad missa svefn af spenningi og svo er ekkert nema kattarræfill i gildrunni... óborganlegt bara.

hafdu thad gott skvís, knús og kram hédan

María Guðmundsdóttir, 13.1.2009 kl. 14:47

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Æ, æ aumingja kisi.

Ía Jóhannsdóttir, 13.1.2009 kl. 15:09

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.1.2009 kl. 16:22

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Alltaf fjör í ykkar sveit

Sigrún Jónsdóttir, 14.1.2009 kl. 01:16

6 Smámynd: Dóra

Dóra, 14.1.2009 kl. 07:34

7 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 14.1.2009 kl. 08:59

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe Rebba litla... dugleg stelpa

Jóna Á. Gísladóttir, 15.1.2009 kl. 12:48

9 identicon

Margblessuð dóttir góð.  Gamalt máltæki segir; betra er að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. Ég hygg að það eigi við í þessu tilfelli með rebbagreyið sem stelur hænsnunum, þ.a.s, að gera húsin þannig úr garði að refurinn komist ekki inn í þau til að ná sér í góðan bita.  Ég skil rebba vel, refir þurfa að borða eins og allt sem lífsandann dregur. Í síðustu Danmerkurferð sáum við Lási hænsnabyrgi utanhúss, það var þannig úr garði gert að þagnað hefði enginn refur komist að, ja nema þá að hann hefði grafið sig undir það eins og tíkin mín forðum sem vildi komast til hunds sem ástfanginn beið hennar utan við sólskýlið okkar.  Að sjálfsögðu hafði þetta þær afleiðingar að tveir litlir hvolpar litu dagsljósið stuttu síðar, eins og þú mannst. En rebba skil ég vel, ég á fullerfitt með sjálfa mig þegar ég geng fram hjá sælgætishillunum í búðinni.  Hér gengur allt sinn vanagang, atvinnuleysi eykst, vöruverð hækkar, Davíð situr sem fastast á sínum stað í Seðlabankanum, sömu ráðherrar á sínum stólum, dómurinn yfir Guðmundi Jónsyni kenndum við Byrgið, gegn skjólstæðingum sínum varðandi kynferðisafbrot mildaður í hæstarétti, (gettu hver kvað upp dóminn ?)  Fólk er hrætt og miður sín sem vonlegt er, en það vill gleymast að flestir tóku þátt í leiknum á einn eða annan hátt. Jafnvel þó að fólk mæti ekki á mótmælafundi sýnist mér það gera ýmislegt til að láta álit sitt og vanþóknun í ljós.  Það verslar öðruvísi, sumir hafa fært viðskipti sín yfir til aðilja sem þeir treysta betur, það eyðir minna og margir hafa rekið sig á að það er alveg hægt að lifa án þess að hafa stöð tvö og kaupa helling að dagblöðum ásamt ýmsum óþarfa sem fólk (við) höfum safnað að okkur.  Hér í Reykjanesbæ er fréttablaðið ekki borið lengur í hús en hægt er að nálgast það í búðum.  Stundum gleymist þetta hjá okkur hjónakornunum og ruslatunnurnar eru ekki eins yfirfullar lengur, svo er hér bæði sjónvarp og útvarp og lestrarfíkill eins og móðir þín er farinn að kunna ágætlega við þetta. Ég verð samt að gæta mín dálitið eins og dæmið með Loppa litla (stóra) sannar, mig vantaði alls ekki svona grip, en hef hinsvegar alveg efni á þessum kaupum. Ég þakka ykkur Eika enn og aftur fyrir hjálpina.  Þegar póstkerfið á tölvunni okkar kemst í lag sendi ég þér það sem ég lofaði.  Gleðigréttir úr ættinni!  Dana Rut er búin að eignast dóttur heilbrigða og fallega eins og mamman, Jón Dan frændi minn og Rut eru því orðin langamma og afi. Ég gat hjólað í fyrsta skipti eftir slysið í gær og meir að segja labbað smáspöl, húrra. Þrátt fyrir ástandið í landinu er ég bjartsýn og ætla að vera það áfram.  Betra er að læra af hlutunum en sleppa sér út í hugarvíl.  Innilegar kveðjur til ykkar allra. Þín mamma. P.S, vona að kisa litla nái sér, ef þið haldið áfram að nota sömu aðferð og áður við refaveiðar munið þá eftir að loka kisurnar inni, þarna sérðu mistök eru til að læra af þeim,. Hi hi.

Mamma (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 15:42

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Heppinn rebbi að kisa skyldi loka gildrunni fyrir hann.

Helga Magnúsdóttir, 15.1.2009 kl. 17:41

11 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

HAHAHAH æi ojmingjans kisuskottið.. og Eiki

Guðríður Pétursdóttir, 17.1.2009 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband