Þetta mun sennilega bara versna!

Ég var ekki á staðnum og get því ekki með neinu móti vitað hvað gekk þar á, en eftir því sem maður hefur lesið í fréttunum undanfarið get ég ekki ímyndað mér að nokkur sé beinlínis hissa á þessu ástandi sem nú hefur skapast.
Þetta á bara eftir að versna, þar til Geir og co ákveða að hætta þessum vonlausa leik.

Í gær horfði ég á allt það efni sem ég komst yfir á netinu og hlustaði þar á meðal á viðtal við Sturlu, Geir og fleiri valdagráðuga menn.
Geir sagði t.d í einu vitalinu ð fólk yrði að gá að sér og að ógnandi framkoma við samborgara væri ekki við hæfi á Íslandi. Sem er rétt hjá honum.
Hann er ekkert illa gefinn eða beint vond persóna hann Geir.
Ég meiri að segja skal bara fúslega viðurkenna það hér og nú að ég dauðvorkenni manninum! Hann er bara venjulegur maður (aðeins spilltari kannski en meðal Jóninn) hann er að sjálfsögðu með tilfinningar og getur orðið hræddur eins og aðrir.
Hlýtur að vera ömurlegt að vera óvinsælasti maður landsins.
Og pælið í fyrir fjölskyldu hans.
Svona skrílsframkoma kemur nefnilega ekki bara niður á Geir heldur bitnar á allri fjölskyldunni hans.
Hann og fleiri ættu að hugsa aðeins út í það.
En það sem hann lokar augunum fyrir er að fólki finnst nákvæmlega því hafi verið ógnað.
Það er að mínu mati ógnandi og ögrandi framkoma að hálfu stjórnvalda að sitja á upplýsingum og neita að fara frá stjórn þegar ekki er minnsti vafi á því að það er nákvæmlega það sem Þjóðin vill.
Held að herra Geir ætti að skoða orð sín aðeins og seta sig svo í spor hins almenna borgara.
Ógnandi framkoma af hálfu stjórnvalda er nefnilega ekki við hæfi á Íslandi.

Geir taldi sér ógnað!!!
Íslendingum finnst þeim ógnað!!!
Höfum það bara á hreinu.

Snillingurinn Sturla sagði í viðtali á degi 1 í mótmælum, að hann léti sko ekki mótmælin hafa áhrif á þingfundinn. Það væri þeirra skylda að halda áfram.
Dálítið skrítið að hann líti svona á málin. Held nefnilega að Íslendingar telji það skyldu þeirra sem sitja þessa þingfundi, að hlusta á Þjóðina og stoppa eða pása svona fundi.

Ég held að það séu stór mistök af hálfu lögreglu að nota piparúða og táragas.
Þeir hafa hingað til ekki verið að nota þessi efni í vörn, heldur einfaldlega til að reyna að siða mótmælendur til. (Nú vitna ég bara í fréttir, því ég er jú langt í burtu)
Og það er ofbeldi að mínu mati!

P.s ætli lögreglumenn geti leyft sér að neita að nota þessi efni án þess að missa stöðurnar sínar?


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ég er þér svo hjartanlega sammála. Geir og hans lið á náttlega að seigja af ser og fólkið hættir ekki fyrr en það verður kosið, hann á að fara að vilja þjóðarinnar. Þa'ð er þjóðin sem að borgar launin og þjóðin vill reka þau, þannig væri það með almennan borgara hann yrði að fara úr starfi ef að yfirmaðurinn vill það, hann getur ekki verið áfram í starfi. Þetta lýsir spillingunni svo vel á Íslandi

Kristín Gunnarsdóttir, 22.1.2009 kl. 08:18

2 identicon

ég er sammála þér að mörgu leyti. En það að þú vorkennir geir fynnst mér fáránlegt. Hann á nóg til af öllu. Það er fólk til sem hefur það mörgum sinnum verr en hann og þarfnast meiri samúðar og hjálpar.

ak (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 10:26

3 Smámynd: Hulla Dan

Veistu ak að ég er bara svo stútfull af hlýju og kærleik að ég get bara vel leyft mér að vorkenna bæði Geir og líka milljón öðrum.
Að öllu gríni sleppt þá er ég alls ekki að réttlæta hann eða hina kjánana á einn eða annan hátt. Vona að engin misskilji það.
Get bara ekki gert að því að ég bara fæ kökk í hálsinn að sjá manngarminn, sem er óvinsælastur á landinu í dag, reyna að tala sig út úr vonlausum hlutum og ég hugsa út í það hvort að hann yfirleitt sofi á nóttunni. Hann hlýtur líka að hafa áhyggjur af fólkinu sínu, því svona snertir alla fjölskylduna, ekki bara hann.
Ég ætla ekki að bjóða Geir hjálp af neinu tagi, nema kannski að tæma skrifborðið hans þegar hann yfirgefur bygginguna.
Ég vorkenni löggunni á vissan hátt miklu meira en Geir.
Vona að þú eigir góðan dag og mótmælir án ofbeldis en með hávaða. (Blikk, blikk)

Hulla Dan, 22.1.2009 kl. 10:43

4 identicon

Ég skil vel að þú Hulla mín, sem ert full af ást og kærleik, sért óróleg yfir því sem er að gerast hérna heima. Þetta er allt farið úr böndunum og það liggur til dæmis enn lögregluþjónn á sjúkrahúsi með höfuðáverka eftir að hafa fengið gangstéttarhellu í höfuðið. Nú eru lögreglumenn bara fólk eins og við og hafa líka lent í fjárhagserfiðleikum, eru reiðir og vildu sjálfsagt líka mótmæla, en þeir eru bara í vinnunni sinni og gera það sem þeim er ber að gera sem er að halda uppi lögum og rétti.
Ég sem er svo mikil gunga, að ég þoli ekki einu sinni að horfa á bíómyndir þar sem verið er að berjast og þoli bara ekki ofbeldi í neinni mynd, er alveg æf  yfir framgöngu mótmælenda gagnvart lögreglunni.
Ég segi því eins og þú mín kæra, mótmælum án ofbeldis - hávaðinn færir engann á sjúkrahús. Verum málefnaleg því það að kasta grjóti, berja á lögreglumönnum og hrópa fokking fokking er ekki málefnalegt í baráttunni. Við þurfum sterka starfsstjórn. Ég vil alla vega ekki sjá neitt af þessu liði sem á Alþingi situr í dag, hvorki stjórn eða stjórnarandstöðu. Ég vona alla vega að það verði ekki farið að kjósa um þessa geldu stjórnmálaflokka sem eru í boði í dag - ég segi bara Nei takk.

Knús til þín Hulla mín.

Ragna (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 12:09

5 identicon

Hæ,hæ, Hullustelpa,  Það er satt og rétt að ástandið hérna er hræðilegt.  Grjóti hefur ringt yfir lögregluna og lögreglan hefur líka gengið alltof langt í mörgum tilfellum.  Mér líkar þetta ástand alls ekki, en í öllum bænum Hulla mín slakaðu á þú getur hvort sem er ekkert í málunum gert.  Þar að auki ertu flutt úr landi þó að ég skilji vel vanlíðan þína.  Á dögunum kom frétt þess efnis að sýslumaðurinn á Selfossi ætlaði að ganga fram af hörku til innheimtu skulda hjá fjölda einstaklingum.  Það varð allt vitlaust í umdæmi hans og maðurinn fékk fyrirmæli frá Birni Bjarnasyni um að hætta við fyrirhugaðar aðgerðir.  En ég hef hvergi séð neitt um það á prenti út á hvað meginið af kröfunum gengu og held að fólk sjái fyrir sér grátandi mæður og sveltandi börn nagandi kjötbein út í horni.  Sannleikurinn er allur annar, ölvunarakstur, dópsala, umferðalagabrot, fangelsisdómar vegna brota af ýmsu tagi og svona mætti lengi telja áfram.  Sumstaðar hefur verið tekið veð í húsum og eigendurnir ekki sinnt því að m.a, reyna að semja um skuldirnar sínar.  Ég er ákaflega vel sett í lífinu, bý í luxusíbúð á bíl og sumarbústað, ég er með þjófavörn á íbúðinni minni og í sumarhúsalandinu er komið rafmagnshlið til að verjast þjófum.  Mér sárnar það að stór hluti æfisparnaðarins sem ég hugðist gleðja afkomendur mína með að mér genginni hefur rýrnað verulega, vegna Þess að nokkrir fégráðugir vesalinga hafa komist upp með hvern glæpinn á fætur öðrum með aðstoð og vafalítið vitund ýmsra framámanna þjóðarinnar.  Svo sannarlega harma ég það að lögreglumenn hafa slasast við störf sín,  en ég harma líka vesaldóm ríkisstjórnarinnar, meir en allt annað,  Reyndu að láta þér líða vel Hulla mín, farðu út að ganga og prjónaðu af öllum kröftum.  Ef þig langar til að sannfærast um sannleiksgildi varðandi fjárkrafna sýslumannsembættisins á Selfossi skaltu bara hringja og ég skal upplýsa þig um nokkrar ágætar vefslóðir.  En ástandið er orðið það alvarlegt að ég held að það verði að leysa ír því strax.  Kveðjur til allra elskan mín, þín mamma.

Mamma (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband