Saga frá mömmu :)

Svolítil saga af sjálfri þér.  
Þú varst alveg pínulítil þegar þetta gerðist, sennilega ekki einu sinni farin að ganga. 
Við pabbi þinn vorum nýflutt í Álfaskeið 86 í Hafnarfirði.  Þú fékkst óstöðvandi áhuga á innstungunum í íbúðinni, reyndir að pota öllum fjáranum inn í þær, pennum og öllu sem þú náðir í. Ég var stöðugt á hlaupum á eftir þér til að passa að þú færir þér ekki að voða.  Pabbi þinn var búin að líma yfir nokkrar innstungur sem voru það neðarlega að þú náðir til þeirra, þú plokkaðir límbandið nú bara af og hlóst.  Þá setti pabbi þinn dósir sem þú náðir ekki í yfir innstungurnar.  Þú lést vanþóknun þína í ljós með reiðilegum stunum og svip. 
Það var nú samt sem áður svo að einhverjar innstungur urðu að vera aðgengilegar fyrir lampa og aðra hluti.  Þá var mér bent á að ég gæti fengið öryggishettur yfir þær og fór óðar og keypti nokkrar. 
Sú fyrsta var sett upp í herberginu þínu og Jóu.  Jóa átti lampa sem var eins og lítið lamb og henni þótti afskaplega vænt um.  Þú sóttir mikið í lampann og fannst gaman að setja hann í samband, það fannst mér ekki og var fljót að setja öryggishettuna á.  Þennan dag var vinkona mín stödd hjá mér og sá þegar ég sigri hrósandi setti hettuna á. 
Það voru agnarsmáar holur inn í hettuna sem varla sáust, og með því að stinga lampaklónni í hægt að draga hana út.  Þú horfðir dálitla stund á fyrirbærið, síðan á innstunguna og stakkst henni inn í hettufjandann, dróst hann út og skellihlóst þessum sérstaka Hulluhlátri sem strax gerði þig svo sérstaka. 
Vinkona mín sá aðfarirnar og sagði ; hún er óvitlaus þessi og spái ég því að hún muni jafnan fara sínu fram í lífinu, þessi kona hét Inga Matthísen, hún er nú látin fyrir mörgum árum, langt fyrir aldur fram og var mamma hennar Kötu sem þú mannst áreiðanlega eftir.  Eitt er víst að spádómurinn gekk eftir.  Þú ert einstök perla Hulla mín litla, en oft hef ég viljað að þú hefðir líkst honum pabba þínum meir, hann er mun aðsjálli og gætnari maður en ég. 
Kærar kveðjur frá Lása þín og þinna þín mamma.

Takk fyrir þetta mamma mín Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.2.2009 kl. 22:40

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ljúft

Sigrún Jónsdóttir, 7.2.2009 kl. 00:21

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Krakkaormur

Guðrún Þorleifs, 7.2.2009 kl. 11:55

4 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Þakka fyrir að þú ert þú.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 7.2.2009 kl. 12:58

5 identicon

Skemmtileg þessi saga frá mömmu þinni.  Spádómurinn um að þú færir jafnan þínu fram í lífinu hefur svo sannarlega rætst því annars værir þú ekki þar sem þú ert í dag.  Þú færð STÓRT KNÚS.

Ragna (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 00:32

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

SKemmtilegt

Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 20:01

7 Smámynd: Líney

Oh það er svo gaman að svona sögum  frá  barnæskunni,knús  til þín:)

Líney, 9.2.2009 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband