Vetrarfrí

Já ég og strákarnir mínir erum í vetrarfríi út þessa viku. Dásamlegt. Svo er ég ein í fríi í næstu viku. Það er ekki eins dásamlegt!!!
Þar sem ég átti inni nokkra daga í fríi sótti ég um tvær samliggjandi vikur.
Upprunalega vegna þess að mig langaði svo heim til Íslands með ungana mína, og þar sem bæði Atli Haukur og Júlíus eru að fara í praktik í viku 8 (seinni vikan sem sagt) sá ég fyrir mér að það væri nú kannski hægt að koma þeim að heima.
En það er langt síðan þessar pælingar voru í gangi, og löngu fyrir jól sótti ég um þessar tvær vikur.
Svo fór allt í vitleysu þarna heim og kreppu tímar í hámarki og við ekkert ríkari en fyrri daginn svo þessar pælingar um Íslandsreisu löngu dottnar upp fyrir.
Þess í stað sá ég fyrir mér frí með strákunum mínum hérna heima. Gætum dundað okkur í garðinum, spilað, farið í gönguferðir og eitthvað svona notalegt. Hina vikuna ætlaði ég svo að nota bara fyrir mig Smile Vakna þegar ég væri búin að sofa nóg. Lesa. Prjóna. Hekla ( var að læra það nebblega) Halda heimilinu svaka hreinu og elda góða kvöldmata handa Eika mínum. Fá mér rauðvínsglas á kvöldin og sitja við kertaljós og njóta þess.
Hlakkaði bara hreinlega svakalega til.
En nei nei. Haldi þið ekki að Atli Haukur hafi fengið pratik í bakaríi í Sönderborg, sem þýðir að ég  verð að vakna á hverjum morgni í fríinu mínu kl 4!!! til að koma honum þangað kl 5.
Eiki verður að vakna líka því hann þarf að vera kominn til Nyböl kl 5:30 til að fá far í vinnuna.
Ég get svo brennt heim til að koma strákunum á fætur og smyrja nesti og allt það og þarf svo að koma þeim á sína staði. Þegar allir eru komnir á sinn stað er kl orðin 8 og þá fer maður ekkert að sofa aftur.
Þegar ég komst að því að fríið mitt yrði bara keyrsla hafði ég sambandi við vinnuna og bauðst til að taka fríið út seinna ef þau þyrftu á mér að halda, en nei, búið að redda öllu.
Þannig að mér hlakkar ótrúlega til að halda frí... eða þannig.

Jæja ætla að koma mér í eitthvað.... Svo er stefnan tekin á að lesa blogg í dag, og jafnvel kvitta Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Líney

Alveg með ólíkindum heppin :)  knúsiknús   á  þig  ,sýnist ekki muna  af veita

Líney, 11.2.2009 kl. 09:57

2 identicon

Hvernig væri að úr því að þú þarft að fara til Sönderborgar hvort sem er að kíkja til  Dönu í leiðinni, og kannski skoða safn ( það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri.) En kannski þarftu að flýta þér heim, láttu þetta ekki ergja þig of mikið Hulla mín. Lífið fer víst ekki ætíð eftir áætlun. Annars missirðu ekki af miklu hérna núna.  Nú er aðalmálið hjá fjölda manns að koma karlinum honum Davíð út úr seðlabankanum. Ég er því sammála, hversvegna situr hann svona fastur ? Ætla mætti að karlinn væri með sogskálar á tám og fingrum. Eitthvað af ykkur systkinum átti bók, um ég að hann hafi verið kallaður kóngulóarmaðurinn. Mér dettur alltaf þessi bók í hug þegar ég sé og heyri hvernig karlinn þrjóskasts við. Veistu hvað hann Davíð skrifar vel, bæði bundið og órundið mál? Nú ætti hann að fara að snúa sér að slíku. Ég á góða vinkonu sem vinnur í banka, það hefur hún nú gert í fjölmörg ár, en hún segist núna vakna upp með kvíða í hjarta á hverjum morgni, vegna þess að mæta í vinnu. Á kvöldin kvíðir hún komandi degi.  Þetta er mjög ólíkt henni sem er að eðlisfari kát og glöð og hún bætir við að eins sé um marga sína starfsfélaga. Vinnuumhverfið er breytt, enginn veit hve lengi honum auðnast að halda vinnunni og viðskiptavinirnir eru líka áhyggjufullir og þegar þetta sameinast verður útkoman ekki góð. Hjá okkur hérna gengur allt sinn vanagang, ég stunda sjúkraþjálfunina á fullu, og er farin að ganga smáspotta á hverjum degi. Hringdu í mig þegar þú mátt vera að Hulla mín. Kveðja til allra, og ég má ekki gleyma því, Ég er dugleg að safna handa þér bókum helst kiljum, svo keypti ég handa þér fallega postulínskisu sem ég sendi næst. Biddu Júlla minn að setja sig inn á vefinn hjá mér á fésbók, kann það ekki sjálf. Þín mamma.

Mamma (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 11:00

3 Smámynd: Hulla Dan

Mamma mín  Dana mín býr í Åbenrå sem er akkúrat jafnmargir kílómetrar í hina áttina. Auk þess þarf ég að keyra Atla Hauk kl 4 að nóttu til og þá eru hvorki söfn né annað opið. Ekki einu sinni bakarí!
En þetta reddast.

Mér finnst Davíð ógeðslega fynndinn. Held að ég hafi aldrei á æfinni hlegið eins mikið og þegar ég sá fyrirsögnina "Davíð neitar að hætta" Hreinlega bilaðist úr hlátri.

Kannski vill hún frænka mín taka eitt stykki bók með handa mér þegar hún kemur í næstu viku.... aldrei að vita

Elsk jú móðir kær.

Hulla Dan, 11.2.2009 kl. 11:12

4 identicon

 fara snemma í háttinn.Fá sér rauðvínsglasið með síðdegiskaffinu

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 13:25

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Æi dullan min, þú verður bara að finna þér eitthvað skemtilegt að gera, bara ein, það er oft gott en ég skil vel að þú viljir skreppa á klakann þó að ástandið sé ekki glæsilegt en altaf gaman að hitta ættíngjana. Kærleiksknus til þín Hulla mín

Kristín Gunnarsdóttir, 11.2.2009 kl. 13:55

6 identicon

oh afhverju komu þið ekki, það er ódýrt núna að vera hérna fyrir útlendinga
En já vonandi getur þú notið frísins þíns þrátt fyrir að þurfa að vakna um miðja nótt. Þú þarft ekkert að hætta við öll plönin þín, hefur þau bara á öðrum tíma

knús frá másunni þinni

Heiða Hrönn (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 14:35

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já thetta plan thitt hljómadi alveg svadalega vel fyrir mér...og ég vard næstum jafn súr og thú thegar ég las áfram en reyndu ad njóta frísins samt sem ádur..thad er jú notalegt ad hafa húsid fyrir sig,hekla,prjóna og lesa, uss,hljómar asskoti vel  thótt ad ég hvorki hekli nér prjóni..thá hlýtur thad ad vera rólegt og afslappandi.

knús og kram

María Guðmundsdóttir, 11.2.2009 kl. 15:12

8 identicon

hæ Hullu minn.gaman ad vita ad pu getur sed solarasin adur pu fer i hattinn aftur og getur dreymt um David (uff)gaman ad vita pu ert ad hekla pottaleppir handa Jette (Bedste) helst med blaan bord.njottu samt friid-hver dagur er serstakur.koss Valbyfolkid.

Ejlif (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 18:31

9 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þú ert hér með boðin í heimsókn hvenær sem er á næstu 6 vikum, frá og með næstu viku. Eftir það verður boðið endurskoðað. Þá fer ég kannski á kreik aftur Vita vitlaus eftir rólegheitin

knús

Guðrún Þorleifs, 11.2.2009 kl. 21:51

10 Smámynd: Ragnheiður

Ohh ég las þetta niður og var farin að hrylla mig en svo sá ég : þetta er alveg ótrúlega Hullu legt ástand.

Gangi þér vel að vakna skvís...þú verður að reyna að eignast við í réttum áttum !

Ragnheiður , 11.2.2009 kl. 23:32

11 identicon

Ég ruglast í öllum þessum smáskuðum, þarna hjá ykkur. Búin að finna helling af prjónum, aðallega hringprjónum, sendi þá við tækifæri með hinu.  Hey mannstu eftir skrýtnu pottaleppunum sem ég heklaði þegar ég var ung? Eða dúllurnar á eldavélina ?  Og saumaði líka dúllur, flottar. Mannstu eftir púðunum sem ég heklaði ?  Stundum held ég að ég hafi bara verið svolítið listræn, allavega fór ég ekki troðnar slóðir.  Ég fór að reyna aftur hér um árið, og kom saman, dúkkuhatti á dúkkuna hennar Leónóru og veski handa þeirri sömu. Ég hef aldrei getað farið eftir uppskriftum.  Einu sinni gerði ég það þó, og ég hélt að móðir mín myndi deyja úr hlátri !  Dúkurinn var eins og skúlptúr, með vægast sagt mjög einkennilegu lagi.  Jæja kveð enda löngu komin svefntími, hringdu endilega, ég kann það ekki enn. Kveðja, frá mömmu.

Mamma (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 01:10

12 Smámynd: Agný

Er ekki frí stundum afstætt sem annað?.. Pabbi strákanna minna skildi aldrei hvernig á því stæði þegar ég var búin að vera í "frí" með þá fjóra (fæddir á 9 árum)  í heimsóknina í sveitina til foreldra minna..ca 5 tíma keyrsla með öllu stoppu veseninu...

Maður fær kanski fri frá tiltekinni vinnu bara til þess eins að vinna enn meir annarskonar vinnu... Maður fer ekkert í frí frá börnunum sínum eða þau frá mér, þegar þau eru með manni ..maður þarf jafn mikið að sinna þeim hvar sem við erum...Maður stillir ekki bara einhvern takka á þeim á "Mamma er í fríi" ... 

En karlinn minn  blessaður fattaði það ekki að eina aðilanum sem ég fékk frí frá var hann....en það sem beið mín var líka jafn löng vinna þegar heim kom og ég þann tíma sem  ég hafði  verið í burtu í "frí"...

Svo..hvað er þetta svokallaða " frí."?...ég  hef nefnilega aldrei alveg fattað það...Glætan

Agný, 12.2.2009 kl. 01:36

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þú leggur þig bara smá eftir hádegi og dúllar það sem eftir er.

KærleiksLjós frá mér

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.2.2009 kl. 15:40

14 Smámynd: Dóra

Þvílík óheppni hjá þér... Og ekki er nú neitt voðalega gaman að dunda í garðinum núna... hehehe nei allt frosið.. En kannski er smuga að finna lítinn hól til að renna sér á ... Já finna barnið í sjálfum sér...  Og bara gera eins gott úr hlutunum eins og hægt er... Í raun ekkert annað að gera Hullan mín...

Ekki mikið frí hjá þér gæska.. en sendi þér knús og kærleika hér frá Esbjerg Dóra

Dóra, 12.2.2009 kl. 18:27

15 Smámynd: Hulla Dan

Frí er afstætt.
Ætla að njóta þess í tætlur
Ætla að gera eitthvað sem ég mundi ekki annars... t.d prjóna yfir sauðburði... klippa á mér táneglurnar upp í hjónarúmi (Eika megin) Baka flatbrauð á röngunni og eittvað í þeim dúr

Man eftir öllu hekludótinu þínu mamma... Dýra óróanum hennar Boggu og öllum púðunum og öllu hinu. Held að þu sér listamaður... Þeir eru svolítið gúgú  Er það ekki?
ég ætti reyndar að vera hrikalegur listamaður þá. Enda stórskrítin..

Knús á ykkur.

Hulla Dan, 13.2.2009 kl. 14:04

16 Smámynd: Unnur R. H.

Unnur R. H., 14.2.2009 kl. 09:30

17 identicon

Takk fyrir Hullan mín litla,  Veistu hver er kallaður Gú Gú hér á landi . Það er engin venjulegur, hann er óperusöngvari með meiru og er í miklu uppáhaldi hjá mér, ekki amalegt að vera kölluð slíku safni.  Ég hef stundum hitt þennan mann í Tónlistaskólanum hérna og hlýnar þá um gömlu hjartaræturnar, annars heitir hann Guðbjörn Guðbjörnsson .  Nóg um það, ég er byrjuð að mála og teikna, og fæ ekki séð að þetta sé neitt verra ( né skárra en gengur og gerist. )  En slíkt sýni ég ekki öðru fólki, legg það bara ekki á það.  Það segði Halldór Laxness, hann hafði loksins fengist til að spila eitthvað, ( það var áreiðanlega eftir J.S. Bach.) í sjónvarpið, hann sagðisr gera þetta fyrir sjálfan sig, því það leggði hann ekki á annað fólk. Úti rignir og Leónóra, kúrir fyrir framan sjónvarpið, ég ætla að leggja mig aftur stundarkorn.  Snjallt þetta með táneglurnar, Þarf að reyna þetta við tækifæri og þó, hann Lási minn myndi áreiðanlega bara hrista höruðið og færa sig yfir í gestaherbergið.  Kveðjur til allra, mamma.

mamma (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband