Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ja kvennfólk!!! :)

Konan fór með vinkonum sínum á barinn eftir vinnu.
Þær sátu og drukku kokteila þegar hávaxinn, myndarlegur og ótrúlega
kynæsandi maður á besta aldri gekk inn á barinn.
Hann var svo sláandi myndarlegur að konurnar hreinlega gláptu á hann.

Maðurinn myndarlegi tók eftir augnaráði konunnar og gekk beint til
hennar (eins og allir karlmenn hefðu gert).

Áður en hún gat beðist afsökunar á því að hafa starað á hann, hallaði
hann sér að henni og hvíslaði: "Ég geri hvað sem er, og ég meina
algjörlega hvað sem er, fyrir þig, alveg sama hversu kinkí það er,
fyrir 2 þúsund kall... með einu skilyrði..."

Konan var algjörlega slegin út af laginu, næstum orðlaus (sem gerist nú
ekki oft) en stundi að lokum upp spurningu um hvert skilyrðið væri.
Maðurinn svaraði: "Þú þarft að segja mér hvað þú vilt í hvorki fleiri né
færri en þremur orðum."

Konan íhugaði tilboðið eitt augnablik, dró síðan tvo þúsundkalla upp úr
veskinu sínu, þrýsti þeim í lófa mannsins, ásamt heimilisfanginu sínu,
horfði svo djúpt í seiðandi augu hans og sagði hægt en ákveðið...



... <<Skrollaðu niður>>






...






...





...






...





...






..."Þrífðu húsið mitt"

Konur eru engir kjánar ;)

DAAAAAAAAAAA

Takk fyrir öll fallegur og uppörvandi kommentin á fyrri færslu Smile I do love ya.
Er að fá það örlítið betra...

Er komin með fasta vinnu frá og með 1. des á frábæru elliheimili hérna í nágreninu Smile Held að ég gæti bara ekki verið meira ánægð núna, sem sagt vegna vinnumála.

Smá gleði:

Two blondes living in Oklahoma were sitting on a bench talking, and one  blonde says to the other, "Which do you think is farther away... Florida or the moon?"  
The other blonde turns and says "Helloooooooooo, can you see Florida ?????"  
.......................................................

There&#39;s this blonde out for a walk. She comes to a river and sees another blonde on the opposite bank. "Yoo-hoo!" she shouts, "How can I get to the other side?"  
    The second blonde looks up the river then down the river and shouts back, "You  ARE on the other side."  

   ...............................

   Nenni ekki að breyta stöfunum. Ætla að drulla mér í rúmið... Búin að fá fullt af góðum bókum frá mömmu og ætla að njóta þess í kvöld.
Knús og kossar til ykkar.


Allt við það sama hér.

Kæru bloggvinir.
Nú er ég búin að vera aumingi með hor ansi lengi og er að hugsa um að hætta því. Núna.
Vantar samt smá ráð og svör ef þið hafið einhver.

Hvernig hjálpar maður fólki sem vill ekki leyfa manni að hjálpa sér?
Hvernig hjálpar maður fólki sem slær á fingurna á manni í hvert skipti sem maður réttir út hjálpar hönd?
Hvernig fær maður viðkomandi til að skilja muninn á réttu og röngu?
Hvernig fer maður að því að finna fólk sem er ekkert spennt fyrir því að láta finna sig?
Og hversu langt má maður ganga í þessu bloggi?
Er það virkilega einkamál hvers og eins hvernig þeir haga sér? Líka þegar það hefur hræðileg áhrif á heilu fjölskyldurnar?
Það er talað um að maður uppskeri eins og maður sáir... Er það ekki bara lygi???
Getur maður fengið hita og hálsbólgu af eintómu stressi? Nei djók... Veit að það er sennilega árstíminn.

Er að hugsa um að rífa mig upp úr þessum djöfulsins aumingjaskap og volæði...
Fæ orðið taugaáfall þegar ég lít í spegill og þegar Eiki minn gargaði í morgunn þegar hann leit framan í mig, skildi ég að ég verð að gera eitthvað í mínum málum. Sem sagt að fara að líta betur út.
Annars merkilegt hvað áhyggjur geta sest í andlitið á manni.

Fékk annars frekar sjaldgæfa minningu um daginn. Aldrei að vita nema að ég bloggi um hana fljótlega. Kannski meiri að segja á þessu ári.

Ætla að kveikja upp -er orðin ansi fær í því- svo ég komist í sturtu. Það ku vera svo hressandi.

Mojn í bili. Hulla sem er á barmi sturlunar.


Áts!!!

Er búin að eiga svolítið vont í hjártanu og sálinni!!!

Blogga þegar ég er búin að fá það smá betra!

Crying

 

P.S Hittingurinn var samt frábær!!!!!


Loksins!!!

Þá er komið að því... Hittingur í kvöld Smile
Við ætlum að hittast nokkrar íslenskar stelpur og spjalla frá okkur ráð og rænu í kvöld.
Ætluðum að hittast fyrst fyrir mörgum mánuðum en eitthvað kom upp á og ekkert varð af neinu. Næsti hittingur sem ákveðin var rann líka út í buskan og vona ég þess vegna að þessi eigi eftir að heppnast vel.
Ég keyri héðan um 14 og fer þá beint til Frediricia og næ þar í eitt stykki Stínu. Við förum svo saman til Vejle að ná í aðra Stínu... Svo komum við til með að bruna beinustu leið til Þóru í Brørup.
Pælingin er að panta bara pítsur og slá í smá nammisjóð og hugga okkur svo fram eftir nóttu.
Það sem við búum allar hingað og þangað ætlum við bara að gista hjá Þóru og borða svo saman morgunn mat áður en við förum heim...
Vona að komist fleiri á næsta hitting sem verður innan skamms Muhhahahah

Nohhh er að hugsa um að næra mig og vaska svo ég geti farið að rúlla upp eftir.

Góða helgi til ykkar kæru bloggvinir Heart

 


Einasta kreppufærslan sem kemur til með að koma fra mér ;)

Er þetta ekki magnaður texti???
Og hvað dettur manni í hug? Jú ástandið á litlu fallegu eyjunni okkar.
Gylfi er ekki galinn og Bubbinn minn og Utangarðsmenn flytja þetta á snilldar hátt.
Búið að vera í miklu uppáhaldi hjá mér síðan ég var 10 eða... alltaf!!!

 Það má leika sér með textann og breyta nöfnum, setja Davíð í stað Jóns osv.

Ég lýsi hér með frati og ógeði á þá sem hafa stuðlað að því að koma íslensku þjóðinni á höfuðið.
Og einnig þá sem koma fram í fjölmiðlum og ljúga upp í opið geðið á almenningi.

Ég legg nú til og mæli með að þessir háu herrar verði hýddir á opinberum vetfangi eigi síður en strax!

Svo mörg voru nú þau orðin og svo vona ég að ég komi aldrei til með að blogga um íslenska kreppu framar.
Óska íslensku þjóðinni friðar og sendi óskir um bjartari framtíð Heart

Og allir saman svo!!!

Jón pönkariPDFPrentaTölvupóstur
Lag: Utangarðsmenn, texti: Gunnar Ægisson

Svartir sauðir glatað fé
týndur hirðir, háð og spé.
Kirkjan öll úr plasti er
kross úr áli, Kristur úr tré.

Biblían á míkró-filmum
tölvustýrðar hugvekjur
boðskapurinn rúllar eins og valtari.
Jón, - Jón pönkari þjónar fyrir altari.

Sóknarbörnin sitja í leðurstólum
með stillanlegu baki og dæsa við.
Bryðja saltkex, smella fingrum
í takt við innbyggt diskóið.

Jón er í steik, hvað á hann að segja
hverju má hér bæta við.
Liðið ropar, strýkur um kviðinn
Jón, Jón, Jón, Jón pönkari þjónar fyrir altari.

Orð hans mælast óðar illa fyrir,
hann svívirðir okkur, ég segi það með,
hann rakkar niður samfélagið,
öryggi, tekjur og fasteignaveð.

Við neglum hann, neglum hann fastan á krossinn
og brosum meðan honum blæðir út.
Dauðans gefum honum kossinn
Jón pönkari hangir fyrir altari.

Eigið notarlegt kvöld gullin mín. InLove


Enn eitt afmælið :)

Þá er komið að næst síðasta afmælinu á þessu heimili á þessu ári... Ekki því síðasta í fjölskyldunni, en hérna hjá okkur.

Dásamlegi Eikinn minn til 14 ára er 31 árs í dag Kissing Kominn á fertugs aldurinn og er þar með búinn að ná mér Blush
Kúturinn fékk ekki pönnukökur og ekki pakka þegar hann vaknaði, því ég var á næturvakt og hef ekkert komist í búðir upp á síðkastið Woundering 
En það er allt í lagi því að hann fékk einn frá henni systur sinni og ég er nokkuð viss um að hann hafi fæðst seinni partinn + að það er eins tíma munur á milli landana núna svo ég græði smá tíma...
Og svo hef ég bara svo oft þurft að bíða eftir mínum pakka svo samviskubitið er í lágmarki Whistling

Allavega vona ég að eiginmaðurinn minn fái svakalega góðan dag, og að ég sofi vel.

Heiða 5 Eiki 12

 

Fann enga nýlegri mynd svo ég skelli bara einni inn af Eika á 12 ára afmælinu sinu.
Við hliðina á honum er svo Heiða, litla systir hans sem er 5 ára daginn eftir honum og svo er þarna Bjarni frændi... Þessi sem horfit girndar augum á kökurnar....

 

 

 

 

árbók

 

 Júbb... Fann aðra nýrri eftir mikla leit.

Svona er hann í dag nema yfirleitt með gítar hangandi framan á sér...

 

 

 

 

 

 

 

Þess má svo í gamni geta að ég og strákarnir sungum fyrir hann afmælissönginn í morgunn, og ég spilaði undir á gítarinn hans Júlla.
Þetta var gjörsamlega óæft og mig grunar að Eika hafi bara líkað vel, og orðið þó nokkuð afbrýðisamur út í snilli mína á gítarinn. Alla vega rauk hann til og reif af mér hljóðfærið og bað mig að lofa sér að snerta það aldrei meira, hann var með tár í augunum og allt.

Nú er hálftími síðan hann fór og hann er þegar búinn að hringja 4x ég held að hann sé að kanna hvort sé utanlandsferð í uppsiglingu Smile

Gúdd næt jú ol og hellingur af knúsi til ykkar inn í daginn Kissing


Sjálfsskoðun.

Síðustu dagar hafa verið svakalega undarlegir hjá mér.
Þeir hafa einkennst af annað hvort ógurlegri kæti og sjálfsöryggi eða af depurð og fýlu yfir óréttlæti sem mér finnst eiga sér stað í heimi kvenna í vanþakklátum störfum.
Þannig er að ég er í einu svona starfi og valdi mér það sjálf.
Eyddi mörgum mánuðum í nám til að geta unnið við það að hugsa um gamalmenni á sem bestan og óeigingjarnastan hátt.
Gerði mér fulla grein fyrir að þetta væri illa launað starf og að gamalt fólk verður ansi oft mikið geðveikt og ég gæti á það á hættu að verða fyrir allskonar áreiti.
Það er til dæmis allt annað en gaman að reyna að hjálpa fólki við það allra nauðsynlegasta og fá í staðinn hráka í andlitið, hnefa, eiga á hættu að fötin séu rifin utan af manni, nú eða fá að heyra þau ljótustu orð sem fyrir finnast.
Það er heldur ekkert gaman eða gefandi að þrífa kúk af veggjum en fólk sem málar með kúk er heldur ekkert algengt og er þá yfirleitt mjög veikt en á samt sama tilverurétt og þeir sem eru svo heppnir að veikjast ekki á þann háttinn.  
En mér fannst allir þessir gallar vega lítið í samanburði við að geta kannski gert einhverjum lífið léttara og brosin sem þakklát og glöð gamalmenni gefa manni eru þau fallegustu. Og ég hef verið sátt í minni vinnu.

Í sumar bauðst mér svo að taka 2 fastar næturvaktir í mánuði sem ég þáði. Alltaf gott og gaman að prófa eitthvað nýtt og svo sá ég fram á að fá aðeins hærri laun.
Ég er slugsi af guðsnáð og allt sem heitir launaseðlar og tímaseðlar hef ég ekki mikið verið að setja mig inn í. Já agalegur aulaskapur en ég geri bara ráð fyrir að ég fái rétt laun fyrir það sem ég vinn.
Svo núna um daginn fór ég aðeins að reikna út hvað mikið þessar tvær næturvaktir gefa mér í vasann í hverjum mánuði. Ég varð ekki glöð þegar ég sá að fyrir þessar tvær vaktir fæ ég 200 dk aukalega útborgaðar.
Ég fór í svakalega fýlu útí sjálfa mig og fannst ég auli dauðans og hafa ekki spáð aðeins í þessu fyrr.
Svo þegar ég var búin að rífa mig andlega á hol ákvað ég að segja upp þessum tveimur næturvöktum.
Finnst það ekki borga sig að snúa öllum sólarhringnum við og eyðileggja í raun 3 daga, vera ein á vakt með 27 gamalmenni fyrir 200 kr aukalega.
Þá get ég alveg eins tekið eina kvöldvakt fyrir vikarinn og fengið 1000 kall í vasann fyrir það.
Ég vaknaði svo hamingjusöm með þessa ákvörðun mína og fór svo upp til Maríu til að láta hana vita að ég vildi hætta þessum föstu næturvöktum.
Ég komst nú ekki langt, því um leið og ég sagði henni að ég vildi segja þeim upp greip yfirmaður hennar fram í fyrir mér. María náði ekki einu sinni að svara.
Þessi yfirmaður (sem þarna féll 300 metra í áliti hjá mér) sagði mér að það væri ekki hægt að segja þeim upp og ég gæti ekki bara komið svona inn og tilkynnt að ég vildi þær ekki meira.
Hummm. Ein sem ég vinn með var búin að segja mér að það væri sennilega best fyrir mig að ljúga og segja að ég gæti þetta ekki meir útaf andlegu álagi og stressi og hvað veit ég. Væri líka gott að undirstrika það með að fella nokkur tár.
En þar sem ég er ofsalega vel uppalin og heiðarleg blés ég á það og ákvað að koma hreint fram. Sé akkúrat enga ástæðu til að ljúga á sjálfa mig einhverjum veikleika. Hvað þá andlegum veikleika.
Þegar yfirmaðurinn vildi fá að vita af hverju mér dytti svona vitleysa í hug og ég sagði að mér fyndist ekki borga sig að eyðileggja 3 daga fyrir 200 kall, fauk greinilega dálítið í hana og þegar ég sagði að ég gæti en tekið næturvaktir sem extra vaktir til að fá örlítið meira fyrir þær, uppveðraðist hún öll og sagði mér að framvegis gæti ég ekki gert ráð fyrir fá extra vaktirnar mínar útborgaðar.
Åbenrå kommune er nefnilega að spara og þess vegna á að setja allar extra vaktir inn sem afspesering, sem þýðir að maður geti tekið frí út á þá tíma sem maður hefur tekið aukalega. En maður getur samt ekki alveg ráðið sjálfur hvenær maður tekur frí. Það fer eftir því hvernig stendur á með aukafólk. Maður getur lagt fram óskir og svo er farið yfir hlutina. Það er eitthvað sem ég á mjög erfitt að sætta mig við.
Áður en ég fór spurði ég hana að því hvort það væri virkilega þannig að ég þyrfti að segja upp vinnunni minni bara til að losna undan þessum 2 næturvöktum. "Það er þitt eigið vel" sagði hún... og ég fór heim og skrifaði uppsagnarbréf.
Ekki glöð og ánægð, en þetta er bara eitthvað sem ég vill ekki sætta mig við og ætla ekki að láta bjóða mér.
Ég tek aukavinnu akkúrat vegna þess að ég þarf að ná endum saman og hef þörf á auka pening. Og ég hef hreinlega ekki efni á að hugsa út í hvað aðrir eiga bágt, hvað þá sveitafélög.

Þannig að nú á ég bara eftir tæpan mánuð í vinnunni minni og þarf þá að kveðja allt gamla fólkið mitt og samstarfsfólk sem mér finnst ömurlega sorglegt.

Það er reyndar alveg nóg af vinnu fyrir mig að sækja um svo ég er ekkert hrædd um að standa uppi atvinnulaus. Ég er búin að fá tilboð um að koma aftur á gamla vinnustaðinn minn og þar sem ég er ótrúlega dugleg og sveigjanlegur vinnukraftur og er til í bæði dag, kvöld og nætur vinnu efast ég ekki um að ég fái vinnu fyrir mánaðarmót. Bara samt eitthvað svo dapurlegt.
Ég einblíni ekkert endilega á elliheimili og er eiginlega bara til í hvað sem er, bara ef ég fæ launin mín útborguð í peningum.
Er búin að skrifa nokkrar umsóknir en það rennur ekki út umsóknarfrestur á þeim fyrr en um miðjan mánuð svo ekkert skýrist fyrr en þá.

Þetta er sennilega það ömurlegasta blogg sem ég hef bloggað og ég skil ykkur svo vel ef þið nennið ekki að lesa það.
Varð bara að koma þessu frá mér.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband