Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Klukk

Þar sem ég hef nú verið klukkuð þrisvar er ég að hugsa um að ljúka þessu af og rita hér niður þær upplýsingar sem óskað er eftir.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Hjúkrunarheimilið Kumbaravogur, Reynir bakari, Við Fjöruborðið, Prentsmiðja Friðriks Jóelssonar.

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

Behind enemy lines, I kina spiser de hund, Steiktir grænir tómatar, River wild

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Hjalteyri, Akureyri, Hafnarfjörður, Stokkseyri.

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Friends, Klovn, King of Queens, Nip Tuck .

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Belgía, Holland, Ísland, Danmörk .

Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður):

mbl.is, google.is, tv2.dk, bt.dk

Fernt matarkyns sem ég held uppá:

Humar, Nautakjöt, Lagsanga, Pítsa.

Fjórar bækur/blöð sem ég les oft:

Jyske vestkysten, Se og hør, Billedebladet, Familiejournalen

Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:

Ísland, Bahama, Hawaii, Jamaica.

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Anna Ragna - Hross- Landsveit og Steina.

Svo í lokin vil ég benda á þessa nýju stórskemmtilegu bolta íþrótt sem Kínverjar hafa sennilega funndið upp í lok ÓL


Til Lukku!

Elsku litli bróðir minn á afmæli í dag. Hann er þrítugur í dag. Skrítið hvað tíminn flýgur.
Hann er stórkostlegur söngvari og með þá fallegustu rödd sem ég hef heyrt.

Nú er ég búin að eyða 2 tímum í að reyna að koma inn einhverjum af lögunum hans inn í tónlistaspilarann en kem bara einu.
Neðst á síðunni til vinstri er líka pínku myndband með honum þar sem hann er að syngja í brúðkaupinu okkar.
Veit að þið nennið kannski ekki að hlusta á það, en ég get hlustað aftur og aftur og aftur InLove

Allavega... Uppáhalds bróðir minn. Elska þig ofur heitt og hlakka til að sjá ykkur skötuhjú, vonandi sem fyrst.

Billede 206

 

 

 

 

Beggi Dan og Hulla Dan... Langflottust.

 

 

 

Allar þær myndir sem ég hef undanfarið verið að drita inn af sjálfri mér með öðrum, eru teknar í brúðkaupinu mínu, þar sem ég er komin í prjónapeysu utan yfir brúðarkjólinn.
Hef ekki ósjaldan verið talin frekar smart.

Gott kvöld á ykkur.

 

 

 

 

 


Til Hamingju!

Elsku Sveinbjörgin okkar er 40 ára í dag InLove
Þessi krúttmoli er búin að vera okkar besta vinkona síðan við kynntumst henni almennilega þegar hún flutti ásamt manni og barni til Stokkseyrarinnar 1999.

Sveinka er besta manneskjan sem ég þekki. Búin til úr gulli í gegn.
Elska hana ofur heitt.

Þessi elska er í dag ótrúlega fjölhæf myndlista kona og býr á Akureyri.
Vona að ég hitti hana sem fyrst aftur.

Bestu vinkonur D

 

 

 Vona að þessi snúlla hafi átt dásamlegan dag og kvöldið verði líka gott.

 

 

 

 

P.s. Síðasta næturvaktin núna í nótt og hjúkk.

Knús á ykkur öll Heart

 


Ísland er næst stórasta land í öllum heiminum!

Horfði á leikinn eftir klukkutíma svefn og var nokkuð sátt við úrslitin.
Þeir komu sáu og sigruðu (altså Frakkarnir) og gerðu það vel.
Íslendingarnir og Fúsi stóðu sig líka að mínu áliti ógó vel. En það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að bjóða handboltastrákum. Ég gat ekki betur séð en væri nánast ómögulegt að koma boltanum inn í markið hjá frökkunum, og finndist mér hin besta hugmynd að íslendingar mundu nú slá saman og kaupa þennan markmann. Hann og hinn -okkar maður, ofvirki-  mundu svo í sameiningu sjá til þess að aldrei framar kæmist bolti inn í íslenskt mark!!!
Allavega fínn leikur og ég held að allir geti verið sáttir við þessi úrslit.
Frábært að sjá hvað Frakkarnir voru hamingjusamir og sennilega margar stoltar mæður og eiginkonur að fylgjast með sínum snúllum og fagnað ákaft.

Hér er svo myndband frá Færeyjum, sem ég vil mana alla til að horfa á. Sérstaklega rauðar konur Smile
Munið að hlátur lengir lífið og njótið vel.

Góða nótt til ykkar allra og dreymi ykkur vel, á meðan ég rölti fram og til baka á elliheimilinu mínu og passa mig að blunda ekki eitt augnablik.
Heart


Gull er gott fyrir líkama og sál.

Núna eftir nokkrar mínútur birtist þessi svartálfur á tröppunum hjá okkur.

DSC00557

 

Þetta er Danni litli Helgason, en hann og Eiki eru systrasynir.

Þessi mynd var tekin í brúðkaupinu okkar Eika í fyrra þegar Danni var orðinn ofurlítið kenndur og komin í krínólínið mitt og búinn að setja restina af slörinu í hárið á sér.
Svo var rokkað fram á nótt Smile

 

Í fyrramálið rennur svo að sjálfsögðu stóra stundin upp, og til að hita aðeins upp fyrir hana setti Eiki fyrir mig lagið sem okkur á þessu heimili finnst að ætti að vera þjóðsöngur Íslendinga inn í tónlistaspilarann, og að sjálfsögðu með uppáhalds dólginn minn sem söngvara.

Svo er bara að liggja á bæn og vona það besta á morgunn.

Knús á ykkur og Guðrún mín, vona að þið náið að skemmta ykkur þó mig vanti Woundering

Heart ást frá mér.

 


Litlir karlmenn.

Í dag kenndi ég strákunum mínum að vinda tuskur og þurrka af borðunum.
Það tók 30 mínútur á Atla Hauk (13 ára) og Júlla (12 ára) en bara 10 mínútur á Jóa (8 ára)
Ekki svo að skilja að þeir hafi aldrei komið við tuskur.
Þeir hafa bara kuðlað þeim saman og þegar er t.d búið að nudda tómatsósu útum allt borð, með tusku fjandanum, þá er henni bara skutlað í vaskinn, handa mömmu eða pabba að skola.
Nenni ekki svona lengur.

Þeir skulu læra þetta Devil

Er dauðþreytt og ætla að kúra mig upp í sófa þar til ég fer á næturvakt nr 2.

Heart


Upplýsingar um sjúkdóm óskast!

Var hjá lækni í dag, sem er frásögu færandi.
Og hefst þá frásögnin.

Einu sinni upp í sveit í Danmörku bjó lítil sæt stelpu snót.
Hún var alltaf að fá verk fyrir brjóstið og var orðin nokkuð þreytt á því, enda með eindæmum hrikalega vont. Þessir verkir voru búnir að koma af og til í ca 6 ár.
Stelpu snúllan var búin að fara óteljandi oft til lækna og búin að vera send í alskyns rannsóknir bæði á Íslandi og Danmörku, en ekkert fannst.
Og nú er stelpu skottan að tapa sér!!!

Ég sagði Dr.Benson í dag að ég væri en að kálast. Verkirnir kæmu oftar og væru alltaf að versna og væru farnir að dreifa sér yfir hálft andlitið líka.

Dr.Benson: Humm. Ja humm. Þú ert búin að fara í rönken, hjartalínurit og allar blóðprufur koma vel út.

Ég: Já veistu... mér er samt illt. Og ég er ekki með geð til að vera svona lengur.

Dr.Benson: Er eitthvað sérstakt sem þú vilt að ég geri?

Ég í huganum: Já, hoppir í hafið!

Ég upphátt: Já finnir út hvað er að mér. Hvað með skönnun á lunganu, getur maður ekki séð eitthvað meira með svona skönnun?

Dr.Benson: Nei. Rífðu þig úr fötunum og andaðu djúpt inn!

Ég gerði það og hann sagðist ekki heyra neitt óvenjulegt.
Byrjaði svo að hnoðast á öllum aumu vöðvunum mínum og það sem ég sat hálf meðvitundarlaus úr verkjum spurði hann ofur blítt hvort ég fyndi til!!!

Dööö jaaaaa. Þegar stór og sterkur karlmaður pottar þumalputtunum á kaf í litla stúlku vöðva, er þá við öðru að búast???

Svo sagðist hann ætla að senda henvisningu á gigthospitalið. Sem er svolítið skondið vegna þess að læknirinn sem ég fór til fyrir sumarfrí, sagði að það væri ekkert í blóðinu sem benti til gigtar!!!

Svo sagði ég Dr.Benson frá því að ég væri búin að hnerra stanslaust í 3 vikur og ofnæmisnefúðinn sem hann leit mig fá síðast virkaði ekki meir.

-Þá skrifa ég bara upp á meira fyrir þig.
-Já en get ég ekki bara fengið að vita fyrir hverju ég er með ofnæmi?
- Nei
- Já en ég er með ketti,hænur, kanínur, ryk og skymmelsveppi og mér þætti voða vænt um að vita hvort sé eitthvað af þessu sem veldur ofurnæmni hors míns. Þá gæti ég jafnvel gert ráðstafanir án þess að vera alltaf að spreyja á mér nefið
- Já þú verður bara að prófa þig áfram!  Blessuðð. NÆSTI

Hvernig á ég að prófa mig áfram???
Henda kisunum og sjá hvort það virkar?
Eða brjóta burtu vegginn með sveppunum og sjá hvort eitthvað lagast við það?

Hér með óska ég eftir fólki með svipaða verki og ég fæ.

Þeir lýsa sér eins og maður sé með kú sitjandi á brjóstkassanum. Svo kemur voða vondur verkur í lungað og manni lýður eins og það sé allt í kremju. Svo fær maður verk í handlegginn og í kjálkann.
Lýsir sér faktískt eins og hjartaáfall, bara vinstra meginn.

Ætla að skvera mér á næturvakt. Eigið dásemdar nótt! InLove


Obbbobbbobb

Mér finnst þetta nú pínulítið hár aldur, en pabbinn er ungur og ern, svo maður bara vonar að allt eigi eftir að ganga vel hjá þessari stóru fjölskyldu.

Einhvernvegin hlýtur það líka að vera frábært að fá loksins að verða mamma.
Hugsa að ég mundi reyna fram í rauðan dauðan ef ég væri barnlaus.
Held ég...


mbl.is Eignaðist fjórbura 55 ára gömul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju?

Ég er voðalega reið núna.
Var að lesa visi.is og sá þar þessa frétt http://visir.is/article/20080820/FRETTIR01/621784455
Nú langar mig voðalega mikið til að vita afhverju er ekkert gert?
Afhverju gera barnaverndunaryfirvöld ekki eitthvað?
Afhverju gerir lögreglan ekki eitthvað?
Móðirin er með heimilisfang og er greinilega ráðþrota. Afhverju fær hún ekki hjálp?

Það skal engin ímynda sér að það sé auðvelt að eiga barn sem maður getur ekki hjálpað.
Ég veit það að eigin raun að þetta er hreint og klárt helvíti sem foreldrar svona barna ganga í gegnum.
Helvíti sem foreldrar ráða yfirleitt ekki við sjálfir og verða því að leita eftir faghjálp.
Heimurinn flæðir í allskonar viðbjóði og ógeði, og það vita það allir.
Því lengri tíma sem það tekur að fá hjálp fyrir barnið, þeim mun erfiðara er að hjálpa því. 
Þeim mun meiri líkur á að barnið upplifi viðbjóð sem engin maður ætti að upplifa og því meiri líkur á að eitthvað skelfilegt gerist.

Ég er svo mikið reið að ég ætla ekki að skrifa helminginn af því sem er efst í höfðinu á mér núna.
Ætla bara að vona að þessi móðir fái hjálp NÚNA!


Hjalteyrin

Mig dreymdi Hjalteyrina í nótt.
Elska þegar mig dreymir staði sem mér hefur liðið vel á.
Það er einhvernvegin allt öðruvísi en að hugsa um þá.
Í draumum fer maður á staði sem maður var kannski búin að gleyma og ýmislegt rifjast upp sem maður annars hefði ekki verið að hugsa neitt um.
Ég man nú drauminn ekki greinilega og eins og er oft um drauma þá dofnar þeir þegar líður á daginn.
En ég er búin að hugsa um Hjalteyrina síðan ég setti strákana mína úr við skólann sinn og um leið og ég kom heim fann ég myndirnar sem ég er búin að vera að stela af netinu í gegnum tíðina og ljúfsárar minningar eru búnar að streyma fram.
Ég hugsa að ég sé frekar dramatísk hvað þetta varðar, læt kannski eins og níræð, en ég finn hjá mér ofboðslega löngun til að fara þangað aftur og eyða þar degi eða fjórum.
Fór þangað síðast fyrir 12 árum með Júlíus nýfæddan og þá var Eiki og Bogga systir með.
Eyddum ca klukkutíma þar.

Þegar ég var 7 skildu mamma og pabbi og mamma flutti með okkur stelpurnar norður á Akureyri. Þar kynntist ég honum Gunna stjúpa mínum og Stebba og Tryggva, strákunum hans tveimur.
Það er mömmu og Gunna að þakka að í dag á ég Begga bróðir og allar minningarnar tengdar Hjalteyrinni.

Eftir mínum minningum að dæma fluttum við einhvertíma mjög seint árs ( sennilega nóvember eða desember) til Hjalteyrar.
Mig grunar að þau hafi valið þennan stað til að hafa ráð á að kaupa stórt hús undir allan barnaflokkinn. Stebbi og Tryggvi  komu til okkar ca aðra hverja helgi, þannig að við vorum 6 krakkarnir þegar við vorum öll heima.
Og trúið mér það gat verið ótrúlega gaman hjá okkur.
Hjalteyrin saman stendur af tveimur götum. Efri götunni og neðri götunni.
Í efri götunni sem við bjuggum í voru 6 hús, þar af tvö tvíbýli.
Í neðri götunni eru svo 4 hús, öll tvíbýli nema eitt.
Svo eru eitthvað af húsum niður á eyrinni, en mest sumarhús held ég.

Við bjuggum í svakalega stóru húsi sem heitir Mikligarður. Mikligarður var í rauninni 4 býli þegar við fluttum þangað. Mamma og Gunni byrjuðu á að kaupa efri hæð og keyptu ekki löngu seinna neðri hæðin líka. Í hinum endanum var svo íbúð uppi og seinna fengu Hjalteyringar KEA a neðri hæðina.
Þarna var svo barnaskóli og þó að væri ekki mikið af börnum á Hjalteyrinni, þá keyrði rúta og sótti krakkana úr sveitinni.
Skólinn var bara upp í 6. bekk og stofurnar bara 3 svo að tveir bekkir deildu stofu. Enda bara um 4-6 krakkar í hverjum bekk.
Þegar var svo komið upp í 7. bekk fórum við í heimavist á Þelamörk, og vorum þar í 7. 8. Og 9.
Á Hjalteyrinni var nóg af móum til að leika sér í, tjörn, fjara sem nær inn að Akureyri (ekki vinsælt samt að reyna að labba þá leið án þess að láta vita af sér) og það sem mér þótti mest heillandi var gamla gamla síldarverksmiðjan sem lá yst á eyrinni, alveg í fjöruborðinu. Ekki sú barnvænsta en við gáfum skít í allt þannig, enda „pössuðum“ við okkur.
Veit að mæður okkar hefðu fengið hland fyrir hjartað ef þær hefðu vitað af okkur þarna en ekki að leika okkur upp í móa í búinu okkar.

Mamma hataði alla tíð þennan draumastað minn. Held að hún geri það ennþá.
Þarna átti hún sín verstu ár.
Gunni átti bílasölu á Akureyri þar sem hann vann myrkrana á milli á meðan hún sat föst í þessu volæðis rassgati, í allt of stóru húsi með olíukyndingu.
Ég er ofboðslega fegin hvað ég varð lítið vör við óbeit móður minnar á þessu himnaríki. Hugsa að það hefði dregið úr endalausi hamingju minni.

Ég sem barn upplifði mömmu og Gunna bara hamingjusamt fólk sem hafði lítið milli handana. Þau sönkuðu að sér gömlum húsgögnum og gerðu upp, Gunni skreytti veggi með þvílíkum listaverkum sem hann gerði sjálfur.
Mamma bjó til risastórt steinabeð í garðinum og ég man að það voru ófáar ferðirnar hjá þeim berandi stórar hellur og steina í þetta beð hjá henni.
Hún skreytti líka vegg á herberginu hans Begga með sól og skýjum og málaði svo mynd af uppáhalds sögu persónunni hans, Jason.

Meðan við krakkarnir fögnuðum stórhríð á veturna og rúlluðumst upp í endalausri hamingju þegar himinháir skaflarnir héldu áfram að stækka og urðu á hæð við húsið okkar, sat mamma greyið inni og bölvaðist út í veðurguðina og hataði að vera innilokuð á þessu krummaskuði sem henni fannst vera á hjar veraldar.

Við krakkarnir höfðum feikna nóg að gera við að leika okkur á sumrin og vorin, skoða hreiður með eggjum og seinna ungum í. Týna krækiber í tonna tali. Leika okkur í fjörunni, vaða í tjörninni, veiða hornsíli og að sjálfsögðu eyddum við mestum tímanum í ævinýra veröldinni sem verksmiðjan var.
Á veturna gátum við skautað á tjörninni, rennt okkur á þotum, hoppað á milli ísjaka (sem var ekki eins vinsælt hjá mæðrum okkar) og við grófum göng í skaflana sem hlóðust upp (meðan mamma var að missa sig inni). Göng sem voru svo löng að inn á milli gerðum við stór rými sem við gátum setið inn í með kerti sem við stálum oftast frá mömmu. Þessi göng var samt best að grafa þegar Stebbi og Tryggvi  voru í heimsókn því að þeir voru sterkari en við og þar af leiðandi duglegri grafarar.

Svo var það sem heillaði mig mest við veturna. Það var þegar rafmagnið fór af. Það þótti mér hrikalega spennandi.
Þá óð mamma geðill um allt húsið og kveikti á kertum fyrir okkur. Það þótti mér gaman. En ekki mömmu.
Ég man að ég gat ekki með neinu móti skilið mömmu að taka ekki þátt í gleði minni í rafmagnsleysinu. Hún bölvaði ísskápnum og eldavélinni og öðrum heimilistækjum sem gengu fyrir rafmagni og hún gat ekki notað í þá tíma eða daga sem við vorum án straums.
En þar sem hún var ekki  viðræðuhæf í rafmagnsleysinu var bara best að láta hana eiga sig á meðan.

Ég skil mömmu í dag.
Ég er líka ótrúlega þakklát bæði mömmu og Gunna fyrir að hafa tekið þá ákvörðun að flytja til Hjalteyrar.
Þegar ég var unglingur og var spurð að því hvaðan ég væri sagði ég alltaf að ég væri Hjalteyringur.
Í dag segist ég bara vera Íslendingur. Eða að ég sé ættuð frá Ólafsfirði og Borgarfirði Eystra.
Finnst ég ekki hafa rétt á að segja Hjalteyingur enda bjuggum við bara í ca 4 ár þar.

hjalt1 Séð niður á eyrinna.
Verksmiðjan og allt góssið.

Held að þessi mynd verði stærri ef er klikkað á hana.
Þá sést líka nafnið á þeim sem tók hana og ég vona að ég verði ekki kærð fyrir þjófnað.
   Þarna sést byggðin upp í brekkunni. 
 



hjalt3

 

Við bjuggum í húsinnu efst til vinstri.
Ef báðar myndirnar eru skoðaðar má sjá að húsin á eyrinni eru þau sömu, bara tekin frá sitt hvoru sjónarhorninu.


Þið sem nenntuð svona langt Smile have a nice day.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband