Orkulaus.

Ég er orkulaus með öllu í dag. Bara svo endalaust þreytt.
Samt skín sólin. Þessi elska.
Eina sem ég hef fengið út úr því í morgunn er að átta mig á að stofugluggarnir sem Eiki þreif að utan í síðustu viku og ég að innan á fimmtudagskvöldið eru skítugir. 

Morguninn byrjaði klukkan 5:30 þegar við vöknuðum hálftíma of seint. Í stað þess að skutla Eika og strákunum í sama bíltúrnum, varð ég að keyra Eika fyrst, koma svo heim og smyrja nesti, (sem ég hefði getað gert í gærkvöldi, en nennti ekki) Vekja strumpana mína, sem voru voðalega fegnir að fá að lúra pínu lengur, finna íþróttadótið og handklæði (sem ég hefði bæðavei líka geta gert í gær) og koma þeim út í bíl og keyra í traffík til Blans.

Þvottafjallið (sem ég var ekki í stuði til að brjóta saman í gærkvöldi) var ekki horfið þegar ég kom inn í stofu í morgunn. Gremjulegt. En þegar strákarnir voru komnir á fætur byrjaði snarlega að minka í því þegar hinar ýmsu flíkur flugu í allar áttir.
Ég mátti hafa mig alla við að grípa sokka og peysur sem þutu yfir höfuðið á mér.
Ég skutlaði mér hvað eftir annað og skautaði á maganum yfir gólfið til að forða hreina þvottinum frá því að lenda á gólfinu.
Nú er ég búin að lufsast við að brjóta allt saman en dettur ekki til hugar að ganga frá honum.
Ætla að gera milljónustu tilraunina í dag til að fá karlmennina á heimilinu til að ganga frá sínum þvotti sjálfir.
Stundum dettur mér í hug að ég sé annaðhvort nautheimsk eða heimskulega þrjósk að nenna að standa í því. Nema bæði sé. Blush

Ég er búin að eyða miklum tíma í að horfa út í loftið og út um gluggann í morgunn. Held að ég eigi eftir að spjara mig fínt á elliheimili þegar þar að kemur.
Ég dáist í raun og veru að því hvað ég er dugleg til að fá tímann til að líða án þess að gera handtak, ekki allir með þennan stórkostlega hæfileika.

Ef ég væri "klofin" mundi ég segja við hina mig.
"Drullastu til að taka þig saman og gera eitthvað kona!"
Og hin ég mundi svara.
" Hey op yours. Ég er að skoða veðrið."
og ég við hina eða öfugt. -eins gott ég sé ekki klofin, löngu búin að tapa þræðinum hver er hvað-
"Það rennur ekki í þér blóðið, Það er skelfing að sjá þig hengslast svona. Taktu járn eða eitthvað."
"Get lost."
Vá... Þá er ég amk kosti búin að komast að því að ef ég klofna einhvertíma þá er voðin vís. Er bara ekki að finna út úr þessu.

Nú ætla ég að reyna að afreka það að ryksuga stofuna og upp stigann... Ef ég gleymi mér ekki við að leita að ryksugunni...

Guð veri með mér í dag Halo  Mojn, Hulla Pulla hreingerningaróða... not!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur R. H.

Er ekki bara gott að vera í nennekki degi svona annað slagið, það finnst mér Bara að láta þreytuna líða úr manni, sleppa að ryksuga gólf og veggi. Og svona mín reynsla af karlkyninu er að þeir kunna ekki að ganga frá fötunum sínum sjálfir, ég bara meina það, hef mikla reynslu af því að reyna að kenna þeim, en nei, saltaðu það í einhvern tíma mín kæra

Unnur R. H., 25.2.2008 kl. 10:15

2 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Það má vera löt það er bara allt í lagi annars á ég við þetta sama með þvottinn og enginn gengur frá nema ég geri það...eigðu góðan dag Hulla mín..

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 25.2.2008 kl. 12:45

3 identicon

hehe, ertu viss um ad tú sért ekki eitthvad pínulítid klofin

maja (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 14:16

4 identicon

Hef smá áhyggjur af þér mín kæra  heldurðu að þú sért ekki búin að vinna of lengi á elliheimili  bæði farinn að kljúfa sjálfann þig og hlakka til að sitja og glápa út um gluggann..

Eigðu góðann letidag

Linda (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband