Löt!

Mikið er ég ógeðslega löt að blogga þegar ég tek næturvaktir.
Er alltaf að hugsa um að blogga smá fyrir svefninn, en breyti því síðan í, þegar ég er búin að ná í strákana, svo verður ekki neitt úr neinu. Nema núna.

Á fimmtudaginn síðasta brunuðum við til Köben eftir vinnu. Mig og strákunum vantaði svo vegabréf, þannig að stefnan var tekin í sendiráðið snemma á föstudeginum.
Við erum svo heppin að hann Eiki okkar á gps eitthvað til að setja í tölvuna, og eftir því keyrðum við til Köben. Við höfum reyndar margoft keyrt þessa sömu leið án gps græja, enda ekki flókin leið, en allur er varinn góður.
Þarna sat ég með risa lapptölvu í fanginu og leiðbeindi Eika. Við villtumst. Ekki skrýtið, Eiki ók miklu hraðar en helvítis prógramið gerði ráð fyrir.
Eftir að hafa lokað prógraminu keyrðum við sem leið lá heim til Lindu.
Við villtumst líka á leið okkar í sendiráðið. Í fyrsta lagi vorum við með vitlausa addressu, sem er bara okkur að kenna, og í öðru lagi var þetta fjárans tæki að gera mig brjálaða.
Mjög sniðugt tæki ef maður er að keyra þar sem maður þekkir ekkert til, en ég er betur að fíla risa landa/götu kort, sem maður þarf að rýna í og brjóta fram og til baka til að botna í því.

Á Íslenska sendiráðinu var dásamlega tekið á móti okkur, þrátt fyrir 20 mínútna seinkunar af völdum gps tækis.
Vinnur minn þar, sá sem tók myndirnar og gekk frá öllu sagði mér meiri að segja að strákarnir væru ofsalega líkir mér. Fyrst hélt ég að hann væri að segja þetta til að fá mig til að brosa í myndavélina, ég fór að skellihlæja, en honum fannst þetta virkilega Smile 
Ótrúlega krúttlegur maður.

Svo notuðum við restina af fyrir hádeginu til að keyra (með bölvaða tækið) til Lyngby, það sem ég bjó stóran hluta af æsku minni... Eða það fannst mér þar til mér var sagt að það hefðu bara verið 3 mánuðir Blush  Jabb börn upplifa hluti á pínulítinn annan hátt en fullorðnir.
Fundum risastóra húsið sem ég átti heima í. Það er reyndar ekki risa stórt lengur, heldur pínku lítið. Ég fann líka göngustíginn þar sem Bogga systir datt á hausinn og blæddi út um allt. Fann tréið sem við týndum ávexti af á leið í skólann. Ótrúlegt hvað maður man.
Eftir hádegi fórum við Linda í 20 mínútur í IKEA og mig vantar eitt stykki þannig búð í Søndreborg eða Åbenrå sem fyrst. Þaðan í dýrabúðina í City2. Mjög nauðsynlegt þegar er farið á Sjálandið að koma þar við.
Þar fann ég afmælisgjöfina mína. Dásamlegur gári. Hvítur og grár og bara fallegasti fugl sem ég hef séð. Hann vill ég.
Við fórum svo á Rådhuspladset til að fá okkur KFC sem var búið að grafa sig fast á heilann á mér og ég vissi að ég mundi ekki losna við löngunina í djúsí kjúlla með slef góðu brúnu sósunni fyrr en ég væri búin að sökkva tönnunum í einn stökkan bita. Eiki vissi líka að þetta væri orðið þráhyggja hjá mér svo hann þagði bara og borgaði 400 kr fyrir þá allra verstu KFC bita sem ég hef á ævini smakkað. Þarna fer ég aldrei aftur. Staðurinn allur ógeðslega sóðalegur, sem ég var reyndar búin að sætta mig við í býttum fyrir kjúlla. Svo kom betlari að borðinu okkar og þá hvarf síðasta matarlystin. Ekki góð tilfinning að sitja og gúlla í sig mat þegar aðrir eiga ekki bót fyrir boruna á sér.
Ömurlegt, þar sem ég er frekar fátæk kona og hafði því miður ekki efni á að gefa þessari konu að borða. Áttum rétt fyrir yfir brúnna tilbaka svo það kom bara ekki til greina.Strákarnir létu svo langþráðan draum rætast og komu fram í sjónvarpinu. Stilltu sér upp fyrir framan glugga þar sem Afenshowet er tekið upp, með útsýni yfir Rådhuspladsen, og vonuðu að vélinni yrði beint að sér.
Þannig að þeir komu fram í ca 8 sek og eru enn í skýunum.
Um kvöldið setti Linda mín svo í mig permanett. Fínt að gera það svona í heimahúsum. Síðast fékk ég hvítvín hjá Stínu og núna rauðvín og osta hjá Lindu.
Við fórum svo í rúmið um hálf fjögur... Þetta tekur bara svakalegan tíma.
Upp um morgunninn til að hjálpa handleggsbrotna Ejlíf að bera út blöðin og svo að horfa á Soffíu á hestbaki.
Svo í Árbæjarsafn kaupmannahafnar, sem ég man ekki vel hvað heitir, og svo í kaffi til pabba hans Eika og svo heim.
Heim um hálf tíu og í vinnu klukkan ellefu. Pínu þreytt.

Í fyrradag um sex leitið byrjaði svo Kisa að láta undalega. S.s að fara að fæða. Typpikal þegar ég átti að fara að vinna. Ég sat samt hjá henni og klappaði henni þar til ég fór að vinna og Eiki fékk fyrirmæli um að vaka yfir henni ef hún mundi byrja að fá verki.
Kisa er á stærð við 8 mánaða kött og ég átti alveg von á að þetta yrði erfitt hjá henni.
Gúski lof gerðist ekkert um nóttina. Eiki fékk svefnfrið og Kisa ákvað að leggja sig hjá mér þegar ég skreið uppi um níu í gærmorgunn. Hún vakti mig svo um 12 og var þá komin með væga verki.
Klukkan 14 fæddist svo grár högni sem mjálmar og andar strax. LoL
Ég get nú ekki sagt að hann hafi komið áreynslulaust í heiminn, enda mamman smá. Kisi númer 2 kom svo klukkan 14:30 og .á fannst Kisu bara komið fínt og hætti.
3ji kom svo um 17 og sá síðasti kl 19. Langur tími en ekki eins erfið fæðing og ég átti von á.
Lilly er búin að koma og skoða ömmubörnin sín og finnst þeir ljóti og leiðinlegir. Svarta kisa finnst þeir svo ógurlegir að hann stökk á dyr og sást ekki aftur fyrr en 2 tímum seinna.
Núna bíður Misa eftir að fara í gang. Ég er nokkuð viss um að það gerist á morgunn eða hinn. Vona bara að hún sýni sömu tillitsemina og systir hennar og bíði eftir að ég komi heim úr vinnu.

Ég er búin að reikna út hvernig sumir skemmtu sér á brúðkaupsnóttina okkar Eika. Blush Dóninn í mér ríkur bara stundum upp úr öllu valdi. Gangi þér voða vel Rakel mín og auðvitað Ómar Smile

Verð að koma mér í sturtu fyrir nóttina.
Æðislegt að geta tæmt úr sér á netið.
Góða nótt á ykkur öll og takk fyrir öll innlitin og kvittin. Sumir mættu þó kvitta allavega stundum... Ha... Stínus! Bínus!! Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Steingerður Geirsdóttir

Til hamingju Hulla mín með nýjustu fjölskyldumeðlimina alltaf gaman að líta við á síðunni þinni. Þú segir svo lifandi frá,  það er ekki öllum gefið.

Knús til ykkar allra frá Ástu frænku í Hafnarfirði. 

Ásta Steingerður Geirsdóttir, 15.4.2008 kl. 20:50

2 identicon

Vona þið komið fljótlega aftur til mín,, yndislegt að hafa ykkur  

Hjúts knús til ykkar

Linda (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 21:13

3 identicon

Híhí, veit upp á mig sökina :S

Er rosa dugleg að lesa hjá þér en þegar kemur að kvitting.... Sorry skal reyna að bæta mig, lofa.. að reyna sem sagt :D

Er jafn léleg að kvitta og blogga ;)

En vá heldurðu að við náum að hittast eitthvað fyrir Belgiu/Hollandsferð :) Er barasta að verða langt síðan síðast ekki satt...

Love you min skat. 

Stína (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 08:20

4 identicon

Hvaða hvaða. Aldrei má maður ekki neitt....

Annars erum við Ómar gift þannig að við megum allveg bregða á leik hehe

Mátt senda mér hríðarstrauma nenni þessu ekki lengur

Hilsen frá bollunni í Áló

Rakel (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband