Morðtilraun við sólarupprás. Og lag :)

Mikið er nú alltaf dásamlegt þegar fólk gerir tilraun til að drepa mann svona í morgunnsárið.
Ég hlýt að vera gríðarlega eftirsótt og jafnvel bráðfeig, því það tekur mig ekki nema 7 mínútur að keyra frá Blans og hingað heim, ég keyrði aðeins á sveitavegum og ég mætti aðeins 2 bílum. Þeir (ökumennirnir) reyndu báðir að keyra mig niður. Ég held reyndar að það hafi verið óvart hjá fyrri bílmanninum, hann var a.m.k mjög ræfilslegur á svipinn. Kannski bara skömmustulegur að hafa ekki hitt. En hinn reyndi virkilega. Það var aðeins fyrir snilldar aksturlag mitt að mér tókst að renna Bleik mínum hálfa leiðina ofan í skurð og upp aftur, að ég slapp lifandi frá þessum djöfli. Samt var ég án gleraugna. Og mann helvítið sem notaði bæðavei allan veginn, vogaði sér að flauta mjög dónalega þegar hann sveif fram hjá á ljótu glæsikerrunni sinni.
En það er allt í lagi. Ég gerði mér lítið fyrir og lagði bölvun yfir hann! Devil
Þessi mannbjáni verður sem sagt með niðurkast í allan dag. Ég er meiri að segja að vonast til að honum verði svo brátt í brók að hann missi allt í buxurnar... fyrir framan konuna sem hann er alltaf að daðra við í vinnunni.
Djöfull verður það gott á hann Devil  Hann skal svo bara rétt reyna að kála mér aftur!

Annars er klikkað að keyra hérna um sveitina okkar núna.
Sólin skín og rapsblómin á mörkunum eru að byrja að blómstra. Það verður allt heiðgult hérna eftir ca 21 dag. Það er næstum því það fallegasta við vorin hérna.InLove

Þar sem hausinn á mér er ekki alveg að virka eins og hann á að gera þegar ég er búin að vinna alla nóttina, er ég að hugsa um að taka óléttu Misu mína með inn í rúm og reyna að sofa örlítið í hausinn á mér.

Varð að bæta uppáhalds myndbandinu mínu við... LoL

Góðan dag á ykkur öll.  W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja hver er duglegust núna ;)

Hjúkk sé lof að þú sért á lífi, sofðu rótt. 

Stína (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband