Guð og aðrir...guðar. OG Dr Hook

Ég fór í fermingarfræðslu vegna Atla Hauks í síðustu viku. Eða svona foreldra undirbúning...eitthvað.
Það  var fróðlegt.
Ég hef alltaf pælt svakalega mikið í Guði og á einn sem er sérstaklega góður.
Minn Guð er ekki hefnigjarn. Þó að ég misstígi mig eitthvað í þessu lífi, þá kem ég ekki til með að brenna í helvíti. Minn Guð er nefnilega ekki þannig hannaður.
Ef ég skíri ekki barnið mitt og það deyr, þá fer það heldur ekki til helvítis.
Þó ég mæti aldrei nokkur tíma í kirkju, þá er mínum guði slétt sama. Hann er voða sjaldan í kirkju sjálfur, og veit að þar sem ég er mjög upptekin kona, þá pressar hann ekkert á mig að eyða mínum frítíma í kirkjusókn.
Minn guð er ekki sáttur við þjófnað eða lygar, samt mundi hann ekki láta ógæfu í tonnavís hrynja yfir mig þó mér yrði á að segja ósatt eða stela undan skatti.
Og minn guð mundi svo sannarlega ekki detta það til hugar að "kanna" hversu trúuð ég væri með því að láta mig næstum fórna einu barnanna minna. Minn guð er nefnilega ekki kríp.
Mínum Guði er slétt sama um hvort fólk er svart eða hvítt, frá grænlandi eða Júgóslavíu. Kynvillt eða kynfundið. Honum er sama svo lengi sem fólk er hamingjusamt og særir ekki annað fólk.
Mínum Guði er ekki vel við peninga frekar en mér. Honum finnst peningar sú mesta vitleysa sem um getur. Það finnst mér líka. Enda sammála mínum Guði í næstum öllu.

Guðinn minn er ótrúlega mikill húmoristi, og þó að ég segi eitthvað svakalega fynndið, sem öðrum finnst ekki viðeigandi (sem skeður bæðavej ansi oft) þá hlær hann með mér og finnst ég bara dúlla, því hann nefnilega veit að ég er góð í gegn, og minn oft á tíðum sjúki húmor, meinlaus með öllu.

Ég má ákalla Guðinn minn þegar mér hentar... ó mæ god, þá veit hann að ég hugsa um hann stöðugt.
Honum er líka alveg nákvæmlega sama þó ég tali við framliðna, svo sem ömmu, afa eða tengdapabba ef mér vantar stuðning og hjálp NÚNA. Hann skilur mig bara svo vel.
Hann fyrirgefur mér líka ef ég geri eitthvað smá rangt, svo sem... eitthvað. Dettur ekkert í hug ræt náv.

Minn guð er bestur.
Mér finnst ég næstum því hrokafull að hafa gift mig í kirkju hjá lúterskum presti.
En minn Guð er búinn að sannfæra mig um að það breyti ekki baun.
Presturinn sjálfur sem gaf okkur saman, og lýsti því yfir að við Eiki værum eitt kjöt, er nefnilega ofboðslega mannlegur og veit að það var bara ekkert annað í boði fyrir mig og minn Guð, og Eika.

Ég er samt ofboðslega heilluð af kirkjum og kirkjugörðum. Finn fyrir ólýsanlegum friði þegar ég kem í kirkju og/eða garða. finn reyndar fyrir svipuðum frið og ró þegar ég kem í Nornabúðina til Jóu systur. Dásamlegur staður.

Ég trúi samt alveg á að Jesú hafi verið uppi fyrir 2000 árum, og verið brautryðjandi síns tíma. Án efa töff strákur, sé einhvern vegin alltaf fyrir mér Pál Rósinkrans þegar ég hugsa um Jesús.

Allavega...Atli ætlar að fermast.
Ég lét skýra hann. Hann var of ungur þá til að mótmæla.
Hann er of ungur núna til að vita hvort ferming sé virkilega það sem hann vill.
Það eina sem móðir hans getur gert í stöðunni, er að upplýsa hann hvernig vel uppaldir, kristnir drengir haga sér.

Dana fermdist 6. maí fyrir mörgum árum. Hún tók samt ekki ákvörðun fyrr en í byrjun apríl, sama ár.
Þá var hún búin að fara í fermingarfræðslu allt skólaárið og var orðin nokkuð viss um að þetta mundi henta henni. Hún sagði mér samt að hún væri ekki 100% viss. Og það gladdi mig. Ég vissi að hún væri að segja mér satt og það finnst mér eitt af því mikilvægasta í þessum heimi. Sannleikur.

Lena fermdist ekki. Hún segir það vera mér að kenna. Það er ábyggilega rétt hjá henni að vissu leiti.
Við vorum nýflutt hingað út. Hún var ekki búin að mæta í messur eða fermingarfræðslu heima.
Séra Kingó sagði að hann mundi ferma hana ef hún kæmi með skriflegt frá prestinum heima, að hún væri komin með svo og svo margar messur og búin að læra hitt og þetta. 
Þetta fékk hún. Presturinn heima LAUG, til að hún gæti fermst. Ég var ekki kát.
Það spilaði bara svo margt annað inn í. Við vorum nýflutt hingað út þekktum engan og ekki sála hefði komið til hennar í veislu. Ekki þarna. 
Við töluðum heillengi saman og komumst að þeirri niðurstöðu að það væri skynsamlegast að bíða með ferminguna í eitt ár. Ári seinna var Lena á allt annarri bylgjulengd.
Hún er sem sagt ófermd eins og mamma sín og ekkert verri fyrir því. Guðinum okkar er líka sama.

Atli minn fær litla notalega veislu.
Engin hvorki úr móður né föðurættinni hans koma.
En honum er sama. Hann veit að amma Lára kemur og allt fólkið hans Eika hérna úti. Þóra vinkona og Lars. Og hann veit að afi hans kemur sennilega í sumar.
Atli Haukur er nægjusamur og gerir sér grein fyrir því að stórri veislu fylgir mikið af gjöfum og peningum. Og þó að drengurinn sé afskaplega lélegur í stærðfræði, veit hann að hann kemur ekki til með að fá helminginn af því sem fermingarsystkini hans fá.
Móðir hans er stoltust af snáðanum, sem ætlar að láta skera hár sitt á morgunn, og fermast í íslenska þjóðbúningnum, ef pabbi hans verður búinn að senda hann í tíma.

Megi Guð (inn minn) vera með ykkur í kvöld.

Smá viðbót.
Bara varð... búin að vera á smá Dr Hook flippi... Enjoy InLove  Líkist Jesús???
Uppáhaldið mitt

Gott í bílinn :D



  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Gleðilegt sumat til þín Hulla mín og takk fyrir veturinn og frábært að heyra í þér aftur....sæt kisu fjölskyld hér í fæslu fyrir neðan.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 24.4.2008 kl. 19:10

2 identicon

Hlakka ekkert smá til að sjá Atla Hauk stuttklipptann.. verður örugglega rosaleg breyting. Gleymi aldrei þegar Eiki bað mig um að klippa bítlahárið sitt allveg stutt.. var nú ekki allveg til í það, enn V'A þvílík breyting og það klæddi honum 100 sinnum meirra. Er búin að ganga í gegnum þetta síða hárlúkk með báða strákana mína og verð að viðurkenna það að mér finnst þeim klæða miklu betra að vera stutthærðir,, enn fannst þeir eiga fullann rétt á að fá að prufa að hafa sítt ef þau vilja ( er samt happy að þeir vilja núna bara stutt)

Alltaf gott að eiga góðann guð sem styður mann í öllu,, hef samt oft pælt í þessari trú og finnst ég engu nær. samt er ég skírð og fermd og gift og skilin  Enn þegar ég er spurð á hvað ég trúi.. þá er svar mitt alltaf það sama " 'Eg trúi á sjálfa mig" 'Eg ber sjálf ábyrg á gjörðum mínum í einu og öllu og því finnst mér best að trúa á sjálfa mig  Enn ég efast ekki um það að það er gott að hafa einhverja trú til að styrkja sjálfan mann þegar maður þarf á því að halda..

Risa knús á ykkur fjölskylduna.. hlakka til að sjá ykkur eftir 8 daga

Linda (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 21:04

3 Smámynd: Unnur R. H.

Mér finnst guðinn þinn frábær, akkurat eins og hann á að vera Gleðilegt sumar og takk fyrir bloggvetur

Unnur R. H., 24.4.2008 kl. 21:22

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gleðilegt sumar

Frábær færsla hjá þér hér að ofan og góðar pælingar.

Við Billi vorum alveg að fíla myndböndin í ræmur

Knús og góða helgi

Guðrún Þorleifs, 25.4.2008 kl. 06:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband