Frú geðprúð.

Er ekki alltaf yndislegt að finna verki út um allt?
Finna að hausinn er sennilega 4 númerum of stór á hálsinn á þér, sem er by the way alltof langur og mjór.
Finna seyðing læðast út í hægri hendi og niður í hægri rasskinn og þaðan niður í löpp (hægri að sjálfsögðu)
Bara dásamleg tilfinning... Þá finnur maður svo vel að maður sé á lífi!
Þegar allar taugar frá haus og niður í alla útlimi (hægramegin ofkors) garga úr sársauka við hverja einustu litlu hreyfingu og/eða andardrátt, þá fer nú ekkert á milli mála að maður sé lifandi, annars mundi maður sennilega ekki finna neitt til.
Annars er ég sérlega geðprúð yfir þessu öllu saman.
Kveina og kvarta ekki mikið, en æpa þess í stað hérna inni, það bitnar þá hvorki á manni né börnum.
Búin að hakka í mig töflur og er ekki nærri því eins slæm og á mánudaginn og sunnudaginn, en stend bara í stað og er meiri að segja farin pínu til baka.
Og ef ég á að vera 100% hreinskilin þá er ég langt því frá að vera glöð.

Dásamlegt að koma þessu frá sér.

Knús á ykkur frá Hullu fýlupúka / geðprúðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Björk Magnús

   Elsku snúllan mín  

  Mikið vildi ég að hægt væri að galdra þetta út þér bara með það sama. Ég gæti vel hugsað mér að hafa slíkt í mér en það er bara ekki svo eins og stendur

   Takk fyrir allt í gær og fyrradag, og eins og ég hef sagt áður ég kæmist ekki af án þin snúllan mín svo farðu voða vel með þig og láttu þér batna sem allra allra fyrst.

   luv ya

Þóra Björk Magnús, 27.6.2008 kl. 08:17

2 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Æ hvað ég er fegin að þú ert lifandi, allavega hægra megin. 

Viltu að ég sendi þér eina lýsisflösku?

Knús og margir kossar

Elísabet Sigurðardóttir, 27.6.2008 kl. 08:25

3 Smámynd: Hulla Dan

 Nei takk Beta mín... sama og þegið. Nú ef svo ólíklega vill til að ég þjáist af D vítamínskorti, þá hef ég samband...

Takk sömuleiðis Þóra mín... Og já já, fer að sjálfsögðu vel með mig, kemst ekki upp með annað...

Hulla Dan, 27.6.2008 kl. 08:32

4 identicon

hæ-Hulla minn.gamann ad vita pu ekki læta pad bitna a mann ne børn.jette og tengdafødur pinn senda per astarkvedjur.

ejlif (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 13:58

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já thad er sannarlega gott ad ausa úr sér á blogginu sleppa adrir á medan segdu. En thetta gengur nú ekki ad vera svona "hálfur madur"... ekki er thetta bara vødvabólga???? nei fjandinn sjálfur...eitthvad meira er i gangi med svona verki.

Eigdu góda helgi og knus til thin

María Guðmundsdóttir, 27.6.2008 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband