Andskotans fikt alltaf...

Til hvers í fjandanum er fólk að fikta þetta alltaf hreint?
Og hvað ætla þeir svo að gera við þennan hraðal?
Ég geri mér fulla grein fyrir að ég er kona með takmarkað vit á hröðlum (ef það er þá beygt þannig) en ég get með engu móti skilið til hvers í fjandanum þeir eru að eiga við eitthvað svona.

Er ég yfir höfuð eitthvað að fara að borga reikninga á morgunn?
Er ég ekki bara að fara að sækja um visa og skutlast niður eftir til Spánar eða eitthvert?

Ég verð frekar fúl þegar ég les svona og uppgötva að það eru einhverjir menn út í heimi sem eru hreinlega með líf mitt/okkar í lúkunum!!
Ég á fullt af börnum og er bara ekki til í að taka þátt í einhverju svona rugli, enda er kannski ekkert í boði að ég sé eitthvað spurð um álit.

Já ég er fýlupúki.

Eigið góðan júlí mánuð Crying


mbl.is Ekki hætta á ragnarökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Helvítis peningaeyðsla og vitleysa og við erum undir þessa föndrara seld.

Hraðall hvað?

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.6.2008 kl. 20:10

2 identicon

Helvítis wright bræðurnir, með þetta helvítis fikt, hver veit hvort þessar flug maskínur þeirra drepi okkur öll ekki?!

Vitleysa...

Siggi (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 20:17

3 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Þvílík vitleysa að þetta geti valdið heimsendi.. svoleiðis gerist bara í vísindaskáldsögum.

Þessir menn eru búnir að reikna út nákvæmlega hvað gerist þegar þeir kveikja á þessu tæki.. þeir sem eru að gagnrýna eru ekki búnir að reikna neitt, þetta eru bara fræðilegar getgátur.

Þetta mál er svipað og 2000 vandinn, allt hugsandi fólk vissi að það var bara húmbúkk.. en það kom ekki í veg fyrir að Y2K væri blásið út í fjölmiðlum og heimsendaspámenn fóru hamförum.

Viðar Freyr Guðmundsson, 29.6.2008 kl. 20:18

4 Smámynd: Hulla Dan

Jenný: Nákvæmlega... Hraðall hvað?

Siggi: Þessar flugmaskínur eru alltaf að drepa böns af pípoli... Enda ætla þeir sennilega ekkert að fara að fljúga á þessum hraðli... eða hvað?

Viðar: Það ætla ég rétt að vona að þessir strumpar séu klárari í reikningi en sumir.
Ég er að gagnrýna og ekkert búin að reikna, enda rétt að heyra af þessu núna og ekki klár í reikningi... enda hef ég ekki guðmund um hvað ég ætti að reikna út.
Vona að þú hafir rétt fyrir þér og verði engin heimsendir, má bara eiginlega ekki við einhverju svoðeilis.

Sendi ykkur svo bara öllum og hana nú.

Hulla Dan, 29.6.2008 kl. 20:24

5 identicon

Hvaða hvaða... Ef í raun þetta er dómsdags maskína. (N.B. ég giska á ekki.) þá skiptir það engu máli. No one will ever know.

Ég hvet samt alla að fara í bónus og kaupa dósamat og fylla á sprengjuskýlin sín... ég ætla að gera það.

Fannar (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 20:26

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sammála öllum hér að ofan og þér auðvitað meðtaldri Hulla mín.  Djöfuls bull er þetta. 

Vonandi fer heilsan að skána hjá þér vinkona. 

Ía Jóhannsdóttir, 29.6.2008 kl. 20:27

7 identicon

... konur ... (geisp)

Jón Garðar (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 20:59

8 identicon

http://youtube.com/watch?v=fNvzb5ww0No

Mæli með þið horfið á þennan þátt, er í 5 pörtum. Þarna er útskýrt 6 Billjón dollara verkefnið.

Arnar (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 21:06

9 Smámynd: Hulla Dan

Fannar: No one will never know... Jú það er búið að setja þetta í moggan!
Ég á ekkert sprengjuskýli, bara ógeðslegan kjallara og hef ekki lyst á að húka þar með dósamat út nettó og kóngulóm...

Ía: Skil þig og er eiginlega líka bara sammála... Er samt stressuð yfir þessu öllu saman. Drulluhrædd við allt svona.
Og takk, vona líka að þetta fari að lagast

Jonny boy (Jón Garðar): Ég veit  Konur.... Hvar væri hitt kynið án konunar? hehe

Hulla Dan, 29.6.2008 kl. 21:07

10 Smámynd: Hulla Dan

Arnar: I will... Ef taugarnar leyfa...

Hulla Dan, 29.6.2008 kl. 21:09

11 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Er þetta ekki bara spennandi?? Ef það verður heimsendir þá þurfum við ekki að binda um skeinur..þá er þetta bara búið...margt getur gerst verra en það...ekki satt??

Hulla mín..þetta er bara spennandi tímar sem við lifum á...Mange hilsener

Rúna Guðfinnsdóttir, 29.6.2008 kl. 21:33

12 Smámynd: Sveitavargur

BECAUSE IT'S COOL!

Sveitavargur, 29.6.2008 kl. 21:57

13 identicon

nei nei þetta er mjög fínt spengjuskýli engar kóngulær þar. Fínustu Ora baunir og alles og jafnvel plás fyrir einn í viðbót blikk blikk .

Fannar (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 00:45

14 Smámynd: María Guðmundsdóttir

en hvad med mig??? ég á ekkert skýli og engan kjallara  nei før fanden bara,thar fór mánudagurinn fyrir litid 

eigdu gódan dag Hulla og hafdu thad gott,vona ad thú sért ad koma til

María Guðmundsdóttir, 30.6.2008 kl. 04:35

15 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Nýjar víddir væri gaman að sjá, en ekki alveg á kostnað jarðarinnar.  Vona að þetta sé bara enn ein ruglfréttin.

Sendi þér batastrauma elskan mín, ómögulegt að vera svona.

Knús og kossar

Elísabet Sigurðardóttir, 30.6.2008 kl. 09:23

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Mér finnst þetta bara frekar spennandi.

Helga Magnúsdóttir, 30.6.2008 kl. 11:20

17 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hvað segja Svartholsfræðingarnir okkar um þetta brölt?

Guðrún Þorleifs, 30.6.2008 kl. 11:41

18 identicon

Tjah, ef sólkerfið skreppur saman í fingurbjörg held ég það þurfi enginn að hafa áhyggjur af köngulóm eða dósamat.

Annars hef ég meiri áhyggjur af því að fá loftstein í augað en að þetta gerist.  Það er engin ástæða til að dissa þessa stærstu og eina merkilegustu vísindatilraun sögunnar.

Höddi (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 11:49

19 Smámynd: Hulla Dan

Takk þið öll... Greinilega spennufíklar með meiru

Skil bara engan veginn hvað þeir ætla sér með þessum hraðli.
Og belive you me Jón Grétar... Ég er með mjög brenglaða mynd af þessu öllu saman.
Sé þetta bara sem ógn við lífið.

Knús á ykkur...

Hulla Dan, 30.6.2008 kl. 16:16

20 Smámynd: Hulla Dan

Heyrðu, ég er að hugsa bara um að treysta þér og trúa. Nota samt sennilega ekki örbyldjuofninn minn í bráð
Vona innilega að ekkert gerist því þá get ég ekki sagt " Vissi þetta"

Skil samt ekki en, HVAÐ þeir ætla sér með þessu öllu... Ok auka þekkingu okkar... Á hverju??? Svartholum?

Heilinn í mér er ansi oft í fríi...

Hulla Dan, 30.6.2008 kl. 16:45

21 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Jamm, þeir eiga það til að skjótast í leyfi þegar verst stendur á..

Rúna Guðfinnsdóttir, 30.6.2008 kl. 16:50

22 Smámynd: Hulla Dan

Mér finnst nú töluvert nauðsynlegra að fæða hungraða... t.d í Eþjóðpíu, heldur en að velta því fyrir sér og eyða viðurstyggilegum upphæðum í að kanna afhverju hlutir hafa þyngd.
En konur forgangsraða líka öðruvísi en karlmenn (vísindamenn).

Ég er ekkert stórkostlega að fara á taugum lengur, en finnst þetta ennþá rosalegt bull.

Hulla Dan, 30.6.2008 kl. 18:08

23 Smámynd: Hulla Dan

Júbb ég er sammála þér... Auðvitað ætti að eyða peningum í allt annað en stríð, jafnvel til að tékka á afhverju hlutir hafa þyngd.
En kom on, er þetta ekki dálítið yfridrífandi?

Ef að þessi 30 lönd nota nú aftur svona smáupphæð til að senda í þróunarstörf hjá hungruðum heimum, þá ættur allir að geta orðið saddir fram að jólum

Hulla Dan, 30.6.2008 kl. 18:29

24 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

 "hættan á að hraðall valdi heimsendi sé um það bil einn á móti 50 milljónum."

þetta er ótrúlega asnaleg setning hvernig sem líkurnar eru og hvað sem gerist... eins og það sé alltaf verið að reikna út líkurnar á heimsenda..

"neeei í þessu tilviki eru líkurnar bara ...."

Guðríður Pétursdóttir, 30.6.2008 kl. 20:56

25 Smámynd: Hulla Dan

Stærri líkur en að ég vinni í lottói.
Samt reyni ég og læt mig dreyma... - um að vinna í lottói s.s-

Góða nótt á ykkur snúllur og strumpar...

Hulla Dan, 30.6.2008 kl. 21:25

26 Smámynd: Tiger

 Ómæ.. sé að þú ert búin að fá öll réttu svörin þarna uppi - eða svona næstum því, svo ég ætla bara ekkert að blanda mér í umræðuna - enda næsta víst að ég myndi örugglega frekar vinna milljón í lottó en lenda í heimsendi - eða myndi ég kannski frekar enda í heimsendi en að vinna einhvern tíman í lottó ... grrr!

Knús í kvöldið þitt Skvísa ...

Tiger, 30.6.2008 kl. 22:01

27 identicon

"Hvar væri hitt kynið án konunar?"

Ennþá í Eden.

Steini (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 22:27

28 identicon

Hæ langar endilega að blanda mér í þettað, þegar þið talið um svarthol eða hræðsluna við svarthol.

Slík svarthol eru allstaðar í kringum okkur, bara sem dæmi svona töskutuðrur sérstaklega þessar stóru, mæ ó mæ, allavegana dettur mér ekkert annað í hug þegar ég hef sett e-hvað í svona tösku og finn bara alls ekki aftur, og líka þegar ég tek mér til að hvolfa úr einni slíkri, ÓTRÚLEGUSTU löngu gleymdir hlutir koma í ljós.

Ef þettað er ekki svarthol þá veit ég ekki hvað, og unglingaherbergi mörg hver ótrúleg svarthol.

Iss ulla nú bara á svona vísindabras, nema þegar þau skila góðum og uppbyggilegum árangri sem máli skiptir, finnst þattað eiga meiri rétt á sér n stríðsrekstur.

Kv Bína

bína (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 23:57

29 identicon

hmms, er samt ekki aðal pointið með þessu að skoða og staðfesta tilveru hulduefnis og þar með að gera grein fyrir togkröftum sem ókunnur massi virðist hafa áhrif á. Þetta svartholsdæmi fór í smá sýru.

Geðveikt skrítið samt þegar vísindamenn komast að sameiginlegri niðurstöðu  allir eru sammála um eitthvað.... Nema einhver einn, allt í einu kemur einn gaur og segir þetta á eftir að drepa okkur öll, eitthvað sem er alveg ómögulegt. Mjög skrítið að manneskja sem hefur gengið í gengum margra ára skólagöngu til þess að verða loks doktor eða master í eðlisfræði setji svo fram einhverja tilgátu sem meikar engan sens. Manni grunar að þetta sé bara til að fá umtal og athygli. En mjög spes miða við alla vinnuna sem fór í að verða eðlisfræðingur...

Spes

N.B. búinn að koma fyrir heitum potti í skýlinu.

Fannar (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 03:11

30 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Mér finnst tetta bara spennandi og vil ekki hugsa of mikid ,Ef ,ef,ef.Tad er víst ekki neitt éf í tessu máli.....Takk fyrir öll svörin Jón Grétar.

Knús Hulla mín inn í gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 1.7.2008 kl. 05:23

31 Smámynd: Hulla Dan

Heitur pottur og Ora grænar baunir  Er hægt að hafa það huggulegra?

Hulla Dan, 1.7.2008 kl. 05:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband