Ì gamla daga

Um síðust helgi er ég búin að vera meira og minna uppi að taka herbergin hjá strumpunum mínum í gegn. Enda tím til kominn þar sem jólin nálgast nú á ógnarhraða og ég tel mig heppna ef ég næ að verða búin fyrir þann tíma.
Mitt í öllu fór ekki fram hjá mér að strákana og þá sérstaklega Atla Hauk vantar sár nauðsynlega hirslur. Þess vegna lá leið okkar í uppáhalds rauða kross búðina okkar eftir að hafa sótt strákana í skólann.
Þar inni fundnum við ekki neitt sem hug okkar girntist en Jóhann kom auga á býsna furðulegt tæki sem krafðist mikillar útskýringar af hendi Eika.
Tækið var "gamall" skífu sími.
Þar sem ég átti svona síma eftir að ég fór að búa get ég ekki með nokkru móti litið á þetta sem tæki frá "gömlum dögum".
Jóhann gat ekki með nokkru móti skilið hvernig þetta virkaði og ekki lagaðist það þegar við gengum út og Eiki sagði við mig.
"Hey Hulla sérðu vasadiskóið"
Jói: Hvað er vasadiskó?
Mamma: Það er svona tæki til að hlusta á músík.
Pabbi: Svona gamladags Ipod.
Jói: Og hvernig virkar það???
Mamma: Maður setti bara kassettu í og vholla.
Jói: Hvað er kassetta?
Þarna fannst Atla Hauk alveg tilvalið að láta ljós sitt skína.
Atli Haukur: Jói.... Altså... Það er svona risastór svartur diskur.!!!
Þetta vakti kátínu hjá foreldrunum, enda þarf ekki mikið til að gleðja gamla fólkið.
Við útskýrðum síðan fyrir litlu fáfróðu drengjunum okkar að kassettur litu gjarnan út eins og litlar vídeóspólur, því þrátt fyrir tískubylgjur dauðans sem hafa riðið okkur fram og til baka, þá eigum við eldgamalt vídeótæki og höfum alltaf gert.
Atli Haukur fann hjá sér óseðjandi þörf til að fræða bróður sinn en nánar og sagði honum frá hrikalega stórum svörtum kassa sem hægt væri að setja til þess gerðar kassettur í til að framkalla tónlist.
Stuttu seinna ákváðum við að fræða drengina um símboða. En þegar þeir heyrðu að hefðu ekki alltaf verið til gemsar, fannst þeim við frekar ótrúleg og umræðan var látin niður falla að svo stöddu.
Er maður gamall eða hvað???

Knús á ykkur öll og takk fyrir góða og falleg innlegg. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

nei,ekki gamall,heldur gerðist bara svo margt á stuttum tíma.. í tækninni sko. Er það ekki betri útskýring..?

Guðríður Pétursdóttir, 15.9.2008 kl. 16:45

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei eigi ertu gömul, þeir eru bara svo inn og sjaldan er talað um gömlu tímanna.
Mér finnist sniðugt að hafa einu sinni í mánuði svona spjallkvöld, og fræða unga fólkið um gamla daga.
knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.9.2008 kl. 17:55

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já thad er bara gaman ad fræda krakkana á hvad var ekki til á okkar unglingsárum  thótt manni lidi eins og øldungi á eftir...en alveg thess virdi fyrir svipbrigdin á theim " hva!! áttudi EKKI tølvu`?"  hvernig fórum vid ad bara án thess ad henda okkur fyrir bjørg...

knus og krammar til thin

María Guðmundsdóttir, 15.9.2008 kl. 19:03

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Tækninni hefur fleygt svo hratt fram að ef maður slakar á klónni í smástund er maður strax orðinn hálfgerð risaeðla.

Helga Magnúsdóttir, 15.9.2008 kl. 19:04

5 identicon

Bíði þeir bara þangað til afi og amma koma næst. þá geta þeir fengið fræðslu um síma með sveif og  grammófónplötur úr gleri - .  Okkur brá í heimsókn okkar á Árbæjarsafnið í sumar, hvað þar voru margir hlutir sem við höfum notað - Það er að vera gamall Hulla mín. Þú ert bara unglamb.

Kveðja og knús,

Ragna (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 19:14

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já stundum er gott að staldra við og fræða börnin okkar jafnvel þó okkur finnist það ekkert gamalt af því við erum svo ung í anda sem betur fer.

Ía Jóhannsdóttir, 15.9.2008 kl. 20:49

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Gamli tíminn var bara góður, ég er svo ótæknivædd eða þannig sko.

Kristín Gunnarsdóttir, 16.9.2008 kl. 07:13

8 Smámynd: Guðrún Þorleifs

GAMLA  Ótrúlegt að þekkja svona forngrip

Guðrún Þorleifs, 16.9.2008 kl. 08:40

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dúllan mín, ninni þig á að það eru BARA 99 dagar til jóla.

Byrjum að baka.

Takk fyrir skemmtilegan pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2008 kl. 09:51

10 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Tíminn lídur hratt.... á gervihnattaøøøøøld .... hahahahahahaha ótrúlegt hvad tíminn lídur. Ég sé ad thad er jafn frædandi ad fara í rauda kross búd med børnin eins og ad fara med thau á søfn.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 16.9.2008 kl. 23:16

11 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Við eigum skífusíma upp í skáp og einn daginn var hann tekinn fram er nýtísku þráðlausi síminn  bilaði.  Frændi minn, ca. 14 ára þá, var þá í heimsókn og þurfti að fá að hringja. Hann starði á skífusímann og potaði ofaní götin....hann vissi ekkert hvernig hann virkaði

Rúna Guðfinnsdóttir, 17.9.2008 kl. 08:53

12 Smámynd: Linda litla

ha ha ha frábær færsla hjá þér. Núna fíla ég mig líka gamla. Ég byrjaði að búa með skífusíma og ég átti líka vasadiskó.

En í guðanna bænum ekki segja þeim að það hafi einu sinni ekki verið sjónvarp á fimmtudögum, þá halda strákarnir að við séum fæddar á fornöld.

Knús í danaveldi.

Linda litla, 17.9.2008 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband