Nú og þegar.

Elliheimili árið 2008 

Starfsstúlka elliheimilisins gekk inn á stofuna og sá að gamla konan var komin upp í rúm og sofnuð.
Prjónadótið hennar lá snyrtilega ofan í fallegu bláu glerskálinni sem gamla konan hafði erft eftir móður sína.
'A náttborðinu suðaði í heyrnatækjunum sem gamla konan hafði gleymt að slökkva á og lágvær harmónikku tónlist leið frá útvarpinu sem stóð á fallegum eikar skenk.
Lítill plastbikar undan töflunum hennar stóð við vaskinn og stakk undarlega í stúf við gamlan bolla með handmáluðum gráum rósum á, sem gamla konan hafði notað til að drekka vatn úr með töflunum sínum.
Starfsstúlkan setti plast bikarinn upp í skáp við hliðina á kassanum sem lyf gömlu konunnar voru geymd í. Lykt af spritti lá ennþá í loftinu eftir að hjúkrunarkonan hafði hreinsað gamalt nuddsár sem gamla konan hafði átt erfitt með að losna við, eftir að hafa gengið í alltof þröngum skóm í mörg ár.
Hún leit í kringum sig í lítilli íbúðinni og renndi augunum yfir gamlar eikar og tekk mublur og velti fyrir sér hvort gamla konan hefði sjálf saumað púðana í gamla plusssófanum og heklað alla dúkana sem lágu á borðunum og undir myndum og öðrum skrautmunum í hillunum.
Svo læddist hún inn í svefnherbergið og slökkti á útvarpinu og opnaði heyrnartækin svo þau yrðu ekki batteríslaus morguninn eftir.
Hún leit á gömlu konuna þar sem hún lá friðsæl og andaði rólega.
Blúndan á kraganum á fallega munstruðum flónels náttkjólnum gægðist upp fyrir mjúka dúnsængina og fallega grátt hárið glansaði undarlega í birtunni af náttlampanum.
Þessi 93 ára gamla kona hafði átt erfitt líf og þurft að vinna hörðum höndum á býlinu sem þau hjónin höfðu átt, ásamt því að ala upp 4 börn. Mest allan fatnað saumað hún sjálf, allt brauð og kökur bakaði hún og hún hafði oft talað um hversu mikinn mun hún hafði fundið eftir að þau fengu sjálfvirku mjaltavélina, og hún þurfti ekki að handmjólka allar kýrnar sjálf.
Samt var þessi gamla kona svo nægjusöm og þakklát. Hún sagði starfsfólkinu oft hversu gott líf hún hefði átt og hvað hún væri þakklát fyrir það eitt að komast sjálf fram úr rúmi á morgnana.

Elliheimili árið 2040

Starfsstúlka elliheimilisins gekk inn á stofuna og sá að gamla konan var komin upp í rúm og sofnuð.
Tvö snafsglös, spil og póker peningar hafði verið tróðið ofan í bastkörfu sem stóð við gamalt hvítlútað IKEA furuborðið.
Ùr náttborðsskúffunni barst hávaði frá víbrator sem gamla konan hafði gleymt að slökkva á og lágvær rap tónlist barst frá ipodi hennar sem hafði dottið úr eyrum á henni og lá nú á koddanum.
Lítil kvenleg pípa stóð við vaskinn en úr henni reykti sú gamla maríjúana þrisvar sinnum á dag í staðinn fyrir að belgja sig út af pillum.
Starfsstúlkan sló úr pípunni og setti hana upp í skáp við hliðina á sígarettukartoninu sem sú gamla var nýlega byrjuð á.  Graftrarykt lá í loftinu en sú gamla hafði fengið sýkingu í naflalokkinn en harðneitaði að taka hann úr. 
Hún leit í kringum sig í lítilli íbúðinni og renndi augunum yfir gömul plast og furu húsgögn sem höfðu ábyggilega verið keypt í Rúmfatalagernum og í IKEA fyrir mörgum árum síðan.
Hún velti fyrir sér hvort sú gamla hefði sjálf valið púðana í slitnum gervileðursófanum, eða hvort hún hefði pantað þá úr einhverri netverslun.
Svo læddist hún inn í svefnherbergið og slökkti á ipodinum. Hún slökkti líka á víbratornum svo hann yrði ekki batteríslaus daginn eftir og til að losna við hávaðan sem hann olli einn ofan í skúffu.
Hún leit á gömlu konuna þar sem hún lá friðsæl og hraut rösklega.
Gamall handleggurinn lá ber ofan á sænginni því sú gamla harðneitaði að sofa í náttfötum eða neinu öðru en topp og G-streng, og hrukkótt húðflúr af svartri rós blasti við starfsstúlkunni. Hún breiddi þunna políester sængina betur yfir þá gömlu og velti fyrir sér hvort ökklabandið sem hún var með væri 8 eða 12 karöt. Rauði liturinn var að vaxa úr hári hennar og grá hársrótin sýndist meiri í bjarmanum frá lapp tölvunni sem stóð á náttborðinu.
Þessi 72 ára gamla kona hafði átt afskaplega erfitt líf að eigin sögn. Með manni númer 3 hafði hún eignast eitt barn og þurft að berjast fyrir því í 2 löng ár að fá uppþvottavél. Manninum hennar hafði ekki þótt það nauðsynlegt þar sem þau voru með heimilishjálp 2svar í viku.
Þau höfðu átt fallegt einbýlishús og 2 bíla og þurftu bæði að vinna úti til að fjármagna ýmis nauðsynleg kaup. Fatnaður var dýr á þessum árum og stöðugt nýjar merkjavörur að líta dagsinsljós.  Sú gamla talaði oft um þegar hún eignaðist sína fyrstu róbóta ryksugu. Þvílíkur munur að þurfa ekki að labba um 200 fermetra húsið með gömul ryksuguna.
Samt var þessi gamla kona sífellt þakklát og þakkaði á hverjum degi fyrir flotta rafknúna hjólastólinn sinn og konuna sem kom mánaðarlega til að viðhalda löngum gervinöglunum hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 23.9.2008 kl. 12:42

2 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

já það er hættan á þessu...en ég held að okkar kynslóð sé nú ekki svona slæm...en 2055 þá verður gamli tíminn alveg farinn....en afhverju var sú vanþakkláta bara 72 en hin 93? Fer þetta seinna líf verr með fólk þegar upp er staðið:)

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 23.9.2008 kl. 12:53

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

OMG þú ert fyndin

Takk fyri mig.

Sé þig á eftir

Guðrún Þorleifs, 23.9.2008 kl. 13:06

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert góð í að segja sögu.

Báðar frábærar en ég kann öllu betur við þessa fyrri.

Krútt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2008 kl. 14:16

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já frábær frásagnarhæfileiki Hulla, veistu,fyrri sagan bara eins og úr minu hjarta ..thegar madur var í hjemmeplejen..upplifdi svona moment hægri vinstri..en yfirleitt fyrri part dags yndislegt ad koma inná svona heimili, bara fylltist lotningu einhvern veginn.

En sú seinni...bara fyndin á sinn hátt  en æ,ég vona nú ad thad verdi ekki alveg svona kannski...

hafdu gódan dag, knus til thin

María Guðmundsdóttir, 23.9.2008 kl. 14:21

6 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þú ert góð þegar þú ert í stuði...

Mér fannst nú seinna dæmið fyndnara...en ég væri nú alveg til í að reykja  gott stöff þegar aldurinn færist yfir mig

Rúna Guðfinnsdóttir, 23.9.2008 kl. 14:38

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Frábær lesning en mér líkaði betur sú fyrri, þú ert æði

Kristín Gunnarsdóttir, 23.9.2008 kl. 14:46

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Er farin að fá mér hring í naflann og nefið og svo sem eins og eitt tattú svo ég verði ekki alveg rosalega lummó á DAS.

Helga Magnúsdóttir, 23.9.2008 kl. 16:36

9 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég hef lofað sjálfri mér því að fá tattoo fyrir fimmtugt

Ég er vön að standa við það sem ég ákveð!

Rúna Guðfinnsdóttir, 23.9.2008 kl. 16:43

10 identicon

Úff mætti ég byðja um 2008 takk fyrir þegar minn tími kemur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 19:26

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

  Góð í dag heheheh.... 

Ía Jóhannsdóttir, 23.9.2008 kl. 21:20

12 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tetta er frábær pistill hjá tér.Skemmti mér mikid vid ad lesa ...

KNús á tig

Gudrún Hauksdótttir, 24.9.2008 kl. 11:10

13 Smámynd: Gísli Torfi

fyrir svona mánuði þá var ég að keyra framhjá Hrafnistu og var einmitt hugsað til þess hvernig þetta yrði þegar ég myndi mæta á svæðið.. alltaf að hlusta á Sálina Hans Jóns Míns og Gun'S & Roses ...

Held að maður fari bara aldrei á svona hæli.... fínt að vera bara á BaHamas

Gísli Torfi, 24.9.2008 kl. 15:44

14 identicon

Veistu Hullan mín ég hef nefnilega oft hugsað um þettað og svo oft að ég er bara farin að hlakka til að fara á svona stofnun eftir mööörrrg ár.

Ég held nefnilega að það verði bara gaman á td. kvöldvökunum hvað þá dansæfingunum, þar sem skífunum verður þeytt og skratsað langt fram að kvöldmat.

Þá munu kalmennirnir að sjálfsögðu taka luftgítar og rokka feitt eða breika, og við kvennsurnar dansa eins og Beyonce Knowles með sílikon tútturnar í yfirstærð gat í nafla, bótox, strekktar og fínar og að sjálfsögðu erum við flest með tattoo.

Haldið ekki það verði fjör???  Hlakka til ); )

Bína (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 19:48

15 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

geggjað, og seinni konan heitir Tinna Líf eða Tanja Sól eða einhverju nafni sem passar einungis á 5 ára krakka

Guðríður Pétursdóttir, 2.10.2008 kl. 10:06

16 identicon

Eg vissi ekki ad thu hefdir thetta i ther. Vel gert!

Eva (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband