Matarboð.

Í gærkvöldi var okkur boðið í mat til hans Lars hérna hinu megin við götuna.
Við ákváðum að treysta Júlla og Jóa til að vera einum heima á meðan við skruppum yfir. Þeir eru líka 12 og 9 og ekki meira en 20 metrar til Lars svo við vorum hér um bil áhyggjulaus þegar við röltum yfir.
Jói spurði hvort við ætluðum virkilega ekki að taka bílinn og ég er enn að reyna að átta mig á hvort hann var að hæðast að okkur eða hvort honum var alvara.

Þetta er í fyrsta sinn sem hann Lars býður okkur í mat og í fyrsta sinn sem við hittum vini hans.
Það voru komin tvenn hjón á undan okkur. Ég rauk náttúrulega á línuna og heilsaði og sagði öllum hvað ég héti. Minnug um hvað ég gerði mig af miklu fífli í julefrokostnum sem við héldum í vinnunni um daginn. Meira um það síðar. Þannig gerir maður bara í Danmörku. Allir að heilsast og allt eitthvað voðalega hátíðlegt. Held meiri að segja að ég hafi móðgað Lars þegar ég spurði hvort ég ætti að hjálpa honum með eitthvað.
Nohhh. Fyrst fengum við fyrirmat drykk. Hef ekki grænan grun um hvort það var áfengi eða bara djús sem við vorum að drekka, en það voru klakar í og það bjargaði öllu.

Áður en við fengum drykkinn var fólk farið að reyna að tala saman og brjóta ísinn smá. En alltaf voru svona vandræðalegar þagnir inn á milli. Alveg þar til einn kall með mikinn maga og Hitlersskegg ákvað að redda málunum og hressa aðeins upp á mannskapinn. Hann fór að segja okkur frá því þegar konan hans dó!!!
Ég er ekki að grínast en ég var næstum því farin að hágráta. Við fengum nákvæmlega að vita allt sem gerðist á heimili hans þessa 13 daga frá því konan hans greindist með blóðtappa í ökkla og hvernig hann skreið upp eftir líkamanum hennar og þar til hann gerði útaf við hana á svefnherbergisgólfinu fyrir framan dóttur þeirra og hvernig hann tilgangslaust reyndi að halda lífi í konunni sinni. Bara svakaleg frásögn.

Loksins var matur og það var líka voðalega hátíðlegt. Allir stóðu bak við stólana sína þar til okkur var boðið að setjast.
Í forrétt var eitthvað fiskidæmi, rosalega gott. Hörpuskel þar á meðal og allt algjört jammý. Með forréttinum var boðið uppá hvítvín.
Svo kom aðalrétturinn. Það var dádýr sem mér skildist að hafi andast hérna út á akri hjá okkur. Það var jafn vont og fiskirétturinn var góður. Eina sem mér fannst gott við aðalréttinn var gulræturnar og baunabelgirnir. En þar sem ég er gríðarlega kurteis stúlka át ég allt af disknum og strauk kviðinn og stundi af uppgerðar ánægju. Lars varð voða glaður. Já og með þessu var boðið upp á suður Afrískt rauðvín.
Svo var eftirréttur. Ísterta (og þarna át ég og stundi uppgerðarlaust) með henni bauð kallinn upp á púrtvín. Þar sagði ég nei takk og hélt mér við rauðvínið afríska.
Svo var kaffi, smákökur og súkkulaði borið fram ásamt koníaki og whiskýi. Ég sat hjá þar líka. Fékk reyndar kaffi og hefði hæglega getað raðað í mig súkkulaði en sat á mér.
Ótrúlegt en það sá ekki vín á manni, nema þá helst Eika :)
Það eina sem mér fannst skrítið við þetta matarboð var að það ekkert sungið. Danir eru mjög söngelskir og syngja við öll tækifæri, en ekki þarna. Mig grunar að Lars sé kominn með upp í kok við að hlusta á okkur Eika á sumrin, þegar við sitjum út í garði langt fram eftir og spilum og syngjum.
Hann hefur sennilega beðið fólk að sýna sér nærgætni og láta það vera að syngja. Hann vill kannski slappa af og reyna að gleyma á veturna.

Við röltum yfir um hálf eitt og Eiki minn lýsti leiðina (til himna) með nýja ferlega flotta vasaljósinu sínu. Ótrúlegt hvað geislinn lýsir langt upp í loftið.

Jóinn okkar steinsvaf í sófanum og sjónvarpið var ennþá í gangi.
Júlíus var hinsvegar "glað"vakandi og tjáði okkur það að hann gæti ekki bara farið að sofa þegar hann væri að passa. Sofnaði held ég á leiðinni upp.

Í dag er svo dagurinn sem ég ætlaði að klára að þrífa fyrir jólin svo ég gæti farið að baka. Núna korter í 4 er ég nákvæmlega búin að gera mest lítið. Náði þó að strauja vinnu kirtlana mína og .... já og er nú að blogga.
Kannski nenni ég einhverju á morgunn :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtilega færsla, ég var þarna með í anda smástund.  Vertu nú duglega að baka, ekki geri ég neitt !hafðu það gott elskan.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 16:51

2 Smámynd: Hugarfluga

Guð, ég sprakk úr hlátri yfir lýsingunni á því þegar maðurinn var að segja frá dauða konunnar sinnar ... þó það sé auðvitað síður en svo fyndið.  Ég bara misskildi "aðeins" þegar þú lýstir því hvernig hann skreið uppeftir líkamanum á henni og gerði útaf við hana á svefnherbergisgólfinu.  Ég hélt að þú værir að tala um manninn ... ekki blóðtappann!   Herre Gud!

Hugarfluga, 6.12.2008 kl. 17:12

3 identicon

hehe, tú ert alltaf ad lenda í einhverju skondnu hérna í danaveldinu...knús hédan

maja (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 18:18

4 identicon

Ég sem hélt líka að Danir væru þeir allra hressustu þegar samkvæmi væru annars vegar. Sorglega saga gestsins um dauða konunnar hans er nú að taka á sig mun skemmtilegri mynd. Ég hló a.m.k. að þessari sorgarsögu þegar ég las um það hvernig Hugarflugan skildi atburðarrásina. Þetta verður orðin hin allra skemmtilegasta saga þegar hún verður búin að fara nokkrar umferðir. Það fylgir ekki sögunnii þinni hvort Lars eldaði þetta allt sjálfur og heldur ekki hvað dádýrið var búið að liggja lengi á akrinum hans þegar það fannst.
Þrátt fyrir allt þá bið ég fyrir góðar kveðjur til hans Lars, það var gaman að spjalla við hann í brúðkaupinu ykkar.

Ykkur sendi ég svo margfalt knús og góðar kveðjur,

Ragna (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 18:53

5 Smámynd: Hulla Dan

Ásdís: Þú ert alltaf velkomin að vera með okkur í anda

Fluga: Þetta var ekki alveg sagan sem maður segir til að gleðja mannskapinn. 
           Það má hlægja að öllu eftir á

Mæja: Já er þetta bara ég? Hihihi knús á móti.

Ragna: Þetta var mjög hresst partý, eftir að fólk var búið að ná sér eftir þessa sorglegu sögu. Lars eldaði allt sjálfur og ég hjálpaði honum að setja í uppþvottavélina. Duglegi Íslendingurinn hihihi.
Ég hef ekki hugmynd um hvað dýrið var búið að vera dautt lengi en mér skylst að það hafi ekki dáið úr elli.
Skila kveðjunni og er nokkuð viss um að honum hlakki til að sjá ykkur aftur.

Hulla Dan, 6.12.2008 kl. 19:07

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

danir kunna ofyast að skemmta sér, og ég held að ég hafi sjaldan upplifað þagnir ó partýum. þeir tala svo ,ikið !!!

Kærleiksknús

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 19:22

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er í kasti út af dauðasögunni.  Þvílíkur stemmari í boðinu. GARG.

Ég hélt eins og Fluva að maðurinn hafi skriðið upp eftir konunni á meðan hún andaðist.

Takk fyrir þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.12.2008 kl. 21:15

8 Smámynd: Líney

 sé þig alveg fyrir mér En hvar er hin sagan úr julefrokostnum?

Líney, 6.12.2008 kl. 21:38

9 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 6.12.2008 kl. 21:44

10 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Roðn... Hélt  að karl hefði verið að segja frá síðustu uppáferð sinni. OMG. Getur þú SKRIFAÐ skýrar. 

Að lenda í því sem aldrei hefur gerst áður og mun ekki gerast aftur er það sem sameinar okkur. Þú veist að ég var næstum dáin í gær, þegar hornið úr hornlausa glervasanum sprakk út úr vasanum og í mig. Nánast á kaf. En þar sem ég er með massaða hliðarvöðva lentu glerbrotin á gólfinu, Ó, já.

Varðandi söngleysið í veislunni sé ég bara eina sýringu. Lars nabo hefur í invitasionen sagt sínum dönsku gestum að hefja ekki upp sínar raustn, því á svæðið mundu mæta íslenskir snillingar.
Skil vel að Jói hafi ekki sofið með þessa gríðarlegu ábyrgð á sínum herðum, var Atli tíndur? 

Smákökubakstur? Er ekki hægt að kaupa þessa lykt á brúsum?

Mikið er ég fegin að Eiki ver með svona gott vasaljós til að lýsa ykkur þessa löngu leið til ykkar heima. 

Að endingu, þú ert ekki búin að svara spurningu minna á fésinu.

Knús á þig

PS.

Ef ég bíð ykkur í mat einhvertímann, viljið þið þá endilega syngja?
Bara að spá, því ef það er viljinn, þá verð ég auðvitað að tala við Boris Violenski og ting ta´r tid.

Guðrún Þorleifs, 6.12.2008 kl. 23:35

11 identicon

´Hæ Hulla mín!  Ég er hjá ömmu Dönu og afa Lárusi, í dag fórum við að sjá þegar var verið að kveikja á jólatréinu hérna niðri í bæ, svo borðuðum við á veitingastað. Við afi erum búin að ganga mikið og skoða margt en við amma höfum bakað helling og skreitt kökuhús.  Bið að heilsa strákapjökkunum og Eika, kær kveðja ykkar Leonóra.

Leonóra (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 00:14

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheh skemmtileg færsla.  Ég skildi alveg þetta með blóðtappann, hvað er að stelpunum hér að ofan uppá hvað?............heheheh..

Ía Jóhannsdóttir, 7.12.2008 kl. 09:52

13 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 ómægod, thú kannt svo sannarlega ad segja frá kona!! 

sama sagan hérna megin..er ad visu komin med bladsidu med uppskriftum ad smákøkum...og tuskurnar stand bæ hele tiden bara...en litid sked ennthá...en vonandi kemur thad einn gódan vedurdag..

hafdu gódan sunnudag Hulla

María Guðmundsdóttir, 7.12.2008 kl. 13:29

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta hefur verið glæsilegt boð. Vonandi verður ykkur boðið aftur.

Helga Magnúsdóttir, 7.12.2008 kl. 19:47

15 identicon

Blessuð farðu nú að hætta þessu jólabrasi,þú lætur eins og ég lét forðum.  Í þá gömlu, slæmu daga var enginn maður með mönnum , eða  kannski væri réttara að segja kona með konum ,nema að hún bakaði minnst níu sortir, að  laufabrauðinu ótöldu.  Seinna komu svo kökuhúsin og eftir að hafa þrifið út í öll horn var maður orðin úrvinda.  Í dag hef ég þetta öðruvísi og samt koma jólin eins og ekkert sé.  Annars er búið að vera heldur betur gaman hérna hjá okkur, Leonóra hefur séð fyrir því, hún er sannarlega gleðigjafi þetta barn.  Ég fór til lungnasérfræðings á dögunum, það væri varla í frásögu færandi ef hann hefði ekki spurt mig að því hvort ég notaði mikið reykelsi.  Ég svaraði eins og rétt er að það væri aldrei notað slíkt á heimilinu, en notarðu mikið af kertum? Nei fremur sjaldan svara ég, en ertu með opinn eld t.d, arinn. Svona hélt hann áfram og ég varð að viðurkenna að í sumarbústaðnum væri arinn. Hættu að nota hann og notaðu kerti sem minnst,  þetta er óhollt efni, hefðurðu trúað þessu? Ég held að betri nágranna en Lars hefðuð þið í fjölskyldunni ekki getað fengið.  Ég er lítið hrifin af veiðum sérstaklega þegar börn eiga í hlut. Veiðar úti á engjum finnst mér að ætti að banna. Ég á afskaplega bágt með sjálfa mig þegar ég sé myndir í dagblöðum af fólki sem hefur það áhugamál að elta uppi dýr og drepa. Hvað sem því líður hættu þessu jólabrasi Hulla mín.  Kveðja frá Lása og  mér til ykkar allra.  Þín mamma.

Mama (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 23:32

16 Smámynd: Tiger

  Bara svakalega skemmtileg færsla hjá þér. Maður bara lifir sig inn í matarboðið og það var bara töff. Greinilega gaman þarna - þrátt fyrir ístrubelg sem reyndi að græta ykkur öll ...

Knús og kram á ykkur í aðventuna ... hafið það ljúft!

Tiger, 8.12.2008 kl. 17:05

17 identicon

Hæ, hæ aftur Hulla mín.  Ég verð að biðja þig um að gera mér stóran greiða .  Viltu vera svo góð að taka mynd af Skyrgámi (Skyrjarmi) eins og hann var kallaður áður, aðra mynd af krökkunum og þér hjá karlanganum og þriðju myndina af karlinum og Dönu Maríu. Þetta þarf að gerast núna um jólin vegna þess að ég er búin að lofa að skrifa grein í blað um gripinn.  Það virðist enginn kannast við karlinn né vita hvaðan hann er uppruninn. Með öðrum orðum sennilega er þetta stórmerkilegur gripur. Það er ekki mikið að frétta héðan síðan í gær, það ríkir almenn sorg í KEFLAVIK eða Reykjanesbæ vegna andláts Rúnars Júlíussonar sem vonlegt er, svo vinsæll sem þessi ágæti maður var. Kreppan svokallaða hefur að vonum komið illa við ýmsa eða eins og nóbelsskáldið okkar sagði í einni af sínum stórkostlegu bókum, "þann vetur var lítið af ást og lítið af peningum". Ég er búin að komast að því að ég hata sparnaðarperur, Lási er duglegur að setja þær í ljósastæðin hingað og þangað og nú síðast í lampann fyrir ofan tölvuna. Þetta er andstyggilegt ljót og gul birta af þessu, þarf að ræða við kall um þetta. Ég er að lesa ljóð Guðmundar Böðvarssonar þessa dagana og eina ferðina enn Friðþjófssögu Esaíasar Tegnérs því mér finnst ég aldrei skilja hana nægilega vel.Passíusálmarnir liggja á náttborðinu eina ferðina enn, ég er alls ekki sammála þeim sem finnst þeir vera besti skáldskapur okkar Sumt finnst mér vera stirt og heldur stirfið, ekki veit ég hvað sagt yrði í dag um þetta júðatal sem þarna er, en grunar að það færi fyrir brjóstið á einhverjum. Ertu farin að lesa einhverjar góðar danskar bókmenntir? Ég gæti sent þér lista ef þú vildir. Bless í bili og bestu kveðjur,þín mamma.

Mamma (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband