Stolt af þeim!

Þegar ég sá þessa frétt varð ég í fyrsta sinn í dálítið langan tíma virkilega stolt af því að vera Íslendingur. Í leiðinni skammaðist ég mín, en þá aðallega fyrir að hafa minna vit á þessu öllu saman en krakkar sem eru á aldur við mín börn og aðeins eldri.
Skammaðist mín fyrir það, að á meðan "krakkarnir" (Sem eru eiginlega ekki krakkar lengur) standa í svona aðgerðum og vilja með hug og hjarta losa íslensku þjóðina við þessi ósköp sem hafa dunið á síðustu mánuði. Losa komandi kynslóðir við kreppu tímabil og vilja allt gera til þess að þeirra börn og barnabörn erfi gott og farsælt land, situr fullorðið fólk, foreldra þessarar kynslóðar heima hjá sér án þess að aðhafast nokkuð annað en að rausa. Ég er ein af þessum sem rausa án þess að hafa sett mig nógu vel inn í hlutina, en það þarf nú heldur engan sérfræðing til að sjá að spillingin og valdaníðslan er þvílík.
Og þetta eru rausararnir bara tilbúnir að láta yfir sig ganga.

Friðsamlegar aðgerðir eru alltaf bestar. Ég held að allir geti verið sammála um það.
Þær bara virka sára sjaldan.
Þá þarf að gríp til róttækrar aðgerða og vona að þær virki betur.

Ég er ekki auli og geri mér fulla grein fyrir að sennilega verð ég ekki vinsæl fyrir þessi skrif, en mér er fokking sama.

Svo ætla ég að bæta við í lokin (því ég er komin í ham) að fyrir ykkur sem ekki vitið þá er hann Haukur bónusfána flaggari ekki bara með hrikalega góðan húmor, heldur er hann sá heilsteyptasti einstaklingur sem ég hef nokkru sinni kynnst.
Ég hef aldrei kynnst manni sem elskar landið sitt jafn mikið og Haukur gerir, og hann er til í að gera hvað sem er, til að hans börn og komandi kynslóðir þurfi ekki að ganga í gegnum helvíti, bara af því að nokkrir einstaklingar höguðu því þannig að íslenska þjóðin er svo til á hausnum.
Hann er vel gefinn einstaklingur og ég er stolt af að vera móðursystir hans.

Eigið svo góðan dag og styðjið ungmennin okkar frekar en að sitja heima og skrifa niðrandi færslur um þau á bloggin ykkar.

Elska flest ykkar í tætlur.


mbl.is Vilja ríkisstjórnina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kæra vinkona, vona að ég sé inni í "flestum" þó ég hafi mínar skoðanir á þessum mótmælum. Vildi láta þig vita að ég kemst ekki í bæinn á morgun, húsbandið veiktist við heimkomu svo það verður engin bæjarferð, en ég stefni á helgina og ætla þá að hitta þig með gjöfina þína.  Verð í bandi

Ásdís Sigurðardóttir, 9.12.2008 kl. 12:59

2 Smámynd: Rannveig H

Kvitta undir hvert einasta orð hjá þér.skrifað sjálf blogg sem samt er ekki nærri eins gott og hjá þér

Rannveig H, 9.12.2008 kl. 13:07

3 identicon

Guðirnir blessi þessi ungmenni, vonandi fer eitthvað að hreyfast í þessu spillingarhreiðri áður en þetta þróast í blóðuga styrjöld - ríkið er þegar í þögulu þrælastríði við almenning - svona öfugu þrælastríði - vill breyta okkur í þræla til frambúðar.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 13:08

4 Smámynd: Hulla Dan

Já vertu í bandi  Héddna... Ásdís.... Ég bý í Danmörku  og leitt með husbandið þitt.. Skifaðiru kannski inn á vitlausa síðu???

Hulla Dan, 9.12.2008 kl. 13:09

5 identicon

Mjög sérstakt að Haukur elski landið sitt svo mikið að hann nái því ekki að í landinu gilda lög og reglur. Að til séu hugtök eins og eignarréttur, friðhelgi og skemmdarverk. Það er nú ekki af ástæðulausu að textinn ,,Med lov skal man land bygge" standi á Københavns Byret og að setningin ,,Með lögum skal land byggja" sé á einkennismerki lögreglunnar.

Það er nefnilega svo að Haukur er að vinna sinni heitt elskuðu þjóð lítla ást með aðgerðum síðum. En fyrst hann er svona heilsteyptur náungi og klár (sem ég ætla ekki að draga í efa) þá ætla ég að biðja þig að koma því á framfæri til hans að hann lesi Njáls sögu þar stendur nefnilega þessi fleyga lína í heild sinni ,,Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða" sem lýsir aðgerðum hans og annarra gríðarlega vel.

Það að hrækja framan í lögregluna er lögbrot og að sama skapi að fylgja ekki fyrirmælum hennar um það er skýrt kveðið í lögum. Ef hann vill hinsvegar gera athugasemd eða breytingu við að svo sé þá er eðlilegast að hann og honum líkir líkt og þeir sem mættu á þessi mótmæli geri það málefnalega. Það er hægt að gera það með því að bjóða sig t.d. fram til næstu Alþingiskosninga og taka málin í ,,sínar hendur" á eðllega og löglegan hátt.

Guðjón Már (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 13:29

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ sorrý Hulla mín, var með Jyderupdrottninguna í huga   kær kveðja til þín

Ásdís Sigurðardóttir, 9.12.2008 kl. 13:34

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ég er þér bara svo sammála Hulla mín, góður pistill hjá þér. Kærleikur til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 9.12.2008 kl. 13:52

8 Smámynd: Hulla Dan

Samála þér Guðjón.
Það ER sérstakt hvað Haukur elskar landið sitt mikið.
Hann er búinn að lesa Njálssögu ásamt öðrum íslendinga bókmenntum oft og mörgum sinnum og haft gaman að.
Hann Haukur hefur EKKI hrækt framan í lögregluþjón og það er sennilega ekkert á dagskrá hjá honum.
Það MÁ mótmæla á Íslandi, en ekki handtaka fólk á þeim forsendum sem hann var handtekinn um daginn :)

Nú ættir þú að skrá þig í hryðjuverkasamtök Íslands og mæta í næstu aðgerð vinur.
Jólakveðjur frá mér til þín.

Ásdís: Það hryggir mig. Ég er nefnilega voðalega hrifin af gjöfum

Hulla Dan, 9.12.2008 kl. 13:53

9 identicon

Reyndar hafa allar þær aðgerðir sem Haukur hefur tekið þátt í verið aðgerðir gegn lögbrotum sem framin eru í skjóli valdníðslu og/eða ákvörðunum sem þrátt fyrir að vera hugsanlega löglegar eru með öllu siðlausar.

Það eru t.d. hin mestu ólög að ríkisstjórn sem skuldsetur komandi kynslóðir upp í endagörn geti setið sem fastast þrátt fyrir að 70% þjóðarinnar vilji hana burt. Einkum og sér í lagi þegar milljarðalánin sem þessir öðlingar eru að taka eru notuð til að borga fyrir sukk glæpamanna, sem komust upp með að falsa verðgildi fyrirtækja af því að embættismenn með milljón í mánaðarlaun sinntu ekki eftirlitsskyldu sinni.

Ég er stolt af því að eiga son eins og Hauk sem fellur ekki í sömu gryfju og flest íslensk roðhæns, að láta nauðga sér í óæðri og gráta svo af þakklæti fyrir smyrsl í formi greiðslufrests. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 18:48

10 identicon

Hvað varðar konuna sem hrækti á lögguna þá voru þetta viðbrögð við ofbeldi. Vörður laganna hafði tekið hana kverkataki rétt áður.

Hér er nánari útlistun á atburðum morgunsins http://www.dv.is/frettir/2008/12/9/logregla-kyldi-motmaelenda-hrinti-ljosmyndara-og-reif-i-bladamann 

en tekið skal fram að það eina sem við vorum að reyna að gera var að hindra inngöngu valdníðinganna í ráðherrabústaðinn. Við stóðum þarna í hnapp og hrópuðum slagorð og ókvæðisorð, það var það eina sem við gerðum. Enginn veittist að löggunni eða beitti nokkurri tegund ofbeldis, þær ryskingar sem komu upp skrifast alfarið á lögregluna.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 18:51

11 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Vodalega getum vid verid fljót ad støkkva til og dæma án thess ad thekkja bádar hlidar søgunnar. Enda er øllu slegid uppí heitar fyrirsagnir " hræktu á løgregluna" og flr i theim dúr. Held vid ættum ad varast ad setjast i dómarasæti án thekkingar,er thad ekki alltaf thannig ad dómari tharf ad heyra bædi frá saksóknara og varnaradila ádur en dæmt er?? 

Finnst bara hid besta mál ad fólk,ungmenni sem og eldri sýni ad sér sé misbodid thegar thad er tekid í kakóid hægri vinstri.

Kvedja til thin Hulla, haltu áfram ad vera thú sjálf og hafa thad gott

María Guðmundsdóttir, 9.12.2008 kl. 19:46

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.12.2008 kl. 20:23

13 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Vegna þess að ég er ,,stykk frí"  í þessari umræðu sendi ég þér bara stórt knús inn í góðan dag Hulla min.

Ía Jóhannsdóttir, 10.12.2008 kl. 08:38

14 Smámynd: Ásta Steingerður Geirsdóttir

Góður pistill frænka mín. Þú mátt vera stolt af honum frænda okkar, hann á það skilið. Ég var MJÖG stolt af honum þegar hann dró Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu, ein sú besta og táknrænasta athöfn sem ég hef séð.  Annars er ég hrædd um að langlundargeð okkar íslendinga gagnvart  öllum þessum spillingaröflum verði okkur að falli. Það er eins og við höfum ekki úthald og alltaf sé hægt að stinga upp í okkur einhverri dúsu. Nú er krónan að styrkjast og allir voða glaðir. Fjandinn sjálfur,HVAÐ ER AÐ þessari þjóð? Eru ekki allir búnir að fá nóg? Minni réttlætiskennd  er allavega misboðið og það fyrir löngu síðan. Ég vil allt þetta "Hyski" burt. Ríkisstjórn, fjármálaeftirlit, seðlabankastjóra, verkalýðsforystuna og alla yfirmenn bankanna. Þetta er spillt HYSKI. Ég get alveg leyft mér að kalla þau það, eða hvað ? Virðulegir ráðherrar og opinberir embættismenn kalla  mig "skríl" Ég vona að allar góðar vættir þessa lands blási baráttuvilja í landsmenn, við megum ekki gefast upp.

Bless elskuleg og haltu áfram að skrifa. Ég lít hér inn öðruhvoru og hef gaman af að lesa pistlana þína og  fylgjast með  ykkur þarna í útlandinu

kveðja, Ásta Steingerður.

Ásta Steingerður Geirsdóttir, 10.12.2008 kl. 10:42

15 identicon

O jamm og jæa!  Hver hefur sitt álit á málunum eins og gengur og gerist. Líklgega er best að segja sem minnst, ég er þeirrar skoðunar að ekki séu öll kurl komin til grafar enn þá í stjórnmálunum. Það er fátt héðan að frétta nema þá helst það að ég virðist hafa ótrúlega hæfileika til að fá fólk til að álíta að ég sé einhver önnur en ég er. Fyrst má telja kerlingu hérna á nágrenninu sem uppástóð það að mér væri svo illa við HUNDA að ég hefði kært voffann hennar.  Næst má telja kvenmann einn sem virðist álíta að ég hafi farið inn á bloggsíður hennar og valdið þar spjöllum.   þá er það málið sem við Lási höfum kosið að kalla náttúrusóðamálið og við höfum unnið að baki brotnu í langan tíma við dræmar undirtektir þeirra aðilja sem þó ættu að vinna mest á því að á þessu væri tekið.  Málið endaði inni á borði lögfræðings í gær, hvað heldur þú að hann hafi sagt þegar hann sá skjölin og myndirnar sem eg færði honum.  Drottinn minn dýri er þetta svona  ljótt þetta hefði mér nú alls ekki dottið í hug, hversvegna sagðirðu mér þetta ekki ? En ég gerði það svaraði ég,já en mér datt nú ekki í hug að þetta væri svona rosalegt  svaraði lögmaðurinn,meðal annara orða hann hélt að ég væri að ljúga eða minnsta kosti að ýkja. Ég græddi þó það á þessu að ég þurfti ekki að borga fyrir tímann.  Nú kemur rúsínan í pylsuendanum og taktu nú vel eftir! Ég þurfti að fara eina ferðina enn til læknis á dögunum, þetta er allra viðkunnanlegasti náungi en hefur ekki náð fullum tökum á málinu sem eðlilegt þar sem hann hefur aðeins verið í landinu í örfá ár.  Nú hvað karl skoðar mig fer síðan að tölvunni og segir síðan eins og hann hefði gert stórkostlega uppgögtvun " HEYRA MIG VINA MÍN ÞETTA EKKI VERA HÆGT, ÞÚ HAFA BYRJAÐ AFTUR AÐ REYKJA!  ÞÚ VITA VEL AÐ ÞETTA MEGA ÞÚ ALLS EKKI GERA, ÞÚ HAFA VONT Í LUNGUN ÞÍN OG HAFA FENGIÐ HJARTA ÁFALL! Nú ég reyndi að útskýra málið fyrir blessuðum doktornum en satt að segja held ég að hann hafi ekki trúað mér.Hvernig gengur annars með pillufjandana Hulla mín? Ósköp Væri nú gaman að frétta eitthvað frá þér í eigin persónu. Bestu kveðjur elskan mín, þín mamma.

Mamma (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 13:30

16 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

mér fannst þetta mjög gott hjá honum, svona greenpeace legt og það er nú bara gott. húmor er alltaf góður og það fannst mér svo sannarlega.

góð færsla hjá þér hulla

Takk og kær kveðja til þín frá steinujólakleinu 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.12.2008 kl. 14:08

17 Smámynd: Hulla Dan

Eva, María, Jenný og Ía: Stærðar faðmlag á ykkur

Ásta: Takk og gaman að heyra að þú kíkir við endrum og eins... Alltaf gaman að fá gesti

Móðir góð: Ég er þér sammála. Það eru ábyggilega ekki öll kurl komin til grafa ennþá. Það á sennilega eftir að koma í ljós meiri spilling og meiri sjúkleiki hjá ráðamönnum okkar. Bíðum bara...
Pillumál á þessu heimili ganga svo vel að ég verð sennilega ekkert ólétt á næstunni hehehe.

Steina: Takk til þín og eigðu góða rest viku

Hulla Dan, 10.12.2008 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband