Dagurinn í dag :)

Fyrir utan að Stínan mín http://stinasveins.blog.is/blog/stinasveins/    http://fredericiafam.blogcentral.is/eigi afmæli í dag, þá er dagurinn búinn að vera svolítið undarlegur. Samt dálítið í stíl við okkur hérna. Sem sagt stór skrítinn.
Hann byrjaði eiginlega í gær á því að ég kom heim úr vinnunni og fannst eins og væri að koma vor.
En það er bara ég. Fæ alltaf þessa tilfinningu í janúar og febrúar og jóla tilfinningu í ágúst. Bregst eiginlega aldrei.
Allavega kom ég heim og við ákváðum að fara til Frediricia til Stínu og Bjarna.
Bjarni hafði boðið okkur í mat daginn áður, og þar sem Stína átti afmæli og ég er í algjöru uppáhaldi hjá henni gátum við bara ekki sagt nei Smile
Þegar þangað var komið, kom í ljós að Stína hafði ekki hugmynd um að við værum að koma og var því örlítið hissa. Hún hefur nú sennilega líka verið dálítið hissa í morgunn kl 10 þegar húsið hennar fylltist af nágrönum sem Bjarni var búinn að bjóða í rúnstykki, og hún kannski örlítið þunn Muhahaha.
Nú við komum sem sagt og fengum svaka gott að borða og Eiki sem var búinn að setja okkur öll hérna á heimilinu í megrun, hreinlega missti sig í matnum og bjórnum.
Eftir súpuna steiktum við tígrarækjur á svona pönnu sem maður hefur á miðju borði og ég man ekki hvað heitir. Við eigum samt svona. Þurfum bara að prófa hana.
Þegar Eiki og Stína voru orðin frekar málgefin og fyndin (að eigin vali) en ég hin prúðasta og Bjarni óvenju spakur (skýrðist þegar við fréttum af nágrana heimboðinu) ákvað ég upp á eigin spýtur að það væri komin tími til að fara að koma sér heim.
Og þarna byrjaða eiginlega allt saman.
Ég ákvað nefnilega að beygja ekki í áttina heim, og tók í staðinn motorvejinn til Ålborg! Veit ekki alveg hvað hljóp í mig, sérstaklega með tilliti til þess að ég átti að mæta í vinnu kl 7:00 í morgunn, en kannski hefur náttblinda mín eitthvað að segja um þetta.
Eftir ca 40 km auka hring vorum við loksins á leiðinni heim.
Það gekk vel. Ég elti bara ljósin á bílnum fyrir framan mig og bað hástöfum í hljóði til guðs um að þetta mundi nú allt blessast. Og það gerði það. Guði sé lof. Er samt að hugsa um að annaðhvort tala við augnlækni og athuga hvort að sé hægt að fá sér náttblindu gleraugu, eða hætt að keyra í myrkri. Það var samt heppni að það var stútfullt tungl og næstum ekki dimmt. Bara svo fokking erfitt að mæta bílum með ljósum á.
Við komum heim um miðnætti og þá uppgötvaði Eiki að rebbi hafði verið í heimsókn... Aftur!
Síðast át hann öll hænsnin okkar nema eina danska og eina íslenska.
Við redduðum því þannig þá, að Eiki fór heim til Lars nabo og bað hann fallega um að skila öllum eggjunum sem við höfðum gefið honum daginn áður. Svo rauk hann í ísskápinn okkar og tróð öllum eggjum sem hann gat fundið í útungunarvélina.
Svo í Júlí fengum við eitthvað um 10 unga (minnir mig) Þeir komust svo ekki allir til hænsn því Branda litla hélt að við hefðum skilið þá eftir henni,þegar við fórum til Hollands og Belgíu síðasta sumar og náði að eyðileggja nokkra í gegnum netið á búrinu áður en við komum heim. Við vorum samt komin með 2 fallega hana og 5 verpandi hænur... þar til í gær.
Eiki rauk út með Atla Hauk á hælunum og þeir leituðu saman í langan tíma af litlu búbótunum okkar.
Fundnu bara fjaðrir og ekkert annað. Crying 
Atli Haukur kom samt þannig útlítandi inn að það munaði bara oggulittlu að ég ryki með drenginn upp á skadestue. Hann var bara ein hella í framan og á höndunum og rasskinnunum.
Hann var sendur í sturtu og mér fannst hann aðeins lagast. Hann fann ekkert til, ekki kláði eða neitt svo ég ákvað að bíða og rak ofan í kok á honum eina ofnæmis pillu. Hann var mikið skárri í morgunn.
Kannski rækjurnar. Kannski andrúmsloftið. Eða að hænsnin hafi verið með loppur og þær tryllst og ráðist á Atla Hauk þegar hann kom inn með Eika. Samt ólíklegt. Finn út úr því á morgunn.

Í morgunn fór ég svo að vinna eins og allar helgar í vikum sem byrja á sléttum tölum.(vika 2)
Hringdi svo í Eika um 10 bara til að tryggja að hann væri ekkert að hafa það gott á meðan ég var að ströggllast á geðveikrahælinu. Hann sagði mér að hann væri búinn að finna annan hanann. Ábyggilega Benna. Ég bað hann bara fallega að fara og KAUPA egg og hræra í vöfflur svo ég gæti steikt þær þegar ég kæmi heim. Lena og lessurnar ætluðu nefnilega að kíkja í kaffi og ég var búin að lofa vöfflum.
Þegar ég svo kom heim var Eiki ekki búinn að kaupa eggin. 
Dana, Hanne og gagnkynheigðingurin höfðu ekki tíma til að stoppa lengi, og ég var búin að lofa Jóa að fara með honum að skoða naggrísi... hafði gleymt öllu um það. (Kenni sjúkdómnum algjörlega um það. Alzheimer)
Þannig að þegar Eiki kom loksins heim, heimtaði ég kortið mitt, knúsaði allar snúllurnar og rauk af stað með Jóhann.

Þegar við svo komum heim með... hehehe... Krullu, Malenu og Lassa kom í ljós að Anja og Karsten voru hérna... Það gerist nú ekkert svona af sjálfu sér. Og Eiki símalaus. Gleymdi nefnilega símanum í Frediricia...
Svo þegar allt var að falla í það sama.
Anja og Karsten farin, Naggrísirnir komnir upp og ég sest við lappann okkar, kom Eiki inn og bað mig að finna til kvöldmat! Það var nú ekki það gáfulegasta sem hann hefur gert hingað til.
Ég og mitt hugmyndaflug. Ég byrjaði á því að arka inn í búrið okkar, sem er by the way, stútfullt af mat, og fann ekki upp á neinu. Eftir smá umhugsun ákvað ég bara að búa til omelettu. En þar sem omeletta þarf aðeins meiri umhugsum en t.d ristað brauð ákvað ég að breyta til og spældi bara egg handa strákunum. Með bræddum osti á. Ristaði brauð og setti tómatsósu þar ofan á. Eggi þar á og volla!!!
Var samt búin að mölva 4 egg og sá fyrir mér að gera svo bara fátækan riddara ( Hjalteyra nammi ;o) ) og gefa þeim í eftir mat. (Brauð bleyt í eggjahræru og steikt. Borðað með kanil og sultu... Viðbjóðslega gott! )
Eiki kom inn í því sem ég var að setja eggin á tómatsósu brauðið og ég gat hreinlega lesið vanþóknunina úr svipnum á honum +eitthvað meira.

Eiki: biddu... hvað ert þú að gera???
ÉG: Rólegur, þetta er fyrir strákana. Var að hugsa um súpu handa okkar. Brosi voða krúttlega.
Eiki: Ertu ekki að grínast... ???... Ertu að spæla eggin???
Ég: Uhhh já????
Eiki: (hugsar og það sést a.m.k 30 km) Ertu klikkuð???
Ég: Hvað???
Eiki: Þú ert ekkert að spæla eggin sem ég var að ná í til Lars???
Ég: Eru þetta ekki eggin sem þú lofaðir að kaupa í Ullerup svo ég gæti steikt vöfflur?
Eiki: Helvítis fokking fokk!
Ég: Hvað meinaru maður??? Varstu að staupa þig út í hlöðu??? (Ok Djók... Bara lýgi)
Eiki: -Hálf blár í frama- Ég er 2x búinn að fara yfir til Lars með egg og 2x búinn að heimta þau tilbaka og svo stendur þú bara og spælir þau hérna á meðan ég er úti að hamast við að gera útungunarvélina tilbúna!!!
Ég: Ég bað þig að kaupa fyrir mig egg... ÞÚ!!!!! Og hvernig átti ég að vita að þú værir að gera útungunarvélina klára... ???

Hann rauk út og ég rauk í að hafa það skítt.
1 og hálfri mínútu seinna stóð ektamaðurinn minn hérna skellihlæjandi með frosna graskerssúpu í hendinni og hló að þessu öllu saman.
Sagði okkur stórskrítin og að svona mundi ekki einu sinni gerast í hallærislegri bíómynd.
Nú er hann EKKI búinn að koma útungunarvélinni í lag og það eru -sem guð takk- 6 egg tilbaka.-
Vona af öllu hjarta að það takist að útunga þessum sem eftir eru.  Og bara ykkur að segja þá er ég tilbúin að ala þá hérna inní stofu ef það þýðir að rebbi nái ekki á þá.
Svo ætlaði Steina (Bloggvina) að fá unga hjá mér og mig var farið að hlakka svo til að hitta hana Smile

Nú ætla ég að fara og fá mér graskerssúpu og halda áfram að liggja á bæn.

Þykir óendalega vænt um ykkur og hvet ykkur til að skoða síðuna hjá henni systur minni http://sapuopera.blog.is/blog/sapuopera/   http://www.nornabudin.is/sapuopera/og mótmæla hástöfum með henni. Held að hún sé bara að gera rétta hluti, og sama hvað hver segir,þá er hún nánast aldrei í mótsögn við sjálfa sig og gerir aðeins hluti sem hennar sannfæring er 100% viss um að sé rétt. Hún er ekki lýgin, hún svíkur ekki og ég get lofað þér að ég þú svíkur hana þá eru góðar líkur á að hún fyrigefi þér aldrei (nema ef þú ert heimskur... ég hef t.d sloppið :) hahaha)
Hún er vinur vina sinna og ég hef aldrei kynnst manneskju sem segir ekki orð nema afþví að hún veit um hvað hún er að tala. Hún ólíkt mörgum öðrum, axlar ábrygð á því sem hún segir og gerir.

Svo vil ég þakka öll komment og bara svo þið vitið það, þá elska ég þau. Þó ég ekki alltaf hafi tíma eða orku til að svara, þá þýða þau öll ósköp fyrir mig.

InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er óborganlega færsla ég hló mig vitlausa.  Held að pannan sem þú manst ekki hvað heitir kallist racklett, getur það verið?  farðu varlega á morgun svo enginn egg verði ónýt !!  knús allan hringinn  x 10

Ásdís Sigurðardóttir, 11.1.2009 kl. 19:25

2 identicon

hæ-mikid lifandi skelfing er gaman ad eiga svona fjøldskylda.alstaf gaman ad lesa um dagleglifid hja sudurjoska islendingar.eg hlær mer yfirleitt mattlaus.haltu pessi afram uppihalds tengdadottir minn.risaknuzzz og kossar.

EJLIF (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 19:37

3 Smámynd: Hulla Dan

Elsku Ásdís mín... Það gleður mig að geta glat þig :)
Er hreinlega að reyna að vinna fyrir pakkanum sem þú sendir næstum óvart til mín í stað annarar bloggvinu...  Þetta með pönnuna er rétt.... fengum þannig í jólagjöf og hún verður notuð... veit bara ekki vel hvenær.
Knús á þig vina og farðu vel með þig og þína.

Tengdaskrímsl.... I love you... Þér er nær að eignast svona son... Honum eru bara engar hömlur,,, og ég sona sæt :)
Mér er gleði af að þú hlægir svo glatt. Ég er ekkert að fara að stoppa. hahahha

Elska ykkur

Hulla Dan, 11.1.2009 kl. 19:50

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Skemmtileg færsla Ég sá Evu á síðasta borgarafundi og hún stóð sig alveg glimrandi vel, var rökvís og aðlaðandi.

Sigrún Jónsdóttir, 11.1.2009 kl. 19:50

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk Hulla mín aftur, vonandi hittumst við í næstu Danmerkurferð minni.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.1.2009 kl. 20:07

6 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

þessi fjárans rebbi.. ég er farin að finna fyrir andúð til þessara kvikinda :(

Lena og lessurnar er gott nafn á hljómsveit.. :D

Guðríður Pétursdóttir, 11.1.2009 kl. 20:40

7 Smámynd: Hulla Dan

Lena og lessurnar spila fyrir dinner annað kvöld

Ásdís: hoppa það líka það :) með fiðluleik þá :)

Strúna: Hún systir mín er það alltaf... ekki í ættini en samt ;)

Hulla Dan, 11.1.2009 kl. 22:28

8 identicon

Hæ mín kæra,, gleymdurðu ekki einhverju eða spjallaðirðu svona lengi við móður þína :) ég alla vega beið og beið,, eða hehe úsp,, spjallaði líka í telefonen,,kanski að þú hafir prufað á meðan ;)

Heyrumst á morgun sæta

Linda mágkona (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 23:57

9 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Alltaf líf og fjör í Ólátagarði Slæmt með Mikka ref . . .

Taktu bara LÝSI og borðaðu gulrætur. Er sannfærð um að gulrætur eru góðar fyrir sjónina, því kanínur ku borða vel af slíku og aldrei hef ég séð kanínuskott með brillur. 

Vona að ykkur takist ný útungun og mikið held ég að hann Lars sé gerður úr þykkum skráp að tóra þetta enn í nábýli við refin og gjörðir hans með tilheyrandi áhrifum á eggjaeigu hans.

...og fjölgað á bænum. Hvað verður næst? 

Knús

PS 

þegar Ásdís kemur næst til DK, þá má ekki minna vera en að þú hittir hana og þá verður nú spilað á eðlu, fiðlu og döðlu  ... og kannski tekur hún nikkur fræg balletspor fyrir okkur hi. I´k Ásdís?

Guðrún Þorleifs, 12.1.2009 kl. 03:30

10 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þú ert frábær, ég er buin að emja úr hlátri yfir þessari færsku, það runnu tár, ég sá þetta alt saman fyrir mer frá A til Ö. Knus til þín dulla

Kristín Gunnarsdóttir, 12.1.2009 kl. 06:33

11 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Daginn þá er ég vöknuð aftur á þessum sama degi.

Segðu mér, er hann Eiki með ykkur á "megrun á milli mála kúrnum" ?

Vitrænt:

Getur þú hringt í gemsann minn?  Er enn með lánssíma frá Rasistasímafyrirtækinu
Þarf að tala við þig/ykkur. . .

Guðrún Þorleifs, 12.1.2009 kl. 08:18

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

  Skemmtileg frásögn Hulla!!!!!!!!!!!!!

Ía Jóhannsdóttir, 12.1.2009 kl. 11:17

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.1.2009 kl. 12:03

14 identicon

Þú ert bara í einu orði yndisleg Hulla mín. Frásögnin er svo lifandi að ég beinlínis heyrði tóninn í rödd bónda þíns þegar hann yfirheyrði þig um eggjamálin. Þetta er bara farsi í sérflokki og ekkert annað.

Kær kveðja og knús til ykkar.

Ragna (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 23:52

15 identicon

Já .. það er ekki að spyrja að því .. alltaf líf og fjör hjá ykkur.
Ég sakna ykkar. Vonandi sjáumst við fljótlega!

Beggi Dan (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 00:20

16 Smámynd: Hulla Dan

Linda mín, ég spjallaði svona lengi við hana mömmu, það var komin nið dimm nótt þegar við hættum. Er að fara að vinna núna svo við heyrumst á morgunn.

Sakna ýkkar líka Beggi minn og við verðum bara að fara að hittast.

Knús á ykkur hin.

Hulla Dan, 13.1.2009 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband