Elsku kallinn :(

Þó ég vilji stjórnina í burtu og nýjar kosningar, finn ég ógeðslega mikið til með Geir og fjölskyldu hans.
Hann er bara fólk eins og ég og þú og hans fólk lýður ábyggilega miklu verr en okkur grunar.
Ég er ekkert að afsaka framkomu hans og gerðir en þetta er voða vont.
Kall anginn á samúð mína alla og ég er guðslifandi fegin að þetta kom í ljós núna svo sé kannski hægt að hjálpa honum.

Ég vill líka helst sjá Ingibjörgu hvergi annars staðar en í rúminu eða alla vega nálægt því, því eftir svona aðgerð á maður að taka því voðalega rólega. Stjórnmál á Íslandi eru ekki voðalega róleg í augnablikinu!!!
Hunskast þú í bælið frú Imba og láttu þér batna. Íslensku þjóðinni er ekkert sama um ykkur Geir þó við viljum ykkur frá völdum.
Þið eruð óttalegar dúllur og eigið eftir að fykla mikið í stjórnmálasögu landsins :)


mbl.is „Ekki farin að finna til með honum ennþá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

KærleiksLjós frá konu í Lejrekotinu

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 07:55

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hulla mín - þótt við séum

ósammála um ríkisstjórnina og það hvað beri að gera næstu vikurnar þá þykir mér samt vænt um þig þótt þú hafir farið af landi brott fyrir mörgum árum. Langt að skreppa í kaffi til þín.

hér er hinsvegar það sem er að gerjast hjá mér í dag.

Orð harðar Torfasonar

„Hvað er hann að draga veikindi sín fram í dagsljósið núna?“ sagði Hörður Torfason þegar hann var inntur eftir viðbrögðum Radda fólksins við tíðindum af veikindum Geirs H. Haarde, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, og tillögum um kosningar 9. maí. Hörður segir að ekki verði slegið af í mótmælunum þrátt fyrir tillöguna. Þetta sé þó hænuskref í rétta átt.

„Ef nokkuð þá eflumst við í baráttunni,“ sagði Hörður jafnframt. Hann neitaði því að kröfum Radda fólksins hefði verið mætt. „Þetta eru bara pólitískar reykbombur, þetta er hænuskref í áttina en maður sér í gegnum svona leiki.“

ENGIN AFSÖKUNARBEIÐNI ÞVÆR ÞESSAR OG AÐRAR YFIRLÝSINGAR AF hERÐI TORFASYNI.

ÞAÐ FÓLK SEM MÆTIR OG MÓTMÆLIR MEÐ HANN Í BRODDI FYLKINGAR ER AÐ TAKA UNDIR ORÐ HANS.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 24.1.2009 kl. 08:14

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já tek undir med thér Hulla,thetta fólk á bara ad einbeita sér ad thvi ad ná heilsu aftur og audvitad er fólkinu i landinu ekkert sama um thad.

Finnst ósmekklegt ef Hørdur hefur sagt thetta, trúi ekki ødru en thad hafi thá verid gert í miklu hugsunarleysi.

Kvedja til thin skvis,hafdu góda helgi

María Guðmundsdóttir, 24.1.2009 kl. 09:44

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sammála þér þetta voru slæm tíðindi. 

Ía Jóhannsdóttir, 24.1.2009 kl. 09:57

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Sammála Hulla mín .Bidjum Gud ad gefa veikum heilsu á ný.

Hjartanskvedjur til tín frá Jyderup.

Gudrún Hauksdótttir, 24.1.2009 kl. 10:48

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Auðvitað eiga þau að vera í bælinu og ekki að vera að vasast þetta til að gera ilt verra, þau eiga alla mina samuð. Knus Hulla min

Kristín Gunnarsdóttir, 24.1.2009 kl. 11:27

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Svakaleg tíðindi.  Maður vonar það besta.  kveðja í danaveldi.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 18:21

8 Smámynd: Líney

Ég vorkenni þeim  innilega  líka

Líney, 25.1.2009 kl. 13:12

9 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

já auðvitað er þetta erfitt.. þetta er erfitt fyrir alla sem upplifa svona. ég hef auðvitað samúð með honum útaf veikindunum.. en þar með er það líka búið

Guðríður Pétursdóttir, 27.1.2009 kl. 14:30

10 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Sem betur fer nær nú stjórnmálabaráttan ekki svo langt að fólk vilji öðrum illt í fyllstu orðsins mekringu.

Ég meina, þó ég deili við Bóndann á stundum, þá væri mér ekki sama ef hann greindist með krabba. Sem betur fer erum við enn þannig, að manneskjan er í fyrirrúmi

Kveðjur til þín mín kæra

Rúna Guðfinnsdóttir, 28.1.2009 kl. 12:46

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Vonandi batnar þeim báðum og vonandi fá þau nýja vinnu.

Helga Magnúsdóttir, 29.1.2009 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband