Langar í einn sjúkdóm

Það er ekki oft sem ég óska mér sjúkdóms, eiginlega bara aldrei en núna í þessu tiltekna augnabliki langar mig svo ofsalega í ofvaxna nefkirtla.
Held hreinlega í þá veiku von að ég sé með kirtla sem vaxa með hverjum deginum sem líður.
Ástæðan... ég var hjá lækni, aftur og eina ferðina en.
Mér er hreinlega farið að líða eins og ég sé móðursjúk.
En hor og hnerrar eru ekki ímyndun og núna þegar er liðið eitt og hálft ár síðan ég fór að finna fyrir stöðugu nefrennsli og hnerrum í tímum og ótímum, er ég eiginlega bara orðin frekar geðvond og pirruð!
Þegar hr.Niels tilkynnti mér í morgunn að það væri möguleiki á að þetta væri sjálfsofnæmissjúkdómur, þá langaði mig til að pota í augað á honum! Ef ég er með ofnæmi fyrir sjálfri mér en ekki af köttum, geta þá ekki fleiri fengið ofnæmi fyrir mér?
Það er annars til lyf við svona ofnæmum. 100 töflur kosta aðeins 1400 dk!!!
Þegar hann svo sagðist vilja senda mig til háls,nef og eyrna læknis, því það væri einnig möguleiki á of vöxnum nefkirtlum varð ég frekar vongóð aftur.

Ég veit ég ætti að skammast mín þegar fullt af fólki er alvarlega veikt og á mjög mikið bágt. En ég ætla bara að vera hreinskilin og viðurkenna það að ég er guðslifandi fegin að ég er þó bara búin að vera með hor í 18 mánuði. Langar ekkert minna en að verða alvarlega veik. 
Á samt bágt. Og held áfram að velta mér upp úr eymd minni.

Knús á ykkur og notið trefil í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Æ snúllan mín.Tekkji tetta med ofnæmid er búin ad vera svona í 25 ár og alltaf á lyfjum.Tad er sko ekki skemmtilegt.

Vid skulum vona tad besta med tig elskuleg.

Hjartanskvedjur úr hyggestuen.

Gudrún Hauksdótttir, 30.1.2009 kl. 12:39

2 identicon

Sæl elskan mín, ég var að lesa bloggið þitt.  Þetta er slæmt að heyra en segðu mér, hefurðu farið í ofnæmispróf nýlega?  Katta og hunda ofnæmi er alþekk t.d, bróðir þinn, einnig er hægt að fá ofnæmi fyrir öðrum dýrum.  Ef til vill er húsnæðið sem þið búið í óhollt að eihverju leiti, er örugglega enginn raki þar lengur? ´Eg er með ofnæmi fyrir ýmsum hlutum Nikkel, kóbolt ýmsum lyfjum og svo hef ég bullandi heyofnæmi  svo eitthvað sé nefnt. Það er lítill vandi að senda þér lyf við ofnæmi sem eru ekki svona dýr hérna, en í öllum bænum láttu athuga þig vel.  Sannarlega vona ég að ekki sé sjálfsofnæmi á ferðinni sem er mjög alvarlegt mál. Þú getur kynnt þár þetta á netinu og er þá ef til vill undir SJÁLFSÓNÆMI.  Í öllum bænum farðu í ofnæmispróf, þó svo þú hafir einhverntíma verið neikvæð fyrir hinu og þessu gæti það hafa breyst.  Það er flest við það sama hér, ný ríkisstjórn á leiðinni, Guð láti gott á vita.  Ég heyrði í dag að nú ætti að fara að yfirheyra þá sem hafa útsvínað stjórnarráð og þinghús Íslands.  Skrítið ég hélt að það væri miklu brýnna að yfirheyra nokkra auðmenn sem hafa hagað sér eins og skepnur.  Við Lási biðjum að heilsa öllum, segðu mér annars stakk doktorinn þinn ekkert upp á ofnæmisprófum?  Mamma. 

Mamma (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 17:52

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vona að þetta gangi vandræðalaust fyrir sig.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2009 kl. 23:33

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

A tissjú, og ekkert annað í bili.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2009 kl. 01:00

5 Smámynd: Ragnheiður

Ég var greind með svona sjálfsofnæmi fyrir nokkrum árum, nokkuð mörgum árum. Læknirinn hallaði sér fram á borðið, grafalvarlegur, og tilkynnti mér þetta. Ég horfði á hann í smástund og svo bilaðist ég úr hlátri. Ég hafði aldrei heyrt um svona. Þegar ég kom upp orði þá spurði ég hvað maður gæti svosem gert í því, maður hefði þó alltaf sjálfan sig í eftirdragi !!

Þetta er talsvert hamlandi, þetta sækir mikið í sinafestingar á mér og er farið að færa sig upp á skaftið og komið í augun.

maður er bara einnota drasl !

Gengdu svo henni mömmu þinni krúttið þitt

Ragnheiður , 31.1.2009 kl. 01:22

6 identicon

Það hefur aldrei mælst hjá mér ofnæmi en hérna á árunum áður, þá var ég alltaf að fá svona nefkvef sem ég kallaði augnkvef því það fór líka svo í augun á mér. Ofnæmislæknirinn setti mig til prufu á nefdropa sem heita Rhinocort (einhverskonar ofnæmisdropar). Þessa dropa hef ég nú notað kvölds og morgna í mörg ár og hef ekki fengið þessi leiðinda nefkvef síðan. 7 9 13.

Athugaðu hvað læknarnir segja um svona nefdropa.

Knús

Ragna (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 11:59

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Vona að þetta fari nu að taka enda, ekki gott að vera með hor svona lengi Hulla min

Kristín Gunnarsdóttir, 31.1.2009 kl. 12:31

8 identicon

Elsku Hulla mín, ég hef verulegar áhyggjur af þér, einu sinni enn í öllum bænumn ég bið þig láttu rannsaka hvað er að!!!  Á doktor.is eru ýmsar upplýsingar sem eru gagnlegar, lestu þær vel og vandlega, þar er líka skrá yfir lyf sem eru áreiðanlegar. Ef svo óheppilega vildi til að þú sért með ofnæmi af eihverju tagi er lítið annað að gera en að fjarlægja ofnæmisvaldinn. Ég greindist með ofnæmi fyrir húsryki og rykmaur fyrir nokkrum árum og keypti þá sérstaka vél raimbow sem kostaði helling af peningum, en það voru kaup sem margborguðu sig.  Það voru síðan flestallar mottur fjarlægðar og gluggatjöld úr damaski og þvíumlíku fækkað. Ég komst einnig að því að bókasafni uppá tæp 500 eintök væru alveg óþarfi svo ég ýmist gaf þær eða seldi og samt er hellingur eftir.  Hér er lýsing á lyfinu Rhinocort beint upp úr lyfjabókinni: Rhinocort aqua, Rinocort turbuhaler.  Inniheldur virka efnið Búdesóníð, neflyf :E. Lyfseðilskylt.  Almennar upplýsingar .  Búdesónið er svokallaður baksteri og er notaður við bólgusjúkdómum og ofnæmiseinkennum.  Hann bælir myndun efna sem framkalla bólgur og virkja ónæmiskerfið.  Búdesóníð hefur almennt sömu áhrif og svokallaðir sykursterar sem myndast í nýrnaberki.  Búdesóníð dregur líka úr flæði á bólgumyndandi efnum til lungna og getur með því móti minnkað eða upprætt bólgu í nefi og lungum.  Rhinocort er notað við nefkvefi, annars vegar og hons vegar langvinnum ofnæmisbólgum í nefi.  Lyfið slær einnig á nefrennsli. Aukaverkanir, erting í nefi, blóðnasir, húðútbrot og kláði.  Langtímanotkun:  Æskilegt er að læknir fylgist reglulega með árangri meðferðarinnar.  Ef nefúðinn er notaður í langan tíma þarf að fylgjast reglulega með nefslímhimnunni.  Farðu í rannsókn STRAX þín or fjölskyldu þinnar vegna, Mamma

Mamma (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 18:27

9 Smámynd: Hulla Dan

Mamma mín... Hlustaru aldrei á mig þegar við tölum saman???
Ég er ekki búin að gera neitt annað undanfarna mánuði en að vera í alskonar helvítis rannsóknum.
Búin að fara í alskonar próf og prufur.

Knús

Hulla Dan, 31.1.2009 kl. 18:48

10 identicon

Hæ,hæ, aftur Hullustelpa.  Til að byrja með ein leiðrétting bókaeignin var 5000 eintök en ekki 500 eins og ég sagði.  Hafir þú farið í ofnæmisrannsóknir er það eitthvað sem þú hefur alls ekki sagt mér frá.  Vilji læknirinn þinn kenna um nefkirtlum þá þarf að laga það með aðgerð.  Þetta er þinn líkami og þú ræður hvað þú setur ofan í hann og hvaða lyf þú tekur.  En blessuð sláðu á þráðinn og segðu mér nú  hvaða og hverskonar rannsóknir þú ert búin að fara í.  Ég get sent þér lyf sem kosta örlítið brot af því sem að þau virðast kosta í Danmörku.  Enginn verður fegnari en ég ef þú ert ekki með ofnæmi því það er hreint ekkert skemmtiefni.  En hvað með húsnæðið?  Er það í lagi, enginn raki, búið að einangra allt hátt og lágt. Ég held að eitthvað sé að þarna, vonandi hef ég þó rangt fyrir mér.   Bless lambið mitt þín mamma.

Mamma (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 20:26

11 identicon

Ég segi nú bara AMEN eftir efninu.  Góða helgi Hullan mín.

Knús á ykkur öll.

Ragna (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 21:26

12 identicon

Var það ekki séra Sigvaldi í Hlíð sem mælti þessi orð, er þetta ekki úr manni og konu, eða var það piltur og stúlka?  Ég er orðin svolítið gleymin Ragna mín enda komin á déskotans sterana eina ferðina enn.  Hulla mín ég vona að þú hafir lesið meilið sem Lási sendi, var rétt í þessu að ræða við piltinn, og óska honum til hamingju.  Þau Þóra eiga nú von á sínu fyrsta barni og aumingja stelpan er búin að léttast um átta kíló aðeins. Ólíkt hefði það verið betra að þetta hefði verið tekið burt af svínfeitum skrokknum á mér.  Það er ekki allt tekið út með sitjandi sældinni vesalings Þóra er búin að gubba allan tímann en er nú að skána sem betur fer.  Hvað um það Jóhann er ófáanlegur til að fara út og veita orðunni viðtöku, segist ekki kæra sig neitt um neina athygli og vesen, þetta hafi bara verið heppni.  Bæ í bili dúllan mín, mamma. Gvöð kvað þessi mamma getur verið pirrandi.

Mamma (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband