:o)

Um daginn keypti ég ofsalega sætar myndir í herbergið hans Jóhanns. Við erum að fara að setja upp vegg til að fá sitthvort herbergið fyrir Atla Hauk og Jóhann og þá vantar ýmislegt í herbergin hjá þeim. Fannst svo sniðugt að kaupa þessar sætu myndir til að þurfa ekki að kaupa allt í einu.
Þegar ég svo sýndi Jóa myndirnar varð hann frekar vandræðalegur en þakkaði samt fallega fyrir sig.
Þar sem Eiki var búinn að vara mig við að Jói væri orðinn alltof stór (9 ára) fyrir þessar myndir ákvað ég að spyrja hann bara hreint út.
Þá treysti hann mér fyrir því að hann hefði frekar viljað plakat af AC/DC eða Green day.
Þannig að nú á ég smábarnamyndir en ekkert smábarn.

Jói er með dásamlegan húmor og fljótur að hugsa. Um daginn fóru þessar samræður fram hjá okkur Jóa þegar hann hafði skriðið upp í einn laugardagsmorgunninn til að kúra smá.

Jói lá alveg upp að mér og ég sá að hann góndi af öllu afli á efri vörina á mér, svo spurði hann með litlu sætu röddunni sinni...
Jói: Mamma, af hverju ertu með skegg???
Mamma: Jói, ég er ekki í alvörunni mamma þín. Ég er hann pabbi þinn. (Fannst ég svakalega fyndin)
Jói: Hver er þá mamma mín?
Mamma: Sá sem hingað til hefur þóst vera pabbi þinn. (hehehe rosa góð)
Jói: Já okei er það þess vegna sem hann er með brjóst LoL
Ég bilaðist úr hlátri. Eiki greyið er jú búinn að fitna smá... en komon.

Njótið dagsins. Ég þarf að vinna Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Thid erud svo frábær  

María Guðmundsdóttir, 1.2.2009 kl. 12:33

2 Smámynd: Ragnheiður

Hahaha snillingar !

Ragnheiður , 1.2.2009 kl. 13:16

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.2.2009 kl. 17:22

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góð.

Hvernig gengur með Laugu mína? Er hún að standa sig í sveitinni eða er hún orðin borgarhundur? Knúsaðu han frá mér.

Knús þá þig

Guðrún Þorleifs, 1.2.2009 kl. 17:58

5 identicon

Hæ þú sæta. Takk svo mikið mikið fyrir komuna, matinn, spjallið o.s.frv. ;) Risa knús á frábæru drengina ykkar, þeir eru algjörar perlur allir saman, er strax farin að sakna ykkar aftur. Kys og kram ;)

Stína Sveins (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 18:57

6 identicon

Þaða er svo auðvelt að sjá hann Jóa fyrir sér og heyra röddina hans. Hann er og verður algjör snillingur.

Knús á ykkur öll og stærsta knúsið fær Jói.

Ragna (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 00:03

7 identicon

Hæ, Hullan mín litla.  Þessar hugleiðingar í sambandi við myndirnar og hann Jóa litla kannast ég svo vel við. Áður en maður veit af eru börnin orðin ákveðin og með sjálfstæðar skoðanir.  Mér fannst oft hræðilega erfitt að sætta mig við þetta.  Ég man eftir að eitt sinn fór aumingja Bogga mín með í leikhúsið og klæddi sig uppá eins og hún vildi vera, í svokallaðar hjólabuxur,  eða það voru þær kallaðar þá.  Ég brást hin versta við og rak hana úr dressinu og hún litla skinnið gengdi.  Ég komst svo að því þegar í leikhúsið að svona voru flestar stelpur sem þarna voru klæddar.  Æ, börnin okkar vaxa bara frá okkur, og ef til við líka frá  þeim.  Svona er þetta bara,  ég var mjög lengi að sætta mig þetta og hef kannske ekki gert það enn.  Svona er ég gölluð, annars var þetta dásamlegt kvöld,  Lási bauð mér út að borða, hlaðborð, og síðan fórum við í leikhúsið og sáum" hart í bak".  Leikur Gunnars Eyjólfssonar var framúrskarandi, forsögu leikrits þessa þekki ég .  Hana sagði mér margt fyrir löngu Inga Matthísen (blessuð sé minning hennar ), hún var mamma Kötu, sem passaði ykkur systur einstaka sinnum þegar við áttum heima í Álfaskeiðinu.  Ég er að fara til splunkunýs læknis í morgunsárið, hver veit nema að HÚN geti hjálpað þeirri gömlu.  Kveð í bili láttu þér líða eins vel og þú getur miðað við aðstæður.  Kærar kveðjur þín mamma.

Mamma (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 00:15

8 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Yndisleg tessi börn

Takk Hulla mín elskuleg.

Gudrún Hauksdótttir, 2.2.2009 kl. 08:38

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 2.2.2009 kl. 15:35

10 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 3.2.2009 kl. 22:48

11 identicon

Hahaha góður.

En má ég spyrja afhverju voru þessar myndir? Er bara svooo forvitin af eðlisfari

Rakel (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 22:21

12 identicon

Svolítil saga af sjálfri þér.   Þú varst alveg pínulítil þegar þetta gerðist, sennilega ekki einusinni farin að ganga.  Við pabbi þinn vorum nýflutt í Álfaskeið 86 í Hafnarfirði.  Þú fékkst óstöðvandi áhuga á innstungunum í íbúðinni, reyndir að pota öllum fjáranum inn í þær, pennum og öllu sem þú náðir í. Ég var stöðugt á hlaupum á eftir þér til að passa að þú færir þér ekki að voða.  Pabbi þinn var búin að líma yfir nokkrar innstungur sem voru það neðarlega að þú náðir ekki til þeirra, þú plokkaðir límbandið nú bara af og hlóst.  Þá setti pabbi þinn dósir sem þú náðir ekki í yfir innstungurnar.  Þú lést vanþóknun þína í ljós með reiðilegum stunum og svip.  Það var nú samt sem áður svo að einhverjar innstungur urðu að vera aðgengilegar fyrir lampa og aðra hluti.  Þá var mér bent á að ég gæti fengið öryggishettur yfir þær og fór óðar og keypti nokkrar.  Sú fyrsta var sett upp í herberginu þínu og Jóu.  Jóa átti lampa sem var eins og lítið lamb og henni þótti afskaplega vænt um.  Þú sóttir mikið í lampann og fannst gaman að setja hann í samband, það fannst mér ekki og var fljót að setja öryggishettuna á.  Þennan dag var vinkona mín stödd hjá mér og sá þegar ég sigri hrósandi setti hettuna á.  Það voru agnarsmáar holur inn í hettuna sem varla sáust, og með því að stinga lampaklónni í hægt að draga hana út.  Þú horfðir dálitla stund á fyrirbærið, síðan á innstunguna og stakkst henni inn í hettufjandann, dróst hann út og skellihlóst þessum sérstaka Hulluhlátri sem strax gerði þig svo sérstaka.  Vinkona mín sá aðfarirnar og sagði ; hún er óvitlaus þessi og spái ég því að hún muni jafnan fara sínu fram í lífinu, þessi kona hét Inga Matthísen, hún er nú látin fyrir mörgum árum, langt fyrir aldur fram og var mamma hennar Kötu sem þú mannst áreiðanlega eftir.  Eitt er víst að spádómurinn gekk eftir.  Þú ert einstök perla Hulla mín litla, en oft hef ég viljað að þú hefðir líkst honum pabba þínum meir, hann er mun aðsjálli og gætnari maður en ég.  Kærar kveðjur frá Lása þín og þinna þín mamma.

Mamma (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 18:08

13 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þið eruð bara yndisleg öll Hulla mín, altaf jafn gaman að lesa þig. Eigðu góða helgi

Kristín Gunnarsdóttir, 6.2.2009 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband