Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Börn bulla

Fyrir ekki löngu síðan eyðilegði Júlíus hurð í skólanum (eða rispaði hana)við erum búinn að segja Júlla að hann verði að borga hurðina sjálfur með sínum peningum.
Það eru bara afleiðingar þess að skemma það sem maður á ekki.
Svoðeilis gera vel uppalin börn bara ekki. Og hann vill svo gjarnan vera góður og vel upp alinn.

Júlíusi finnst það ekki eins ljómandi hugmynd og okkur, en hann hefur ekki mótmælt þessu neitt að ráði, en komið með svona hugmyndir um hvernig væri hægt að komast hjá því að borga.
"Þetta var ekki einu sinni falleg hurð!" - Skiptir ekki Júlíus. Maður skemmir ekki. Sérstaklega ekki það sem maður á ekki-
"En ég heyrði einhverstaðar að hefði hvort sem er átt að taka hana burt" - Alveg sama strumpur. Þú verður að borga hana-
" Þetta var næstum því óvart" - Nei þetta var langt frá því að vera óvart-

Þessar samræður áttu sér svo stað kl 5:50 í gærmorgunn þegar ég var að keyra snáðana mína í skólann.

Júlli: Mamma ætti ég ekki bara að mála hurðina.?
Ég: Nei Júlli, þú þarft að kaupa nýja hurð.
Júlli: Já , en sko, ég er nebblega að safna fyrir dáltlu öðru.
Ég: Við erum búin að ræða þetta. Horfðu út um gluggann eða eitthvað, ég er að keyra og þegar ég er svona þreytt þá get ég ekki bæði keyrt og talað og hugsað... Þú veist... Eins og karlmaður.
Júlli: Það er dimmt, ég sé ekkert. Skooo ég var að huxsa og ef ég kaupi bara málningu þá vill Lars kannski hjálpa mér að mála hurðina. Þá þarf ég bara að kaupa málningu og þá á ég afgang fyrir hinu sem mig langar í. (Júlli veit ekkert hvað honum langar í, veit bara að það er ekki hurð.)
Ég: Hurðin er rispuð Júlli minn, það er ekki bara hægt að mála yfir það.
Júlli: En ef ég mála og lími svo plakat yfir rispuna (þarna er hann farinn að brosa, ég get heyrt það á röddinni hans þó ég sjái hann ekki í myrkrinu) Hann VEIT að þetta er góð hugmynd.
Ég: .....(Brosi samt)
Júlli:Ef ég kaupi svona plakat af mjólk, aþí að þetta er eldhúshurð. Það er ógisslega flott.
Jói: Þá þarftu að kaupa plakat, það kostar marga peninga. Teiknaðu bara mynd i sted for.
Júlli: Neeee ég kann ekkert að teikna mjólk.
Jói: En ef þú klistrar bara strái í rispuna og málar svo yfir, þá sést það ekkert...
Júlli: (dálítið æstur, og mjög hneykslaður)  Jói!!! Eru brjálaður, veistu ekki hvað hey er eldfimt!!!
Þarna var ég komin í frekar gott skap.
Atli Haukur: Strákar, það er til sérstakt krem til að smyrja í svona rispur...
Ómg. Og ég sprakk úr hlátri.
Og ég útskýrði fyrir strákunum að á íslensku, og reyndar dönsku líka héti þetta krem altså sparsl!

Þegar við svo sóttum púkana seinnipartinn tilkynnti Jóhann okkur að hann hefði útbúið boðskort í videokvöld og látið nokkra krakka hafa.
Ég var búin að segja honum kvöldið áður að ég skyldi hjálpa honum við þessi kort núna um helgina, en hann var nú ekki alveg að nenna að bíða eftir því.
Hann mundi nú ekki alveg hvað dag hann bauð krökkunum að koma.
En mundi að það var sennilega í kringum Páskana!!!
Mikið grunar mig að foreldrar þessara barna verði nú glöð og hamingjusöm þegar þau sjá þessi boðskort. Sérstaklega þegar þau taka eftir því að Jóhann bauð börnunum þeirra að koma frá föstudegi til sunnudags!!! Fínt frí það, nema fyrir okkur.
Einnig get ég ímyndað mér að sömu foreldrar verði fyrir voðalegum vonbrigðum þegar ég hringi til að segja þeim að þetta sé smá rangur misskilningur, og ég ætli ekki að vera með fullt hús af auka börnum yfir alla Páskahelgina.

Þegar ég setti strákana út við skólann í morgunn, tók ég af þeim loforð að haga sér vel og gera ekkert af sér. Eins og ég geri alltaf.
Gaman að vita hverju þeir taka upp á í dag.

Hafið góðan dag. Knús, Hulla.  Smile

 


Þunglyndi eða óhamingja?

Er ekki líka bara málið, að stundum er erfitt að greina á milli þunglyndis og óhamingju?
Eða er kannski hægt að lækna óhamingju með pillum?
Þekki persónulega helling af fólki sem hefur leitað til læknis í kjölfari erfiðleika s.s skilnaðar eða fjárhagserfiðleika, og gengið út með lyfseðil upp á þunglyndistöflur.
Er ekki stundum hægt að hjálpa fólki án þess að hrúga í það lyfjum?

Bara smá hugmynd.

 


mbl.is Efast um virkni þunglyndislyfja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lena 18 ára

Í dag verður litla afkvæmi mitt númer 2, 18 ára, sem þýðir að ég missi forræðið yfir henni Crying 
Hún hefur reyndar alltaf verið ofsalega sjálfstæð og hefur hingað til illa tekið tiltali en samt finnst mér þetta svo svakalega sorglegt.

Fyrir 18 árum var bolludagur. Við vorum nýflutt í plínkulítið húsnæði og ég var mestmegnis ein, því Óli (pabbinn) var að vinna og taka meiraprófið á þessum tíma, og kom því alltaf mjög seint heim.
Pabbi minn sótti okkur Dönu um 2 leitið þennan dag til að bjóða okkur í bollukaffi. Svo var ætlunin að horfa á Sankta Barbara sem var sýnd á stöð 2.
Ég átti ekki von á mér fyrr en daginn eftir og var búin að gera ráð fyrir að ganga með viku lengur eins og ég gerði með Dönu.
Þegar ég tók fyrsta bollu bitann kl 3 kom fyrsta hríðin. Hún var ekki góð. Ég var einhvernvegin ekki alveg að kveikja að þetta væri í raun og veru að gerast, því ég var ekki búin að reikna með að þetta mundi byrja að degi til.
4 mínútum seinna var ég samt viss og pabbi var orðinn fölur.
Hann keyrði  mig með það sama heim og tók til föt á Dönu því hann ætlaði að vera með hana á meðan ég væri að koma frá mér afabarni hans.
Ég hringdi strax í Óla í vinnuna. Þá var hann nýfarinn, en yfirmaður hans hljóp út á plan og náði í skottið á honum. 3 mínútum seinna hefði það verið of seint, hann hefði verið á leið í meiraprófið, og engir gemmsar á þessum tíma.
Hann var ótrúlega fljótur inn í Hafnarfjörð frá Sundahöfn. Við inn í Malibuin og lögðum af stað.
Ég var með bilaða verki og hrikalega lítil í mér. Þegar Óli svo ákvað að koma við upp í Breiðholti, sem er kannski ekki alveg í leiðinni, hélt ég hreinlega að ég mundi deyja. En honum fannst mjög nauðsynlegt að koma við hjá mömmu sinni til að ná í myndavél til að geta tekið myndir af ósköpunum.
Á þessum tíma var Reykjanesbrautin voðalega ný, og stytti sem betur fer leiðina upp í Breiðholt um helming.
Þegar við urðum svo bensínlaus milli Kaplakrika og Setbergsins var ég nokkuð viss um að litla barnið mitt mundi fæðast í gömlum Amerískum bíl á Reykjarnesbrautinni. Ég hefði átt að biðja pabba um að keyra mig.
Bensínmælirinn í bílnum var bilaður, nálin var föst og sýndi alltaf hálfan tank og Tobbi bróðir Óla hafði haft bílinn í láni kvöldið áður og ekkert verið að spá í þessu.
Nohhh, eníhá þá skutlaði Óli sér út úr bílnum og byrjaði að húkk! Martröð lífs míns var hafin. Að fara á puttanum upp á Fæðingarheimili.
Það stoppaði strax fyrir okkur gamall Skódi, Óli var orðinn ansi stressaður á þessum tímapunkti og nánast dró mig út úr bílnum og tróð mér aftur í Skódabílinn.
Bílstjórinn var á leið upp í Breiðholt sem passaði Óla ofsalega vel!!! Því hann var sko ekkert hættur við að ná í myndavélina.
Þegar næsta hríð skall á gat ég ekki hagað mér vel, enda óhemja mikil ef mér er illt, bílstjórinn gjóaði augunum í baksýnisspegilinn og svo á Óla. Þá fyrst útskýrði Óli að ég væri sko að fara að eiga en við þyrftum svo að komast til mömmu hans upp í Breiðholt til að ná í myndavél.
Og ég get alveg sagt ykkur að þarna kasólétt með hræðilega verki, óx álit mitt á Skódum um allan helming. Vá þeir geta svo vel keyrt hratt. Á augabragði vorum við upp í Fífuseli, Óli rauk inn en ég ákvað að bíða fyrir utan, enda gat ég orðið ekki gengið fyrir verkjum sem voru orðnir viðstöðulausir.
Ég er oft að hugsa um þvílík heppni það var að mamma hans Óla skyldi hafa verið heima.
Það var býsna oft að hún fór í búðir eða til mömmu sinnar eftir vinnu og þarna var hún bara rétt skriðin inn frá vinnu.
Við keyrðum í traffík dauðans niður á fæðingarheimi,á bílnum hennar Ann.
Og upp alla þessa stiga, ekki þægilegt að ganga upp stiga með hríðar.
Þegar við komum upp, tók á móti okkur sama ljósan og tók á móti Dönu, steinhissa á því að við höfðum ekki tekið lyftuna. Þvílík sæla. Ég var sett með það sama í skoðun, þar spurði þessi indæla gamla kona mig hvort ég væri mikið þjáð. Ég vældi eins og smá stelpa -sem ég reyndar var- að þetta væri svo sártttttt. Og hún trúði mér. Aðallega samt því hún sá höfuðið á barninu!
Ég gekk eins og með tunnu milli lappana inn í fæðingarherbergið og þar fæddist svo hún Lena mín 12 mínútum seinna, eða kl 16:50.

Í stuttu máli: Lena svaf svo fyrstu 9 mánuðina og hefur verið óþekk síðan.

Dana kom systur sinni heldur betur á óvart í tilefni dagsins.
Hún bauð litlu systur í heimsókn og til stóð að fara út að borða kvöldið eftir.
Kvöldið eftir er svo bankað og inn gengur Óli, sem ekki hefur verið í miklu sambandi við dætur sínar síðan að við skildum fyrir 16 árum síðan. Lenan mín ætlaði ekki að trúa því að hann væri þarna og hefur sennilega verið í gleði vímu langt fram á næsta dag.
Hugsa að hún hafi fengið bestu afmælisgjöfina þarna.

Það gleður mig ótrúlega mikið að sjá skotturnar mínar glaðar og ánægðar með pabba sinn.
Batnandi mönnum er best að lifa Smile og ég vona svo innilega að verði framhald af þessu.
Allavega er ég búin að bjóða Óla og konunni hans í grill í sumar... Svo er bara að sjá hvort þau eigi leið hér um.

Leyfi mér að setja hér inn 2 myndir sem ég fékk hjá Dönu í gær.

Lena með pabba sínumDana og hennar kona, Hanne
Lena með pabba sínum                Dana og hennar kona, Hanne.

Gleðilegan þriðjudag á ykkur. Mojna Hulla.


Orkulaus.

Ég er orkulaus með öllu í dag. Bara svo endalaust þreytt.
Samt skín sólin. Þessi elska.
Eina sem ég hef fengið út úr því í morgunn er að átta mig á að stofugluggarnir sem Eiki þreif að utan í síðustu viku og ég að innan á fimmtudagskvöldið eru skítugir. 

Morguninn byrjaði klukkan 5:30 þegar við vöknuðum hálftíma of seint. Í stað þess að skutla Eika og strákunum í sama bíltúrnum, varð ég að keyra Eika fyrst, koma svo heim og smyrja nesti, (sem ég hefði getað gert í gærkvöldi, en nennti ekki) Vekja strumpana mína, sem voru voðalega fegnir að fá að lúra pínu lengur, finna íþróttadótið og handklæði (sem ég hefði bæðavei líka geta gert í gær) og koma þeim út í bíl og keyra í traffík til Blans.

Þvottafjallið (sem ég var ekki í stuði til að brjóta saman í gærkvöldi) var ekki horfið þegar ég kom inn í stofu í morgunn. Gremjulegt. En þegar strákarnir voru komnir á fætur byrjaði snarlega að minka í því þegar hinar ýmsu flíkur flugu í allar áttir.
Ég mátti hafa mig alla við að grípa sokka og peysur sem þutu yfir höfuðið á mér.
Ég skutlaði mér hvað eftir annað og skautaði á maganum yfir gólfið til að forða hreina þvottinum frá því að lenda á gólfinu.
Nú er ég búin að lufsast við að brjóta allt saman en dettur ekki til hugar að ganga frá honum.
Ætla að gera milljónustu tilraunina í dag til að fá karlmennina á heimilinu til að ganga frá sínum þvotti sjálfir.
Stundum dettur mér í hug að ég sé annaðhvort nautheimsk eða heimskulega þrjósk að nenna að standa í því. Nema bæði sé. Blush

Ég er búin að eyða miklum tíma í að horfa út í loftið og út um gluggann í morgunn. Held að ég eigi eftir að spjara mig fínt á elliheimili þegar þar að kemur.
Ég dáist í raun og veru að því hvað ég er dugleg til að fá tímann til að líða án þess að gera handtak, ekki allir með þennan stórkostlega hæfileika.

Ef ég væri "klofin" mundi ég segja við hina mig.
"Drullastu til að taka þig saman og gera eitthvað kona!"
Og hin ég mundi svara.
" Hey op yours. Ég er að skoða veðrið."
og ég við hina eða öfugt. -eins gott ég sé ekki klofin, löngu búin að tapa þræðinum hver er hvað-
"Það rennur ekki í þér blóðið, Það er skelfing að sjá þig hengslast svona. Taktu járn eða eitthvað."
"Get lost."
Vá... Þá er ég amk kosti búin að komast að því að ef ég klofna einhvertíma þá er voðin vís. Er bara ekki að finna út úr þessu.

Nú ætla ég að reyna að afreka það að ryksuga stofuna og upp stigann... Ef ég gleymi mér ekki við að leita að ryksugunni...

Guð veri með mér í dag Halo  Mojn, Hulla Pulla hreingerningaróða... not!!!


Konudagurinn?

Ég held að það sé engin konudagur í dag í Danmörku. Allavega ekki hér í Bojskov.
Ég er búin að vera að vinna frá 7-3 og er bara vægast sagt uppgefin. Fékk engin blómst og ekkert nudd (ennþá) og ekkert heitt bað beið mín þegar ég kom heim.
Mér var reyndar boðið út að borða, en sé ekki fram á að komast vegna bensínleysis.
Eiki búinn að hvetja mig til að skella mér með, en sama hvernig ég reyni þá hefur bara ekkert bæst við bensínið bílnum. Gremjulegt.

Atli Haukur er búinn að vera að æfa sig í að taka upp af gólfunum án þess að nota hendurnar.
Þegar ég bendi honum á að það taki lengri tíma, þá fæ ég þau svör að hann þurfi allavega ekki að vera að beygja á sér lappirnar. Shocking Og belív jú mí, að taka sæng upp frá gólfinu án þess að beygja sig er bara pínu fyndin sjón.

Ég á frídag á morgunn og hinn. Sé alveg fram á að þeir fari báðir í tiltekt og þrif.
Ég get ekki sagt með góðri samvisku að það gleðji mitt litla hjarta. Mér finnst fátt leiðinlegra í þessari veröld en að hanga inni og taka til og þrífa. Geri það einungis af illir nauðsyn og svo líður mér svo skratta vel á eftir. Sérstaklega þegar strumparnir er komnir í rúmið og ég get kveikt á kertum út um allt og hellt mér rauðvíni í glas... og sofnað svo út frá því yfir auglýsingunum.

Langar miklu frekar að eyða tímanum mínum í eitthvað sem mér finnst skemmtilegt. T.d að lesa, eða hugsa, eða blogga, eða bara dagdreyma. Svo keypti ég mér striga fyrir jól sem ég á eftir að æfa mig á.
Ég er búin að mála 2 litlar myndir. Þær eru báða hver annarri ljótari, en ég hengdi þær samt báðar upp í forstofunni og ætla mér ekki að taka þær niður.
Það eru nefnilega alltaf málverkasýningar í vinnunni minni, þar hanga yfirleitt forljótar myndir sem kosta fáránlega mikið af peningum.
Ég er búin að verðsetja ljótu myndirnar mínar og á nú 2 málverk að verðmæti 2000 dk. LoL
Striginn sem ég á eftir að mála á er risastór og það málverk -sama hversu ljótt það verður- er metið á 5000 dk.
Finnst ég einhvernvegin bara pínu rík í augnablikinu, jafnvel þó ég eigi ekki fyrir bensíni.

Well well. Hér bíður eftir mér fjall af þvotti sem er ekkert á leiðinni að hverfa Angry

Knús. Hulla Pulla.

 


veðurbreytingar fara BARA illa í mig. Dööö

Sko ég finn hjá mér óstöðvandi þörf til að tjá mig örlítið meira um svart fólk.
Í kommentunum frá síðustu færslu virtist vera einhver smá misskylngur í gangi, nema hjá Heidda.
Negri og Niggari er nebblega bara alls ekki það sama!
Ég meiri segja gekk svo langt að kíkja í orðabók. Bæði íslenska og dansk Woundering og í þetta sinn hef ég ekki rangt fyrir mér. Þarf alltof of að éta eitthvað ofaní mig.
Niggari er niðrandi og negri bara fallegt orð um svartan mann.
Verð einlega að kynnast einhverjum svörtum til að fá álit frá manni á fremsta bekk..
Óska hér með eftir einum þannig.

Lífið rennur hérna áfram hjá okkur eins og kekkjóttur grautur. Rigning í dag, sól á morgunn. Von á hita í næstu viku en búið að breyta því á morgunn.
Skyldu veðurfræðingar einhvertíma hugsa út í hvað þeir geta fokkað upp hverdagsleikanum hjá venjulegri Hullu með öllum þessum breytingu á veðri.

Farin að kveikja á kertum.... Knús á ykkur. Mojn, Hulla Pulla.


Pæling.

Smápæling...

Notið þið orðið negri eða eitthvað annað þegar þið talið um svarta menn?
Ég spyr kannski voða kjánalega, en það virðist fara rosalega fyrir brjóstið á sumum (hvítum) þegar ég segi negri.
Ég tala aldrei niðrandi um svart fólk, þvert á móti finnst mér svart fólk ofboðslega heillandi og fallegt. Og mér finnst það meiri að segja hafa marga kosti yfir hvíta menn...

Allavega, hvaða orð notið þið? 

Hulla hvíta.


Tunglmyrkvi!

Hey nú veit ég hvaðég ætla að gera í nótt!!! Joyful 
Róleg...
Fyrst ætla ég að leggjast á bæn og biðja fyrir stjörnubjörtum himmni... Í nótt.
Svo ætla ég að sofna yfir sjónvarpinu... Hrökkva svo upp um 3:53, pissa og rjúka út á verönd.
Verð með lopapeysuna tilbúna hjá hurðinni.

Þar ætla ég að standa til kl 4:51 og upplifa tunglmyrkva Smile  Það skal takast núna. Mér finnst ansi oft verða tunglmyrkvar en þeir eru bara alltaf á nóttunni, og þá er ég yfirleitt sofandi á mínu græna.

Mótmælandinn lét loksins vita af sér áðan.
Samt ekki fyrr en ég skrifaði honum hótunar email Blush 
Maður verður pínu worry... Gaf honum frest til að svara þar til í kvöld, en hann svaraði eftir 8 mínútur. Hann þurfti að sofa úti eina nótt, en það finnst mótmælendum og byltingarmönnum voða gaman. Errm

------------------

Gott kvöld,,, Hull the Pull

 


Vorið er komið :)

Já ég drakk hádegiskaffið mitt úti í dag. Sólin skín og fuglarnir singja -sumir skrækja reyndar- Hitamælirinn sýnir 10,5 gráður og ég get auðveldlega séð að biluð garðvinna bíður okkar.
Húsið mitt er stútfullt af kisum, þar sem allt er opið upp á gátt til að hleypa inn vorinu.
Ég verð bara svo glöð í svona góðu veðri.
Búin að vera að þrífa í allan dag og hlakka mikið til þegar ég loksins verð búin.

Atli Haukur og Júlíus byrjuðu í Budo Karate í gær. Júlli ekkert smá spenntur en ég varð nánast að draga Atla Hauk út. Hann var ekki að nenna, enda ekki mikið "nenn" hjá honum yfir höfuð.
Atlinn minn er það latur að þegar hann var í karate fyrir 2 árum síðan, nennti hann ekki að leggja sig fram í fyrstu beltagráðunni og "svindlaði" og var sá eini af 30 manns (held ég) sem náði ekki nýju belti. Það var ansi mikið högg fyrir minn mann því hann hefur alltaf komist upp með að vera latur.
Hann hefur notað "blikk blikk" augnaaðferðina og það hefur virkað hjá honum hingað til.
Ég og Lena biðum eftir þeim og fengum að horfa á fyrstu æfinguna.
þeir voru þvílíkt að standa sig drengirnir. Atli Haukur hefur greinilega engu gleymt síðan síðast og lagði sig allan fram. Júlli var svo einbeittur að tungan hékk niðra bringu næstum allan tíman.
Og þeir voru ekkert smá hamingjusamir þegar þessi fyrsta æfing var búin. Veit samt að ég þarf að draga Atla Hauk með á morgunn líka Smile Þannig er bara Atli Haukur.  

Um helgina er ég að spá í að dobla Eika til að byrja á að tæta upp matjurtargarðinn okkar.
Við erum ótrúlega duglegt fólk... fyrir tveimur árum byrjuðum við með fyrsta matjurtargarðinn okkar.
Það gekk ótrúlega vel. Við fylgdumst með þegar græn grös byrjuðu að kíkja upp á yfirborðið og töluðum um hvað við værum nú græn og vistvæn. Svo kom smá rigningartímabil... ca vika... og við íslendingarnir héldum okkur að sjálfsögðu innandyra á meðan, til að blotna nú alveg örugglega ekki.
Á meðan át illgresi garðinn okkar. Blush
Í fyrra færðum við svo garðinn neðst í eitt hornið á garðinum (Garðurinn okkar er ca 1000 fermetrar svo nóg er plássið)
Eiki djöflaðist langt fram eftir mörg kvöld í röð við að tæta upp og rífa í burtu allskonar rætur og gera garðinn í gróðursetjanlegt stand.
Á meðan dúllaði frúin sér hérna inni við að koma til baunum og fræjum í pottum.
Svo fórum við og gróðursettum allt dótið hérna úti, ásamt kartöflum og einhverju fleiru.
Svo kom rigning, sem stóð reyndar yfir allt sumarið...
Nú ætlum við að kaupa okkur regnföt og reyna í 3ja sinn. Grin

Eigið góðan dag. Hulla pulla


Baráttumaðurinn farinn :(

Þá er baráttu og byltingarmaðurinn, frændi minn farinn.
Við keyrðum hann niður á aðalveg um kl 16:30 í dag. Ömurlegt að skilja litla frænda minn eftir þar aleinann. Ég fór samt ekkert að gráta. Fer eiginlega bara að gráta þegar ég kveð pabba. Enda pabbastelpa með eindæmum.
Haukur eldaði handa okkur í gær. Hann er nefnilega grænmetisæta, en því hafði ég gleymt allt um og var bara endalaust búin að velta fyrir mér hvaða gómsætu kjötrétti við gætum gefið vesalings utangarðsmanninum.
Fyrsta kvöldið vorum við með humarsúpu og frikkadellur. Heppin þar því Haukur borðaði humarsúpuna (enda dósasúpa og sennilega ekki einn einasti humarhali í henni) og svo steikti Eiki handa honum grænmeti og sauð pasta. Ekki spennandi það.
Allavega vildi Haukur endilega elda handa okkur rússakássu í gærkvöldi. Lofaði mér samt að það væri ekki einn einasti rússi í henni. Enda segir það sig svosem sjálft. Ég nota t.d engar ömmur í ömmukleinurnar mínar. Tounge
Rússakássan smakkaðist voða vel og ég nýtti meiri að segja afgangana í kvöld.
En þegar ég skildi hann frænda minn eftir aleinann út á aðalgötu leið mér alltí einu svo sorglega.
Langaði klukkutíma seinna að fara að tékka hvort hann væri þarna ennþá og taka hann bara með heim og bann honum að þvælast um alla heima og geima á puttanum.
En hann lofaði að skrifa mér email þegar hann kæmi til köben  og láta mig vita af sér. Svo kemur hann kannski við aftur, því eftir einhver mótmæli í köben er förinni haldið til Ítalíu eða Spánar... á puttanum!

Svona í lokin. Hatið mitt í dag er kolaofnar. Ég hata þá meira en allt annað í augnablikinu. Svo finnst mér gjörsamlega bara karlmannsverk að kveikja upp í þeim. En hálvitinn ég mútaði Eika að fara með Atla Hauk í klúbbinn í 2 tíma og lofaði í staðinn að gera allt í heiminum fyrir hann í staðinn, ég get sjálfri mér um kennt s.s.

Jú og Atli Haukur var dag 1 á svínabúinu í dag. Kom heim eftir 8 tímana með stjörnu í augum og skítugur og með endalaust af sögum af nýfæddum grísum. Bara hamingjusamur.

Mojn í bili. Hagið ykkur vel og passið ykkur vel.
Love ya all.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband