Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Undirbúningurinn að hefjast :)

Í dag ætla ég að byrja að undirbúa fermingu Atla Hauks sem er á sunnudaginn.
Ég er ekki búin að gera handtak, en búin að hugsa dálítið í gær og í nótt. Það er allavega byrjunin.
Nú er ég bara að bíða eftir að Eiki komi heim úr vinnu svo ég geti farið að þræða fiskbúðir suðurjótlands í von um að finna humar á þannig verði, að ég neyðist ekki til að taka að mér aukavinnu á grensanum.
Drengurinn vill helst af öllu humar og þar sem hann hefur ekki beðið um neitt svo til, fyrir utan fötin sem pabbi hans er búinn að kaupa, þá verður látið að ósk hans ef mögulegt er.
Svo fékk ég þá dásamlegu hugmynd að leigja partýtjald því það er sennilega miklu huggulegra en að kúldrast hérna inni.
Þeir (veðurguðirnir) eru búnir að breyta veðrinu á sunnudaginn. Í stað rigningar eru þeir búnir að setja inn sól og blíðu og 18 °c. Það er nokkuð sem gleður mitt litla hjarta. Ekki oft á ári sem ég óska eftir góðu veðri og finnst bara sjálfsagt að það sé látið eftir mér.

Atli Haukur er búinn að láta klippa sig. Hann er ekkert smá fallegur svona.
Ég var orðin hræðilega hrædd um að það væru mistök að láta hann klippa sig stutt. Hann er búinn að vera ansi loðinn í 3 ár núna og ég orðin vön honum þannig.
Ég var líka rosalega hrædd um að hann yrði ljótur Blush Vei nú ekki alveg hvernig mér datt það í hug, en það virðist bara vera þannig með mig, að ef ég er undir álagi af einhverri gerð, þá brýst það út í einhverju svona kjaftæði og bilun.

Ég lét svona allar meðgöngurnar til dæmis.
Þegar ég var orðin fullviss um að ekkert væri að börnunum mínum, líkamlegt eins og klofinn hryggur og vatnshöfuð, hjartagallar og fleira,  enda alltaf í sónar, fékk ég þá frábæru hugmynd að mögulega yrðu börnin mín ljót. Og jafnvel leiðinleg. Aðallega ljót samt.
Þetta er náttúrulega bilun, og ég viðurkenni það fúslega að ég sé ofboðslega biluð á köflum.
Alla vega var meðgangan með Dönu auðveldust að þessu leiti. Ég hafði jú engan samanburð. En var engu að síður mjög hrædd um að fá ljótt barn.
Eftir að Dana kom í heiminn, fegurst allra barna, og ég varð ólétt af Lenu, komst bara sú hugsun að að Lena yrði ljót. Allir mundu dáðst að Dönu og líta svo skringilega á Lenu og ekki segja orð.
Ég þjáðist af þessari brenglun í marga mánuði.
Svo fæddist Lena og ég fékk eitt fallegt barn til viðbótar.
Þarna var ég orðin voðalega örugg um að Óli Rúnar væri bara djöfull góður til undaneldis... Þannig að ég skildi við hann! Ætli það sé ekki merki um og ég sé haldin sjálfspíningarhvöt?
Fékk mér pabba hans Atla Hauks og við tóku fleiri martraðir um ljót börn.
Hvað ef Atli Haukur greyið yrði nú hræðilega ljótur. Það er náttúrulega bara erfitt að vera ljótastur af systkinunum. Vissi náttúrulega ekkert hvernig pabbi hans væri í barnagerðum og leið því vítiskvalir meðan ég beið eftir að hann liti dagsins ljós.
Þegar hann fæddist, fannst mér hann reyndar pínu ófríður, en á fallegan hátt. Ég varaði meiri að segja pabba við, þegar hann kom til að kíkja á kútinn.
En nokkrum tímum seinna var hann orðinn bráðfallegur og pabbi fékk aldrei að sjá hann ljótan. Enda hélt hann að ég væri að ljúga.
Þar þarf nú varla að segja frá því að ég er spennufíkill mikill og skipti því um mann fljótlega eftir að Atli Haukur fæddist, til að storka örlygunum.
Ég veit að mörg ykkar hugsa núna... "Vá hún er ekki heil" og kannski er það bara rétt. Kannski er ég bara illagefinn kjáni (Sérstök kona) að blaðra svona um það sem engum kemur við, en... só.
Alla vega ákvað ég að prófa fegurðar genin mín eina ferðina enn.
Ég var nefnilega orðin nokkuð sjúr á að fegurð barnanna kæmi frá mér en ekki pöbbum þeirra.
Á óléttu Júlíusar fór ég samt að efast um þessa kenningu mína. Sá fyrir mér barna sem væri blanda af okkur Eika. Þá meina ég bókstaflega blanda af okkur. Með nefið hans Eika, og hökuna mína, sem passa ekki saman. Ennið mitt og kollvikin hans Eika. Varirnar mínar og skeggvöxtinn hans Eika ( ef þetta yrði stelpa) Endalausar áhyggjur.
Júlli minn fæddist svo í sigurkufli, fallegur eins og hin börnin og ég ákvað að nóg væri komið af sjálfskaparkvölum og ég hætt í barneignum.
Verð ég svo ekki bara ólétt eina ferðina en, og hef ennþá ekki hugmynd um hvernig. Þó að ég geri mér fulla grein fyrir hvernig börnin verða til.
Hræðileg meðganga, ég dreymdi meiri að segja ljót börn. Fór líka að fá áhyggjur af því að fá voðalega ljótt barn og sjá það kannski ekki sjálf. Hverjum finnst jú sinn fugl fagur.
Ég man ég tók loforð af Jóu um að ljúga ekki að mér. Hún lýgur ekki að börn séu falleg ef henni finnst þau ljót. Hún er nú kannski ekkert að flagga því, en ekki spyrja systur mína að einhverju viðkvæmu nema að þú sért tilbúin að heyra hennar álit og hreinskilið svar.
Allavega var Jói eins og lítil geimvera þegar hann fæddist. Að sjálfsögðu fannst mér hann fallegasta barnið á deildinni og taldi mér trú um að starfsfólkinu þar fyndist það líka.

Í dag held ég að ég líti heilbrigt á börnin mín. Þau eru öll vel af guði gerð og falleg með eindæmum.
Þau hafa öll farið á ljótt tímabil... eða ófrítt tímabil, en öll orðin falleg aftur.
Set eina mynd af Jóa og Atla Hauk inn. Júlli er hjá Dönu og því set ég eina af honum seinna.

Atli og Jói

 


Í bað með könguló.

Gærdagurinn var eitthvað öfugsnúinn.
Hann byrjaði á að ég kom heim úr vinnunni, og fór að sofa.
Meðan aðrir í þessu landi nutu sólar og hita lá ég sem sagt á mínu græna og svaf. Dreymdi ekki einu sinni...
Ég svaf allveg til fjögur og dreif mig þá í föt og út í bíl að ná í Eika og strákana.

Eftir að hafa gefið strákunum mínum að borða og spjallað smá við Lenu, sem var í heimsókn, ákvað ég að drífa mig í sturtu.
Það eitt og sér er kannski ekki frásögu færandi, en þegar ég var búin og dró sturtuhengið frá, blasti við mér stór og feit KÖNGULÓ!!! Hún kúrði sig út í horn á sturtubotninum, ekki viljað blotna, og ég hef sem betur fer ekki séð hana fyrr en ég var hvort eð er á leiðinni fram.
Ég hef kannski ekkert mikið verið að nefna það, en mér er meinilla við þessi dýr. Hef eiginlega bara fóbíu. Get sturlast ef ég uppgötva eina svona á mér eða of nálægt mér.

Ég tók þessu öllu með jafnaðargeði og steig ofur varlega upp úr sturtubotninum. Þurrkaði mér. Tók ekki augun af þessu dýri, sem var hálf dasað eftir gufuna sem hafði myndast, því ég fór í voða heita sturtu. Svo fór ég fram, án þess að aflífa dýrið. Geymdi það handa Eika. Hann var á leiðinni heim af kvöldvakt og mér fannst bara við hæfi að hann sem karlmenni heimilisins, tæki að sér að hreinsa út svona skordýr.
Þegar hann kom svo heim klukkutíma seinna var ég búin að gleyma köngulónni. Það merkir kannski að ég er ekki eins logandi hrædd við þær og ég var.

Var komin í vinnuna rétt fyrir 23 og tók við rapporti, eins og ég geri í hvert sinn sem ég tek næturvakt.
Gekk svo á stofurnar um tólfleitið til að athugar hvort allir gamlingjarnir mínir væru á sínum stað og svæfu vært, eins og ég geri í hvert sinn sem ég tek næturvakt.
Sótti svo spilastokk til að geta lagt kapal, og var á leiðinni á deildina þar sem ég sit á næturvöktunum þegar ein gömul kom á móti mér.
Þessi 97 ára gamla kona leggur á sig að arka yfir 100 metra aðra leiðina, á hverri nóttu, stundum 7x sömu nóttina, til þess eins að segja mér að hún vilji gjarnan í rúmið og hvort hún fái nú ekki frið til að sofa í friði. Algjör dúlla.
Þegar ég var búin að koma henni undir sæng og var á leiðinni aftur á minn stað sé ég eitthvað framundan mér.

Sko, nú verð ég eiginlega að reyna að lýsa hvernig þetta er á þessum stað svo að þig áttið ykkur.
Þetta elliheimili saman stendur af þremur deildum sem allar eru samvaxnar.
Húsið er byggt í hálfgert F. Öfugt... Kann bara ekki að snúa því.
Neðst á F-inu er deild 3. Alveg neðst á F-inu er samverustofan þeirra og eldhús, og stór gluggi alveg í botninum. Svo ef maður labbar upp F-ið eru íbúðir gamlingjana beggja megin við gangin sem er alveg um 2.5 metrar á breidd. S.s nóg pláss. 
Þegar maður kemur að fyrsta ganginum út frá þessari deild, sem er þá neðsta strikið í F-inu. Og til vinstri, þar sem F-ið er öfugt manstu. þá er maður komin út á ganginn sem skrifstofurnar eru og dagcenterið og það allt. En ef maður heldur bara áfram þá fer maður í gegnum einar dyr og ,dadada, komin á deild 2. Deild 2 nær sem sagt frá neðsta út strikinu í F-inu og alla leiðina upp. Deild 1 er svo efsta strikið til vinstri í öfugu F-inu.
Efst á F-inu, á lóðrétta strikinu er svo samverustofa og eldhús og þannig lagað og þar sit ég á nóttunni.
Þetta er það stórt að frá deild 3 og að deild 1 eru 163 metrar. Aha.
Dágóður labbitúr sem maður fær í vinnunni.

Ég er sem sagt að koma frá deild 3 og inn á deild 2 þegar ég sé eitthvað á gólfinu framundan.
Ég var sem betur fer gleraugnalaus og sá þess vegna ekki hvort að þetta væri mús eða froskur eða eitthvað rusl... fyrr en þetta fór að hreyfa sig!
Þá áttaði ég mig á að þarna fyrir framan mig var sú allra stæðsta könguló sem ég á ævinni hef séð. Sem er ekki í búri...
Ég stóð sem lömuð og gat ekkert gert. Alein á þessu risastóra elliheimili og komst ekki fram hjá þessari hlussu. Þó að gangurinn sé 2,5 metrar á breidd lagði ég ekki í að stökka fram hjá henni því að ég hef séð köngulær hoppa og þessi gat ábyggilega hoppað hæð mína.
Hún byrjaði að skokka í áttina að mér og drungalegur skuggi af henni varpaðist á veggin. Hann var ógeðslega stór. Ég heyrði í henni þegar hún steig niður, svo þung var hún.
Ég æpti að sjálfsögðu og var orðið slétt sama hvort ég mundi vekja gamlingjana.
Uppáhalds næturvinur minn var aldrei þessu vant sofnaður. Annars hefði ég náð í hann og trillað honum fram í hjólastólnum sínum og láti hann kála kvikindinu. Kunni bara ekki við að vekja hann þegar hann loksins svaf.
Var að hugsa um að hringja í útigrúppuna,en mundi svo að Teddy sem er vanur að keyra átti frí og það hefði verið frekar kjánalegt að biðja einhverja kjellu sem ég þekki ekki baun, um að drífa sig til mín til að slást við könguló um miðja nótt. 112 kom til greina en aulinn ég hafði skilið símann eftir í hinum enda deildarinnar og til þess að ná í hann varð ég að komast fram hjá kvikindinu.
Skyndilega breyti fröken könguló um stefnu og fór alveg að öðrum veggnum.
Ég tók þvílíkt viðbragð og stökk í æðiskasti framhjá, gaf frá mér vægast sagt mjög undarleg hljóð á meðan og er guðs lifnadi fegin að engin heyrði í mér. 
Ég leit við og sá að skordýrið hafði stansað, snúið sér við og horfði á mig hatursaugum.
Ég hugsaði svakalega hratt og stökk að því búnu nn í þvottahús til að finna eitthvað köngulóaeitur.
Var alveg búin að láta mér detta til hugar að ná í sóp eða þvegil eða eitthvað svo ég gæti kramið hana, en fékk það ekki af mér, auk þess rosaleg gunga, þorði því ekki.
Auðvitað fann ég ekkert sem hét köngulóaeitur, en ég fann úðabrúsa með hreingerningarvökva í. Brúsa sem hægt er að stilla hvort maður vill eina bunu, eða úðun.
Prófaði í örvæntingu minni að buna á lítinn dordingul sem var að þvælast eitthvað inn í þvottahúsi og hann lést á svipstundu. Greyið.
Ég stökk af stað, vopnuð brúsanum og sá að stóra hlussan var ekkert búin að hreyfa sig og var greinilega bara að bíða eftir að ég gengi fram hjá til að getað stökkið á mig og bitið mig.
Ég hafði góða 2-3 metra á milli okkar og titrandi bunaði ég fyrstu bununni á hana.
Hún hörfaði og tók á rás í áttina að hurð eins gamlingjans og þá gerði ég mér grein fyrir að ef hún skriði undir hurðina og inn í íbúðina, þá yrði þeim íbúanum ekkert hjálpað þessa nóttina.
Hlussan komst ekki undir hurðina. Hún reyndi, og ég er ekkert að ýkja þegar ég segi að stærðin á henni var slík að hún komst ekki undir hurðina.
Ég bunaði aftur á hana og aftur og aftur og hjartslátturinn var að gera út af við mig. Brúsinn var farinn að renna til í höndunum á mér, svo mikið svitnaði ég í lófunum. Ég var að kafna úr hreingerningarfýlu. Mér sveið í augun og var alveg á mörkunum að fá taugaáfall þegar köngulóin fór að draga afturfæturna. Þá var brúsinn örugglega hálfnaður.
Ég spreyjaði samt 30 sinnum en til örygis.
Köngulóin var komin undir sófa sem stendur þarna á ganginum og virtist dauð. Ég stóð í polli af stinkandi hreingerningarvökva og með kökkinn í hálsinum skjögraðist ég inn í samverustofuna og settist niður og fékk mér bolla af svörtu kaffi. Setti fæturna upp á stól, því ekki langaði mér að fá könguló upp buxnaskálmina mína.
Ég var með bullandi samviskubit og leið ekki vel. Aldrei gott að drepa dýr, nema húsflugur.
Þaðan sem ég sat gat ég horft fram og niður ganginn. Við endann á ganginum er sófinn sem köngulóin skreið undir. Frá sófanum og að stólnum sem ég sat á eru litlir 32 metrar! Þegar ég setti á mig gleraugun SÁ ég kvikindið undir sófanum. Alla þessa leið.

Þegar loksins útigrúppan kom inn að hjálpa um 2 leitið, spurði ég konuna sem ég þekki ekki baun, hvort hún gæti tekið köngulóna og sett hana í klósettið svo ég gæti unnið án þess að vera alltaf að spá í hvort ógeðið væri lifnað við. Hún hélt það nú, þessi elska, en fékk samt vægt sjokk þegar hún sá stærðin á henni. Sagðist aldrei hafa séð svona stóra könguló.

Nú er ég bara að spá í hvar fjölskylda þessarar köngulóar er. Varla var hún einstæðingur, þó ég voni það innilega.

Ég er í fríi fram á sunnudagskvöld og ætla þá að taka með mér skordýraeitur.

Takk fyrir kommentin og kveðjurnar, elska komment og kveðjur.
Góða helgi á ykkur öll.


Guð og aðrir...guðar. OG Dr Hook

Ég fór í fermingarfræðslu vegna Atla Hauks í síðustu viku. Eða svona foreldra undirbúning...eitthvað.
Það  var fróðlegt.
Ég hef alltaf pælt svakalega mikið í Guði og á einn sem er sérstaklega góður.
Minn Guð er ekki hefnigjarn. Þó að ég misstígi mig eitthvað í þessu lífi, þá kem ég ekki til með að brenna í helvíti. Minn Guð er nefnilega ekki þannig hannaður.
Ef ég skíri ekki barnið mitt og það deyr, þá fer það heldur ekki til helvítis.
Þó ég mæti aldrei nokkur tíma í kirkju, þá er mínum guði slétt sama. Hann er voða sjaldan í kirkju sjálfur, og veit að þar sem ég er mjög upptekin kona, þá pressar hann ekkert á mig að eyða mínum frítíma í kirkjusókn.
Minn guð er ekki sáttur við þjófnað eða lygar, samt mundi hann ekki láta ógæfu í tonnavís hrynja yfir mig þó mér yrði á að segja ósatt eða stela undan skatti.
Og minn guð mundi svo sannarlega ekki detta það til hugar að "kanna" hversu trúuð ég væri með því að láta mig næstum fórna einu barnanna minna. Minn guð er nefnilega ekki kríp.
Mínum Guði er slétt sama um hvort fólk er svart eða hvítt, frá grænlandi eða Júgóslavíu. Kynvillt eða kynfundið. Honum er sama svo lengi sem fólk er hamingjusamt og særir ekki annað fólk.
Mínum Guði er ekki vel við peninga frekar en mér. Honum finnst peningar sú mesta vitleysa sem um getur. Það finnst mér líka. Enda sammála mínum Guði í næstum öllu.

Guðinn minn er ótrúlega mikill húmoristi, og þó að ég segi eitthvað svakalega fynndið, sem öðrum finnst ekki viðeigandi (sem skeður bæðavej ansi oft) þá hlær hann með mér og finnst ég bara dúlla, því hann nefnilega veit að ég er góð í gegn, og minn oft á tíðum sjúki húmor, meinlaus með öllu.

Ég má ákalla Guðinn minn þegar mér hentar... ó mæ god, þá veit hann að ég hugsa um hann stöðugt.
Honum er líka alveg nákvæmlega sama þó ég tali við framliðna, svo sem ömmu, afa eða tengdapabba ef mér vantar stuðning og hjálp NÚNA. Hann skilur mig bara svo vel.
Hann fyrirgefur mér líka ef ég geri eitthvað smá rangt, svo sem... eitthvað. Dettur ekkert í hug ræt náv.

Minn guð er bestur.
Mér finnst ég næstum því hrokafull að hafa gift mig í kirkju hjá lúterskum presti.
En minn Guð er búinn að sannfæra mig um að það breyti ekki baun.
Presturinn sjálfur sem gaf okkur saman, og lýsti því yfir að við Eiki værum eitt kjöt, er nefnilega ofboðslega mannlegur og veit að það var bara ekkert annað í boði fyrir mig og minn Guð, og Eika.

Ég er samt ofboðslega heilluð af kirkjum og kirkjugörðum. Finn fyrir ólýsanlegum friði þegar ég kem í kirkju og/eða garða. finn reyndar fyrir svipuðum frið og ró þegar ég kem í Nornabúðina til Jóu systur. Dásamlegur staður.

Ég trúi samt alveg á að Jesú hafi verið uppi fyrir 2000 árum, og verið brautryðjandi síns tíma. Án efa töff strákur, sé einhvern vegin alltaf fyrir mér Pál Rósinkrans þegar ég hugsa um Jesús.

Allavega...Atli ætlar að fermast.
Ég lét skýra hann. Hann var of ungur þá til að mótmæla.
Hann er of ungur núna til að vita hvort ferming sé virkilega það sem hann vill.
Það eina sem móðir hans getur gert í stöðunni, er að upplýsa hann hvernig vel uppaldir, kristnir drengir haga sér.

Dana fermdist 6. maí fyrir mörgum árum. Hún tók samt ekki ákvörðun fyrr en í byrjun apríl, sama ár.
Þá var hún búin að fara í fermingarfræðslu allt skólaárið og var orðin nokkuð viss um að þetta mundi henta henni. Hún sagði mér samt að hún væri ekki 100% viss. Og það gladdi mig. Ég vissi að hún væri að segja mér satt og það finnst mér eitt af því mikilvægasta í þessum heimi. Sannleikur.

Lena fermdist ekki. Hún segir það vera mér að kenna. Það er ábyggilega rétt hjá henni að vissu leiti.
Við vorum nýflutt hingað út. Hún var ekki búin að mæta í messur eða fermingarfræðslu heima.
Séra Kingó sagði að hann mundi ferma hana ef hún kæmi með skriflegt frá prestinum heima, að hún væri komin með svo og svo margar messur og búin að læra hitt og þetta. 
Þetta fékk hún. Presturinn heima LAUG, til að hún gæti fermst. Ég var ekki kát.
Það spilaði bara svo margt annað inn í. Við vorum nýflutt hingað út þekktum engan og ekki sála hefði komið til hennar í veislu. Ekki þarna. 
Við töluðum heillengi saman og komumst að þeirri niðurstöðu að það væri skynsamlegast að bíða með ferminguna í eitt ár. Ári seinna var Lena á allt annarri bylgjulengd.
Hún er sem sagt ófermd eins og mamma sín og ekkert verri fyrir því. Guðinum okkar er líka sama.

Atli minn fær litla notalega veislu.
Engin hvorki úr móður né föðurættinni hans koma.
En honum er sama. Hann veit að amma Lára kemur og allt fólkið hans Eika hérna úti. Þóra vinkona og Lars. Og hann veit að afi hans kemur sennilega í sumar.
Atli Haukur er nægjusamur og gerir sér grein fyrir því að stórri veislu fylgir mikið af gjöfum og peningum. Og þó að drengurinn sé afskaplega lélegur í stærðfræði, veit hann að hann kemur ekki til með að fá helminginn af því sem fermingarsystkini hans fá.
Móðir hans er stoltust af snáðanum, sem ætlar að láta skera hár sitt á morgunn, og fermast í íslenska þjóðbúningnum, ef pabbi hans verður búinn að senda hann í tíma.

Megi Guð (inn minn) vera með ykkur í kvöld.

Smá viðbót.
Bara varð... búin að vera á smá Dr Hook flippi... Enjoy InLove  Líkist Jesús???
Uppáhaldið mitt

Gott í bílinn :D



  


Brjálað að gera :)

Þá er Misan mín loksins búin að eiga. Hún byrjaði um hádegi í gær, og til að byrja með leit út fyrir að allt mundi ganga vel og taka stuttan tíma. Hún byrjaði strax að rembast vel og kveinkaði sér ekki hið minnsta.
Þegar Eiki svo kom heim með strákana um þrjú var hún ekki en komin með kettling.
Loksins klukkan hálf fjögur fór að sjá í belg. Mikið létti mér. En ekkert meira gerðist. Kisa rembdist eins og hún ætti lífið að leysa og rembdist meira en aldrei haggaðist belgurinn.
Ég var orðin frekar óróleg og búin að skrifa bæði Eika og Þóru hrúgu af smsum. Loksins sprakk belgurinn og þá hélt ég nú að þetta kæmi. En nei. Aldeilis ekki. Í staðinn sá ég eitthvað loðið og dökkbleikt eitthvað. Eitthvað sem leit út eins og hárlaust eyra eða eitthvað dónalegt Blush Ég var nú bara ekki að átta mig á þessu og var orðin viss um að þetta væri eitthvað allt annað en kisi sem var að reyna að brjóta sér leið þarna út.
Um fimm leitið var ég gjörsamlega að missa vitið og hringdi í dýralækni.
Hún sagði mér að koma bara strax með kisu svo hún gæti litið á hana.
Ég var bíllaus,en klukkan hálf sex kom Beggi bróðir frá Berlín með vinkonu sinni og þau voru svo væn að skutla mér með kisu.
Beggi ofnæmissjúklingur tók að sér að keyra og það var alveg greinilegt að hann vildi umfram allt koma kisu til læknis áður en hann yrði veikur, þannig var ökulagið. Smile
Um leið og Beggi keyrði framhjá dýralækninum fann ég að eitthvað var að gerast hjá Misunni. Meðan Beggi snéri við kíkti ég undir teppið sem ég hafði vafið utanum Misu. Þá sá ég hálfan kettling. Virtist steindauður. Og þetta dökkbleika (dónalega) reyndist sem sagt vera tungan á kisa...Misa rembdist aftur og restin að kettlingnum rann út... steinlátinn. Svo fór hann að hreyfa sig og ég var viss um að dauðakippirnir væru að koma fram.
En kisi litli lifði og er næstum jafn stór og viku gamlir kettlingarnir sem fröken Kisa á.Mynd080
Eftir að fá skoðun hjá dýralækninum og kassa fyrir mæðgin keyrði Beggi okkur í loftköstum heim.
Þar fæddust síðar 2 aðrir risastórir kettlingar. Og eitt er víst. Hér í sveitinni er stór grár kisi á flækingi og dreifir sínu sæði ansi víða. Bæði Kisa og Misa eignuðust gráa kettlinga. Þannig að þessir 7 kisuungar eru sennilega allir hálfsystkini fyrir utan að vera systrabörn.                                                                        Kisa með sína unga.

Mynd086

En Beggi kom með ansi snotra vinkonu sína (sem er ekki gelgja eða kjáni) og við áttum hérna ótrúlega notarlega kvöldstund, þar sem Beggi fór á kostum                                              

í lýsingum sínum á konu sem hann þekkir. Eftir að Eiki kom heim spiluðum við og spjölluðum langt frameftir nóttu.
Eftir 3ja tíma svefn vöknuðum við Eiki svo til að koma guttunum okkar í skóla og meðan Eiki skutlaði þeim í skólann skreið ég upp í aftur. Eiki vakti mig svo um 11 og var þá búinn að mála baðherbergið hérna niðri, pússa kertin í bílnum, taka til í eldhúsinu, kaupa rúnstykki og plægja upp       Svona finnst Misu best að rembast :)     matjurtargarðinn. Dálítið ofvirkur. Hér er orðið gríðarlega vorlegt. Akrarnir að verða heiðgulir. Guli kjáninn farin að skína meira og meira og hitastigið hækkar jafnt og þétt.



Mér líður vel og var að átta mig á að Atli er að fara að fermast eftir nokkra daga svo ég ætti kannski að fara að huga að einhverju.
Pabbi hans er vonandi búinn að senda fötin sem hann ætlaði að kaupa á soninn og þá er bara að baka og dúlla sér...

Eigið góðar stundir...


Fyrirsögn.

Dana ofurdúlla tók bræður sína þrjá í gær eftir skóla og leyfði þeim að gista.
Hugmyndin var sú að við Eiki gætum þrifið almennilega hjá okkur, þar sem lítið sem ekkert hefur verið gert undafarna viku, þar sem ég hef verið algjörlega ónýt eftir næturvaktirnar.
Svo ætluðum við að kela pínu við okkur og borða góðan mat og æfa okkur pínu í að vera hjón.
Ekki mikill tími til þess annars.
Þegar Eiki kom heim úr vinnu vakti hann mig eftir alltof lítinn svefn.
Við brunuðum og sóttum strákana. Ég gleymdi helmingnum af því sem ég ætlaði að senda þá með, því ég var enn hálf sofandi og þreytt eftir nóttina.
Svo versluðum við og fórum heim.
Talaði við hann pabba minn í símann og svo hengsluðumst við eitthvað fram eftir kvöldi.
Eftir að hafa bara náð að þrífa þvottahúsið og stofuna. Kveikt á kertum og farið í sturtu, eldaði Eiki og við borðuðum dásemdar nautasteik og drukkum sitthvort rauðvínsglasið með.
Þá var ég komin með smá hausverk og skreið upp í sófa með Misu litlu og við stelpurnar kúrðum smá saman... eða þar til ég féll í svefn...
Vaknaði svo um 4 til að flytja okkur inn í rúm.

Já við kunnum nú aldeilis að fara vel með okkur og njóta þess að vera barnlaus...

Keyrðum fram hjá fílum í dag Mynd073

Nú er tengdapabbi og frú í heimsókn og þau heimta mat svo ég er farin að elda

Hafið það gott í kvöld.


Fuglar.

Þar sem ég bý næstum því inn í miðjum skógi (að íslenskum mælikvarða) kemst ég ekki hjá því að sjá eintóm tré þegar ég horfi út um gluggana. Jú og smá þvott, sem er nú í skolun í rigningunni Whistling Svo sé ég líka ógirnin öll af fuglum. Litlum og medium og stórum. Þeir eru gjarnan þar sem eru tré.
Og nú er ég búin að vera að fylgjast með þeim í smá stund og þeir virðast bara geta flogið á milljón mitt inn í þrönga runna og jólatré og allt.
Skyldu þeir aldrei reka væng í, eða fljúga á grein eða eitthvað?
Ég hef allavega aldrei orðið vitni að því, en ég er ekki að skilja hvernig þeir fara að þessu.
Við erum að tala um tré og runna sem eru svo þétt/ir að ég get ekki einu sinni stungið putta á milli greina án þess að reka hann utan í eitthvað. Þó ég vandi mig.
Finnst þetta nú dálítið umhugsunarvert svona í býtið.

Misa er ekki en búin að gjóta. Ég verð að viðurkenna að ég er pínu fegin. Hún getur bara komið með þá á morgunn því þá á ég godt nok frí.
Annars finnst mér hún eitthvað leið. Hún sem er vön að vera svo kát og kelin, er núna frekar fúl og fráhrindandi. Nennir ekki að kela við mig og tók sig til áðan og kúkaði á gólfið mitt! Og það var opið út!!!
Ég er nokkuð viss um að kisa mín sé með meðgöngu þunglyndi. Henni líður alla vega ekki vel greyinu.
Ætla núna með Misu upp í rúm og sjá hvort hún vilji ekki lúlla pínu hjá mér.

Hafði góðan dag öll Sleeping


Morðtilraun við sólarupprás. Og lag :)

Mikið er nú alltaf dásamlegt þegar fólk gerir tilraun til að drepa mann svona í morgunnsárið.
Ég hlýt að vera gríðarlega eftirsótt og jafnvel bráðfeig, því það tekur mig ekki nema 7 mínútur að keyra frá Blans og hingað heim, ég keyrði aðeins á sveitavegum og ég mætti aðeins 2 bílum. Þeir (ökumennirnir) reyndu báðir að keyra mig niður. Ég held reyndar að það hafi verið óvart hjá fyrri bílmanninum, hann var a.m.k mjög ræfilslegur á svipinn. Kannski bara skömmustulegur að hafa ekki hitt. En hinn reyndi virkilega. Það var aðeins fyrir snilldar aksturlag mitt að mér tókst að renna Bleik mínum hálfa leiðina ofan í skurð og upp aftur, að ég slapp lifandi frá þessum djöfli. Samt var ég án gleraugna. Og mann helvítið sem notaði bæðavei allan veginn, vogaði sér að flauta mjög dónalega þegar hann sveif fram hjá á ljótu glæsikerrunni sinni.
En það er allt í lagi. Ég gerði mér lítið fyrir og lagði bölvun yfir hann! Devil
Þessi mannbjáni verður sem sagt með niðurkast í allan dag. Ég er meiri að segja að vonast til að honum verði svo brátt í brók að hann missi allt í buxurnar... fyrir framan konuna sem hann er alltaf að daðra við í vinnunni.
Djöfull verður það gott á hann Devil  Hann skal svo bara rétt reyna að kála mér aftur!

Annars er klikkað að keyra hérna um sveitina okkar núna.
Sólin skín og rapsblómin á mörkunum eru að byrja að blómstra. Það verður allt heiðgult hérna eftir ca 21 dag. Það er næstum því það fallegasta við vorin hérna.InLove

Þar sem hausinn á mér er ekki alveg að virka eins og hann á að gera þegar ég er búin að vinna alla nóttina, er ég að hugsa um að taka óléttu Misu mína með inn í rúm og reyna að sofa örlítið í hausinn á mér.

Varð að bæta uppáhalds myndbandinu mínu við... LoL

Góðan dag á ykkur öll.  W00t


Löt!

Mikið er ég ógeðslega löt að blogga þegar ég tek næturvaktir.
Er alltaf að hugsa um að blogga smá fyrir svefninn, en breyti því síðan í, þegar ég er búin að ná í strákana, svo verður ekki neitt úr neinu. Nema núna.

Á fimmtudaginn síðasta brunuðum við til Köben eftir vinnu. Mig og strákunum vantaði svo vegabréf, þannig að stefnan var tekin í sendiráðið snemma á föstudeginum.
Við erum svo heppin að hann Eiki okkar á gps eitthvað til að setja í tölvuna, og eftir því keyrðum við til Köben. Við höfum reyndar margoft keyrt þessa sömu leið án gps græja, enda ekki flókin leið, en allur er varinn góður.
Þarna sat ég með risa lapptölvu í fanginu og leiðbeindi Eika. Við villtumst. Ekki skrýtið, Eiki ók miklu hraðar en helvítis prógramið gerði ráð fyrir.
Eftir að hafa lokað prógraminu keyrðum við sem leið lá heim til Lindu.
Við villtumst líka á leið okkar í sendiráðið. Í fyrsta lagi vorum við með vitlausa addressu, sem er bara okkur að kenna, og í öðru lagi var þetta fjárans tæki að gera mig brjálaða.
Mjög sniðugt tæki ef maður er að keyra þar sem maður þekkir ekkert til, en ég er betur að fíla risa landa/götu kort, sem maður þarf að rýna í og brjóta fram og til baka til að botna í því.

Á Íslenska sendiráðinu var dásamlega tekið á móti okkur, þrátt fyrir 20 mínútna seinkunar af völdum gps tækis.
Vinnur minn þar, sá sem tók myndirnar og gekk frá öllu sagði mér meiri að segja að strákarnir væru ofsalega líkir mér. Fyrst hélt ég að hann væri að segja þetta til að fá mig til að brosa í myndavélina, ég fór að skellihlæja, en honum fannst þetta virkilega Smile 
Ótrúlega krúttlegur maður.

Svo notuðum við restina af fyrir hádeginu til að keyra (með bölvaða tækið) til Lyngby, það sem ég bjó stóran hluta af æsku minni... Eða það fannst mér þar til mér var sagt að það hefðu bara verið 3 mánuðir Blush  Jabb börn upplifa hluti á pínulítinn annan hátt en fullorðnir.
Fundum risastóra húsið sem ég átti heima í. Það er reyndar ekki risa stórt lengur, heldur pínku lítið. Ég fann líka göngustíginn þar sem Bogga systir datt á hausinn og blæddi út um allt. Fann tréið sem við týndum ávexti af á leið í skólann. Ótrúlegt hvað maður man.
Eftir hádegi fórum við Linda í 20 mínútur í IKEA og mig vantar eitt stykki þannig búð í Søndreborg eða Åbenrå sem fyrst. Þaðan í dýrabúðina í City2. Mjög nauðsynlegt þegar er farið á Sjálandið að koma þar við.
Þar fann ég afmælisgjöfina mína. Dásamlegur gári. Hvítur og grár og bara fallegasti fugl sem ég hef séð. Hann vill ég.
Við fórum svo á Rådhuspladset til að fá okkur KFC sem var búið að grafa sig fast á heilann á mér og ég vissi að ég mundi ekki losna við löngunina í djúsí kjúlla með slef góðu brúnu sósunni fyrr en ég væri búin að sökkva tönnunum í einn stökkan bita. Eiki vissi líka að þetta væri orðið þráhyggja hjá mér svo hann þagði bara og borgaði 400 kr fyrir þá allra verstu KFC bita sem ég hef á ævini smakkað. Þarna fer ég aldrei aftur. Staðurinn allur ógeðslega sóðalegur, sem ég var reyndar búin að sætta mig við í býttum fyrir kjúlla. Svo kom betlari að borðinu okkar og þá hvarf síðasta matarlystin. Ekki góð tilfinning að sitja og gúlla í sig mat þegar aðrir eiga ekki bót fyrir boruna á sér.
Ömurlegt, þar sem ég er frekar fátæk kona og hafði því miður ekki efni á að gefa þessari konu að borða. Áttum rétt fyrir yfir brúnna tilbaka svo það kom bara ekki til greina.Strákarnir létu svo langþráðan draum rætast og komu fram í sjónvarpinu. Stilltu sér upp fyrir framan glugga þar sem Afenshowet er tekið upp, með útsýni yfir Rådhuspladsen, og vonuðu að vélinni yrði beint að sér.
Þannig að þeir komu fram í ca 8 sek og eru enn í skýunum.
Um kvöldið setti Linda mín svo í mig permanett. Fínt að gera það svona í heimahúsum. Síðast fékk ég hvítvín hjá Stínu og núna rauðvín og osta hjá Lindu.
Við fórum svo í rúmið um hálf fjögur... Þetta tekur bara svakalegan tíma.
Upp um morgunninn til að hjálpa handleggsbrotna Ejlíf að bera út blöðin og svo að horfa á Soffíu á hestbaki.
Svo í Árbæjarsafn kaupmannahafnar, sem ég man ekki vel hvað heitir, og svo í kaffi til pabba hans Eika og svo heim.
Heim um hálf tíu og í vinnu klukkan ellefu. Pínu þreytt.

Í fyrradag um sex leitið byrjaði svo Kisa að láta undalega. S.s að fara að fæða. Typpikal þegar ég átti að fara að vinna. Ég sat samt hjá henni og klappaði henni þar til ég fór að vinna og Eiki fékk fyrirmæli um að vaka yfir henni ef hún mundi byrja að fá verki.
Kisa er á stærð við 8 mánaða kött og ég átti alveg von á að þetta yrði erfitt hjá henni.
Gúski lof gerðist ekkert um nóttina. Eiki fékk svefnfrið og Kisa ákvað að leggja sig hjá mér þegar ég skreið uppi um níu í gærmorgunn. Hún vakti mig svo um 12 og var þá komin með væga verki.
Klukkan 14 fæddist svo grár högni sem mjálmar og andar strax. LoL
Ég get nú ekki sagt að hann hafi komið áreynslulaust í heiminn, enda mamman smá. Kisi númer 2 kom svo klukkan 14:30 og .á fannst Kisu bara komið fínt og hætti.
3ji kom svo um 17 og sá síðasti kl 19. Langur tími en ekki eins erfið fæðing og ég átti von á.
Lilly er búin að koma og skoða ömmubörnin sín og finnst þeir ljóti og leiðinlegir. Svarta kisa finnst þeir svo ógurlegir að hann stökk á dyr og sást ekki aftur fyrr en 2 tímum seinna.
Núna bíður Misa eftir að fara í gang. Ég er nokkuð viss um að það gerist á morgunn eða hinn. Vona bara að hún sýni sömu tillitsemina og systir hennar og bíði eftir að ég komi heim úr vinnu.

Ég er búin að reikna út hvernig sumir skemmtu sér á brúðkaupsnóttina okkar Eika. Blush Dóninn í mér ríkur bara stundum upp úr öllu valdi. Gangi þér voða vel Rakel mín og auðvitað Ómar Smile

Verð að koma mér í sturtu fyrir nóttina.
Æðislegt að geta tæmt úr sér á netið.
Góða nótt á ykkur öll og takk fyrir öll innlitin og kvittin. Sumir mættu þó kvitta allavega stundum... Ha... Stínus! Bínus!! Smile 


Bara varð!!!

Ég bara varð að losa smá um!!!
Blogg þörfin er búin að vera svo mikil undanfarið, en ég búin að vera svo busy að ég hef aðeins látið eftir mér að lesa blogghringinn minn -sem er bæðavei alltaf að stækka- en ekki að setjast niður og blogga smá.
Nú er Eiki og strákarnir löngu sofnaðir, svo ég ákvað að gefa sjálfri mér nokkrar mínútur til að létta á mér. Smile

Í fyrsta lagi á hann Gísli Leó 16 ára afmæli í dag (08.04) Hann er sonur Lindu systir hans Eika.
Í öðru lagi er svarti kisinn minn hann Klói og svarta læðan hennar Þóru, hún Lady 4 ára í dag. En þau eru bæði (enda sistkyn) undan svarta kisa (sem ég man ekki lengur hva heitir) sem bjó í Kjartanshúsi á Stokkseyri.

Sko, fyrst og fermst er ég búin að eignast héraunga InLove Ég og Atli Haukur fundum hann eitt kvöldið þegar ég sótti Atla í Blans. Þarna sat hann aleinn út í vegkanti og kisuskott að leika sér við hann þegar ég keyrði til Blans. Ég var á það mikilli ferð (þó ég keyri afar gætilega alltaf) að ég náði ekki að stoppa til að elta hann. Auk þess er þetta einbreiður vegur og ekki ætlast til að fólk sé eitthvað mikið að stoppa til að spóka sig. En á heimleiðinni sagði ég Atla Hauk frá þessu og við ákváðum að hafa augun opin og kíkja eftir honum.
Kisu sáum við strax. Á nákvæmlega sama staðnum og hún hafði verið 10 mínútum áður, en engin héri.
2,5 metrum síðar komum við auga á Hérastubb (hann heitir það, þar til annað kemur í ljós) Atli Haukur stökk út. Þá hafði ég náttúrulega stöðvað bílinn. Og héri litli sat bara og lét Atla Hauk taka sig upp og við tókum hann með okkur heim.
Heima beið svo frú Lotta með spenana fulla af mjólk (held ég) og hann var strax settur til hennar. Og ungana hennar 6.
Hann er bara svo feiminn greyið. Hann var ekkert alveg að þora að ráðast á spenana strax, þannig að Eiki gaf honum smá mjólkurbland í sprautu.
Ég er nokkuð viss um að rebbi hafi náð í mömmu hans úr því að hann var einn að ráfurolast þarna í myrkrinu. Hann var líka ofsalega horaður og hefði sennilega ekki lifað meira en sólarhring í viðbót ef hugrakka hetjan ég, hefði ekki fundið hann.
Hann verður EKKI étinn!
Það er búið að gera Eika það ljóst að þessi Hérastubbur verður settur frjáls, um leið og hann er orðinn stór og pattaralegur.
Set inn mynd af honum á morgunn Smile

Ég var á kvöldvakt í gær og í kvöld. Í gær var Atli Haukur heima, því hann átti inni smá mömmudag.
Bæði Júlli og Jói hafa fengið sína, en Atli átti sinn alltaf eftir. Við vorum búin að plana smá ferð í bæinn. Til dæmis til að finna kerti og servéttur fyrir ferminguna hans. En það er eiginlega það eina sem stendur á "To do" listanum FootinMouth Veit ekki vel af hverju mér kemur ekkert til hugar til að setja á þennan lista minn. Fannst þetta stórmál þegar Dana fermdist.
Allavega, Eiki svaf yfir sig og varð því að taka bílinn. Sem var fínt út af fyrir sig. Við náðum þá að sofa í hálftíma aukalega. En vorum bíllaus fyrir vikið.
Við skelltum okkur þess vegna bara á netið og skoðuðum kerti og skreytingar.
Mér til mikillar gleði og undrunar vill Atli Haukur dumbrautt sem aðallit í kerti, blómst og servéttur. Hef samt ekki guðmund um af hverju ég er svona hamingjusöm með það.
Nú er ég eina ferðina aftur komin langt í burtu frá því sem ég ætlaði að segja frá.
Ég sem sagt fékk óvænt vakt klukkan tvö á mömmudeginum og var með hrikalegan bömmer yfir að þurfa að rjúfa þessa dásamlegu stund með Atla Hauk.
Hann hinsvegar sá bjarta punktinn, sem hann gerir yfirleitt alltaf snáðinn. Hann sá nefnilega fram á að geta líka fengið smá tíma með Eika. Eiki þurfti náttúrulega að koma og ná í mig og keyra mig í aukavinnuna, áður en hann mundi ná í strákana.
Atli vissi að Eiki þyrfti sennilega að versla og þeir gætu þá dundað sér smá í búðum. Skil ekki þennan brennandi áhuga strákana á búðum.
Svo fór ég bara að vinna og strákarnir komnir í rúmið þegar ég kom heim um 21:30.
Það var þess vegna ekki fyrr en klukkan 7:46 í morgunn, þegar ég var að fara að keyra þá í skólann að mér fannst Atli líta eitthvað undarlega út, þegar ég kíkti út um eldhúsgluggann.
Þarna stóð elsti sonur minn í kolsvörtum rykfrakka, af ábyggilega löngu (eða ný) dánum manni!!!Shocking
Hann hafði þá farið með Eika í rauðakross búðina í V-Sottrup og séð þennan líka dásamlega frakka.
Að sjálfsögðu gaf Eiki honum frakkann, en ekki hvað???
Litli (stóri) sonur minn fór þess vegna í frakka sem hann þurfti að halda uppi, svo hann mundi ekki stíga á hann (svo síður er hann) í skólann í morgunn. Mynd035
Ég hefði alveg getað notað móðurvaldið og rekið hann úr frakkanum. En mér varð hugsað til sjálfrar míns í æsku, þegar pabbi átti bágt með að fara með mig út úir húsi vegna gaddaólar um hálsinn og gallavestis sem var svo útkrotað að jafnvel ég átti í erfiðleikum með að finna það sem ég hafði síðast skrifað á það. Að ógleymdum gúmmískónum sem voru ansi nauðsynlegir yfir hnéháa ullarsokkana sem hún amma mín prjónaði handa mér.
Ætli undarlegur klæðaburður erfist???

Nú ætla ég að snauta í bælið, heyri að Jói er kominn nyður til að hlýa mömmu sinni Smile
Góða nótt.


Fallegar??? Uhhh já!

Varð að setja inn eina mynd af fallegu dætrum mínum.
Elska þegar þær eru í góðu jafnvægi og líður vel.
Hérna líðu þeim t.d voðalega vel með hvor annari. InLove

Fallegu stelpurnar mínar Líkar mömmu sinni ??? Ég bjó þær allavega til...


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband