Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Langar í einn sjúkdóm

Það er ekki oft sem ég óska mér sjúkdóms, eiginlega bara aldrei en núna í þessu tiltekna augnabliki langar mig svo ofsalega í ofvaxna nefkirtla.
Held hreinlega í þá veiku von að ég sé með kirtla sem vaxa með hverjum deginum sem líður.
Ástæðan... ég var hjá lækni, aftur og eina ferðina en.
Mér er hreinlega farið að líða eins og ég sé móðursjúk.
En hor og hnerrar eru ekki ímyndun og núna þegar er liðið eitt og hálft ár síðan ég fór að finna fyrir stöðugu nefrennsli og hnerrum í tímum og ótímum, er ég eiginlega bara orðin frekar geðvond og pirruð!
Þegar hr.Niels tilkynnti mér í morgunn að það væri möguleiki á að þetta væri sjálfsofnæmissjúkdómur, þá langaði mig til að pota í augað á honum! Ef ég er með ofnæmi fyrir sjálfri mér en ekki af köttum, geta þá ekki fleiri fengið ofnæmi fyrir mér?
Það er annars til lyf við svona ofnæmum. 100 töflur kosta aðeins 1400 dk!!!
Þegar hann svo sagðist vilja senda mig til háls,nef og eyrna læknis, því það væri einnig möguleiki á of vöxnum nefkirtlum varð ég frekar vongóð aftur.

Ég veit ég ætti að skammast mín þegar fullt af fólki er alvarlega veikt og á mjög mikið bágt. En ég ætla bara að vera hreinskilin og viðurkenna það að ég er guðslifandi fegin að ég er þó bara búin að vera með hor í 18 mánuði. Langar ekkert minna en að verða alvarlega veik. 
Á samt bágt. Og held áfram að velta mér upp úr eymd minni.

Knús á ykkur og notið trefil í dag.


Elsku kallinn :(

Þó ég vilji stjórnina í burtu og nýjar kosningar, finn ég ógeðslega mikið til með Geir og fjölskyldu hans.
Hann er bara fólk eins og ég og þú og hans fólk lýður ábyggilega miklu verr en okkur grunar.
Ég er ekkert að afsaka framkomu hans og gerðir en þetta er voða vont.
Kall anginn á samúð mína alla og ég er guðslifandi fegin að þetta kom í ljós núna svo sé kannski hægt að hjálpa honum.

Ég vill líka helst sjá Ingibjörgu hvergi annars staðar en í rúminu eða alla vega nálægt því, því eftir svona aðgerð á maður að taka því voðalega rólega. Stjórnmál á Íslandi eru ekki voðalega róleg í augnablikinu!!!
Hunskast þú í bælið frú Imba og láttu þér batna. Íslensku þjóðinni er ekkert sama um ykkur Geir þó við viljum ykkur frá völdum.
Þið eruð óttalegar dúllur og eigið eftir að fykla mikið í stjórnmálasögu landsins :)


mbl.is „Ekki farin að finna til með honum ennþá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lognið á undan storminum???

Eitthvað leggst þetta nú illa í mig Errm  En ég er líka svo mikill kettlingur.
Finn alveg bara blóðið víbra í æðunum á mér og eftir blóðugan draum í nótt er mér bara ekkert sama.
Hrikalega móðursjúk eitthvað núna.

Ætla að skella mér í brussubað og sjá hvort það hjálpi eitthvað taugunum að róast!


mbl.is Allt með kyrrum kjörum við Austurvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta mun sennilega bara versna!

Ég var ekki á staðnum og get því ekki með neinu móti vitað hvað gekk þar á, en eftir því sem maður hefur lesið í fréttunum undanfarið get ég ekki ímyndað mér að nokkur sé beinlínis hissa á þessu ástandi sem nú hefur skapast.
Þetta á bara eftir að versna, þar til Geir og co ákveða að hætta þessum vonlausa leik.

Í gær horfði ég á allt það efni sem ég komst yfir á netinu og hlustaði þar á meðal á viðtal við Sturlu, Geir og fleiri valdagráðuga menn.
Geir sagði t.d í einu vitalinu ð fólk yrði að gá að sér og að ógnandi framkoma við samborgara væri ekki við hæfi á Íslandi. Sem er rétt hjá honum.
Hann er ekkert illa gefinn eða beint vond persóna hann Geir.
Ég meiri að segja skal bara fúslega viðurkenna það hér og nú að ég dauðvorkenni manninum! Hann er bara venjulegur maður (aðeins spilltari kannski en meðal Jóninn) hann er að sjálfsögðu með tilfinningar og getur orðið hræddur eins og aðrir.
Hlýtur að vera ömurlegt að vera óvinsælasti maður landsins.
Og pælið í fyrir fjölskyldu hans.
Svona skrílsframkoma kemur nefnilega ekki bara niður á Geir heldur bitnar á allri fjölskyldunni hans.
Hann og fleiri ættu að hugsa aðeins út í það.
En það sem hann lokar augunum fyrir er að fólki finnst nákvæmlega því hafi verið ógnað.
Það er að mínu mati ógnandi og ögrandi framkoma að hálfu stjórnvalda að sitja á upplýsingum og neita að fara frá stjórn þegar ekki er minnsti vafi á því að það er nákvæmlega það sem Þjóðin vill.
Held að herra Geir ætti að skoða orð sín aðeins og seta sig svo í spor hins almenna borgara.
Ógnandi framkoma af hálfu stjórnvalda er nefnilega ekki við hæfi á Íslandi.

Geir taldi sér ógnað!!!
Íslendingum finnst þeim ógnað!!!
Höfum það bara á hreinu.

Snillingurinn Sturla sagði í viðtali á degi 1 í mótmælum, að hann léti sko ekki mótmælin hafa áhrif á þingfundinn. Það væri þeirra skylda að halda áfram.
Dálítið skrítið að hann líti svona á málin. Held nefnilega að Íslendingar telji það skyldu þeirra sem sitja þessa þingfundi, að hlusta á Þjóðina og stoppa eða pása svona fundi.

Ég held að það séu stór mistök af hálfu lögreglu að nota piparúða og táragas.
Þeir hafa hingað til ekki verið að nota þessi efni í vörn, heldur einfaldlega til að reyna að siða mótmælendur til. (Nú vitna ég bara í fréttir, því ég er jú langt í burtu)
Og það er ofbeldi að mínu mati!

P.s ætli lögreglumenn geti leyft sér að neita að nota þessi efni án þess að missa stöðurnar sínar?


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar :)

Í dag er ég stolt af þjóðinni minni Smile
Þó ég mundi aldrei fá tækjifæri til að búa á landinu mínu aftur, þá er ég í dag hrikalega ánægð með mótmælin, og hvað fólkið hefur staðið saman og hvað viðhorfin (í sambandi við mótmæli) virðast vera að breytast.
Það voru ekki eintómir unglingar sem fylltu garð alþingis í dag og göturnar þar í kring.
Frábært, frábært, frábært.
Þetta ER þjóðin.

Samt get ég ekki annað en vorkennt löggufólkinu heima.
Það hlýtur að vera gríðarlega erfitt að standa vörð um glæpamenn þjóðarinnar og langa kannski mest til að taka þátt í mótmælum og aðgerðum.
Pælið í því. Löggan er nefnilega líka þjóðin.
Svo þarf bara ábyggilega rosalega sterkar taugar til að standa fyrir framan ögrandi hóp af þjóð og missa sig ekki í pirring og reiði.
Það er líka ábyggilega sárt fyrir stoltið að láta egg og skyr yfir sig ganga án þess að blasta.
Löggan á sem sagt mikið af skilningi mínum í dag, og ég meiri að segja finn til með þingkjánunum og ráðamannsaulunum okkar.
Knús á ykkur, Hulla skilningsríka.


mbl.is Þjóðin var í Alþingisgarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á morgunn segir sá lasni!

Þar sem ég er búin að vera með óvenju mikið hor og kláða í nefi undanfarna daga + viðbættum helvítis fokkings túrverkjum (gaman að vera kona eða hitt þó heldur) ætla ég rétt að vona að ég verði betri á morgunn.

Mig langar að líða svona:

Eigið gott fimmtudagskvöld krúttin mín stór og smá.


Refagildra.

Í gær fór ég með Eikanum mínum út í sveit til Önju og Karstens að ná í refagildru.
Í lánsbæti fengum við hana til að setja í gildruna.
Fallegasti hani en það átti að lóga honum hvort eð var þannig að öllum fannst best að Eiki mundi taka það að sér og nota hann svo sem beitu.
Eftir smá spjall og fullt af gagnlegum upplýsingum um allt milli himins og jarðar fórum við heim með gildruna.
Eiki varð náttúrulega (eins og allir aðrir strákar hefðu líka orðið) að setja gildruna upp hér og nú!
Á meðan ég pissaði, slátraði hann hana greyinu og setti upp gildruna.
Svo néri hann höndunum stoltur saman og sagði "Nú skal sko helvítið fá að finna fyrir því"

Eiki átti voða erfitt með að sofa í nótt. Velti sér fram og tilbaka og tautaði eitthvað óskiljanlegt á milli þreytulegra hrota.
Klukkan 6:17 í morgunn rauk svo maðurinn út til að kíkja á rebbann sinn. Hann næstum slefaði af spenning. Stuttu seinna kom hann aftur inn og ég verð bara að viðurkenna að ég var orðin svolítið spennt.
"Var eitthvað í gildrunni?" spurði ég.
"Já" Frekar þurrkuntulegt svar eitthvað.
"Og"
"Kötturinn þinn" hreytti hann í mig.
"Thihihihi" Æ og var hún ekki hrædd greyið? spurði ég
"Nei, bara blaut" sagði Eiki og fannst litla Branda mín greinilega svikari dauðans og ég í liði með henni.
Þegar Eiki og strákarnir voru farnir fór ég að leita af þessum óvinsæla ketti. Fann hana glaða og ánægða inn í þvottahúsi að éta. Sennilega hefur hana lærið ekki dugað til að metta þennan kött.

Rebba litla er svo búin að sofa upp í sófa síðan í morgunn.
Og ég get svo svarið það, hún glottir annars lagið.


Stjórnarráðið þvegið!!!

Það er sem sagt stærri frétt að stjórnarráðið hafi verið þvegið, en að fólk hafi mótmælt fjöldamorðum á Gaza.

Það má sjá myndskeið frá mótmælunum á visir.is http://visir.is/article/20090112/FRETTIR01/706083165/-1

Held að ég hafi aldrei séð eins átakanleg mótmæli. Snerta mig allavega að hjartarótum.

Þakkir til þeirra sem láta sig málin varða.


mbl.is Hvítskúrað stjórnarráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagurinn í dag :)

Fyrir utan að Stínan mín http://stinasveins.blog.is/blog/stinasveins/    http://fredericiafam.blogcentral.is/eigi afmæli í dag, þá er dagurinn búinn að vera svolítið undarlegur. Samt dálítið í stíl við okkur hérna. Sem sagt stór skrítinn.
Hann byrjaði eiginlega í gær á því að ég kom heim úr vinnunni og fannst eins og væri að koma vor.
En það er bara ég. Fæ alltaf þessa tilfinningu í janúar og febrúar og jóla tilfinningu í ágúst. Bregst eiginlega aldrei.
Allavega kom ég heim og við ákváðum að fara til Frediricia til Stínu og Bjarna.
Bjarni hafði boðið okkur í mat daginn áður, og þar sem Stína átti afmæli og ég er í algjöru uppáhaldi hjá henni gátum við bara ekki sagt nei Smile
Þegar þangað var komið, kom í ljós að Stína hafði ekki hugmynd um að við værum að koma og var því örlítið hissa. Hún hefur nú sennilega líka verið dálítið hissa í morgunn kl 10 þegar húsið hennar fylltist af nágrönum sem Bjarni var búinn að bjóða í rúnstykki, og hún kannski örlítið þunn Muhahaha.
Nú við komum sem sagt og fengum svaka gott að borða og Eiki sem var búinn að setja okkur öll hérna á heimilinu í megrun, hreinlega missti sig í matnum og bjórnum.
Eftir súpuna steiktum við tígrarækjur á svona pönnu sem maður hefur á miðju borði og ég man ekki hvað heitir. Við eigum samt svona. Þurfum bara að prófa hana.
Þegar Eiki og Stína voru orðin frekar málgefin og fyndin (að eigin vali) en ég hin prúðasta og Bjarni óvenju spakur (skýrðist þegar við fréttum af nágrana heimboðinu) ákvað ég upp á eigin spýtur að það væri komin tími til að fara að koma sér heim.
Og þarna byrjaða eiginlega allt saman.
Ég ákvað nefnilega að beygja ekki í áttina heim, og tók í staðinn motorvejinn til Ålborg! Veit ekki alveg hvað hljóp í mig, sérstaklega með tilliti til þess að ég átti að mæta í vinnu kl 7:00 í morgunn, en kannski hefur náttblinda mín eitthvað að segja um þetta.
Eftir ca 40 km auka hring vorum við loksins á leiðinni heim.
Það gekk vel. Ég elti bara ljósin á bílnum fyrir framan mig og bað hástöfum í hljóði til guðs um að þetta mundi nú allt blessast. Og það gerði það. Guði sé lof. Er samt að hugsa um að annaðhvort tala við augnlækni og athuga hvort að sé hægt að fá sér náttblindu gleraugu, eða hætt að keyra í myrkri. Það var samt heppni að það var stútfullt tungl og næstum ekki dimmt. Bara svo fokking erfitt að mæta bílum með ljósum á.
Við komum heim um miðnætti og þá uppgötvaði Eiki að rebbi hafði verið í heimsókn... Aftur!
Síðast át hann öll hænsnin okkar nema eina danska og eina íslenska.
Við redduðum því þannig þá, að Eiki fór heim til Lars nabo og bað hann fallega um að skila öllum eggjunum sem við höfðum gefið honum daginn áður. Svo rauk hann í ísskápinn okkar og tróð öllum eggjum sem hann gat fundið í útungunarvélina.
Svo í Júlí fengum við eitthvað um 10 unga (minnir mig) Þeir komust svo ekki allir til hænsn því Branda litla hélt að við hefðum skilið þá eftir henni,þegar við fórum til Hollands og Belgíu síðasta sumar og náði að eyðileggja nokkra í gegnum netið á búrinu áður en við komum heim. Við vorum samt komin með 2 fallega hana og 5 verpandi hænur... þar til í gær.
Eiki rauk út með Atla Hauk á hælunum og þeir leituðu saman í langan tíma af litlu búbótunum okkar.
Fundnu bara fjaðrir og ekkert annað. Crying 
Atli Haukur kom samt þannig útlítandi inn að það munaði bara oggulittlu að ég ryki með drenginn upp á skadestue. Hann var bara ein hella í framan og á höndunum og rasskinnunum.
Hann var sendur í sturtu og mér fannst hann aðeins lagast. Hann fann ekkert til, ekki kláði eða neitt svo ég ákvað að bíða og rak ofan í kok á honum eina ofnæmis pillu. Hann var mikið skárri í morgunn.
Kannski rækjurnar. Kannski andrúmsloftið. Eða að hænsnin hafi verið með loppur og þær tryllst og ráðist á Atla Hauk þegar hann kom inn með Eika. Samt ólíklegt. Finn út úr því á morgunn.

Í morgunn fór ég svo að vinna eins og allar helgar í vikum sem byrja á sléttum tölum.(vika 2)
Hringdi svo í Eika um 10 bara til að tryggja að hann væri ekkert að hafa það gott á meðan ég var að ströggllast á geðveikrahælinu. Hann sagði mér að hann væri búinn að finna annan hanann. Ábyggilega Benna. Ég bað hann bara fallega að fara og KAUPA egg og hræra í vöfflur svo ég gæti steikt þær þegar ég kæmi heim. Lena og lessurnar ætluðu nefnilega að kíkja í kaffi og ég var búin að lofa vöfflum.
Þegar ég svo kom heim var Eiki ekki búinn að kaupa eggin. 
Dana, Hanne og gagnkynheigðingurin höfðu ekki tíma til að stoppa lengi, og ég var búin að lofa Jóa að fara með honum að skoða naggrísi... hafði gleymt öllu um það. (Kenni sjúkdómnum algjörlega um það. Alzheimer)
Þannig að þegar Eiki kom loksins heim, heimtaði ég kortið mitt, knúsaði allar snúllurnar og rauk af stað með Jóhann.

Þegar við svo komum heim með... hehehe... Krullu, Malenu og Lassa kom í ljós að Anja og Karsten voru hérna... Það gerist nú ekkert svona af sjálfu sér. Og Eiki símalaus. Gleymdi nefnilega símanum í Frediricia...
Svo þegar allt var að falla í það sama.
Anja og Karsten farin, Naggrísirnir komnir upp og ég sest við lappann okkar, kom Eiki inn og bað mig að finna til kvöldmat! Það var nú ekki það gáfulegasta sem hann hefur gert hingað til.
Ég og mitt hugmyndaflug. Ég byrjaði á því að arka inn í búrið okkar, sem er by the way, stútfullt af mat, og fann ekki upp á neinu. Eftir smá umhugsun ákvað ég bara að búa til omelettu. En þar sem omeletta þarf aðeins meiri umhugsum en t.d ristað brauð ákvað ég að breyta til og spældi bara egg handa strákunum. Með bræddum osti á. Ristaði brauð og setti tómatsósu þar ofan á. Eggi þar á og volla!!!
Var samt búin að mölva 4 egg og sá fyrir mér að gera svo bara fátækan riddara ( Hjalteyra nammi ;o) ) og gefa þeim í eftir mat. (Brauð bleyt í eggjahræru og steikt. Borðað með kanil og sultu... Viðbjóðslega gott! )
Eiki kom inn í því sem ég var að setja eggin á tómatsósu brauðið og ég gat hreinlega lesið vanþóknunina úr svipnum á honum +eitthvað meira.

Eiki: biddu... hvað ert þú að gera???
ÉG: Rólegur, þetta er fyrir strákana. Var að hugsa um súpu handa okkar. Brosi voða krúttlega.
Eiki: Ertu ekki að grínast... ???... Ertu að spæla eggin???
Ég: Uhhh já????
Eiki: (hugsar og það sést a.m.k 30 km) Ertu klikkuð???
Ég: Hvað???
Eiki: Þú ert ekkert að spæla eggin sem ég var að ná í til Lars???
Ég: Eru þetta ekki eggin sem þú lofaðir að kaupa í Ullerup svo ég gæti steikt vöfflur?
Eiki: Helvítis fokking fokk!
Ég: Hvað meinaru maður??? Varstu að staupa þig út í hlöðu??? (Ok Djók... Bara lýgi)
Eiki: -Hálf blár í frama- Ég er 2x búinn að fara yfir til Lars með egg og 2x búinn að heimta þau tilbaka og svo stendur þú bara og spælir þau hérna á meðan ég er úti að hamast við að gera útungunarvélina tilbúna!!!
Ég: Ég bað þig að kaupa fyrir mig egg... ÞÚ!!!!! Og hvernig átti ég að vita að þú værir að gera útungunarvélina klára... ???

Hann rauk út og ég rauk í að hafa það skítt.
1 og hálfri mínútu seinna stóð ektamaðurinn minn hérna skellihlæjandi með frosna graskerssúpu í hendinni og hló að þessu öllu saman.
Sagði okkur stórskrítin og að svona mundi ekki einu sinni gerast í hallærislegri bíómynd.
Nú er hann EKKI búinn að koma útungunarvélinni í lag og það eru -sem guð takk- 6 egg tilbaka.-
Vona af öllu hjarta að það takist að útunga þessum sem eftir eru.  Og bara ykkur að segja þá er ég tilbúin að ala þá hérna inní stofu ef það þýðir að rebbi nái ekki á þá.
Svo ætlaði Steina (Bloggvina) að fá unga hjá mér og mig var farið að hlakka svo til að hitta hana Smile

Nú ætla ég að fara og fá mér graskerssúpu og halda áfram að liggja á bæn.

Þykir óendalega vænt um ykkur og hvet ykkur til að skoða síðuna hjá henni systur minni http://sapuopera.blog.is/blog/sapuopera/   http://www.nornabudin.is/sapuopera/og mótmæla hástöfum með henni. Held að hún sé bara að gera rétta hluti, og sama hvað hver segir,þá er hún nánast aldrei í mótsögn við sjálfa sig og gerir aðeins hluti sem hennar sannfæring er 100% viss um að sé rétt. Hún er ekki lýgin, hún svíkur ekki og ég get lofað þér að ég þú svíkur hana þá eru góðar líkur á að hún fyrigefi þér aldrei (nema ef þú ert heimskur... ég hef t.d sloppið :) hahaha)
Hún er vinur vina sinna og ég hef aldrei kynnst manneskju sem segir ekki orð nema afþví að hún veit um hvað hún er að tala. Hún ólíkt mörgum öðrum, axlar ábrygð á því sem hún segir og gerir.

Svo vil ég þakka öll komment og bara svo þið vitið það, þá elska ég þau. Þó ég ekki alltaf hafi tíma eða orku til að svara, þá þýða þau öll ósköp fyrir mig.

InLove


Man það núna.

Það sem ég ætlaði að grobba mig yfir í nótt + að vera hætt að reykja og vera að fara að prjóna var þetta: Ég er næstum búin að kaupa allar jólagjafir fyrir næstu jól Wink dugnaðurinn gæti til dæmis ekki verið meiri. Það hefur nú bara aldrei áður komið fyrir að ég hafi verið svo til búin að kaupa allar gjafir áður en jólin væru öll og það var nú síðasti í jólum í gær.
Ég á faktískt bara eftir að kaupa fyrir börnin mín stór og smá.

Las þetta á visir.is áðan og bilaðist úr hlátri http://visir.is/article/20090106/FRETTIR01/39244022

 

Eigið góðan dag.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband