Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Hlakka svo til :)

Á morgunn er uppáhalds dagurinn  minn á þessu ári, hingað til Smile 
Stóra litla systir mín er að koma í heimsókn til okkar og ætlar að vera hjá okkur í að minnsta kosti 2 vikur.
Gleði mín er ómælanleg og þið trúið því ekki hvað Eika hlakkar til að losna frá eldamennskunni FootinMouth
Systir mín er nefnilega ógeðslega góður kokkur og ein af þeim sem getur eldað stórkostlega máltíð úr engu, svo við sjáum fram á sparnað í þokkabót Wink 
Á meðan hún eldar ætla ég bara að vera skemmtileg (því það er mín sérgrein) svo henni leiðist ekki á meðan hún stendur við eldavélina.
Ég er svo heppin að fyrri vikuna er ég bara á kúrsus og er komin heim um 3 og svo fæ ég frí helgi og seinni vikuna er ég bara að vinna 2 daga svo það verður nóg að gera við að kjafta og spá í bolla og tarot...
Ég var búin að vera að monta mig á að hér væri komið vor og heillaði hana til dæmis smá upp úr skónum, daginn eftir fór að snjóa hjá okkur og svo er búið að hagla hérna daginn út og inn.
Nú held ég hins vegar að það sé að rætast úr þessu veðri.
Allavega er spáin fyrir næstu 5 dagana ekkert nema fín. 9° og upp í 14° í næstu viku.
Hugsa að ég kaupi bugles og bjór svo við getum setið úti í blíðunni.

Hafið það áfram gott krúttin mín :)


Velkomin aftur... Já takk :)

Skelfilega líður tíminn eitthvað hratt þessa dagana, mánuður tæpu síðan ég bloggaði síðast sem sannar það bara að ég er ekkert háð blogginu.

Gleði mín er svo einskær þessa dagana að það er engu lagi líkt.
Ástæðan er sú að ég finn að vorið er að koma. Trén okkar eru alsettir litlum knúbbum sem eiga eftir að breytast í fallega græn lauf og garðurinn er alsettur litlum gulum og hvítum blómum. Reyndar líka laufi sem ég nennti ekki að raka saman síðasta haust, en í dag tel ég okkur trú um að þau verndi gróðurinn fyrir óþarfa kulda og trekk.

Vorverkin í sveitinni eru í hámarki og í þessum skrifuðu orðum er ég að sjóða okkar eigið sýróp!
Eiki er búinn að vera svo duglegur að tappa safa af birkitrjánum okkar og svo er safinn soðinn dadada... sýróp.

Morguninn í morgunn var því eitthvað á þessa leið.
Vaknaði klukkan 7 eftir alltof lítinn nætursvefn.
Vakti pjakkana mína og smurði nesti. Heimabakað rúgbrauð á íslenska vísu Smile
Eftir að hafa keyrt Atla Hauk og Jóhann í skólann (Júlla datt í hug að æla svo hann fékk leyfi til að vera heima) kveikti ég upp. Er orðin nokkuð flink í því sko.
Fóðraði kindurnar, hænurnar og kanínurnar. Gekk svo um hallargarðinn okkar (sem Lars á reyndar) og safnaði safa frá birkitrjánum. Fengum 5 lítra eftir nóttina.
Fór svo upp og gaf marsvínunum og spjallaði við þau heillengi. Fengum tvær sveipóttar marsvínur (kvk) í gær og þær eru smátt og smátt að aðlagast. Fæ svo eina æðislega á næstu dögum. Hún er gljáandi svört með sítt hár og hvítan brúsk upp úr hausnum.
Svo nú hefst ræktunin Smile

Prjónaskapurinn er líka í hámarki og hér verða til hrikalega flott vesti og peysur þó ég segi sjálf frá.
Allt sem ég prjóna umfram er svo til sölu svo þið vitið það Smile
 
Annars er allt við það sama hérna.
Frúin á heimilinu er en reyklaus og hefur nú náð 99 dögum!!!
Finn samt ekki þennan stórkostlega mun sem allir töluðu um.
Mér var sagt að loksins færi ég að finna betri lykt og meiri bragð. Það er bara kjaftæði enda finn ég fullt af bragði og hef aldrei orðið vör við að bragð eða lyktarskyn mitt feilaði eitthvað.
Ég finn reyndar viðbjóðslega lykt af reykingar fólki og lít ekki á það sem einhvern plús.
Fyrir utan það þá er ég guðs lifandi fegin að vera laus við tóbakið, sakna þess öðru hvoru, eins og maður saknar stundum fólks sem maður veit að hefur ekki góð áhrif á mann.
Annars er ég nokkuð viss um að ég væri fallin ef ég hefði ekki fundið upp á því snilldar ráði að fara að prjóna. Gleymi stund og stað og tóbaki þegar ég prjóna og þetta er sennilega í fyrsta sinn í fjölda mörg ár sem ég á mér alvöru hobbý. Nú tel ég Eika að sjálfsögðu ekki með Wink
Ég er ótrúlega stolt af mér og þyrfti nú bara að fara að byggja upp þol. Er við að æla af þreytu ef ég svo mikið sem hleyp út með ruslið Errm

Nohh. Þar sem þetta er eini frídagurinn minn í ansi langan tíma, ætla ég að fá mér heitt kaffi og prjóna smá.
Fæ svo Guðrúnu í prjónakaffi á efir og ætla að gera sem minnst þangað til.

Vona að dagurinn verði góður við ykkur.
Knús og kossar frá Hullu Pullu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband