Færsluflokkur: Bloggar
4.8.2008 | 09:11
Síðasti í sumarfríi.
Í gær ákváðum við að nota síðasta í sumarfríinu okkar til að fara í smá ökuferð.
Mig langaði voða mikið til Esbjerg, því þangað höfum við aldrei farið.
Tók með mér 2 bækur til að býta við Þóru, en ætlunin var að koma við hjá henni í bakaleiðinni.
Fyrst keyrðum við í gegnum Ribe. Það er bær útaf fyrir sig og að sögn strákana minna, sem eru mun betur að sér í danskri sögu en foreldrarnir, er þetta einn elsti bær Danaveldis. Allavega á Jótlandi.
Þessi er tekin á ferð út um gluggann á bílnum, á símann í Ribe.
Nennti ekki einu sinni út úr bílnum
Þarna förum við pottþétt aftur
Svo keyrðum við til Esbjerg og þangað langar mig ekkert voðalega aftur.
Þetta var eiginlega það eina sem var áhugavert í Esbjerg.
Rosa flott.
Frekar stórir.
Ég með gullklumpana mína.
Ógó sæt saman
Eftir Esbjerg ferðina -sem var stutt- brunuðum við til Brørup til Þóru vinkonu. Strákarnir voru orðnir frekar spenntir að sjá kisurnar, en hún er með 3 ketti frá okkur.
Eiki og strákarnir tóku trylling í garðinum hennar Þóru, enda á hún fullt af flottu dóti sem Eika finnst gaman að leika með. T.d hekkklippur
og strákarnir fengu að slá garðinn hennar og tína rifsber. Þannig að hér verður soðinn sulta seinni partinn.
Svo bauð Þóra okkur upp á pitsu og rauðvín (ekki strákunum reyndar, þeir fengu kók) og svo var brunað heim. Komin heim um 21.
Fínn dagur.
Eiki byrjaði í skólanum í morgunn og strákarnir fóru í sfo.
Ég á að vera að leggja mig því ég byrja á næturvakt í nótt og ég verð bara að segja að mig hlakkar þokkalega til að byrja að vinna aftur.
Held að svona 3ja vikna sumarfrí sé bara sniðugt því maður er orðin dauðleiður á að hanga heima og að byrja að vinna aftur er bara dásamlegt.
Strákarnir byrja svo í skólanum á mánudaginn næsta og þá verður lífið komið í fastar skorður aftur.
Ljúfar kveðjur héðan. Knús og kossar frá Hullu Pullu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.8.2008 | 08:05
Pirringur.
Ég er búin að vera að spá smá.
Kannski því ég er búin að vera í fríi í 3 vikur og ekkert haft betra að gera, en að pæla endalaust.
Búin að spá pínu í því hvað málið okkar breytist hratt. Ótrúlega hratt í rauninni.
Sko t.d. í gamla daga...
Vangefinn maður var fáviti. Nokkrum árum síðar (eða áratugum) var hann orðinn eymingi.
Seinna varð hann (ekki alltaf sami maðurinn) einfeldingur svo kjáni síðar, ekki eins og fólk er flest og núna er hann orðinn einstakur eða sérstakur. Hvað er þetta????
Sagt fyrir 90 árum:
Gunnar hét maður nokkur frá Kálfaströnd. Hann var fáviti.
Sagt fyrir 60 árum.
Gunnar hét maður nokkur frá Kálfaströnd. Hann var eymingi mikill.
Sagt fyrir 20 árum.
Þessi Gunni er nú ekki eins og fólk er flest... sko. Algjör kjáni.
Sagt í dag.
Guð hann Gunni, hann er ekkert smá einstakur.
Og fólk má vera einstakt og sérstakt og sjarmerandi. Mér persónulega finnst það bara ekkert endilega þurfa að vera vangefið eða öðruvísi veikt til þess.
(nú fæ ég sennilega skammir og fæ að heyra það að vangefnir séu ekkert endilega veikir)
Mér finnst t.d börnin mín öll vera einstök og sérstök. Samt eru þau öll fædd heilbrigð. Ég er ekkert viss um að mér þætti þau meira einstök eða sérstök þó þau væru veik eða vangefin.
Með fullri virðingu fyrir öllum sem eiga fötluð börn eða aðra ættingja.
Og einstæðar mæður í dag.
Þær eru sko ekkert einstæðar. Þær eru sjálfstæðar!
Einstæðir feður eru áfram einstæðir en ekkert sjálfstæðir, en mæðurnar eru voða sjálfstæðar.
Ég efast reyndar ekkert um að einstæðar mæður séu í flestum tilfellum mjög sjálfstæðar. Var sjálf einstæð eini sinni endur fyrir löngu. Málið er bara að ég var ekkert sjálfstæðari þá en ég er í dag.
Þetta ruglar mann pínu sjáðu til.
Og bara á áratugi eða kannski smá meira, þá er búið að rugla svo með útlendinga heima að maður þorir varla að vera innan um þá af hræðslu við að segja eitthvað vitlaust.
Fyrst var útlendingunum breytt í túrista... Nei smá djókur. Þeim var breytt í nýbúa. Ok frábært, nema það virtist bara passa á sumar tegundir útlendinga. T.d fólk sem er líkist okkur næpunum ekkert. Fólk frá Asíulöndunum og Afríku. S.s gult og dökkt fólk. Hinir voru áfram bara pólverjar og Svíar og kanar o.s.frv.
Nú má ekki tala um annað en -fólk af erlendum uppruna-.
Og ég má ekki segja negri um fallegt svart fólk, þá bilast Þóra og kallar mig rasista!
Afhverju er þetta svona???
Ætli þetta sé svona annarstaðar í heiminum?
Ég hef ekki orðið vör við þetta hérna, en þekki ekkert hafsjó af dönum svo sem.
Já og eitt annað.
Í dag er ekki til aumingjaskapur!!!
Allir sem nenna ekki að vinna, eða lifa á ríkinu eru annað hvort ofvirkt fólk, eða fólk með athyglisbresti. Þunglyndis sjúklingar. Nú eða fólk sem er bara svo ó-stapílt!!!
Ég er ekkert að grínast. Það var ein sem sagði mér það um daginn að hún gæti ekkert unnið og yrði að þiggja aðstoð frá því opinbera því að hún væri svo ó-stapíl!!! Hvaða hugsunarháttur er þetta???
Auðvitað geri ég mér fulla grein fyrir að það er til fólk sem þarf á fjárhags aðstoð að halda. Þekki sjálf fólk sem hefur verið í þannig aðstöðu, en það hefur nær undantekningarlaust verið fólk sem hefur viljað vinna en ekki haft tök á því tímabundið vegna t.d sjúkdóma.
Ekki fólk sem finnst það bara hafa annað við tímann að gera. Og já. Ég þekki þannig fólk í dag.
Æ ég veit að ég er ógeðslega úldin og fúl og ekki fengið nikótín í x langan tíma.
Hafið það samt sem best.
Kveðja Hulla reyklausa (eina ferðina enn)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
30.7.2008 | 16:36
Alveg að koma mánaðarmót.
Matjurtargarðurinn okkar stendur sig betur en við höfðum nokkur tíma þorað að vona.
Þrátt fyrir mánaðar þurrk, svo mánaðar storm (næstum) og plús 3ja mánaðar ekki nógu góðrar umhirðu lítur garðurinn hinsvegar ljómandi vel út.
Fyrir utan rifsberin
Þau eru glær!
Strákarnir og Eiki að vera duglegir.
Atli við maísinn okkar.
Í fyrra var maísinn okkar á stærð við vísiputta, en núna...
Þessi dagur endaði svo með vatnsslag milli feðgana.
Atli lítur reyndar frekar út fyrir að vera að taka þátt í blautbolakeppni...
Eiki ekkert betri en strákarnir
Í gærkvöldi þegar strákarnir áttu að vera löngu sofnaðir, en voru en ekki byrjaðir að blunda, allt sumarfríinu að kenna, steig ég næstum því á þennan útí dimmum garðinum okkar.
Bara krúttlegur hnoðri.
Obbobbob.
Þarna inni geymir Hr. Broddi sig.
Ekki gott að stíga á þennan.
Í gær fékkég ógeð á að þvo hreinan þvott.
Sagði sonum mínum yndislegum að ég væri hætt að þvo af þeim.
Ég þvæ og þvæ... Hengi upp og tek niður. Brýt saman og raða í stafla eftir drengjum og sortera allt. Buxur neðst, svo peysur og svo bolir. Nærföt og sokkar efst.
Svo koma þessir gullmolar (sem ég er stundum voðalega fúl útí) niður með óhreina þvottinn sinn og þar er kannski helmingurinn af því sem ég er búin að leggja vinnu og tíma í að sortera og brjóta saman fyrir þessa gutta mína og í gær stíflaðist ég einfaldlega.
Júlli átti fyrsta daginn í kennslu. Hann lá bara svo asskoti vel við höggi drengurinn. Kom niður með fangið fullt af hreinum þvotti. Sumt ennþá brotið saman.
Jæja strákklumpur, sagði ég. Í dag átt þú að byrja að þvo allan þinn þvott sjálfur.
Júlli: Já en ég er bara 12 ára.
Ég: Já ég veit. Það er meiri að segja kannski mér að kenna and I dont give a flying fock. Auðvitað sagði ég þetta ekki við litla snúðinn minn. Á það bara til að ýkja smá.
Júlli setti inn í 2 eða 3 vélar í gær. Hengdi einn út og tók allt niður.
Þetta gerði afkvæmi 4 með ósvikið bros á vör og fullur áhuga.
Hann lýsti yfir miklum áhuga á þvottakerfunum og spurði margar óþægilegra spurninga.
Eins og t.d " til hvers er þessi stilling" og benti á håndvaks.
"Til að þvo það sem á annars að þvo í höndunum" sagði ég.
"Afhverju þværðu það þá ekki höndunum"??? "Hvaða bull er þetta mamma"
Nákvæmlega.
"Æ Júlli, Mojn. farðu upp að leika eða út eða eitthvað" Ótrúlega erfið þessi afkvæmi manns
Atli átti þvottadag í dag. Ekki jafn áhugasamur og bróðir sinn, en var alveg að nenna þessu samt. Spurði samt strax hvað hann fengi í laun. Var ekki eins sáttur við "glaða mömmu" og ég hafði vonað.
Eru síðustu 5 daga búin að vera að skipuleggja skógarhögg í garðinum mínum.
Það er ömurlegt að eftir klukkan 13 á daginn skuli hvergi vera 2 fermetrar án skugga í 7000 fermetra garðinum mínum nema bakvið hlöðu og þar er ekki beint huggulegt að vera.
Ef ég ætla að fá sól á D-vítamín vannærða kroppinn minn þarf ég að vera á flakki með sólbekkinn minn útum allan garð. Endaði í fyrradag niður í matjurtagarði og þar hafði ég ekki undan að slá niður geitunga.
Nú er ég búin að finna allavega 10 tré sem verða að hverfa vegna sólardýrkunar minnar.
Eða að ég færi matjurtargarðinn og setji sólbaðsaðstöðu þar sem hann er núna.
Þá fengi ég þetta útsýni í marga tíma.
Þetta útsýni er fallegast af öllu (allavega mörgu)
Stundum eru akrarnir heiðgulir af rapsblómum. Það er svooo fallegt.
Verið góð við hvort annað og á ykkur öll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
29.7.2008 | 22:50
Síðustu dagar.
Hér er búið að vera vitlaust að gera síðustu daga.
Síðan við komum frá Hollandi eru búið að vera hér stanslaust af gestum og þó þeir hafi stoppað mislengi hef ég óspart notað það sem afsökun til að nenna ekki að blogga. Þið vitið... Æ búið að vera svo mikið að gera hjá mér
Svo er sólin bara búin að vera svo dásamlega að láta sjá sig áður en hún leggst í dvala að við höfum helst ekki viljað missa af einni mínútu með henni
Ég er allavega búin að næla mér í rosa magn af D-vítamíni.
Daginn eftir að við komum frá Hollandi brunuðum við til Koldings til að ná í gesti 1 og 2. Það voru Linda systir Eika og mágkona mín og Soffía dóttir hennar, nýkomnar úr flugi frá Spáni og ákváðu að millilenda hjá okkur í 2-3 daga. Frábært að fá þær.
Jói og Soffa dunduðu sér við að smíða???
Vitum ekki alveg hvað, en það sem mestu skiptir er að þau voru allan tíman úti með hugann við þetta stóra verkefni sitt.
Hér erum Við Eiki og Linda að slappa hrikalega af.
Eftir að þær mæðgur fóru kom Þóra vinkona með Þóa litla son sinn og kærustuna hans.
Einhverra hluta vegna tók ég ekki eina einustu mynd.
Þóa var búið að lofa varðeldi og gítarspili út í garði, en hann fékk bara gítarspil inn í stofu þrátt fyrir að ég væri búin að kveikja á kertum út á verönd.
Gerum bara betur næst.
Hrikalega gaman að fá þennan snúlla í heimsókn
Þóra kom svo hingað á sunnudeginum og var dagurinn að mestu nýttur á ströndinni.
Fyrst á Ballebro og svo heim að éta og svo var önnur strönd prófuð á Alnor.
Jói alveg að tapa sér í köfun.
Hann syndir svo vel í kafi og honum finnst bara æðislegt að sjá krabba og marglittur og allt sem iðar þarna niðri í vatninu.
Æðisleg strönd, æðislegt umhverfi og Jói minn hamingjusamur.
Atli er orðinn unglingur.
Þegar ég var búin að koma mér fyrir með bók, afhjúpa spenana, til að losna við hvít för sem hafa myndast einhvertíma í vor þegar sólin skein síðast, heyrði ég dimma rödd og hálfkæfða segja "mamma viltu vera góð og taka aftur á brjóstahöldin" Þetta var sonur minn að farast úr áhyggjum, að einhver mundi taka af mömmu hans myndir og selja til séð og heyrt.
Ég fékk þó leyfi til að liggja svona á maganum.
Og þegar hann var búinn að jafna sig eftir mesta sjokkið sagðir hann mjúkur "þú mátt samt alveg striplast í garðinum heima, þegar eru ekki gestir.
Um kvöldið var svo gítarkennsla, en Jói ætlar að verða jafn klár og pabbi sinn á gítar og á þann draum að fá að sitja með fullorðna fólkinu og spila á gítar og syngja.
Þóra fékk að syngja með
I´m driving in my car...
Daginn eftir komu svo Ívar uppáhalds mágur minn í heimsókn með Jennete og Miu.
Dana og Hanne komu líka til að hitta þennan sjaldgæfa föðurbróður sinn sem býr í Svíþjóð og þær sjá alltof sjaldan. Lena komst því miður ekki.
Þetta er nú búið að taka sinn tíma á þessari seinvirku tölvu.
Er að hugsa um að opna mér einn öl fyrir svefninn og dobbla Eika til að hætta að horfa á Star wars og horfa í staðinn á Klovn með mér
Indælis knús á ykkur, bloggvinir mínir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.7.2008 | 14:08
:(
Áts hvað er skrítið að sjá þá rífa stálsmiðjuna.
Ég skil vel að starfsmenn stálsmiðjunar eigi erfitt með að sætta sig við að sé verið að tæta niður vinnustað þeirra.
Afi minn vann þarna allt mitt líf og ríflega það.
Var verkstjóri til margra ára og eftir að hann hætti vegna aldurs var hann samt alltaf með annan fótinn niður í Stálsmiðju. Ömmu til endalausrar gleði (not)
Grey gömlu starfsmennirnir Finn endalaust mikið til með þeim.
Syrgir gömlu Stálsmiðjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
24.7.2008 | 14:40
Ferðasaga.
Þá er ég að spá í að skrifa smá um ferðalagið okkar. Ég er með nenn í lágmarki þessa dagana + að tölvan okkar er búin að vera með stæla svo ég er ekki búin að komast yfir að lesa hjá helmingnum af þeim sem ég er vön að lesa hjá og er að spá í að bæta það upp í kvöld.
Við keyrðum hér frá kl 00:30 á sunnudagskvöldið. Eiki var búinn að ná að leggja sig í 3 tíma en ég var hreinlega að fara á límingunum svo ég náði ekki að blunda eitt augnablik, sem var pínu vont því nóttina áður hafði ég vaknað kl 3 og ekki náð að sofna aftur nema í mesta lagi í 20 mín áður en ég fór í vinnu. Ég var altså agalega þreytt.
Við hittum Bjarna og Stínu í Padborg og svo var brunað af stað.
Eiki, þessi velgefni drengur hafði keypt talstöðvar svo við vorum í fínu sambandi við fólkið í næsta bíl alla leið.
Við keyrðum rólega, stoppuðum, pissuðum og vorum ekkert að stressa okkur. Náðum til Hollands um 8 og ókum svo þaðan og til Belgíu.
Gátum skrifað okkur inn klukkan 10 en fengum ekki húsið afhent fyrr en klukkan 3 svo þessi dagur var ógeðslega lengi að líða. Og allir hrikalega þreyttir.
Húsið var stórfínt, baðlandið æðislegt og umhverfið allt bara flott. Hefði verið voða gaman að fá smá sól en hana sáum við minnst af.
Strákarnir fóru í sund 2x á dag en við stóru létum eitt skipti á dag bara duga.
Við keyrðum svo norður Belgíu þvera og endilanga.
Fundum í einum bænum æðislega byggingu sem reyndist vera safn og við þangað.
Gamli maðurinn sem opnaði fyrir okkur talaði bara belgíska flæmsku og við skildum ekki brot af því sem hann reyndi að segja. Eiki og strákarnir óðu úr herbergi frá herbergi og skoðuðu allt sem augað sá. Ég aftur á móti reyndi að tala við gamla manninn. Aðallega til að reyna að fá upp úr honum hvort við ættum að borga eitthvað. Fyrir rest tókst mér að skilja að safnið væri lokað og við gætum komið aftur á morgunn Frekar kjánalegt.
Við fórum ekkert aftur. Eiki og strákarnir voru búnir að sjá allt sem þeim langaði og mér fannst of pínlegt að fara þarna aftur þannig að í næsta bíltúr var ekið í aðra átt.
Á aðeins 4 dögum í Belgíu er ég alveg búin að átta mig á hvað Belgar eru þekktir fyrir.
1. Demanta... Ég fékk ekki einn einasta.
2. Æðislega garða. Hugsa að hver einasti Belgi sé búin að fara á skrúðgarðyrkju námskeið.
3. Póstkassa. Þeir eru sennilega eitthvað stöðutákn hjá Belgum. Sá um 8000 mismunandi flotta póstkassa.
4. Steinstyttur í flottu skrúðgarðsgörðunum þeirra.
5. Óléttar konur. Ansi iðnir greinilega Belgarnig í þeim efnum.
6. Gríðarlega fallega bíla. Mér datt nú í hug að hverri konu væri gefin Bens þegar hún eignaðist sitt 4ða barn. Svo mikið magn var bæði af bílum og óléttum konum.
7. Ungbarnavöruverslanir. Enda nóg að gera þar sem allir eru óléttir.
8. Maríur og Jesúar. Á hverju einasta götuhorni. Bara heillandi.
Ég er MJÖG hrifin af Belgíu. Þangað ætla ég aftur.
Á fimmtudeginum keyrðum við svo til Antwerpen sem er stór borg í Belgíu. Þeir sem mig þekkja vita að ég er yfir höfuð ekki baun hrifin af stórborgum og get sjaldnast beðið eftir að komast þaðan.
Ég tek út fyrir að þurfa að fara til Köben og Reykjavík finnst mér álíka óheillandi.
Elska hinsvegar að keyra um í sveitum.
Þarna gerði ég hinsvegar undantekningu og sagði ekki eitt aukatekið orð þegar minn heittelskaði stakk upp á menningarferð í stórborgina. Stakk meiri að segja sjálf upp á að við mundum skoða Amsterdam og Rotterdam.
Ég sé ekki eftir einni sekúndu í Antwerpen. Þvílík dýrðarborg!!!
Mæjur og Sússar út um allt. Og byggingarnar voru þannig að ég átti bágt með að fara ekki að skæla.
Maður verður eitthvað svo lítill innan um svona stórkostlegar byggingar.
Allt í gyllingum og útskurðum og andlit útum alla veggi. Bara geðveikt.
Þarna eigum við 100 % eftir að fara aftur því við náum aðeins að skoða oggu lítinn part.
Við fengum leiðsögumann á hestvagni til að keyra með okkur í hálftíma og hann sagði okkur í stórum dráttum frá sögu borgarinnar.
Nú er nennið mitt á þrotum og ég ætla að fara að búa til Lagsangia.
Búin að setja eitthvað af myndum inn í albúm og á eftir að setja fleiri þangað.
Hlakka til að lesa hjá ykkur knús á ykkur öll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.7.2008 | 09:23
Komin heim :D
Þá erum við loksins komin heim eftir 2300 km keyrslu í gær.
Úti er gott... heima er best!
Kem með smá ferðasögu seinna í dag eða á morgunn, langaði bara aðeins til að láta vita af mér og er að hugsa mér að lesa örlítið af bloggum sem bíða mín í hrönnum.
Við Eiki áttum fyrsta brúðkaupsafmælið okkar í gær og gerði eiginmaður minn sér lítið fyrir og bauð konunni sinni út að borða á KFC í Amsterdam!!! Geri aðrir betur.
Hér er linkur inn á gömlu bloggsíðuna mína ef einhver skyldi nenna að lesa um giftinguna okkar í fyrra http://blans.blogcentral.is/eldra/2007/7/
Meira seinna. Lifið heil og takk fyrir kveðjurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
9.7.2008 | 15:51
Sumarfrí... Næstum.
Þá er alveg að fara að skella á sumarfrí hjá minni Get ekki beðið.
Eiki vinnur síðasta vinnudaginn sinn, fyrir sumarfrí, á föstudaginn. Ég þarf hinsvegar að vinna laugardag og sunnudag og svo er ég komin í 3ja vikna frí.
Jeijjj.
Á sunnudaginn, eða aðfaranótt mánudagsins ætlum við svo að keyra til Belgíu.
Þar erum við búin að leigja sumarhús í einhverju baðlandi og vona ég af öllu hjarta að sú dvöl verði ánægjuleg í alla staði.
Þetta er nefnilega langt því frá að vera eitthvað sem mig hefur dreymt um.
Eiki og Bjarni frændi hans, og Stína konan hans Bjarna, eru skipuleggjendur af þessari ferð.
Bjarni og Stína + 4 börnin þeirra koma sem sagt með.
Ég hefði viljað fara í óvissuferð eitthvað suður á bóginn og hreinlega láta það rætast hvar við mundum lenda. En Eiki minn er með svo mikið héra hjarta að hann þorir það ekki. Allavega ekki til að byrja með.
Ég er skooooo huguð. Alveg til í allt svona, svo lengi sem Eiki keyrir og reddar okkur ef við lendum í einhverjum ógöngum
En Eiki er búinn að lofa mér að ef þetta ferðalag gangi vel fæ ég að ráða næst.
Úúú hlakka bara til.
Ég verð samt að viðurkenna að ég er farin að verða mjög spennt fyrir þessari (annaramannaskipulögðu) ferð.
Enda verðum við með góðan félagsskap, ekki svo að skilja að við séum eitthvað leiðinleg en alltaf gaman að hafa einhvern af sama kyni til að spjalla við.
Það er ekki hægt að segja að Stína sé með leiðinlegri manneskjum sem ég hitt. Þó hún sé yfirleitt ofsalega hæg og stillt brýst stundum út hjá henni dólgur. Indæl.
Það eru 10 eða 12 ár síðan við fórum síðast í ferðalag (svona ekta)
Þá fórum við hingað út með öll okkar þá 4 börn. Það var æðisleg ferð þó að það væri ekki beint afslöppun fyrir okkur Eika. En núna erum við með "stór" börn. Á von á að við getum slappað meira af í þetta skiptið.
Eina sem ég vildi núna er að stelpurnar kæmust með En það verður bara seinna.
Við keyrum s.s héðan, sennilega, eitthvað eftir miðnætti á sunnudaginn. Það er til þess að losna við umferðarbilun.
Þetta er ekki nema um 6 tíma keyrsla (pæliði í því, eins og til Akureyrar í gamla daga) svo ég á von á að við verðum í Belgíu very snemma um morguninn.
Við fáum húsið ekki fyrr en um 3 svo við getum notað daginn til að skoða okkur um og sleikja sólina sem ég er búin að óska mér.
Í Belgíu verðum við svo í 4 daga. Altså í þessu baðlandi og svo keyrum við upp til Hollands.
Þar verðum við líka í baðlandi! Hehehe En þar sem ég er ekkert ofsalega spennt fyrir að arka um á typpinu og tattúinu innanum allavega fólk, er ég nokkuð viss um að ég nái að dobbla strákana mína í bíltúra og söfn og að skoða kirkjur. Það er möst!
Svo komum við heim viku seinna.
Mojn og knús á ykkur.
------------------------------------------------------------------
Så er det næsten så vidt at jeg har sommerferie. Jeg kan næsten ikke vent længer.
Eiki har sin sidste arbejdesdag, før sommerferie, på fredag. Jeg skal arbejde fredag, lørdag og søndag og så har jeg 3 ugers ferie. Jeijjjjj
På søndag, eller nat til mandag skal vi så køre til Belgien
Der har vi fået et sommerhus til leje ind i noget badland og jeg håber af mit hele hjerte at det bliver dejligt.
Det her er nemlig ikke noget som jeg har drømt om.
Eiki og Bjarni, hans fætter, og Stina, Bjarnes kone, har planlagt det her ferie.
Bjarni og Stina + deres 4 børn skal altså med.
Jeg havde ønsket mig en overraskelses tur, noget syd på og køre uden at planlægge noget. Men min Eiki har harehjerte og tør ikke. Alligevel ikke til at starte med.
Jeg er sååååå modig. Jeg er villig til alt sådan noget, hvis Eiki kører bilen og hjælper os hvis vi få problemer.
Men Eiki har lovet mig, hvis den her tur går godt, at jeg får lov til at bestemme næste gang.
Uuuuuuuu glæder mig meget.
Jeg skal samt sige det som det er, at jeg er begyndt at glæde mig rigtigt meget for den tur.
Vi får også god selskab, det må ikke forstås at vi er kedlig, men det er altid godt at have nogen af samme køn at snakke med.
Jeg kan ikke sige at Stina er den mest kedligeste menneske som jeg hat mødt. Selvom hun mest af tiden er meget stille og rolig, bryder nogen gang ud en dolg. Søjdest.
Det er 10 eller 12 år siden vi sidst rejste. (sådan ekta)
Den gang tog vi her til Denmark med alle vores børn (dengang 4)
Det var en dejligt ferie, selvom det ikke var afslappende for mig og Eika.
Men nu har vi "stor" børn. Tro vi kan slappe lidt af den her gang.
Den eneste som jeg gerne ville er at have pigerne med. Men det sker bare en anden gang i sted for.
Vi køre her fra, efter midnat på søndag, tro jeg.
Det vil Eiki gøre til at undgå crazy trafik.
Det er kun 6 times kørsel så jeg tro vi bliver i Belgien very tidligt mandag morgen.
Vi få huset først afleveret kl 3 så vi har godt nok tid til at se os om og slik solskinet som jeg har ønsket mig.
Vi bliver så i Belgien i 4 dage. Altså i den badland og så køre vi til Holland.
I Holland bliver vi også på badland! Hehehehe.
Og da jeg ikke er meget for at gå rundt om, kun på tissemanden og tattooet, sammen med mange forskeling mennesker er jeg sikker på at det lykkes mig at få mine drenge med i køretur og på museum og at kigge på kirker. Det skal jeg bare!
Så er vi hjemme en uge senere.
Mojn og knus til jer.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
4.7.2008 | 06:11
Mómæli... Undirskriftarlisti
Ég er reið eins og flestir aðrir útaf meðferð Pauls.
Ég er glöð að Ingibjörg Sólrún er stödd á Ítalíu og vonast nú til að konan taki Paul með sér heim aftur. Það eru kannski ekki stórar líkur á því, en stundum gerast ólíklegir hlutir.
Ég styð mótmælendur af fullum hug og vonast til að íslendingar sjái sér fært að mæta fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag milli 12 og 13 til að koma á framfæri sínum skoðunum.
Einnig vil ég benda á þessar færslur um málið http://www.nornabudin.is/sapuopera/ og http://aftaka.org/
Hér er svo undirskriftarlisti sem á að afhenda eftir helgi, http://www.thepetitionsite.com/1/PaulRamses svo þið öll sem styðjið Paul og eruð ósátt við þessa skítlegu framkomu, skrifið undir núna.
Bið ykkur að eiga góðan dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
2.7.2008 | 20:50
Redding!
Nenni ekki að blogga núna, svo ég redda mér bara á smá myndum
Og Eiki kemur ekki til með að skilja skóna sína eftir úti aftur.
Já, já. Ef maður á að komast í heita sturtu, þá er þetta það eina sem blivar.
Pabbi minn og konan hans hún Ragna
Mamma mín með fallegu og prúðu dóttursyni sína.
Ótrúlegt hvað þeir líkjast stundum pöbbum sínum.
Þessi rós var á náttborðinu mínu þegar ég vaknaði, morguninn eftir "blóma" færsluna.
Ég er vel gift
Muniði þegar refurinn átt næstum allar hænurnar mínar og hanann??? Og Eiki rauk inn í ísskáp og reif öll eggin út og tróð þeim inní heimasmíðuðu útungunarvélina sína???
Þetta er s.s árangurinn
Jói minn að gera við bílinn okkar.
Er sem sagt að rífa í burtu gamla bensínslöngu.
Og alveg að verða búin að laga bílinn
Hann var að vinna drengurinn.
Þarna er hann t.d búinn að ná af slöngunni.
Bíllinn að verða klár fyrir Belgíu og Holland.
Þökk sé þeim feðgum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)