26.2.2008 | 11:56
Þunglyndi eða óhamingja?
Er ekki líka bara málið, að stundum er erfitt að greina á milli þunglyndis og óhamingju?
Eða er kannski hægt að lækna óhamingju með pillum?
Þekki persónulega helling af fólki sem hefur leitað til læknis í kjölfari erfiðleika s.s skilnaðar eða fjárhagserfiðleika, og gengið út með lyfseðil upp á þunglyndistöflur.
Er ekki stundum hægt að hjálpa fólki án þess að hrúga í það lyfjum?
Bara smá hugmynd.
Efast um virkni þunglyndislyfja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
smeltu á tengil
:)
Nýjustu færslur
- 17.3.2013 Ok
- 22.2.2011 ??? Vor.
- 12.7.2009 Fokk
- 9.6.2009 Hvaðan fá fréttamennirnir á mbl.is upplýsingar sínar???
- 16.4.2009 Það hlaaut að koma að því :)
Efni
Tenglar
Aðrir bloggarar
- Gamla síðan mín
- Jóa systir
- Ragnan okkar
- Mæja pæja
- Guðrún frænka
- Linda mágkona
- Heiða mágkona
- Ómar og Rakel í Ålborg
- Bjarni og Stína í Frecericia
- Danan okkar
- Bára litla
- Hanne Dagcenter Frábær föndurkona
- Anetta Litla dýraóða dóttir Kollu vinkonu :)
R-nesingar
Gamlir skólafélarar
Bloggvinir
- Dana María Ólafsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Elísabet Sigurðardóttir
- María Guðmundsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Kristín Gunnarsdóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gísli Torfi
- Jóna Á. Gísladóttir
- Linda litla
- Heiða Þórðar
- Tiger
- Heiður Þórunn Sverrisdóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Helga Magnúsdóttir
- Þóra Björk Magnús
- Ásta Steingerður Geirsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Brynja skordal
- Agný
- Halla Vilbergsdóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Guðbjörg Oddsdóttir
- Eiríkur Harðarson
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Kristín Sveinsdóttir
- Emma Vilhjálmsdóttir
- Dísaskvísa
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Ingibjörg Helga
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Unnur R. H.
- Alfreð Símonarson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Linda Björk Ólafsdóttir
- Bwahahaha...
- Þórunn Edda Björgvinsdóttir
- Gammur drils
- Vefritid
- Birgitta Jónsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- BookIceland
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Dóra
- FLÓTTAMAÐURINN
- Helgi Jóhann Hauksson
- Isis
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Sigrún Jónsdóttir
- sur
- Sverrir Stormsker
- Þór Jóhannesson
Athugasemdir
Það er mikið til í þessu hjá þér. Hvenær er fólk óhamingjusamt eða þunglynt? Hvernig er hægt að greina á milli?
Rúna Guðfinnsdóttir, 26.2.2008 kl. 13:47
Bara að lesa sig betur um þetta
http://en.wikipedia.org/wiki/Clinical_depression
Ónefndur (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 19:32
heyrðu, ég er nefnilega á því að oft sé gripið í að gefa þunglyndislyf, án þess að leitað sé nóg í rætur hjá fólki..Ég er þunglyndissjúklingur og greyndist fyrst þegar ég var 9 ára..Nokkuð mörg ár fóru svo hjá mér að finna sáttina sem ég ætlaði aldrei að finna. En í dag veit ég að ef ég tek ekki lyfin mín, þá verð ég fársjúkur einstaklingur sem ég vill alls ekki vera..En ég tek fram að ég hef aldrei verið sett á þau lyf sem talað er um í þessari frétt
Unnur R. H., 27.2.2008 kl. 11:17
Það er afgerandi munur á almennri óhamingju eða leiða og þunglyndi, þeir sem fást við að greina einstaklinga sem etv.eiga við þunglyndi að stríða notast við aðferðir sem eru almennt taldar áreiðanlegar, oft eru notuð stöðluð próf eða að meðferðaraðillinn spyr sig fram til niðurstöðunnar.
NN (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 12:53
Ég myndi segja að munurinn væri að með þunglyndi þá veistu ekki afhverju þér lýður svona illa
en með leiða og óhamingju þá veistu hver ástæðan er....
meikar það einhvern sens?
Heiða (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 12:23
NN: Það vita svo til allir að það sé afgerandi munum á leiða og alvöru þunglyndi.
Málið er bara að margir sem ég veit um hafa aldrei verið látnir taka nein próf!
Og ég er ekki alveg að kaupa það að þunglyndi sé hægt að greina á einu viðtali við heimilislækni.
Veit fjöldamörg dæmi þess að fólk hefur labbað sér inn á heilsugæslu og út þaðan með resept upp á gleðipillur.
Mér finnst þetta sorglegt, því þetta getur orðið mjög alvarlegur sjúkdómur ef ekki er gripið inn í sem fyrst og þeir sem eru ekki raunverulega þunglyndir gætu kannski náð sér mikið fyrr ef þeir fengju meðferð við hæfi.
Hulla Dan, 28.2.2008 kl. 13:27
Heiða: Mér finnst reyndar ansi margt meika sens.
Ég er líka viss um að stundum dettur fólk niður í kjallara án þess að gera sér grein fyrir hversvegna, þó að kannski fólkið í kringum það sé löngu búið að koma auga á það.
Held líka að stundum vilji fólk ekki horfast í augu við ákveðna hluti því að þeim finnst það kjánalegt og halda að þar með gufi vandamálið upp.
Ég hef prófað það. Og vandamál gufa alls ekki upp, en geta látið eins og snjóbolta og rúllað endalaust upp á sig.
Til að taka af allan hugsanlegan misskiling, þá er ég ekki á móti þunglyndislyfjum!
Ég vill bara endilega að fólk sé rannsakað áður en það fær lyf.
Held að t.d. að eingin mundi sætta sig við krabbameinsmeðferð, bara afþví að heimilislækninum þætti það skynsamlegast.
Hulla Dan, 28.2.2008 kl. 13:37
Þunglyndi er ekki aðeins einn og sami sjúkdómurinn eins og flestir halda. Sjúkdómurinn skiptist í marga flokka og oft er mjög erfitt að rannsaka hann þar sem engin tæki eru til á Íslandi til að "mæla" hann.
Athuga þarf hvort ástæður sjúkdómsins séu "innlægar" eða "útlægar". "Útlægt" þunglyndi verður oftast til af utanaðkomandi áhrífum eins og t.d. umhverfi og sögu einstaklingsins. "Innlægt" þunglyndi er þegar engin augljós skýring er valdur af sjúkdómnum og talið er að erfðir eða undirliggjandi sjúkdómur er til staðar.
Einnig skiptist hann í þrjú stig eftir alvarleika: vægt þunglyndi, meðalsvæsið þunglyndi og alvarlegt þunglyndi. Alvarleiki sjúkdómsins er mældur af geðlæknum með svokölluðu "Beck´s" prófi.
Í sambandi við þegar minnst var á að heilsugæslur skrifuðu uppá lyf án þess að þekkja til einstaklingsins, þá er þeim það ekki heimilt að framvísa þunglyndislyfjum. Aðeins geðlæknar og heimilislæknar sem þekkja sjúkdómasögu einstaklingsins geta það.
Og þá vaknar upp sú spurning er ekki betra að svo alvarlegur sem sjúkdómurinn þunglyndi er að hann sé frekar ofgreindur en vangreindur.
Ég persónulega hef þurft að ganga í gegnum hina ýmsa lyfjakokteila til að vinna bug á sjúkdómnum og fann svo loks rétta lyfið með hjálp geðlæknis. Ég held líka að fólk taki heilsunni sem sjálfsögðum hlut því það þekki sem betur fer ekki það að þurfa að ganga í gegnum þetta.
Það sem mér finnst frekar merkilegt við niðurstöður þessara rannsókna er að þær segja að tiltekin lyf virki ekki sem skildi. Auðvitað virka ekki öll lyf eins á alla því við erum eins ólík eins og við erum mörg. Væri ekki bara best að heyra í því fólki sem fengu heilsuna aftur og tóku t.d. prozak.
Smá auka upplýsingar fyrir þá sem vilja kynna sér þetta betur ;)
http://www.actavis.is/NR/rdonlyres/B33E6533-6164-4C48-97E5-622E565B3121/0/Thunglyndi2005.pdf
Ónefndur (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 15:07
Andleg heilsa er sennilega eitt af því dýrmætasta sem við eigum og ber okkur því að fara afar varlega með hana.
Mér finnst frábært að sé yfirleitt hægt að hjálpa fólki sem á við andlega og geðræna erfiðleika að stríða.
Ég ber einnig mikla virðingu fyrir flest öllum geðlæknum og sálfræðingum, og öllu því fólki sem vinnur við að hjálpa þeim sem eiga erfitt í sálinni.
Mér finnst samt óhuggnalegt að lesa niðurtöður þessarar rannsóknar.
Mér þætti líka óhugarlegt ef í ljós kæmi að einhver önnur lyf sem fólk væri búið að treysta á að mundi hjálpa sér, mundu ekki virka sem skildi.
Og mér finnst það ekki vera í hlutverki heimilislækna að greina þunglyndi eða aðra geðræna sjúkdóma.
Mér finnst það vera í þeirra verkahring að koma sjúklingum sínum til sérfræðinga svo viðkomandi geti fengið rétta greiningu sem allra fyrst.
Hulla Dan, 28.2.2008 kl. 17:10
Ætla ekkert að tjá mig um þunglyndi á þessum fallega föstudegi, bara að segja þér Hulla að það getur bara ekki verið að hún Lena sé orðin 18,ára við erum nú ekki svo gamalar, mér finnst ég ný búin að ná tiggjóklessu úr hárinu á Lenu og sníta henni aðeins í leiðinniHóp knús á ykkur frá mér, góða helgi frá Fáskrúðsfirði
Anna (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.