5.3.2008 | 14:17
Minningabrot.
Ég man ótrúlega langt aftur. Finnst mér allavega.
Þegar ég var lítil (þarna milli 4 og 6) bjuggu afi og amma í Víkurbakkanum.
Ég man að Núpsbakki (eða Núparbakki) lá samhliða Víkurbakkanum og bara göngustígur á milli.
Þar bjó Pollý frænka. Ég man eftir henni þó ég muni ekki hvernig hún leit út, fyrir utan að vera yngri en amma og ég mundi ekki þekkja hana í sjón í dag.
Vegna þess að það lá aðeins göngustígur á milli þessara tveggja bakka, fannst ömmu óhætt að senda mig til Pollýar frænku ef hana vantaði eitthvað t.d. egg.
Í mínum minningum fór ég þó nokkuð oft að ná í egg til Pollýar. Trúi samt ekki að hún hafi verið með hænur út á svölum...
Fyrir ein jólin voru skömmtuð egg, og þar sem amma bakaði ótrúlega mikið og var búin að senda okkur systurnar í sitthvoru lagi upp í Breiðholtskjör til að fá sitthvorn eggjaskammtinn, og fara sjálf og senda líka pabba, þá dettur mér í hug að Pollý hafi átt auka egg sem hún hefur lánað ömmu. Sem er samt voðalega skrítið vegna þess að ég man að ég var í strigaskóm og stuttermabol, og þannig er maður ekki klæddur í desember. Hummm
Ég man líka að hjá Pollý var teppalagður stigi niður, hægra megin þegar maður kom inn.
Og Pollý (eða kannski frekar börnin hennar) áttu búðarkassa sem var búinn til úr pappakassa. Ótrúlega flottur, og börnin hennar það stór að þau voru ekkert mikið að leika með hann lengur.
Það var góð lykt inni hjá Pollý en ég geri mér ekki grein fyrir hvort þessi lykt stafaði af kleinum eða kanilsnúðum. Finnst samt að það hljóti að vera annað hvort.
Og Pollý átti hund. Man að hann var þó nokkuð skemmtilegri en Heddý og Læla, sem amma átti á þessum tíma og áttu það til að glefsa í mig ef ég reyndi að koma þeim í einhver föt.
Veit samt að ég rugla eitthvað með þennan hund, því ég þekkti annan hund á svipuðum tíma sem treður sér inn í allar hunda minningar frá því að ég var lítil. Það er hún Dúna frá Ólafsfirði. Annað hvor Ranna eða Kolla áttu hana og hún var stór, allavega miða við mig, og hvít og yndisleg.
Hvort þessar minningar stemmi við annarra manna minningar er ekkert endilega víst.
Það er þá ekki í fyrsta sinn sem það gerist.
Eigið góðan eftirmiðdag
Athugasemdir
Þetta er bara skemmtilegt. Það kom alltaf sending af eggjum úr sveitnni svo þetta með eggin passar. Mamma steikti oft kleinur og bakaði snúða svo báðar lyktirnar passa. Við áttum ekki hund en ertu ekki að rugla hundinum hennar Rönnu frænku þarna inn í, humm.. eða átti Kolla hundinn? Hann var sannarlega ljúfari en Heddy og Læla.
Mitt fyrsta minningarbrot um ömmu þína og afa tengist því þegar þau bjuggu á Hjallaveginum. Hulla frænka vann nefnilega í nammiverkmiðju, ekkert smá merkilegt
Guðrún Þorleifs, 5.3.2008 kl. 15:23
Ég fór bara að rifja upp þegar ég las þetta og áttaði mig á því að langtímaminni mitt er í betra lagi en skammtímaminnið, virðist allavega muna lítið úr síðustu viku og alls ekki nóg úr þessari bók sem ég var að lesa í gær..eða kannski tók ég svona illa eftir því sem ég las Annars er mjög gaman að lesa bloggið þitt
Helga Nanna Guðmundsdóttir, 5.3.2008 kl. 16:00
Vá Hulla, hvað ertu gömul, ég man ekki eftir því að það hafi verið skömmtuð egg, samt var mamma dugleg að baka, kanski var hún bara eina konan sem bakaði! Það er svo gaman af svona minningum, ég man líka eftir hundi sem mér fannst svo stór og mjalla hvítur en í dag efast ég um að hann hafi verið hvítur, aldrei sé ég hvíta hunda núorðið? Hafðu það gott og farðu vel með þig og minningarnar þínar ;-) Knús frá mér
Anna Ólafs. (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 16:04
Skemmtileg færsla Hulla og góðar minningar
Rúna Guðfinnsdóttir, 5.3.2008 kl. 17:27
Hehe Amma mín var verkstjóri í Ópal Og alltaf til núggatoffí í búrinu hjá henni.
Hvað með búðarkassann, kannastu við hann Guðrún? Og þetta með stigann?
Ég man sjálf eftir afa og ömmu fyrst í Víkurbakkanum. Dreymir en Víkurbakkann ca 2x í mánuði...
Helga mín ég man ekki lengur hvað skammtímaminni er. Hvað ég gerði í gær og fyrradag er mér hulin ráðgáta. (smá ýkjur kannski)
Anna litla: Ég er 24 ára... Kjáninn minn. Þú bjóst ekki í Breiðholtinnu er það nokkuð? Efast um að hafi verið skömmtuð egg á Patró (og þar í kring) Svo var þetta bara fyrir ein jól... sennilega ´75. Er samt ekki viss.
Ég er nokkuð viss um að þessi hundur hafi verið mjallahvítur Ætla samt að spyrja mömmu til öryggis...
Hey þið tvær... Anna og Helga. Muni þið ekki eftir hvor annari??? Sá ykkur ekkert heilsast, jú nó
Ég elska minningar... Á líka heilann helling af þeim
Hulla Dan, 5.3.2008 kl. 19:52
Þetta var ekkert smá spennandi þegar maður fékk núggatoff hjá frænku og eins þessi í karamellu... umm. . . þau voru best hjá henni. Maður var ekkert úti í sjoppu á þessum árum
Sammála með þessi hús, þau geyma margar minningar.
Þessi eggjaskömmtun sem þú minnist á ætli hún hafi ekki tengst einhverjum verkföllum?
Þarf að spyrja Stínu systir um búðarkassann, gæti alveg hafa verið hennar verk hún var alltaf í búðarleik þessi elska. Rétt hjá þér með stigann.
Mútta krútt og Ranna systir hennar kíktu á síðuna þína í morgunn og voru voða ánægðar með þig
Guðrún Þorleifs, 5.3.2008 kl. 21:18
Mér finnst ekkert smá gaman að þessu
Hulla Dan, 6.3.2008 kl. 06:01
Daginn
Sama hér, þetta er búið að kalla fram margar minningar sem ég var búin að steingleyma eða þannig. . . td. þegar Hulla frænka gaf okkur ávaxtarúllubrjóstsykur ( já, smá nammigrís hérna )
Guðrún Þorleifs, 6.3.2008 kl. 06:18
Minningar renna alltaf dálítið saman.
Það var Ranna sem átti Dúnu. Stóran hvítan poodle en stór poodle er miklu skapbetri og rólegri en úrkynjuðu, hjartveiku smáhundarnir. Kolla og Svenni voru á tímabili með hund sem mig minnir að hafi heitað Bimbó. Ég held að það hafi verið svartur blendingur. Allavega man ég að honum fannst mjög gaman að fá að sitja til borðs með fólkinu, með stóra serviettu um hálsinn.
Ég man vel eftir Pollý en Guðrún hringir engri bjöllu. Mér finnst eins og Pollý hafi átt dóttur sem hét Fjóla og var nokkrum árum eldri en ég svo man ég eftir Kristínu sem var held ég árinu eldri en ég. Í minni minningu er Pollý alltaf hlæjandi og alltaf bökunarlykt heima hjá henni.
Eva (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 09:14
Eva þetta passar hjá þér. Fjóla er systir mín og Stína lilta systirinn. Ég er elst og veit ekki heldur hver þú ert Mamma er er orkubolti enn í dag og alveg ótrúlega dugleg og jákvæð. Hún kunni alveg að baka, hún mútta mín
Skemmtilegt
Guðrún Þorleifs, 6.3.2008 kl. 09:21
Má ég kynna... Eva er stór systirin mín, hún hét einu sinni Jóhanna
Ertu viss um að Dúna hafi verið stór poodle? Þá hef ég verið óskaplega lítil, því í minni minningu er þetta svakalega mikið loðinn og risastór hundur. Eins og Tjalli eða Wheaten Terrier. Allavega man ég ekki til þess að hafi verið hægt að sjá í augun á henni nema að kíkja undir toppinn.
Jón Dan og Rut áttu hinsvegar stórann svartan (örugglega poodle) sem hét Bimbó. Ansi vinsælt nafn í okkar fjölskyldu.
Hulla Dan, 6.3.2008 kl. 09:58
Nú er þetta allt að skýrast, ég man eftir henni systur þinni
Þetta með búðarkassann passar alveg. Hann var sérstklega búin til fyrir hana.
Guðrún Þorleifs, 6.3.2008 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.