Áramótaheit...

Um áramótin síðustu setti ég mér mál.
Þar sem ég var ekki með þessa síðu þá, ætla ég að birta hluta af blogginu sem ég gerði þá...

Ég strengdi áramótaheit. Eitt eins og venjulega. Þetta eina sem ég veit að ég get staðið við,allavega hingað til. Það er að vera góð og yndisleg á þessu nýja ári. Halo
Svo setti ég mér mál. Geri það alltaf við hliðina á strengnum. Tekst misjafnlega að ná þessum málum mínum og það er bara allt í lagi. Ég reyni a.m.k. Errm
Málið mitt að þessu sinni er að losa okkur við allar ónauðsynlegar skuldir.  Það er ekkert erfitt. En næsta mál er erfiðara. Ég ætla að losna við umframspikið mitt sem hefur verið að safnast fyrir á miðjunni á mér síðustu 4 ár. Það ætla ég að gera fyrir 1.apríl. Það er erfitt. Og þar sem ég er ofsalega lítið fyrir erfiða hluti og hreyfingu og hvað þá að borða eitthvað sem mig langar ekki í . Eða neita mér um eitthvað sem mig langar í, þá er ég með lausn á því, eins og svo mörgu öðru. Nefnilega þetta.
Ef ég verð ennþá feitt 1.apríl, þá ætla ég að reyna að verða ólétt til að hafa afsökun fyrir því að vera feit. Það verður líka erfitt þar sem ég er í kaskó. En ég ætla a.m.k að reyna. 
Veit að það gleður hann Eika minn.

Nú er kominn mars og ég er ennþá með örlítinn auka kepp, sem virðist vera andskotanum erfiðara að losna við. Samt er ég næstum hætt að drekka bjórinn sem ég elska svoooo mikið.
Ætli endi ekki með því að ég neyðist til að sprikla eitthvað síðustu dagana í mars. Pinch
Get ekki sagt að sú tilhugsun gleðji mig neitt svakalega, en þetta skal takast Smile

Hafið gott kvöld. Hulla Pulla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Áramótaheit! Þú ert svöl. Allir segjast vera hættir að strengja áramótaheit

Greinilega einstök

Gott hjá þér að ætla að vera góð og yndisleg. Fleirri mættu hafa það að markmiði

Flott að vera ekki í stressi yfir skuldum. Skynsöm

Laga maga. Humm... getur þú ekki bara farið í fitusog eða fengið þér korsettu? Ærleg magakveisa er líka. . .

En að hætta að drekka bjór

Guðrún Þorleifs, 7.3.2008 kl. 17:36

2 Smámynd: Unnur R. H.

Ég er hætt í áramótaheitum, stend þau aldrei En er samt ennþá ákveðin í að vera búin að missa þessi kg sem ég þarf til að vera flott í sumar En blessuð ekki hætta að drekka bjórinn, hafðu hann bara light.

Unnur R. H., 7.3.2008 kl. 19:09

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

ÆÆæææææ ekki tala um minnkun á spiki..þá verð ég ómöguleg.  Erum við ekki bara ágætar eins og við erum..eða hvað???

Rúna Guðfinnsdóttir, 7.3.2008 kl. 21:44

4 identicon

Æh! komdu með litla frænku handa mér

En já ég held að áramótaheitið í fyrra hafi verið að hætta að strengja áramótaheit. Svo þegar ég var að verða búin með freyðivínsflöskuna núna um áramótin setti ég mér mjög svo spes áramótaheit.... ég er ennþá að hugsa um um hvort mig langi til að standa við það

Heiða Hrönn (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 11:59

5 identicon

Þú getur losnað við spekeð með því að hætta að innbyrða brauð, hvort sem er í föstu formi eða fljótandi. Ef þér er alvara með 1. apríl (og ég reikna ekki með að þú ætlir að sleppa því að hafa páska) þá dugar ekkert minna en þessi kúr; http://www.nornabudin.is/sapuopera/2008/03/post_144.html#comments

Eva (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 13:29

6 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Mér líst vel á þessi markmið,æ greyið mitt ertu að leggja bjórinn á hilluna,ferlegt hvað hann er spikaukandi  Ég er viss um að þú ert flott pía nú þegar Hulla mín  Þannig að marsmánuður fer í sprikl,annaðhvort að búa til barn sprikl eða einhverjar aðrar leikfimisæfingar  Hafðu það gott Hulla mín

Katrín Ósk Adamsdóttir, 8.3.2008 kl. 20:22

7 Smámynd: Hulla Dan

Sko eg er ekkert allveg hætt ad drekka øl.
Fyrir mer er tad næstum eins og ad hætta ad anda. -eg "anda" bara minna fyrir vikid

Elsku systir, eg elska lika braud  og kurinn tinn er ekki alvegtad sem eg er ad leita eftir.

Heida min: Eg er ekki ad sja framm a ad geta utvegad ter litla frænku, en skal halda afram ad reyna. Tad sem madur gerir ekki fyrir tig

Og tid... Rett i tessu, bara nuna, var eg ad akveda ad breyta sma...
Sem sagt, eg verd glød og anægd ef eg verd buin ad missa 5 - 500 gr tann 1. april. Ta ætti eg ad geta sveiflad naflahringnum a strøndinni i sumar

Hulla Dan, 8.3.2008 kl. 22:23

8 identicon

Ég er bara alveg hlessa. Þú þarft hvorki að hætta að borða það sem þig langar í og þaðan af síður að hætta að drekka bjór. Þú þarft heldur ekki að ofreyna þig marga mánuði æfingum sem taka af þér fituna alls staðar annarsstaðar en þar sem þú þarfnast þess. þ.e að standa uppi kinnfiskasogin með enginn brjóst en mjaðmaspikið á nákvæmlega sama stað og áður. Og fyrst það er ekkert mál að borga niður skuldir þá skaltu nýta þér það að þú býrð á 21. öldinni.

Farðu í læpó. ;)

Systa (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 22:35

9 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hummm.... 

Er bara að spá... Ef svona flott kona eins og þú ert án efa (í the ætt) þá er þetta ekker vandamá,l svona ef þú er í alvöru ekki búin að fatta það. Þú bara brosir, þá sér enginn annað en brosið

Guðrún Þorleifs, 9.3.2008 kl. 02:00

10 Smámynd: Hulla Dan

Sennilegt ad eg fari ad ofreyna mig a æfingum... tekkiru mig ekki neitt  
Hvad er læpó??? Tad hljomar ansi skemmtilega.

Og flott er eg... Nema kannski tegar eg brosi   Muhahahahha

Hulla Dan, 9.3.2008 kl. 04:13

11 identicon

Elsku systir læpó, liposuction (fyrirvari á stafsetningu) útlegst sem fitusog á íslensku.

Systa (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 23:30

12 Smámynd: Hulla Dan

Já já... og finnst þér trúlegt að ég færi og mundi heimta að þeir mundu soga í burtu 500 gr af miðjuni á mér?
Nei!!! Ekki einu sinni þó ég yrði feit í alvöru... Hef séð svona í sjónvarpinu og þetta er skelfilegt!!!

Hulla Dan, 10.3.2008 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband