Helgin ofl.

Helgin fór í þrif frá a-ö. Ég meiri að segja var bara nokkuð sátt við að gera jólahreingerninguna snemma í ár. Joyful
Ég komst líka að hinu ýmsu um drengina mína, þegar ég eyddi mörgum klukkutímum í að moka út úr herbergjunum þeirra,  sem ég vissi ekki fyrir.
T.d það að uppáhalds bókin hans Jóa (sem er 8 ára) er "barn í vændum"Woundering
Og inni hjá Júlla (sem er 11) fann ég allar spádóma og draumráðninga bækurnar mínar. Hann er núna að æfa sig í að búa til stjörnukort.FootinMouth
Hjá Atla Hauk fann ég hinsvegar ekkert spennandi fyrir utan tilkynningar frá skólanum sem voru vandlega faldar. Ekkert svo sem, sem skiptir máli, því að allir eru þeir í sama skólanum og fá þar af leiðandi allir sömu tilkynningarnar ef er eitthvað um að vera.
Aftur á móti prófaði Atli að raka á sér efri vörina í gærkvöldi í fyrsta sinn, og fannst það bara þó nokkuð spennandi.LoL

Á laugardaginn týndum við líka strákunum. Crying Svona er að eiga mömmu sem gerir ekkert annað en að taka til og má ekkert vera að því að sinna manni.
Þannig var að Eiki var að keyra Atla Hauk til Blans þar sem hann ætlaði að gista hjá einni vinkonu sinni. Ég gat ekki betur skilið en að Júlli og Jói ætluðu með í smá bíltúr, en ég heyrði náttúruleg takmarkað fyrir óhljóðum í ryksugunni. Angry
Þegar Eiki kom til baka var hann einn. Við röltum hérna um garðinn, sem er þó nokkuð stór, og stækkuðum svo leitarsvæðið út á akrana sem liggja hérna allt í kringum okkur.
Við skiptum liði og löbbuðum sitt í hvora áttina, ábyggilega 2 km hvor, fundum enga snáða og byrjuðum að panika. Það hefur nb ekki gerst að ráði síðan við fluttum hingað út. Ekkert alvarlega amk.
Þegar var að verða dimmt vorum við orðin ansi stressuð. Það er líka búið að plægja upp nokkra akra hér í kring og auðveldlega hægt að festa sig. Svo er búið að myndast risa pollar út um allt og ímyndunar aflið mitt stundum ansi skrautlegt. Undecided
Við tókum bílinn og keyrðum hér út og suður.
Til síst ókum við upp að myllum til að sjá vel yfir allt. Við vorum með kíkirinn með, sem betur fer, og lengst, lengst, óra langt í burtu sáum við tvo agnarsmáa díla. Líktist helst tveimur krækiberjum í helvíti, eða á hálendi Íslands. Þetta voru litlu gullmolarnir okkar á heimleið. InLove
Vá hvað ég andaði léttar.

Sunnudagurinn fór svo í að þrífa meira og vera leiðinlegur tuðari. En ég held að það sé að skila sér. Júlli hengdi amk upp úlpuna sína í dag, óumbeðinn, og bað vin sinn vinsamlegast um að hoppa ekki í sófanum mínum. Atli Haukur reyndi að fá  Jóa að ganga frá þvottinum sínum (Atla þvotti þeas.) Jói fór úr skónum úti og fór fram á að bræður sínir gerðu slíkt hið sama.
Þeir gengu líka frá diskunum sínum inn í uppþvottavél eftir kvöldmat og fóru þegjandi og hljóðalaust upp kl 20:00. Þegar ég var búin að lesa fyrir þá, heyrði ég ekki hlaup og köll að ofan. Litlu strumparnir mínir sofnuðu með það sama og ég gat hlammað mér niður, hringt í mömmu, talað án þess að vera trufluð, og bloggað án þess að verða fyrir ónæði. Smile

Stundum borgar það sig sem sagt að tuða og nöldra.
Ætla að vera duglegri í því.

Góða nótt, Hulla. Gasp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur R. H.

Ekki gott að týna drengjunum, en sem betur fer skila börnin sér...Ég er í tuðgír og mín reynsla er sú að þetta fer að skila sér hjá mér sonna um jól!!!

Unnur R. H., 18.3.2008 kl. 08:32

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gott að peyjarnir skiluðu sér

Getur verið að þetta sem þú kallar tuð og nöldur sé eitthvað annað en við hin köllum það? Veit nú ekki um aðra en þig sem ná árangri með þessu og því held ég að þú sért að gera eitthvað snilldarlegt í stað þess að tuða og nöldra En eru þetta bara ekki svona frábærir drengir að þeir gera það sem þeim er sagt( þegar þeir muna það)

Guðrún Þorleifs, 18.3.2008 kl. 12:41

3 identicon

'Uff hvað ég er stimplaður tuðari  skil ekkert í því afhverju börnin og karlinn kalla mig tuðara... mér finnst ég ekkert tuða svo mikið.. "hengja upp úlpurnar.. sitja skóna á sinn stað.. gangið frá diskunum...  ekki inn á útiskóm.... skola vaskinn þegar þið eruð búin að tannbursta... búið um ykkur,, sitjið fötin í óhreinisdallinn...ganga frá skóladótinu.. " Þetta kalla ég ekki tuð.. heldur er ég að minna þá á að gera það sem þau eiga að gera því þau gera það ekki að sjálfum sér  eF ALLIR myndu ganga vel um þá þyrfti ég ekki að minna alla á allt og 'EG tel mig ekki vera tuðara heldur mömmu sem er svo góð að minna þau á þetta allt svo þau gleymi því ekki

Linda (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband