24.3.2008 | 06:52
Íslensk páskaegg :)
Ég er búin að vera að vinna alla páskana. Átti svo að vera búin klukkan eitt í gær, en þar sem íbúarnir mínir eru ekki allir að kunna að haga sér vel þó að séu Páskar, fór ég ekki heim fyrr en klukkan þrjú.
Þegar heim kom biðu mín ótrúlega fallegar fréttir. Hún frænka mín sem ég hef ekki en hitt (en ætla mér að hitta fljótlega) hafði komið hérna við og fært litlu strumpunum mínum íslensk Páskaegg og eitt til
Málshátturinn í einu egginu var lýsandi... Ljúf er lítil gjöf...
Eiki talaði eitthvað um að hann þyrfti sennilega að breyta klæðaburði sínum (joggingbuxur og lopapeysa) þar sem þetta er í annað sinn á 3 vikum sem fólk kemur hingað óvænt
Fengum svo delisíus lambalæri að hætti Eika í kvöldmat.
Sem sagt góður dagur út í eitt.
Heyrði svo aðeins í Kollu vinkonu í gær, en þar sem strákarnir mínir fá alltaf hrikalega löngun í að slást akkúrat þegar ég tala í símann, ákvað ég að hringja í hana þegar þeir væru komnir í rúmið. Ég hafði líka ætlað mér að hringja í Boggu og Jóu systur mínar, en steinsofnaði í sófanum um níu leitið.
Vöknuðum svo kl sex í morgunn og Eiki fór strax í að slökkva á kertum
Þegar ég leit út um gluggann var allt hvítt. Bara eins og jólin væru að koma
Ég dreif mig út með símann minn (þar sem það er eina myndavélin á heimilinu í augnablikinu) og tók myndir af þessum einstaka atburði.
Hugsa að snjórinn verði horfinn um tíuleitið.
Eigið góðan dag, Hulla Pulla
---------------------------------------------------------------------------
Jeg har været på arbejde hele Påskeweekend. I går skulle jeg så har fri kl 1, men da nogle af min beboer ikke kan opføre sig ordenlig, selv om det er Påsker, kom jeg først hjem kl 3.
Når jeg kom hjem fik jeg utrolige smukke nyheder. Min kusine, som jeg ikke har mødt i nu (men vil gerne snart) havde kommet her forbi men islandske påskeæg, og en til, til mine små knækte.
Ind i hvert islandske påskeæg ligger en lille seddel med en gamledags sætning på... En sætningen var... Dejlig er en lille gave...
Eiki snakkede om at han måske skulle til at ændre sit tøjvalg (joggingbukser og islandsk uldetrøje)
da det er i anden gang på 3 uger som folk kommer her til uden vi ved noget om det.
Vi fik så utroligt dejligt lamkølle som aLa Eiki til aftensmad.
Kun god dag i går.
Min venind fra Island Kolla ringede til mig i går, men da mine drenge får bare de meste behov for at kom op og slås lige i mens jeg snakker i telefonen, sagde jeg til hende at jeg skulle ringe tilbege når drenge var i seng. Jeg skulle også ringe til mine to søstre Boggu og Jóu, men jeg fald til stensovn i min sofa da klokken var omkring ni...
Vi vågnede så op klokken sex i morgens, og Eiki skulle til at puste på vores stearinlys med det same.
Når jeg kiggede ud om vores vindue var det hele hvidt. Lige som julen var på vej
Jeg skyndte mig ud med min mobil (da den er den eneste kamera i øjeblikket) og tog billeder af min utrolige smukke have.
Tro nok sneen bliver væk om ti tiden.
Ha en god dag, Hulla Pulla
Athugasemdir
Þú verður að passa þig á þessum kertum...hrollur. Kær kveðja úr íslenskri blíðu í snjóinn í Danaveldi
Ragnheiður , 24.3.2008 kl. 11:12
Ég var líka að vinna um helgina, föstudag, laugardag og sunnudag en frí í dag, annan í Páskum! Það hefur verið erfið helgi út af lungunum, en ég hef þraukað og fer á morgun líka, þá bara til að geta hitt á lækninn og fengið lyf. Ekki hlaupið að hitta á lækni á bakvakt, hvað þá yfir Páskahelgi Ætli ég fái svo ekki að hætta um hádegi.
Gleðilega Páska Hulla mín!
Rúna Guðfinnsdóttir, 24.3.2008 kl. 12:31
Risa Páskaknús til ykkar krúttin mín! Hafið það nú sem allra best yfir hátíðirnar! Kveðja frá okkur öllum :)
Bára Frænka (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 16:12
Peysan hans Eika er flott og sjálfsagt hjá honum að vera í henni þegar kalt er í veðri. Kær kveðja til ykkar í sveitinni
Guðrún Þorleifs, 24.3.2008 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.