25.3.2008 | 11:57
Utangarðsmenn og sjálfskaparvíti
Ég skrifaði athugasemd við bloggfærslu Röggu um utangarðsmenn í morgunn. http://www.hross.blog.is/blog/hross/entry/484115/#comments
Þar sem ég er ofurviðkvæm fyrir að fólk misskilji mig og verði reitt út í mig ákvað ég að skýra mál mitt á minni eigin síðu, og vona að það misskiljist ekki.
Ég setti spurningarmerki við sjálfskaparvíti og skrifaði já stundum ég skrifaði líka að stundum óskaði fólk ekki eftir öðru lífi. Þá átti ég ekki við að það væri draumur lítils barns að verða utangarðsmaður eða dópisti.
Ég þekki persónulega til þar sem fólk óskar ekki eftir öðru lífi.
Ég þekki persónulega til þar sem fólk hefur fengið alla hugsanlega aðstoð, en samt ekki viljað breyta neinu.
Ég þekki persónulega til þar sem fólk þiggur aðstoð rétt á meðan það er að jafna sig eftir verstu túrana og flýr svo í sama farið aftur.
Ég þekki persónulega til mæðra sem hafa gert miklu meira en í þeirra valdi stendur til að hjálpa börnum sínum, en því miður ekkert virkað.
Og við stöndum hjálparvana hjá og getum ekkert gert... annað en að halda áfram að reyna.
Fólk verður að vilja... Því miður.
Ég er ekki að dæma fólk sem villist. Ég á sjálf nákomið fólk sem hefur verið rammvillt.
Mér finnst fátt eins svakalega sorglegt og að horfa upp á fólk sem vill ekki þiggja aðstoð eða getur einhverra hluta vegna ekki meðtekið hjálp.
Í mínum huga finnst mér mjög rökrétt að allir vilji hafa það gott og lifa góðu lífi. Það er bara eins og eitthvað klikki hjá sumum.
Samt gefst maður að sjálfsögðu ekki upp við að reyna allt sem í manns valdi stendur til að hjálpa þeim.
Ég hef líka séð fólk þiggja aðstoð og breyta sínum lífstíl. Fólk sem stendur mér afar nær og mér þykir ótrúlega vænt um.
Ég veit ekki hvað veldur að sumir kjósi að fara illa með lífið sitt. Kannski þunglyndi. Kannski afleiðingar af erfiðleikum. Kannski eitthvað allt annað.
Ég á mér þá ósk að finnist einhver leið til að hjálpa þeim sem hafa villst og og koma þeim á réttan kjöl í lífinu aftur.
Varðandi sjálfskaparvíti... Ég túlka sjálfskaparvíti eitthvað sem ég kem mér í, vitandi að það geti haft slæmar afleiðingar.
Ég veit að ég get fengið lungnakrabba ef ég reyki.
Ég veit að ég get fengið kransæðastíflu ef ég lifi ofsalega fituríku lífi.
Ég veit að ég lendi á svörtum lista ef ég tek bankalán sem ég veit að ég get ekki borgað til baka.
Ég veit að ég get orðið fíkill ef ég fer að nota dóp.
Ég dæmi ekki fólk sem verður veikt og segi að það hefði bara átt að passa sig betur. Alls ekki.
Og ég veit að þegar fólk byrjar að reykja eða dópa eða taka bankalán, þá er því ekki efst í huga að það sé kannski að koma sér í slæma aðstöðu.
Það eru líka margir sem fá hræðilega sjúkdóma og lenda í hræðilegum hlutum án þess að þeir hafi skapað sér það sjálfir.
Ég tek ótal áhættur í þessu lífi eins og svo margir aðrir. Og skammast mín stundum hrikalega, því að þetta er einasta lífið mitt.
Og nú óska ég ykkur enn og aftur góðs dags og vona að ég verði ekki misskilin.
Athugasemdir
Ég misskildi þig ekki.
Sumir eru bara svo hörmulega illa staddir að þeir geta ekki þegið hjálpina af allskonar ástæðum.
Hafðu það gott í dag Hulla mín
Ragnheiður , 25.3.2008 kl. 12:14
Takk fyrir það
Hulla Dan, 25.3.2008 kl. 12:19
Þetta er eins og talað úr hjarta mínu og hef ég engu við það að bæta.
Lifðu heil mín kæra!
Rúna Guðfinnsdóttir, 25.3.2008 kl. 17:09
Sammála henni Rúnu sem skrifar hér fyrir ofan! Hafðu það sem allra allra best Hulla mín og njóttu þess að vera til
Anna Ólafsd. (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 19:08
Hummm, er ekki alls kostar sammála öllu hér. Ekki er hægt að sakast við fólk sem á við veikindi að stríða sem það orsakar ekki sjálft og ekki þegar líf fólks fer í vaskinn vegna annarra manna gjörða. EN ef að fólk VELUR sér að t.d reykja, drekka, dópa, fitna eða eyða öllum aurunum sínum í spilakössum, þá ættu vel flestir að vita hvaða hættum er verið að bjóða heim. Kjósi þeir að taka áhættuna og veikjast síðan og þá jafnvel slá hendinni á móti hjálp (t.d á þeirri forsendu að þeir séu svo "veikir") þá er þeim ekki mikil vorkunn. Það vaknar enginn upp sem alki eða dópisti. þessi leið löng og milljón tækifæri til þess að snúa við. Sumum langar það ekki, aðrir nenna því ekki, o.s.frv. Ef líf þitt sökkar þá eru allar líkur á því að það sé þér sjálfum að kenna og enginn breytir því nema þú sjálfur. Ég er þó ekki að segja að ekki ætti að rétta fólki hjálparhönd því að alltaf er gott að fá kikk út úr því að vera góður.
Elsku systir það er jákvætt að vera misskilin, gott að vera gagnrýndur og best að dæma aðra! Love Bogga
Blíðalogn (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.