18.4.2008 | 16:19
Fyrirsögn.
Dana ofurdúlla tók bræður sína þrjá í gær eftir skóla og leyfði þeim að gista.
Hugmyndin var sú að við Eiki gætum þrifið almennilega hjá okkur, þar sem lítið sem ekkert hefur verið gert undafarna viku, þar sem ég hef verið algjörlega ónýt eftir næturvaktirnar.
Svo ætluðum við að kela pínu við okkur og borða góðan mat og æfa okkur pínu í að vera hjón.
Ekki mikill tími til þess annars.
Þegar Eiki kom heim úr vinnu vakti hann mig eftir alltof lítinn svefn.
Við brunuðum og sóttum strákana. Ég gleymdi helmingnum af því sem ég ætlaði að senda þá með, því ég var enn hálf sofandi og þreytt eftir nóttina.
Svo versluðum við og fórum heim.
Talaði við hann pabba minn í símann og svo hengsluðumst við eitthvað fram eftir kvöldi.
Eftir að hafa bara náð að þrífa þvottahúsið og stofuna. Kveikt á kertum og farið í sturtu, eldaði Eiki og við borðuðum dásemdar nautasteik og drukkum sitthvort rauðvínsglasið með.
Þá var ég komin með smá hausverk og skreið upp í sófa með Misu litlu og við stelpurnar kúrðum smá saman... eða þar til ég féll í svefn...
Vaknaði svo um 4 til að flytja okkur inn í rúm.
Já við kunnum nú aldeilis að fara vel með okkur og njóta þess að vera barnlaus...
Nú er tengdapabbi og frú í heimsókn og þau heimta mat svo ég er farin að elda
Hafið það gott í kvöld.
Athugasemdir
Æ æ, en leiðinlegt gamla mín Bara að grínast Skiljanlega ertu búin eftir næturvinnu, erfiðasti vinnutími sem til er og sérstaklega með stóra fjölskyldu.
Vona að þið getið endurtekið leikinn fljótlega aftur.
Elísabet Ólöf (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 23:22
Er þetta ekki dæmigert. Þegar maður er búin að plana eitthvað æðislegt en þreytan eftir vikuna er alveg yfirþyrmandi og alveg óvart lognast maður útaf loksins þegar maður fer að slaka á. Þekki þetta vel. En þetta er mjög sniðug hugmynd að senda börnin í burt og hafa ,,´rómó" helgi. Held ég hringi strax í barnapíu.
kveðja frá Selfossi
Guðbjörg
Guðbjörg Oddsd. (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 13:26
Innlitskvitt. Ertu tínd, eða er brjálað að gera?
Er komin heim og ekki á leiðinni neitt á næstunni Láttu nú bara heyra hvað hentar þér
Guðrún Þorleifs, 22.4.2008 kl. 13:08
alveg er thetta týpískt ég er hætt ad plana nokkurn hlut ef ég kemst hjá thvi..thví thá klikkar ekki ad ég er farin ad hrjóta manna fyrst i sófanum en svo er stundum bara gott ad hvila sig eigdu góda viku
María Guðmundsdóttir, 22.4.2008 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.