15.5.2008 | 07:08
Og þá kom að því.
Þá er ég búin á síðustu næturvaktinni, alla vega í bili og þar sem sólin er alveg að fara að breiða úr sér í garðinum mínum er ég ekki að nenna í rúmið alveg strax.
Hér er ýmislegt búið að gerast frá því ég ætlaði að blogga síðast og ég er að hugsa um að blogga sýnishorn núna.
Fermingin hjá Atla Hauk tókst með eindæmum vel. Þó ég færi ekki að undirbúa hana fyrr en daginn áður. Þóra kom og var guðómalega hjálpsöm.
Á laugardeginum, meðan Eiki fór að ná í vökva veitingar til Þýskalands og Tengdamamma og Linda fóru að versla fórum við Þóra heldur betur í gang.
Við náðum að útbúa allt meðlæti og vorum næstum búnar með allan bakstur áður en fólkið kom heim.
Hérna voru 8 næturgestir sem allir þvældust hver fyrir öðrum, allir að reyna að myndast við að hjálpa til . Ég setti Mónu og Lenu í að þvo skeljar og þegar Linda kom heimum rétt fyrir miðnætti (var í matarboði) dobblaði ég hana til að setja marsípan á fermingartertuna sem ég hafði ætlað að panta en gleymt því.
Tengdamamma fékk það verkefni að búa til salatið í brauðtertuna ásamt Þóru og svo fékk hún þann heiður að stytta fermingarfötin svo Atli liti vel út. Já hún er sko betri en engin hún tengdamamma mín .
Athöfnin í kirkjunni tók aðeins einn og hálfan tíma, þrátt fyrir að fermingarbörnin væru bara 12 og engin gekk til altaris. Heldur ekki fermingarbörnin.
Séra Kingó byrjaði athöfnina á að bjóða öllum þeim sem voru með vælandi smábörn að taka sér göngutúr í góða veðrinu til að ekki yrði truflun í kirkjunni g það fannst mér ansi gott. Fólk er yfirleitt svakalega hneykslað á honum, en ég er honum innilega sammála.
Hann hafði líka látið fermingarbörnin fá setningar úr trúarjátningunni sem þau áttu svo að mála á
striga.
Það tók óratíma að kynna þessi verk, en engu að síður finnst mér þetta gott framtak hjá honum.
Krakkarnir þurftu að pæla í hverri setningu mjög djúpt til að koma henni frá sér á striga og ég er vissum að hann Atli Haukur skilji trúarjátninguna miklu betur en ég.
Að loknum myndartökum og þessháttar komumst við loksins heim og þá tók eldamennskan við.
Matseðill Fjöruborðsins var í boði með öllu tilheyrandi.
Atli Haukur stóð sig eins og hetja og bauð alla velkomna og eftir súpuna stóð hann upp til að segja fólki að smá bið væri í matinn og öllum væri því frjálst að hreyfa sig um í góða veðrinu, eitthvað mismælti hann sig og niðurstaðan var sú að hann bað fólk vinsamlegast að fara... Það var leiðrétt eftir mikinn hlátur.
Humarsúpa með heimabökuðu brauði var í forrétt og humar með öllu tilheyrandi í aðalrétt.
Að öllu áti loknu tók Atli Haukur upp alla pakkana og las á öll kortin því svoðeilis gerir maður í útlöndum.
Svo var hámað í sig kökur. Linda og Móna voru með söng til hans, sem allir sungu og á meðan gekk hann um og fólk klístraði á hann límmiðum. Voða gaman.
Fyrir rest var Eiki kominn með gítarinn og Atli Haukur búinn að lauma sér úr fermingarfötunum og kominn í gallabuxur og stuttermabol sem á stendur "fock me, I´m famous." Ekki beint guðdómlegt.
Stráksi fékk fullt af gjöfum og ca 8000 dk, sem er eiginlega ótrúlegt, því að ekki fékk hann svo mikið sem kort frá föðurfólkinu sínu og mín megin fékk hann peningagjafir frá mömmu minni og pabba mínum og Rögnu. Rest kom frá fólkinu hans Eika. Segi það en og aftur, hann fékk frábæra "fóstur"fjölskyldu fyrir 12 árum.
Mest undrandi var hann á peningagjöf sem hann fékk frá ömmu Láru. Hann sagði mér að þetta væri langstærsta gjöfin því amma kom líka og hann gerir sér vel grein fyrir að það kostar sitt.
Ég er farin að röfla og nenni ekki meiru.
Sem sagt, í alla staði frábær dagur og ég er hrikalega fegin að sé 2 ár í næstu fermingu.
---------------------------------------------------------------------------
Eiki fór í studitur= bjórdrykkjuferð, til Tékklands á fimmtudaginn síðasta og kom aftur heim á mánudaginn.
Hann mátti sitja í rútu í 14 tíma hvora leið bara til að skoða sóðalegustu bjórverksmiðjur heims. Er búin að sjá myndir og þetta er ekkert grín.
Á meðan stækkaði ég veröndina okkar um tæpa 20 fermetra, eiginmanni mínum til ómældrar gleði.
Ég ætti að vera búin að ná því núna að hann er ósköp lítið fyrir að láta koma sér á óvart.
Larsinn minn kom og hjálpaði mér að grafa upp fyrir veröndinni og Þóra kom svo á föstudeginum og hjálpaði mér að fylla grunninn af sandi. Það fer gríðarlegt magn af sandi í svona lagað.
Ég fékk gefins hellur fyrir 2 árum síðan og svo áttum við sexkanta hellur sem hann Addi minn tók upp fyrir mig síðasta sumar. Alls voru þetta ca 20 fermetrar og var ég búin að teikna upp dýrindis verönd.
Það var Lars sem áttaði sig á að sexköntuðu hellurnar voru í tveimur stærðum og við tók púsluspil dauðans. En þetta hafðist allt og ég er skýjum ofar af gleði. Eiki er ekki en búinn að átta sig á þessari guðsgjöf, en þegar Stína og Bjarni koma hingað næst er ég viss um að hann tekur gleði sína á ný...
Nú er sólin kominn á þessa fallegu verönd svo ég er að hugsa um að skutla mér út í hálftíma áður en ég drattast inn í rúm.
Yfir og út. Hulla Pulla.
Athugasemdir
Er nú búin að átta mig á því að þér er ekki fisjað saman frænka sæl!
Þessi stétt þín er tær snilld og Eiki á alveg örugglega eftir að fíla þessi flottheit í tætlur með góðu gítarspili
Guðrún Þorleifs, 16.5.2008 kl. 08:39
Jú. . Tessi ferming heppnadist bara nokkud vel. . Vona bara ad tú verdir betur undirbúin fyrir tá næstu (tad er ekki langt í hana) :)
Eiki á eftir ad fíla verøndina tegar allir íslendingarnir koma í sumar :p
Hlakka til ad sjá tig á eftir ;)
Dana María Ólafsdóttir, 16.5.2008 kl. 08:44
Til lukku með drenginn, og veröndina.
kveðja
Guðlaug
Guðlaug (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 15:30
Heyrðu mig nú Hulla mín, af því ég nú svo forvitin, þá mundi ég allt í einu eftir því að þú ætlaðir að segja okkur sem lesum síðuna þína frá einhverju mjög spennandi um miðjan maí. Nú verður þú sko að fara að koma með leyndóið. Ég veit ekki hvað ég þoli að bíða lengi enn án þess að fara alveg á límingunni
Kær kveðja og knús til ykkar allra.
Ragna (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.