19.5.2008 | 10:32
Lilli eymingi
Í dag er ég lilli eymigi. Reyndar búin að vera það í nokkra daga. Ekki samt reglulegur eymingi, bara svona hálfgerður.
Rolaðist hér um á laugardaginn og hafði það bara ekki svo sérlega gott. Var kalt og með hausverk og túrverk og nennti ekki að þrífa. Og bara allt ómögulegt. Þá hringdi Maja og bauð okkur yfir til sín um kvöldið í öl og kjaftagang. Ég var alveg viss um að mér mundi skána ef við munum drífa okkur.
Dana og Hanne komu hingað til að sitja hjá strákunum og eftir panodil og kvöldmat, skutlaði Dana okkur til þeirra.
Og mér skánaði virkilega. Eftir nokkra bjóra, söng og læti, leið mér bara þokkalega.
Dana sótti okkur svo fljótlega eftir miðnætti og þegar heim kom leið mér skyndilega bara ekkert þokkalega meira.
Gærdagurinn fór svo í að reyna að fá það betra. Það var gert með ýmsu móti. T.d með því að reyna að sofa lengi. Svo að taka hausverkjartöflu. Svo að fara í bíltúr með skvísurnar heim til sín. En allt kom fyrir ekki. Um tvöleitið fengum við svo gesti. Það var íslenskt par sem er búið að velja sér eina kisu hjá okkur. Þau komu við til að líta á gullklumpinn sinn og sátu hérna og fengu sér kaffi sopa í blíðunni.
Það er annars pínu merkilegt hvað maður er öðruvísi þegar koma íslendingar í heimsókn. Maður getur talað um allt milli himins og jarðar og finnst maður þekkja fólk pínulítið þó að maður sé að sjá það í fyrsta eða annað sinn.
Allavega fær kisan okkar ábyggilega voða gott heimili hjá þessum íslendingum úr Garðinum.
Þegar þau voru farin ákvað ég að hætta nú þessum aumingjaskap og drattast í vinnuföt og fara að gera eitthvað af viti. Eiki var búinn að eyða deginum í matjurtargarðinum og ég fór í að búa til beð fyrir baunirnar okkar og gróf upp risastóra trjárót. Fann í þessum uppgreftri mínum margar salamöndrur og þar sem þær sjást ansi illa ofna í moldinni, hjó ég hala og afturfót af einni, og haus af annarri. Tvær sluppu svo til ómeiddar og ég var á tímabili að hugsa um að hætta bara við þennan trjárótarhnullung svo ég mundi nú ekki limlesta fleiri salamöndrur.
En nú er rótarhaugurinn farinn og búið að slétta úr moldinni og beðið tilbúið fyrir baunirnar.
Matjurtargarðurinn er orðinn stútfullur af kartöflum, gulrótum, rófum og káli og ýmsu öðru. Verður spennandi að fylgjast með hvort að komi eitthvað upp af þessu. Mikið af fræjunum nefnilega útrunnið, en það er aldrei að vita.
Ég er hinsvegar lítið skárri og er farin að hnerra og hósta óhugarlega mikið í þokkabót.
Á eiginlega bara hrikalega bágt.
Over and out. Hilen, Hulla pulla.
Rolaðist hér um á laugardaginn og hafði það bara ekki svo sérlega gott. Var kalt og með hausverk og túrverk og nennti ekki að þrífa. Og bara allt ómögulegt. Þá hringdi Maja og bauð okkur yfir til sín um kvöldið í öl og kjaftagang. Ég var alveg viss um að mér mundi skána ef við munum drífa okkur.
Dana og Hanne komu hingað til að sitja hjá strákunum og eftir panodil og kvöldmat, skutlaði Dana okkur til þeirra.
Og mér skánaði virkilega. Eftir nokkra bjóra, söng og læti, leið mér bara þokkalega.
Dana sótti okkur svo fljótlega eftir miðnætti og þegar heim kom leið mér skyndilega bara ekkert þokkalega meira.
Gærdagurinn fór svo í að reyna að fá það betra. Það var gert með ýmsu móti. T.d með því að reyna að sofa lengi. Svo að taka hausverkjartöflu. Svo að fara í bíltúr með skvísurnar heim til sín. En allt kom fyrir ekki. Um tvöleitið fengum við svo gesti. Það var íslenskt par sem er búið að velja sér eina kisu hjá okkur. Þau komu við til að líta á gullklumpinn sinn og sátu hérna og fengu sér kaffi sopa í blíðunni.
Það er annars pínu merkilegt hvað maður er öðruvísi þegar koma íslendingar í heimsókn. Maður getur talað um allt milli himins og jarðar og finnst maður þekkja fólk pínulítið þó að maður sé að sjá það í fyrsta eða annað sinn.
Allavega fær kisan okkar ábyggilega voða gott heimili hjá þessum íslendingum úr Garðinum.
Þegar þau voru farin ákvað ég að hætta nú þessum aumingjaskap og drattast í vinnuföt og fara að gera eitthvað af viti. Eiki var búinn að eyða deginum í matjurtargarðinum og ég fór í að búa til beð fyrir baunirnar okkar og gróf upp risastóra trjárót. Fann í þessum uppgreftri mínum margar salamöndrur og þar sem þær sjást ansi illa ofna í moldinni, hjó ég hala og afturfót af einni, og haus af annarri. Tvær sluppu svo til ómeiddar og ég var á tímabili að hugsa um að hætta bara við þennan trjárótarhnullung svo ég mundi nú ekki limlesta fleiri salamöndrur.
En nú er rótarhaugurinn farinn og búið að slétta úr moldinni og beðið tilbúið fyrir baunirnar.
Matjurtargarðurinn er orðinn stútfullur af kartöflum, gulrótum, rófum og káli og ýmsu öðru. Verður spennandi að fylgjast með hvort að komi eitthvað upp af þessu. Mikið af fræjunum nefnilega útrunnið, en það er aldrei að vita.
Ég er hinsvegar lítið skárri og er farin að hnerra og hósta óhugarlega mikið í þokkabót.
Á eiginlega bara hrikalega bágt.
Over and out. Hilen, Hulla pulla.
Athugasemdir
Æiiii..... ertu lasin snúllan mín. Ekki gott það. Sennilega verður þetta að hafa sinn gang, over and out með það. Vonandi sem fyrst. Í raun fúlt að geta ekki hreinsað svona úr kroppnum eins og maður hreinsar illgresi úr beði
Heyrumst
Guðrún Þorleifs, 19.5.2008 kl. 10:37
Úff ég er svona aumingja ég. Er búin að vera veik í 4 daga
Unnur R. H., 19.5.2008 kl. 12:01
hvur fjárinn er ad ganga núna?? ég var eins og drulluhali i vinnunni i morgun,drepast i hálsinum og beinverkir med er einhver vorflensa ad stinga sér nidur?? En vonandi batnar thér hid fyrsta,kvedja hédan
María Guðmundsdóttir, 19.5.2008 kl. 12:53
Æ hvað mín á bágt núna.
Ég hef aldrei vitað það ráð til að losna við svona fjárans pest, að stinga upp allan garðinn sinn eftir að hafa verið í partíi kvöldið áður og sungið fram á nótt. En hún Hulla mín fer heldur ekki alltaf troðnar slóðir.l Heilsist þer fljótt og vel.
Kveðja og knús,
Ragna (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 14:24
Æj æj vonandi batnar þér fljótt og vel. Mín reynsla er sú að maður er mun móttækilegri fyrir pestum á meðan túrvesenið er, það bregst varla að ég verð aukalega lasin akkurat þá.
Ragnheiður , 19.5.2008 kl. 15:25
Gangi þér vel að batna. Spennandi að vita hvað kemur upp úr garðinum þínum
Rúna Guðfinnsdóttir, 19.5.2008 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.