Get ekki verið svona lengur... góð ráð óskast.

Ég er aumingi með hor.
Ég er í svo mikilli sjálfsvorkunn akkúrat núna og ég er viss um að mér batni aldrei nokkur tímann.
Samt er ég ekki einu sinni ekta veik. Ekki með hita eða neitt.
Ég hafði það aðeins betra í gærkvöldi eftir að hafa hámað í mig 2 panodil.
Núna er ég bara með endalaust af beinverkjum og meiri að segja með beinverki í tönnunum og upp í gómnum. Það er ekki notarlegt.
Svo er ég með niðurgang úr nefinu mínu. Lít út eins og Rúdólf og er komin með svo aumt nef að það er sárt að anda með því. Veit ekki því í ósköpunum ég er með eitthvað svona núna.
Pirruð og eiginlega bara öskuill.
Hugsið ykkur ef ég yrði nú raunverulega veik. Fengi einhvern hræðilegan sjúkdóm eða eitthvað. Vá hvað ég ætti að skammast mín..... Á samt bágt.

Búin að gera tvær tilraunir til að fara út í garð og gera eitthvað. Reyta arfa til dæmis. Nóg af honum út um allan 4000 fermetra garðinn minn.
Fyrri tilraunin endaði með því að ég ákvað að bíða þar til sólin væri farin að skína aðeins meira því ég þjáist af óútskýranlegum kulda.
Seinni tilraunin endaði þannig að ég leit yfir ógróðurinn og fannst hann allt í einu bara ljómandi fallegur. Hann blómstrar meiri að segja. Þannig að í einhverjum óljósum tryllingi, reif ég af mér vinnuhanskana, lofaði arfa drottins og sá fyrir mér að hljóta bestu verðlaunin fyrir frjálslegasta garð Danmerkur. Arfinn er meiri að segja aðeins í beðunum þannig að garðurinn er snyrtilegur þrátt fyrir allt.

Mikið er nú annars gott að ausa úr sér aumingjaskapnum.

Mojn og góðan bata til mín.

-----------------------------------------------------------------------------------------------

Jeg er en kæmpe stakels med masse af næsepus.
Jeg har så ondt af mig selv lige nu og jeg er næste sikker på at jeg aldrig får det bedre.
Dog er jeg ikke rigtig syg. Jeg har ikke feber eller noget.
Jeg fik det lidt bedre i går aftens efter at have spist 2 pamol.
Nu har jeg bare rigtigt meget af knoglesmerter og jeg har også smerter i mine tænder og op i gummen. Det er ikke særlig rart.
Så har jeg diarré i mine næse, og jeg ser ud som Rudolf. Min næse er så øm at det gør ondt kun at træk vejret i gennem det. Forstår ikke hvorfor jeg har sådan noget lige nu.
Irriteret og meget sur.
Prøv at tænk hvis jeg bliv virklig syg. Hvis jeg fik en skræklig sygdom eller noget. Jeg skulle skam mig selv... Alligevel har jeg det skidt.

To gang i morgens har jeg prøvet at gå ud i min have til at gøre noget gavn. For eksempel at tage ukrudt væk. Det er nok af ukrudt i min 4000 kvm have.
Først når jeg gik ud, gik jeg ind igen og besluttede mig til at vente indtil solen var begyndt at skinne lidt mere, fordi jeg lyder af uforklarlige kold.
Næste gang jeg gik ud og kiggede over min ukrudt, syns jeg pludselig den så bare rigtig godt ud. Den blomster og det hele. Jeg skynde mig at rive mine arbejdes hanske af og tækkede taknemlig til gud for den dejlige ukrudt, jeg tænker nok jeg får den 1. præmier for den flotteste og vildeste have i hele Danmark.
Ukrudtet er også kun i blomsterbedene så haven er pæn lige meget hvad.

Det er ellers meget godt at kunne øse fra sig dovnskabet

Mojn og god bedering til mig Sick


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ snúlan mín,, hef því miður enginn ráð fyrir flensunni þinni. er sjálf búin að berjast við þetta í 3 vikur.... hósta lungunum upp úr og rennur stanslaust úr trýninu á manni. Maður lítur ekki vel út og komin með bauga  niður á maga. Rifbeininn og bakið orðið svo heltekið af hóstaköstum að maður veit ekki hvernig maður á að ganga uppréttur. Vona þín flensi vari ekki svo lengi. Hjúts knús og batarkveðjur frá mér

Linda (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 10:30

2 identicon

Eina ráðið held ég er að hvíla sig Hulla mín. Alls ekki að hamast í garðinum eða einhverju öðru kjáninn þinn.

Batakveðjur

Elísabet (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 10:53

3 Smámynd: Unnur R. H.

Bara hvíla sig, þetta er ég búin að fá að heyra í 5 daga en mér batnar samt ekki Er einmitt með nef sem rúdólfur yrði hreykin af, en er ekki alveg að fíla það Láttu þér batna

Unnur R. H., 20.5.2008 kl. 11:48

4 identicon

Nú er best að koma með mömmulegt ráð.  Hefurðu prufað að sjóða saman hvítlauk, engiferrót og sítrónusafa, geyma á hitabrúsa og drekka þetta síðan yfir daginn og jafnvel nóttina líka.  Pabbi þinn myndi örugglega mæla með því að hella smá koníaki út í en það er sko ekkert í uppskriftinni.  þetta er ótrúlega kröftugur drykkur en best er auðvitað að drekka svona í upphafi pestarinnar.
Láttu þér nú batna svo þú getir glöð og ánægð hopppað út í sólina og sumarið.

Kveðja og knús

Ragna (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 14:38

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 átt alla mina samúd..ég er litid betri..versti sjúklingur EVER....svo bara gódan bata til thin..  

María Guðmundsdóttir, 20.5.2008 kl. 15:11

6 Smámynd: Hulla Dan

Takk fyrir öll kommentin. Nú ligg ég líka grafkjurr, neyðist til þess þar sem mig svimar annars stórkostlega.
Búin að horfa á Friends í allan dag, eða seinnipartinn. Náðin að plokka upp nokkrar brenninetlur í morgunn, það var dugnaðurinn í dag.
Nú er ég komin með hita ofan í allt saman og þá á ég mest bágtast
Spurning að prófa galdradrykk Rögn og ath hvort mér lagist ekki örsmá við það.

Knús á ykkur öll,

Hulla Dan, 20.5.2008 kl. 18:18

7 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ertu ekki að skána?? Horfðir þú á forkeppnina í gærkvöldi?  Ísland keppir á morgun um sæti í aðal-keppninni. Því miður held ég þau komist ekki í aðalkeppnina. Hvað heldur þú?

Danska lagið er æði. Svo frískt og fjörugt og þá langar mig að dansa

Rúna Guðfinnsdóttir, 21.5.2008 kl. 17:40

8 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ja hérna og hér!!! Ertu ekki að frískast? Þetta er leiðindalíf á þér. Alger spilling á góðum dögum. Hættu nú þessu bakteríuveseni og komdu í kaffi á pallinn til mín

Guðrún Þorleifs, 21.5.2008 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband