28.5.2008 | 19:48
Dagurinn í dag... ekkert sérlega listrænn.
Þá er en einn dagurinn að verða búin.
Ég get ekki sagt að mér hafi tekist að gera nokkurn skapaðan hlut listrænan í dag. Nema að það teljist listrænt að mata gamla slappa konu af rúnstykki.
Ég fór sem sagt niðrá elliheimili í rúnstykkja kaffi. Það var voðalega notalegt. Gaman að sjá hvað gamlingjarnir okkar verða glaði þegar er gert eitthvað svona fyrir þá.
Ein var með hundinn sinn með og dásamlegt að sjá hvað gamla fólki lifnar við í návist dýra.
Er að hugsa um að fara með 2 kettlinga þangað í fyrramálið og athuga hvort fólkið sé ekki veikt í að hald þeim
Eftir rúnstykkja kaffi boðið kom ég heim og ætlaði heldur betur að liggja í leti og listmannast eitthvað, en þá beið mín heimboð í kaffi hjá Guðrúnu frænku minni í Søderborg og þar sem hálfur dagurinn var hvort sem er liðinn í allt annað en það sem ég hafði ætlað mér, sló ég til og þeystist á dumbvínrauða fáki mínum alla þessa leið. Ca 16 km.
Sátum í rúma 2 tíma í sjóðheitu rokveðri og nutum kaffisins og spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Bara gott og bara gaman.
Svo náði ég í hann Eika minn um 3 og við skelltum okkur í húsgagnaverslun dauðans til að kíkja eftir einhverjum gömlum ljótum mublum sem gætu orðið fallegar hvítar.
Fundnum ekki neitt.
Jú Eiki fann risastórt píanó frá kjøbenhagen en fær það ekki
Skal takast að vera dugleg við að gera ekkert af viti á morgunn.
Nat nat... Hulla Pulla
-----------------------------------------------------------------
Nu er en en dagen ved at være slut.
Jeg kan ikke sige at jeg har kun klaret at gøre noget kreativt i dag. Jo, hvis det man kan sige at made gammel kone af rundstykke er kreativt så har jeg været meget kreativ.
Jeg vent altså ned på plejehjem i morgens og fik kaffe og rundstykke samen med de andre personale og gamle. Det var meget dejligt og godt at se hvad glad de bliver når man gør sådan noget for dem.
En af personalet var med sin hund med på arbejdet og det er rigtigt dejligt at se hvad glad de gamle bliver i nærheden af dyr.
Nu tro jeg at jeg køre der ned i morgen og tager to af mine killinger med og se om de ikke vil beholde dem.
Efter at have fået rundstykke og kaffe ned på plejehjemmet, kørte jeg hjem igen. Nu skulle eg bare ligge i dovnskab og gøre noget kreativt. Men hjemme ventede mig invention om kaffe ved min kusine Guðrún i Sønderborg, og da som halvdelen af dagen var forbi alligevel uden at jeg havde gjort noget af de ting som jeg skulle, bestemte jeg mig og tog min mørkevinrøde bil og kørte af stad den lange vej. Ca 16 km.
Vi sat så ude i det varme stormvejer og nød vores kaffe og snakkede om alt mellem himlens og jord. Kun godt og kun sjovt.
Så hentede jeg min Eiki klokken 3 og vi kiggede i møbblebutik dødens. Vi vil gerne købe nogle grimme møbler som kan se godt ud hvis jeg maler dem hvidt.
Vi kunne ikke find noget som helst.
Jo Eiki fandt et kæmpe stort piano fra kjøbenhagen, men det får ham ikke lov til at købe.
Det skal lykkes mig at gøre ikke noget i morgen.
Nat nat... Hulla Pulla.
Athugasemdir
Humm.... var þetta ekki listrænt spjall hjá okkur eða var það frekar fagurfræðilegt
Gangi þér vel að gera "ekkert" í dag.
...og veðrið í gær var fyndið, mest heitt en rok
Guðrún Þorleifs, 29.5.2008 kl. 06:15
hva! maður getur nú ekki alltaf verið duglegur sko! bara gott þú gast notið dagsins í góðum félagsskap
María Guðmundsdóttir, 29.5.2008 kl. 07:44
Það er mjög skapandi að chilla og gera "ekkert" . Lífsnauðsynlegt að kunna það.
Njóttu dagsins vel elskan mín.
Knús og kossar
P.s. Takk fyrir fallegu kveðjurnar
Elísabet (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 08:39
Það er svoooo gott að gera ekkert af viti, þannig á maður að nota frídaga
Unnur R. H., 29.5.2008 kl. 08:53
Gott að slappa af Hulla mín það er nauðsynlegt
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 29.5.2008 kl. 10:31
Það er alltaf ofurskapandi að meðhöndla rúnstykki.. einnig er skapandi að að soðna í heitu rokveðri í sirkabát 2 klukkutíma
Ég er líka skapandi akkúrat núna, ég er að skapa fullt af geyspum sem stigmagnast með hverri mínútunni..
í kvöld ætla ég svo að vera skapandi í draumi og fljúga til þýskalands með fötu og skóflu og búa til þýskar drullukökur
Guðríður Pétursdóttir, 29.5.2008 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.